Vísir - 04.01.1955, Page 7
"V-«V—V—V-V-*^................
iÞri'ðjudaginn 4. janúar 1955
VÍSIB
Copr..psi.ei?í*rRtseBntrebr»*i Jnc.—T«s.Rf*,TJ.9
'Disir. by UnHed Feature 'Sýndicáte, Incí
'f '
hlœh
%
Herra Blackett nam staðar í frásögninni til þess aS svara
honum: — Ekki á þessum tímum stjórnmáladeilna og trúar-
déilna. En svo að við höldum áfram, þá hafa engir vitað um
þétta nema við fjórir, þér, herra Killigrew, herra Lane og eg.
Þá eru aðeins þjónarnir eftir.
En Ambrose .... ?
— Hefði ekki getað vitað um ráðagerðina, öávarður rninn.
því að þér senduð hann til spænska sendiherrans. meðan við
héldum ráðstefnu um málið. Og þó að hann færði vinum okkar
hestana, hefir hann ekki getað vitað, hvert .þeix ættu að fara.
Og þá er aðeins eftir ....
Jarlinn kreisti ábreiðuna í lófa sér .... Þá er aðeins herra
William eftir, Iávarður minn. Hann stóð fyrr framan dyrnar.
þegar við vorum að tala saman og ef hann hefir lagt eyrað við,
heíir hann getað heyrt allt, sem við sögðum. Heimskur var eg
og grunlaus, að mér skyldi ekki detta þetta í hug fyrr. Munið
þér eftir því. lávarður miim, þegar herra Lane opnaði hurð
ina til að biðja um gimsteinaskrínið. Þá stóð herra William
við hurðina með upplyftan handlegg, eins og hann ætlaði að
fara að berja að dyrum. Það var ryk á hnjánum á honum, lá-
varður minn. Það sýndi, að hann hafði kropið á kné til að geta
Merað.
— Hann skal fá fyrir fei'ðina.
— Ekki fyrri en hann er búinn að segja okkur, hver hús
bóndi hans er. Hann hefir ekki gert þetta íyrir sjálfan sig.
Jarlinn lá á bakinu og horfði upp í loftið. Blackett fannst
hann einkennilega áhugalaus um þetta mál. Því næst sagði hann
mjúkri rödd, sem gat illa dulið þá hræðilegu ógnun, sem fólgin
var í prðunum.
— Hann átti Roger stöðu sína að þakka. Það var hann, sem
vaXdi William. Við vitum nú hvers vegna ráðizt var á Francis;
í Kent, þegar hann fór með skilaboð mín. Og við vitum líka.
hvaðan þau hafa komið, rógbréfin til -Ráðsins, sem hafa valdið
okkur öllum óþægindum.
— Hann hefði ekki haft gáfur til að skrifa þvílík bréf, lá-
varður minn.
— Þar er eg á sama máli. herra Blackett. En eins og þér
segið, eigum við voldugan óvin, sem stendur á bak við þetta,
og hann mun segja okkur, hver sá óvinur er.
— En ef hann vill nú ekki tala?
— Hann mun tala. sagði John hóglátlega. ,5
XIX kafli.
Viku seinna sat lávarðurinn af Bristol heima í Rose, en
Ambrose og Ðickon voru hjá honum.
— Þér kunnið að róa, Dickon, og ráðið bæði við bát og ferju,
ér ekki svo? Gætuð þér róið á ánni. jafnvel þótt veðrið væri
óhagstætt?
— Lávarður minn! Eg er alinn upp sem sjómaður og hafði
siglt til Skotlands og til Baljtiskú landanna áður..en eg iór i þjón-
ustu .yðar.
—: ••Ambrosé! Þér hgfið oft farið um Bristolflóa, ef sögurnar,
sexn þú sagðir mér í Kastalanum, eru sannar.
•—■ Þær eru sannar, lávarður mirrn. Ef hægt verður að útvega
bát, getum við Ðickon róið honum hvert sem vera skal.
