Vísir - 02.02.1955, Síða 4
A
VÍSIB
Miðvikudaginn 2, febrúar 1S55
DaSi Hjörvar við hljóSnema Sameinuðu þjóðanna í París (1952),
•© ■ m • ••
F. 5. NCIV. 192Q — D. 26. NDV. 1954.
Ungum kynntist eg Daða
Hjörvar; hafði hann þá nýlokið
gagnfræðaprófi. Á mennta-
skólaárum hans, en einkum þó
síðustu vetuma fyrir stúdents-
prófið, fylgdist eg mjög vel
með högum hans, æskubrekum
hans, baráttu og námi. Eink-
um er mér þó minnisstæður
síðasti áfanginn fyrir stúdents-
prófið. Þá komst eg næst Daða,
er hann gerði upp við sjálfan
sig, hvað hann skyldi nema og
leggja fyrir sig er hann hefði
lokið prófinu. Kynntist eg þá
nýrri hlið á honum: alvöru-
gefnum, ungum manni, sem af
einstakri hlutlægni og hlífðar-
leysi, rýndi í hug sjálfs sín,
prófaði eiginleika sína, styrka
og veika, og vóg og mat hæfi-
leikana. Upp af þessari sjálfs-
athugun dró hann þá ályktun,
er hann studdi sterkum rökum,
að bezt mundi sér nýtast að
hæfileikum sínum og mest gagn
fá unnið þjóö sinni, með því
að mennta sig sem bezt í starfi
frétta- og útvarpsmanns.
Af kynnum mínum af Daða
hygg eg, að hann hafi hér valið
réttilega, enda var mér ljóst,
að til þessa starfa, sem hann
hafði kjörið sér, var hann bú-
inn mörgum og góðum kostum:
Ágætar gáfur fjölþættar og frjó
ar. Augun jafnan opin fyrir
því, sem markvert var. Málfar
hans var létt og óþvingað; stíll
hans lipur.
-----Daði Hjörvar var mað-
ur fríður sýnum. Andlitsfaliið
reglulegt; yfirbragðið fínlegt,
húðin fölleit. Hárið dökkt, en
augun stór, mild og spyrjandi.
Allt viðmót hans var aðlaðandi,
ljúft, kurteislegt og hispurs-
laust. Ófeiminn var hann við
hvem, sem í hlut átti, og bjó
hann yfir töfrum, sem fágætir
eru með jafnöldrum hans, en
gerðu honum kleift að komast
uhdurfljótt í talfæri við hvem
sem var. Hann var trygglynd-
ur, vinfastur og drengur hinn
bezti.
Foreldrar Daða eru Helgi
Hjörvar rithöfxmdur og kona
hans, frú Rósa Daðadóttir. Átti
hanh því ekki langt að sækja
til góðra gáfna. ,
— Að loknu stúdentsprófinu,
árið 1948, sótti Daði um inn-
göngu í skóla þann fyrir út-
varpsmenn, sem starfar á veg-
um B.B.C.-brezka útvarpsfé-
lagsins. Til þessa naut hann at-
beina ísl. útvaxpsráðsins og
þáv. útvarpsstjóra. ,
Hjá B.B.C. aflaði Daði sér
skjótt vinsælda og trausts.
Kennai-ar hans og ráðamenn
útvarpsskólans vildu í hví-
vetna greiða götu hans og gera
honum kleift, að læra sem mest
og bezt á sem skemmstum tíma.
Sögðu þeir honum sem var, að
enda þótt stöð B.B.C. í Lon-
don væri um flesta hluti vel
búin, væri hitt þó staðreynd,
að alls hins nýjasta og full-
komnasta í frétta- og útvarps-
tækni, væri helzt að leita í út-
varpsstöðvum brezka hersins á
meginlandinu; við herinn væri
ekkert skorið við nögl. Hlutuð-
ust þeir nú til um, að Daða vax
veitt sérstakt leyfi til að fara
til útvarpsstöðva hersins í
Þj'zkalandi og kynna sér þar
allt, er honum mætti verða að
mestu gagni. Daði þekktist
þetta góða boð og vann síðan
um nokkurt skeið með brezk-
um og þýzkum útvarpsmönn-
um í Þýzkalandi, Þau kynni,
sem hann þar fékk af nýtízku
útvarpsstarfse'mi, eigi sizt
fréttaöflun og -tækni, voru
honum mjög lærdómsrík.
