Vísir - 31.01.1955, Qupperneq 10
10
vism
Mánudaginn 31. janúar 1955
IIIKÐ
klœkir
79
JERE WHEELWRIGHT
.slitið sambandi við gömlu kenninguna og aðhylst hina nýju.
Þau kunna að verða leidd á höggstokk, ef þau nást, eða verða
brennd á báli.......
Það var eins og hann hefði horfið aftur til liðins tíma, er
J>að ljómaði af honum, og hann virtist hugrakkur og sterkur, en
:svo var sem hann væri allt í einu orðinn gamli, visni klerkur-
inn, og hann mælti hljóðlega:
— Eg skal gefa þau saman, og það á þessari stundu.
XXVI. KAFLI
Sir Hilary hnignaði stöðugt. Hann hafði hert sig upp meðan
hjónavígslan fór fram, en strax á eftir fékk hann svo slæmt
kast, að honum var ekki hugað líf. Þegar kastið var liðið hjá
voru augun daufleg og þjáningafull. Presturinn gerðd allt, sem
í hans valdi stóð og lofaði að koma svo fljótt sem hann gæti
næsta morgun. Þegar hann fór, sagði hann:
— Það virðist dálítið hart að fara frá ykkur, eins og á
stendur, en konan mín er enn þá veik og ég þarf að vera hjá
henni. Ef til vill get ég komið aftur á morgun og verið hjá
honum, svo að þið getið farið.
Anna mótmælti því og John studdi mál hennar.
— Við verðum að vera kyrr. Við getum ekki skilið hann
•eftir og átt það á hættu, að ef honum batnaði, verði hann
dreginn fyrir rétt drottningarinnar. Ég neita því ekki, að því
fylgir nokkur áhætta, en þetta merki á dyrunum, mun veita
nokkra hlífð. Það má vera djarfur maður, sem vogar sér inn
:í þetta hús, sem er merkt pestinni, en ef einhver skyldi taka á
.sig þá áhættu, mun hann ekki sleppa án nokkurra minja.
Anna hleypti honum út, skaut slagbrandi, fyrir dyrnar og
sneri sér síðan að manni sínum.
— Þvílík brúðkaupsnótt! hrópaði hún milli hláíurs og tára
— Við megum samt ekki gleyma brúðkaupsgestinum, sagði
. John og tók upp kerti. — Ég ætla að fara og gefa Francis
merki.
— Já, gerðu það, sagði Anna — og þar að hann blæs svalan
úti, er gott fyrir vin þinn að fá að dansa í'brúðkaupinu okkar.
En þó að John brygði upp blysinu þrisvar sinnum, kom
Francis ekki.
John vildi, að Anna gengi til hvílu og þau skiptust á að
vaka um nóttina yfir hinum veika manni. Hann þekkti þau ekki
lengur og meðalið var hætt að verka. í dögun var barið fast
á hurðina, og úti fyrir stóð Anthony Lane og hélt í tvo hesta.
John faldi sig, en í sama bili rak Aanna upp angistaróp. John
gægðist út milli gluggatjaldanna. í dyragættinni stóð hávaxinn
maður með arnarnef og lítil augu. Hann var í skósíðum frakka.
— Ég er Memsennius læknir, sagði hann kurteislega, próf-
lærður frá Montpellier og starfandi læknir í Bristol. Kæra frú,
látið ekki líða yfir yður. Hafið þér aldrei séð lækni í pestar-
Jtyrtli sínum?
Hann hefur gerfinef, sem er fyllt af lyktarefni, sem á að
drepa bakteríur. Jæja, þér eruð að fá litinn aftur. Á eg að
taka yður blóð? Jæja, hvar ér sjúklingurinn?
Anna fylgdi honum inn í herbergi. sjúklingsins. Hálftími leið
og þá kom læknirinn út aftur og Anna í fylgd með honum.
John heyrði, hvað hann sagði:
— Pestin, ungfrú? Ekki fremur en að eg er með jóðsótt,
hvað sem þessi hrossalæknir segir. Sjáið til, hér með tek eg af
mér grímuna, svo að þér getið sannfærzt um, að eg er viss í
minni sök. Hann tók af sér grímuna og nú kom í ljós brúnt,
afturkembt hár, ofurlítið hæruskotið.
— Hefði mannkertið haft nokkra þekkingu á læknisfræði, hefði
hann óðara séð, að þetta eru innantökur, samfara blóðkreppu-
sótt. Hann spýtti á gólfið, fullur fyrirlitningar á þessum stéttar-
bróður sínum. — Eg ætla að fara út og ná tali af þorpsbúum,
svo að fólk yðar þori heim aftur. Gefið honum hjartastyrkjandi
dropa, eins og eg sagði yður, hálfan bolla þriðja hvern klukku-
tíma. Það mun lina þjáningarnar, þótt að lækni þær ekki.
— Þér eigið við......
— Hann getur ekki lifað þetta af, frú, sagði læknirinn, fullur
isamúðar. — Ég efast um, að hann lifði til morguns. Hefði
ég verið sóttur fyrr.... Það er búið að borga mér, og ég
skal óðara senda hingað mann til að fjarlægja pestarmerkið af
húsinu?
— Já, sagði Anna djarflega og kom þannig í veg fyrir að
John kæmi fram úr felustað sínum.
— Ég verð að fara, því að ég þarf að heimsækja marga
sjúklinga. En ég vona, að þér munið eftir Memsenniusi lækni
í Bristol, ef þér verðið veik, en sækið ekki einhvern hrossa-
lækni.
