Vísir - 04.02.1955, Síða 9

Vísir - 04.02.1955, Síða 9
Föstudaginn 4. febrúar 1955 VlSIB herskip Aþenfnga, í launsát, og tóku svo á; siS langan ; krók til að forðast þau. Þetta, þótti Aþeninguni gaman að friétta. Sjálfur spáguðinn Apollón gaf véfréttina í Delfi fyrir munn hofgyðjunnar, sem á meðan var í nókkurs konar dvala, sem nú mundi .líklega vera kallað niiðilsástaird. Gyðj- an Aþena var vemdari Aþen- inga og meðalgangari , milli Í:IÍÍ11I WxmWMM i ■ • ; ÍÍÉ Bréf: HágEega fór úfhEutun- Nú hefur úthlutunarnefnd, skipuð þeim, Þorsteini Þor- steúnssyni, Þorkeli Jóhannes- syni og Helga Sæmundssyni, kveðið upp sinn dóm yíir lista- mönnum vorum, að því leyti, sem að úthlutun fjár til þeirra lýtur. Er úthlutunin, að ýmsu hin furðulegasta. í fyrsta fl. úthlutunarlistans getur að líta, Davíð Stefánsson, Guðmund G. Hagalín og Tómas Guðmundsson. Um þessa menn er það að segja, að þeir eru ekki samtækir né sambærilegir. Þ. e. leikur ekki á tveimur tungum, að Davíð ber langt af þeim, að afköstum, vandvirknj, andstyrk og fjölhæfni. Það er skylt að viðurkenna, að Tómas Guðmundsson,. er maður ljóð- rænn, þýður í Ijóðagerð og blæfagur. Sum kvæði hans er og verða smáperlur í ísenzkum bókmenntum, sem eru lofsverð- ar, en hann skortir samt mikið á verðleika til að gista sama bekk og Davíð. Það er sjálfsagt að unna Guðmundi G. Hagalín sann- mælis. Hann er maður gæddur miklum framsagnarhæfileika, hefur gott vald á málj, en þyí miður of lítið heflaður í framsögn og fágun hans því ábótavant, en hann er afkasta- maður og óaðfinnanlegur hvað það snertir. Að hafa þessa menn í sama Jaunafl. er vægast sagt gáleysi, sem sjálfsagt er að benda á. Um það verður ekki deilt, að Davíð er okkar mesta stórskáld og beint framhald af 19. aldar skáldjöfrum voru og á að hafa alveg sérstöðu, að því er tekur til skáldalauna. Þá sé ég að í 3ja launafl. koma tónskáldin, dr. Páll ís- ólfsson og Jón Leifs. Og mér tií mikillar undrunar sé ég að nafn dr. Hallgríms Helgasonar er í næst síðasta launafl. Állir þéssir menn eru kjör- synir guðanna, sem hafa hlotið óvenjustóra tónlistahæfileika að vpggugjöf; hafa hlotið tón- mennt sína þar, sem vagga tón- vísmdanna hefur staðið um aldaraðir; hafa farið beinum víkingshöndum um auðlindir tónaríkisins; borið hámenntir þess heim til ættjarðarinnar; standa í fylkingarbrjósti há- menntuðustu tónlistamanna á erlendum vettvangi; hafa ávaxtað sitt pund með þeim ágætum, að sjálfir guðirnir hljóta að dá þá. Þessir menn áttu alveg skilyrðislaust að vera í 1. launafl., ef um v'eru- lega athugun væri að ræoa í úthlutnu launanna. Þó úthlut- unamefndin sé skipuð mætum mönnum, sem vilja vel, þá hygg ég þá skorta hæfni á hin- um ýmsu listgreinum til þess að geta dæmt um verðleika listamannanna, svo vel fari. Ekki hefir Ásmundur Jóns- , son frá Skúfstöðum verið tek- inn inn á ská].dlistann við út- hlutun þessa. Er það þó mála sannast, að hann yrkir svo vel, að góðskáld vor væru sæmd af sumum kvæðum hans, Hann ' er • grétodur - hugsjóhajttaður; - vandvixkur mjög í> kvtðskaþ fiinum;- frantsögii hans ér- stil- hrein og stígandi í kyæðum hans, þannig, að , hann lokar þeim. mjög vel; vald hans á rnáli er -ágætt, -hómim felluf afdréf orð; áf. sjúkum muhni, en heÖbrigði-og'-hreinnhugsun■ ér í kvæðunum. Hann stendur framar mörgum