— Þegar hér var komið
bauðst hinum unga útvarps-
manni nýtt og glæsilegt tæki-
færi. Deildarstjóri fréttastofn-
unar Sameinuðu þjóðanna á
Norðurlöndum, gaf Daða nú
kost á því, að halda áfram námi
og útvarpsstarfi hjá frétta-
stofnun S.Þ. í New York sem
fréttamanni ísl. útvarpsins.
— Fór Daði nú vestur um
haf. Ault hins fasta starfsliðs 1
fréttastofnun S.Þ. vinna þar að
staðaldrf fjölmargir frétta-
menn frá útvarpsstöðvum
margra landa í öllum álfum
heims. Sú meginregla gildir um
þá, að þeir starfa þar aðeins í
eitt ár í senn. Er þá skipt um
menn, og aðrir frá sömu út-
varpsstöð eða -stöðvum taka
við af þeim, sem þá hverfa
heim. Enda þótt Daði teldist til
þessa hóps fréttamanna, var
starfstímabil hans þrívegis
framlengt og vann hann þann-
ig við fréttastofnunina óslitið
í fjögur ár (1949—53).
— Þetta starf, sem Daði
Hjörvar nú hafði tekist á hend-
ur, krafðist mikillar árvekni
og mikillar kunnáttu og leikni,
bæði í enskri tungu og íslénzkri,
og leysti hann það af höndum
með ágætum, eins of gleggst
má marka af því, að honum
var falið það árum saman, eins
og áður getur. En auk hins
daglega fréttaflutnings samdi
Daði fjölda erinda og blaða-
greina um helztu málefni, sem
á hverjum tíma voru efst á
baugi með S.Þ.
Svo skýr og glöggur var mál-
flutningur Daða, að fæsta hér
heima, sem ekki þekktu hann
persónulega, eða vissu um ald-
ur hans, mun hafa rennt grun
í, að bak við þetta starf stóð
komungur maður, aðeins rösk-
lega tvítugur. Maður, sem á-
gætir hæfileikar og hliðholl ör-
lög höfðu veitt það fágæta
tækifæri, að fá árum saman, —
á næmasta skeiði lífs síns, —
að lifa og hrærast á og við mið-
svæði sögunnar; og fá þar að
hlýða daglega á, og standa aug-
liti til auglitis við, marga af
stórbrotnum umboðs- og for-
yztumönnum þjóðanna; marga
þá menn, sem svo mjög hafa
mótað mannkynssöguna á þess-
um örlagaríku árum.
— — Sumarið 1953- hvarf
Daði aftur heim. Fyrsta árið
vann hann einkum að þýðing-
um. Sömuleiðis nokkuð
að blaðamennsku. Á síðara
kennslumisseri í fyrra innrit-
aðist hann í lagadeild Háskóla
íslands og hugðist stunda lög-
fræðinám, samhliða væntan-
legu starfi við útvarpið, en við
því tók hann nokkru fyrir and-
lát sitt. — Á sl. vori lauk hann
cand. phil.-prófi við háskól-
ann með I. ágætiseinkunn.
— — En enginn veit sína
ævina fyrr en öll er. Og nú hef-
ur Daði kvatt hinzta sinni,
aðeins 26 ára að aldri. Væntan-
lega sáttur við alla, líka við þá,
sem slegnir blindu eða af hugs
unarieysi og ónærgætni áfelld-
ust hann oftlega er hann í
fréttaflutningi leitaðist við að-
inna skyldu sína af höndum og
skýra frá staðreyndum sögunn-
ar á hlutlægan hátt.