— Ágætt. Farið þið nú og kaupið slíkan bát, með tveimur ár-
um, sem tekur fjóra. Hafið bátinn tilbúinn við næsta lendingar-
stað og látið það ekki bregðast. Sendið svo herra Blackett til
mín.
Það var hráslagalegt veður og leit út fyrir hríð og John var
feginn að vera undir þaki. Hann hafði komið kvöldið áður í
áföngum frá Canterbury. Það hafði verið óskemmtilegt ferðalag,
að við allar krossgötur stóðu gálgar og þar héngu skorpin
lík í hlekkjum af hraustum Kentbúum, sem höfðu verið í liði
Og ekki var sbetra, þegar til Lundúna kom, þ.ví að þar
áttatíu gálgar og lík sangandi í hverjum. Borgararnir
gátu því ekki komizt hjá því að finna smjörþefinn af hefnd
drottningarinnar. Það var búið að grafa frú Jane. Lávarður-
inn af Suffolk hafði verið dæmdur, Courtenay var kominn aftur
kastalann og Elizabet var verið að flytja í strangari gæzlu
til Lundúna. .Wyatt var gevmdur í svartholi og bar sig illa.
John var laus, einungis vegna þess, að hann þótti of lítll fisk-
ur í „sjó fyrir hin stórmöskvuðu net.
Herra Blackett koni inn og var dálítið æstur. — Eg var að
leita að yðui’, lávarður minn, þegar Ambrosé bar mér þau orð,
að þér væruð að leita að mér. Ilér er þréf, sem er nýkomið frá
•Reading. Þaðær með rithönd herra Killigrews.
— Francis! Og frá Reading! Hvepnig stendur á því, að hann
er þar, Fáið mér ,það.
— Hinir hlykkjóttu, nærri því ólæsilegu stafir, voru sannar-
lega skrift Francis. John opnaði það og las meðan Blackett beið
óþolinmóður. Því næst hló hann og sagði:
— Þarna er Francis lifandi lýst. Hann skrifar: „Lávarður
minn! Við látum fyrir berast hér í Reading vegna ofurlítils
óhapps, sem kom fyrir hann Anthony okkar. Hestinum leidd-
ist að hafa hann á baki og henti honum af sér. Hann kom niður
á stein og meiddist ofurlítið og nú .er hann að leita sér lækn-
ingá í örmum Margarethe, sinnar ástkæru eiginkonu, en eg,
sem á enga eiginkonu, bvíli mig eftir erfiða vetarferð. Eg bíð
hér eftir skipunum yðar um að koma aft-ur til Lundúna, þar sem
vínið er sterkara og meyjarnar mýkri.“
Blackett skellihló.Hann hefir ekki kært sig um að halda
kyrru fyrir. í Gillingham, eftir að björgunin mistókst og það
var ekki heldur ástæða til þess, að hann gerði það. Hann hefir
sennilega farið yfir ána og kringum London, þangað til hann
var kominn á veginn, sem ]á til ákvörðunarstaðarins. Herra
Lane hefír vafalaust særzt, en ekki af því að falla á stein, eins
og hann segir, heldur af sverðsoddi og hann hefir farið heim,
til að láta ' sárið gróa. Hann getur ekki verið mikið særður,
annars hefði hann ekki getað haldið ferðinni áfram. Við skulum
ná í herra Frarícis og segja honum að koma, lávarður minn,
við þurfum á fvndni hans að halda.
John efaðist um það., — Það er leitað að honum um Kent
fyrir morð.