þeim, sem á listanum eru. Ekki hafa , rímnaskáldin fundið náð fyrir augliti’ úthlut- unarnefndarinnar. Er þó mála sannast, að þau hafa gert og gera sitt til þéss að halda við hinni þjóðlegú list' og tengja fortíð og nútíð saman um-þessa sérstöku bókmenntag'rem þjóð- arinnar. Eru .aðeins tvö rímna- skáldin, sem þjóðin á nú. Annað þessará skálda heíir samið bragfræði, sem sýnir all- verulega þekkingu i þeirri grein; hefir orfc vísur úndir 450 mismunandi brögum og „leyst það verk vel af hendi. Endá þótt sitt hvað megi að þessari bragfræði finná, :þá sýnir hún ágæta viðleitni tíl áð skýra rimnábragina og benda á hinar ýmsu ættir og afbrigði þeirra. Er þessi tilraun virðingar- verð, þar sem méistarar 'fræð-.; anna skjóta sér undan þeirri siðferðilegu skyldu sinni, að gefa þjóðinni alþjóðlega brag- fyæði, sem þó er svo mkil þörf fyrir. Hitt rímnaskéldið hefir gert sitt til að viðhalda þessari þjóð- legu íþrótt, efla hana og bæta; meðal annars með því að yrkja kenningalausar rímur og með því að yrkja rímur í hástuðlaðri hringhendu. Ekkert rímnaskáld fyrri alda hafa leikið þennan hátt, enda ekki fær nema brag- slyngustu manna, sem hafa víta óskeikult brageyra. í lægsta og síðasta launafl. eru flestir. Er skammturinn þar svo smár, að bæði er skömm og skapraun listamönnum, að þiggja. Er þetta hefndargjöf þar sem hætta er á að þessir menn líti á sig sem listamenn, svelti sig á þessum launum og verði af því andlega og lík- amlega hordauðir aukvisar listamanna. Margt: .fleira mætti benda á, sem miður fer i .þessari.úthlut- un, en hér verður staðar numið að sinni. Veit eg vel að hægra er að kenna heilræðin en halda þau, að hægra er að finna að en vinna verkin, að hægra er að byggja tvenn hlóð. en halda eldinum í einum o. s. frv. P. Jak. Véfréttin um trémúr Véfrétt þessi, sem.hér kemur á íslenzku, er injög merkileg, því hún réð því, hvort ríkja skyldi í Evrópu menning, sem við höjfum lifað á fram & þenna dag, eiða menning Asiu- manna. En hversu sú menning hefði verið heþþileig, má bezt sjá á aðförum Tyrkja í Grikk- landi, meðan þeir réðu þar. Það er heldur ekki syo langt á að minnast,. aðeins frá tímum Byrons skáíds. Íslendingar þekkja líka slikt af eigin reynd, þó ekki væri nema Tyrkjarán- ið. Véfréttn réð heimssögu- legum viðburði af þvi, að Aþeningar leituðu hennar og fóru eftir henni, þá urðu ein- mitt þeir, þessi litla borg, til að verja alla Norðurálfuna fyrir ókjörum Persa og reka | þá á flótta. Trémúr Aþenu j táknaði herskip Aþeninga, en þau voru úr tré. Véfréttin er Istíluð til sérhvers Aþenings yfirleitt og svo hræðileg sem hún er, þá standa þar þó þessi oið: Ef til vill ennþá svo .fer, að þú öndverður fáir þó staðizt. Þessi orð xættust í hinni frægu sjóorustu við Salamis, þar sem Aþeningar gersigruðu Persa og ráku á flótta heim til Asíú. Svo hræddir voru þeir og konungur þeirra Xences á flóttanum, að ef þeír á sjóléið- : inni sáu ; klettábríkur i m'md við eýjájy svo sem oft vill vex-ða, þá héldu þeúy að þeita veeru þeirra og föður síns, Zeifs ins æðsta guðs. Aþena átti staðinn, þar sem borgin var byggð og því heitin eftir henni, en nafn- ið var haft í fleirtölu svo sem það er emi hjá Grikkjum og viðar, (smbr. Athens á ensku), því í borginni voru svo margar líkneskjur gyðjunnar, mai'gar Aþenur. Aþena var hin heilaga