En þeir, sem árum saman
unnu með honum í höfuð-
stöðvum S.Þ. og bezt þekktu
hann í síarfi, sakna hans sár-
lega, eins og m. a. kemur fram
í samúðarskeyti frá forseta i
félagi fréttamanna hjá S.Þ.:
„... . Fregnin um hið, óvænta
fráfall Daða Hjörvar, sem hing-
að barst í þessu, hefur snortið
djúpt hina mörgu vini hans í
höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð-
anna......Við munum geyma:
í tryggu minni okkar kæra,,
unga stárfsbróður og þau ár,
sem hann dvaldist með okkur.“
Daði Hjörvar var kvæntur
Sjöfn Haraldsdóttur og áttu:
þau tvo unga sonu, Ara og
Helga, blíða, ljúfa glókolla, sem.
bernskan nú hlífir við þeirri
sorg, að skynja og skilja hve
góðum dreng og föður þeir
eiga á bak að sjá.
Votta eg Sjöfn, sonunum
ungu, foreldrum, systkinum,
öðrum ættíngjum og vinum.
Daða innilegustu hluttekningu
og samúð rriína.
Lúðy. Guðm.
Tónleikar í Kristskirkju.
Félag organleikara efndi til
fyrstu kirkjutónleika sinna á
árinu á sunnudagskvöld í
Kristsknkju, og stjómaði org-
anleikari kirkjunnar, dr.
Urbancic. Lék hann fyrst
svítu í fis moll eftir Handei,
efnismikið og glæsilegt verk,
síðan chaconnu í h-moll efth-
próf. Karl Höller, sem hér var
staddur í sumar eð leið sem
fulltrúi Austurríkis á stofn-
þingi alþjóðatónskáldasam-
bandsins. Er chaconna þessi
mikið verk og vel samið um
svipmikið stef, en virðist við
fyrstu heyrn nokkuð langdi-eg-
ið.
Haraldur Hannesson, tenór-
söngvari í kór Kristskirkju,
söng tvær latneskar bænir,
Agnus Dei (Lamb guðs), sein
skráð var 1473 fyrir Munka-
þverárklaustur af Jóni Þorláks-
syni, forláta nótnaskrifara, og
varðveitt í handritsbröti í
Árnasafni, og Maríubæn (Ave
Maria), sem Loftur Guðmunds-
son Ijósmiyndari samdi 1947 og
sungið var í fyrsta sinn í
Kristskirkju, þegar síra Hákon,
sonur Lofts heitins, var vígður
þar til prests. Er það hið á-
heyrilegasta lag og naut sín
vel í meðferð Haralds, En meiri.
athygli mun þó hið forna ís-
lenzka lag.hafa vakið í smekk-
legri meðferð söngvara og org-
elleikarans, sem einnig hefur
búið það til flutnings. Væri'
vel, ef fleiri kirkjutónlistar-
menn tækju slík lög til með-
ferðgr, en mikill fjöldi þeirra
er enn varðveittur, þó að þau
heyrist sjaldan sungin. Kemur
manni þá fyrst í hug, að Krists-
kirkja væri hinn ákjósanlegasti
vettvangur fyrir flutning Þor-
lákstíða, en söngstjórinn-
manna vísastur til að skapa þvi
verki smekklegan ramma.
Að lokum léku þeir Ingvar
Jónasson og dr. Urbancic són-
ötu fyrir fiðlu og orgel efth-
Biber (1681), undurf agur t
verk, sem hljómaði unaðslega í
meðferð þehra.
B. G.
á stúlkuna. „Eru þetta upplýs-
ingamar, sem þér nefnduð
svo? Við þekkjum öll mannorð
Wetherills og þér viljið að við
rengjum framburð hans, með
svona lélegan grundvöll undir
fæti?“
Hún svaraði: „Eg veit að eg
hefir á réttu að standa. í morg-
tm, þegar hann var að fara í
réttinn, sagði eg við hann: „Eg
hefi alltaf haft virðingu fyrir
yður og eg hefi reynt að sann-
færa sjálfa mig um að eg hefði
" ranet fvrir mér. En það þvðir
ekki. Þér luguð þessu á pilt-
inn.“ Hann strunsaði fram hjá
mér og eg saeði honum að eg
færi. f fvrstu ar eg bara reið.
Svo fór eg að hugsa um hvað
væri skylda mín. Loks kom ee
hingað — og svona stóð á því
. að eg var of sein.