— Nei, nei, lávarður minn. Það er leitað að tveimur kaup-
mönnum, sem reyndu að brjótast inn í fangelsi, til að leysa
þróður yðar úi’ Iialdi. Þeir vita ekki, hvað þeir heita né heldur
um kunningja þeirra eða þá, sem sendu þá. Herra Roger naut
mikils trúnaðar herra Wyatts og allir vita, að það eru fleiri
en þér og jafnvel menn í Ráðinu, sem mundu gjarnan vilja
koma honum undan og til útlanda. Herra Francis kemur til
London frá Reading, án þess mikið beri á, og þeir taka ekke-rt
eftir því, fyrst þeir eru að leita að honum í Kent. Þeir munu
ekki ferðast hingað dulbúnh’ sem kaupmenn, heldur í sínum
borgaralega búningi. Það er engin hætta á ferðinni.
— Þér hafið gleymt húsbónda herra Willianis.
— Hann mún áuðvitað fá vitneskju um það, en náðun drottn-
ingarinnar bróður yðar til handa mun slæva í honum vígtenn-
urnar. Þáð er aðeins venjulegur glæpur, en ekki föðurlandssvik,
að gera tilraun til að brjóta upp fangelsi, jafnvel þó.tt maður sé
Á kvöldvbkuitni.
Bókaútgefandi einn bauð-
einu sinni ungum höfundi að
borða hjá sér. morgunverð.
Þeim voru fyrst bornir bollar
með heitu kjúklingasoði og
höfundurinn undraðist mjög
aðfarir forleggjarans er hann
helti soðinu á undirskál, braut
brauðsneið í bita og lagð þá á
skálina, tók síðan að hlása mik-
ið á soðið. Höfundurinn vildi:
vera kurteis og fór eins að, en
beið svo til að sjá hvað hús-
bóndinn gerði næst. Þegar
hann hafði blásið nægilega á
soðið settist hann á hækjur
sínar og kallaði á hund sinn til
að eta af skálinni.
Hann var nýlega kvæntur og.
vinur hans óskaði honum heilla.
„Segðu mér, er það ekki satt
að konan þín sé komin af góðri
ætt og göfugri?“
„Ekki veit eg hvað eg á að
segja um það,“ sagði sá ný-
kvænti, „en hún hefir hana-
vissulega alltaf á takteinum“.
Ekki er nú lengur þörf fyrir
hið fræga klaustur við St.
Bemhards-skarðið í Ölpunum.
Fyrir nokkru ákvað stjórn
Vatilcansins að leggja niður
klaustrið og selja byggingarn-
ar, því að nú eru bifreiðar
notaðar á öllum ieiðum og auk
þess eru björgunarsveitir alltaf
til taks. Hinir fi’ægu hundar,
sem björguðu svo mörgum
mannslífum áður eru nú ekki
eins nauðsynlegir. Bæði munk-
arnir og hundarnir hafa nú
flutt sig um set, og farið þang-
að sem þörfin er meiri, sumir
til Tibet og aðrir tl fjallahér—
aða í Suður-Ameríku.
•
Litla stúlkan starði hug-
fangin á glæðufríar á aminum,
sem voru að deyja út.
,,Mamma,“ sagði hún, „hvert
fer eldurinn þegar hann deyr?“
,Spurðu ekki um það, elskan
mín. Mér er það eins hulið eirís
og það, hvert hann pabbi þimi
fer þegar hann fer1 út.“ '■
•
Þulurinn segir: „Skoðanir
ræðumanns voi*u hans eigin
skoðanir, en ekki útvarpsins
hér — né heldur nokkurs
manns, sem er með fullu viti.
(Saturday Evening Post)„
£ € Suncufké
17iS
HeiIIuð hafði hvíta stúlkan fylgst
með öllu því, sem fram fór úr felu-
stað sínum, þar til hún heyrði þr'usk
í mánaskininu sá hún allt í einu Stúlkan hrökk aftur á bak um
glitta í græn viliidýrsaugu. Pardus- leið ög hún greip andann á lofti.
. ^ .. . .
En við það missti hún jafnvægið
og féll ofan úr trénu og lenti mitt.
á meðal hinna trvlltu apa.
t ý-