mey, herská,_ þegar hún vildi, en hjálpsöm og trygglynd og laus við alla ástleitni. í há- borginni var helgidómur Aþenu, Parþenon, sem þýðir meyjarhof. Það var úr marm- ara, svo sem enn sér merki. í fymdinni vildu þau bæði eiga staðinn, þar sem borgin síðar var byggð, Aþena og Poseidon sjávarguð, frændi hennar. Þau deildu um staðinn og Aþena varð hlutskarpari. Til merkis um þetta kom þeim saman um að skilja eftir minj- ar, þar sem nú er háborgin. Aþena skildi eftir olíuvið, en Poseidon saltpækil. Olíuviður Aþenu stóð í blóma öldum sam- an á háborginni. En Persar brendu hann til kaldra kola eins og annað. Eftir brunann hafði hann þó á einni nóttu skotið það frjóanga upp af rót, að hann var orðinn á hæð tæp- lega ein alin, að sögn Heródóts sagnaritara. Nafnið Aþena þýðir sú ó- dauðlega. Borgin var ekki orðin nema 600 manna lítilfjörlegt þorp, þegar Tyrkir skildu við hana sem áður er hér að vikið, en hefur líklega aldrei verið fjölmennari en hún er nú. Borgin ódaúðlega gat ekki dá- ið. Um hana hefur þetta verið sagt: í Aþenu mætast fomöld og nútíð. MiSaldimar vantar. Véfréttin um trémúr Aþenu (Heród. 7., 140). Veslingar! Vegna hvers sitjið? En vertu á brautu og flýðu! Yfirgef afskekkta bæi og hátuma hringmúra borgar. Hvorki mun höfuðið haldast, né heldur mun líkáminn vara, fætur og hendur þá farast og fylgir þeim allt þar í milli. Allt þetta hverfur, því eldur og Ares hinn beiski því sundrar, akandi Asíu vagni sem óðast að leggja í rústir. Annara borgir hann eyðir og munar ei mikið um þína. Goðahof gefur hann líka þeim gráðuga eldi að svelgja, öll sem í ofvæni titra af ótta og boga í svita. Dreyri af þökunum dökkur nú drýpur, er ófarir grunar —- Haldið í brautu úr hofi, á hugann þið orkið með böli. Aþeningum ofbauð svo þessi véfrétt, að þeir jafnvel báru sig upp undan henni við þá í Delfí. Einhver helzti maður þar ráðlagði þeim þá, að þeir skyldu leita véfréttar að nýju og nú sem nauðleitarmenn og hafa með sér nauðleitartákn. Þeir vildu reyna þetta. Þegar þeir voru komnir inn í hofið, þá sögðu þeir: Herra! Spá þú föð- urlandi okkar einhverju betrr og virð þessi nauðleitartákn: sem við komum að færa þér. Að öðmra kosti bíðum við hér þangað til við erum dauðir. Þá flutti hofgyðjan þeim þessa Véfrétt: Aþena megnar það ekki, að Zeifur að fullnustu sættist, beitir þó hyggni sem bezt og hún biður með fegurstu , orðum. Þetta eg segi þér samt með þeim sanni, er jafnast við stálið; Annað þá tekið er allt, sem er innan við landamörk Kelcrops, afmarkað einnig af fylgsni ágætu Kíþæronsfjalli, trémúr þá eftir er enn, sá er Aþenu Zeifur mun gefa, óbrotirm áfram að vari sem öruggust vöm þér og bömum. Óhultur bíð þú samt eigi, úr austrænum löndum að komi fótgöngu liðsmanna fjöld, sú er fylgist með riddara liöv helzt er þá undan að halda þeim hermönnum, snú við þeirú bakv ef til vill en þá svo fer, '■ að þú öndverður fáir þó staðizt, ■ Ágæta Salamisey! Þú sem eyða munt niðjunumt kvenmsa,. sæði hvort sáð er í mold, eða safnað er korni í hlöðu. ’ Sig. Norland. .... "ý/u á--. jfyrir nokjum dyöldu þrjár daetur dönsku kon ungshjónanna í Noregi og stunduðu skíðaíþrótl- ir."' Hér ni$ur landgöngubrú „Kronprins Olav1*, skipsins, sem er í áætíunar* s ferðum miili Hafnar og OsJóar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.