„En ef þið ætlið að halda því
fram, að mér komi þétta ekni
við — þá er því til að svara
að tnér hefir verið kennt að
öllum komi réttlætismál við!“
Trevard greip fram í. „Og
það sem öllum kemur við,
kemur henni við. En ef hún
sklydi nú loksins vera búin að
tala út ....
„Nei, það er eg ekki,“ sagði
hún hvasslega og leit á hann
um leið. „Þér eruð ekki lög-
fræðingur hr. Wetherill, venju
lega. Hvers vegna var hann að
leigja yður, aðeins í þessu
máli? — Eg hefi lokið máli
mínu, herra dómari.“
John leit á hana augnablik.
Þetta var kjarkmikil stúlka.
Og einlægni hennar var mikil,
—- þó að ekki annað hefði ver-
ið nægði það til að kasta
skugga á málið. Og hún virtist
vekja nýjan vilja hjá sakbom-
ingnum. Pilturinn. rétti úr sér
og kinkaði kolli seinlega,
eins og hann væri í djúpum
þönkum.
„Nú er þá kominn friður
hér,“ , sagði Ttrevalld. , „Kferra
dómari, sízt af öllu munum
við fara þess á leit að pilturinn
verið settur í fangelsi. Hann
hefir þegar veri 4 daga í varð-
háldi og hefir haft tíma til að
átta sig á mistökum sínum,
meðan hann beið eftir yfir-
heyrslu. En við förum þess á
leit að hann verði settur í
betrunarheimili — það ætti að
vera næg trygging fyrir hegð-
an hans í fi-amtíðinni.“
Paul Reed mælti rólega: ,yEg
er ekki sekur.“ Hann sneri sér
að John. „Mig langar til að fá
að tala við yður og lögreglu-
manninn, sem tók mig fastan.“
Trevard sagði háðslega: „Svo
að hann geti fundið upp ein-
hverja lygasögu til að segja
ykkur.“
John svaraði: „Stuart lög-
regluþjónn og eg munum: at-
huga vel, allt sem hann þarf
að segja við okkur.“
„Eg skýt máli mínu til yðar
hr. dómari. Héraðslögmaðurinn
lætur blekkjast!“
John svaraði: „Héraðslög-
maðurinn mun sjálfur vera
dómbær á það. Með leyfi rétt-
arins vil eg láta fresta inálinu
í eina viku.“
Lance dómari var sýnilega
tregur, en John sagði þrá-
kelknislega: „Það er alltaf
hægt að dæma hann, herra
dómari.“
Lögfræðingurinn sagði nöldr-
andi: „Þetta er bara tímatöf.
Eg heimta tryggingu fyrir því
að hann komi aftu; 500 dali.“
Kate Conlin kom nú aftur
til sögunnar. „Eg á nægilegt
fé í bankanum. Eg býð fram
trygginguna.
John sagði við Reed: „Komið
í skrifstofuna mína kl. 2“. Og
við Stúart sagði hann: „Þér
verðið lika að konra þangað.“
Hinn hái lögreglumaður
kinkaði kolli. „Stúlkan sú
ama þreytti sannarlega málinu
• á síðustu stundu", .
Paul Reed sat í skrifstofu
Johns og hóf máls seinlega:
„Að sjálfsögðu reynli eg ekkil
að hafa peninga út úr hr. Wet-
heril. En áður en við ræðum:
það, ætla eg að segja ykkur
dálítið frá sjálfum mér“. Hann
hafði alizt upp hjá ömmu sinni
og afa. Móðir hans hafði dáið
þegar hann fæddst, en faðir
hans féll í innrásinni í Nor-
mandí. „Þá var eg þrettán ára.
Eg mami vel föður minn, hann:
var hæglátur maður. Hann,
kom til Granger Falis þegar
hann var 25 ára. Og eitthvað
var það í æsku hans sem hann
vildi ieyna. Eg segi ykkur frá
föður mínum af vissum orsök-
um“. Hann mælti ennfremur
„Svo var háttað um fjárhag
okkar, að eg gerði ráð fyrir
að þurfa að vimia fyrir námi
mínu. Þá kom nokkuð furðu-
legt fyrir. Deildarforseti við
N. U.~ hringdi- til okkar í -síma
Frh. ■