Hann fór, til að segja þorpsbúum, að engin pest væri í
þessu húsi, en John kom fram úr felustað sínum.
— Heyrðirðu, hvað hann sagði?
— Hvert orð. Þó við getum ekkert annað gert, skulum við
samt vera hjá honum og hlynna að honum síðustu stundirnar.
— En hvernig á ég að fela þig, ef þjónarnir koma?
— Rektu þá burt.
— Hvað?
—•' Rektu þá burtu aftur. Hafi þeir flúið á tíma erfiðleikanna,
eiga þeir ekkert erindi hngað aftur.
— En ef menn drottningarinnar koma og ekkert pestar-
merki er á húsinu?
— Við verðum bara að vona, að þeir komi ekki.
Læknirninn stóð við loforð sitt, því að áður en dagurinn
var liðinn, komu Anthony og Sir John Lawton, til að senda
burt varðmennina, sem hröðuðu sér brott.
— Þar sluppu þeir vel! hrópaði Anthony og ýtti Sir John
inn. —Jæja, ungfrú Anna, þá erum við komnir til að hjálpa.
Hvernig líður föður yðar?
— Hjartameðal læknisins frá Bristol hefur læknað kramp-
ann, en hann liggur í dái og við getum ekki vakið hann.
— Viljið þér fara inn til hans, Sir John, ég verð hérna
frammi.
Þegar presturinn var kominn inn fyrir, srieri Anthony sér
óðar að Önnu.
— Hvernig vitið þér, að hann er hér? Hefur Sir John sagt
yður það?
— Nei, ég vissi ekki, að hann vissi það. Það var Francis,
sem sagði mér það. Er það jarlinn, sem er bak við glugga-
tjaldið þarna? Lávarður minn! það gleður mig að sjá yður.
— Það gleður mig líka að sjá yður, Anthony. Hvernig hefst
sárið við?
— Það er gróið, lávarður minn, enda þótt ég sé ekki búinn
að ná mér af hitasóttinni.
— Hvað er að frétta af Francis? Verið óhræddur að tala,
því að Sir John Lawton veit allt.
— Ég reið um nóttina frá Bristol ásamt lækninum og
kyndilbera. Við fórum heim til mín til að skipta um hesta og
fá okkur matarbita og Margaret sagði mér, að hann væri falinn
uppi á lofti, það sem hann hafði sofið í heyi. Ég fór til hans
og. þá var hann vel hvíldur, en hafði miklar áhyggjur út af |
yður. Hann fór fyrir dögun og settist að í kjarri hérna fyrir
austan.húsið og þar bíður hann eftir skipunum frá yður.
C. £. Bunwyk&i
- TARZAN -
Á kvöldvðkunni.
Mac fór til stórborgarinnar
til þess að selja bygguppskeru
sína. Þegar því var lokið fór
hann inn í símstöðina og skrif-
aði svohljóðandi skeyti til konu
sinnar: „Seldi byggið með
hagnaði. Kem heim á morgun.
Koss. Mac.“ Þegar hann var á
leið að afgreiðsluborðinu
staldraði hann við og hugsaði
sig um. — Mac? Hvers vegna
var hann að skrifa nafnið sitt?
Það var að fleygja út pening-
um til ónýtis, hún mátti vita
að skeytið var frá honum. —
Hann strikaði nafnið út.
Koss? Hún veit vel að mér þyk-
ir vænt um hana. Burt með
kossinn. Kem heim á morgun?
Hún veit að eg fer ekki að slóra
hér £ bænum og eyða pening-
um! Burt með það! Með hagn-
aði? Hún gengur líklega ekki
að því gruflandi, að eg sel ekki
byggið nema með hagnaði. Það
er þá óþarft. Seldi byggið? —
Það var erindið í borgina —
og það veit hún! Mac reif eyðu-
blaðið í sundur sigri hrósandi
og fór blístranid út í borgina.
Kona ein af lágum stigum
átti dóttur, sem var kennari.
Stúlkan giftist síðar og átti
heima á öðru landshomi. Fór
þá móðir hennar að heimsækja
hana og er hún kom aftur
komu nágrannakonumar til
þess að frétta af stúlkunni.
Móðirin lýsti með mörgum fögr
|um orðum hinu yndislega heim-
ili dóttur sinnar — húsaskipan
allri og þar með baðherberg-
inu, húsgögnunum og öðm inn-
anstokks. — Auðsætt var að
áheyrendur vom mjög hrifnir
af því hvað dóttur hennar
vegnaði vel. — Eftir andartaks
þögn sagði sú gamla: „Það er
bara eitt að. Hún getur alls eklti
þolað manninn sinn — en allt-
af verður eitthvað að vera að!
„Hvað viltu fá í afmælisgjöf
á morgun, mamma min?“ sögðu
þrír litlir drengir, sem voru
mestu óþekktarormar.
Móðir þeirra brosti þreytu-
lega og sagði: „Eg vil fá þrjá
litla þæga drengi."
„Hæ, gaman,“ sögðu óþekkt-
arormarnir. „Þá verðum við
sex!“
1741
Meðan apamir földu sig í skóg-
inum, hljóp Tarzan til kofans, þar
.£em vopn hans vom.
Svo hljóp hann til baka með boga
sinn, örvar, hnif og reipi til að
bjarga stúlkunnL
Því að einn af mannætunum, sem
nú voru búnir að ná sér eftir fátið,
sem á þá kom, þegar Tarzan hellti
á þá vatninu, hóf hann nú upp spjót
sitt og miðaði á ungfrú Storbs.