Vísir - 15.02.1955, Side 4
vlsm
Þriðjiidaginn 15. febrúar 1955
DAGBLAÐ
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm linur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSm H.F
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Fækkun vínbúÖanna.
Fyrir skemmstu birtist í dagblöðum bæjarins skýrsla
Áfengisverzlunar ríkisins um sölu áfengra drykkja á ís-
landi árið sem leið. í skýrslu þessari, þótt stutt sé og gagnorð,
er margvíslegan fróðleik að finna, sem gefur tilefni til nokkurra
hugleiðinga um þetta mál.
Samkvæmt skýrslu Á.V.R. nam áfengissalan á öllu landinu
í fyrra rúml. 84 milljónum króna, og hafði hækkað um 10,2%
frá árinu 1953. Þegar þess er gætt, að engár vínbúðir voru í
þrem kaupstöðum, þar sem þær voru fyfir (ísafirði, Vest-
mannaeyum og Akureyri frá jan. 1954), sýnist það helduf
óhagstæð útkomá, að áfengisneyzla skuli samt hafa aukizt um
einn tíunda.
Þegar bannmenn knúðu það fram, að atkvæðagreiðsla skyldi
fram fara í ýmsum kaupstöðum um það, hvort þar skyldi vera
opin vínbúð eða ekki, töldu þeir, að lokun vínbúða hlyti óhjá-
kvæmilega að leiða til þess, að áfengisneyzlan myndí minnka,
enda til þess stofnáð. Allir sanngjarnir menn eru sammála um,
að á íslandi drékka of margir of mikið. Um hitt eru svo skiptar
skoðanir, hvaða ráðstafanir gefast bezt til þess að umgangast
áfengi með varúð.
Hér í Reýkjavík hækkaði áfengissalan um hvorki meira né
minna en 25%, úr 61.7 í 76.9 millj. króna. Þeásar tölur gefa
vitanlega ekki til kynna, að Reykvíkingar hafi herí drykkjuna
sem svarar einum fjórða. Því fer fjarri. Hækkunin stafar fyrst
og fremst af auknum áfengispöntunum utan af landi, sem af-
greiddar hafa verið héðan, og þá ekki sízt til þeirra staða, þar
sem áður voru vínbúðir, sem nú hafa verið lökaðar um skeið.
Viji Akureyringar fá sér í staupinu eða efna til veizlu, geta þeir
auðvitað sent eftir vínföngum til Siglufjarðar eða Reykjavíkur,
og Vestmannaeyingar og ísfirðingar skrifa hingað suður eftir
miðinum. Það hefur sem sé komið á daginn, að áfengisneyzla
landsmanna hefur ekki minnkað við héraðabönnin, sem ýmsir
töldu mikla úrbót, heldur þvert á móti.
Hins vegar væri það sennilega hæpin staðhæfing að fulí-
yrða, að lokun vínbúðanna hafi beinlínis orsakað meiri áfengis-
sölu. Sönnu nær væri að ætla, að hér komi ýmislegt annað til
greina, og þá einkum betri efnahagur alls almennings vegna
atöðugrar vinnu s.I. ár og mikillar peningaveltu í landínu. En
hitt er aftur á móti óhætt að fullyrða, að lokun vínbúðanna
hefur ekki dregið úr áfengisneyzlunni, eins og fyrr er að vikiö.
Þá var frá íþví greint í skýrslu Á.V.R., að áfengisneyzla
landsmanna hefði s.I. ár numið 1.571 lítra af hreinum vínanda
á mann. Þessi áfengisneyzla getur ekki talizt mikil, saman-
toorið víð flestar, ef ekki allar menningarþjóðir aðrar. Næstu
nágrannar okkar, Danir og Norðmenn, drekka um það bil
helmingi meira en við, en ýmsar stórþjóðir, svo sem Frakkar,
margfalt meira.
Því hefur oft verið haldið fram, að íslendingar væru miklir
drykkjumenn. Þetta er að sumu leyti rétt, en að öðru leyti
alrangt. Sannleikurinn er sá, að ákaflega margir íslendingar
bragða aldrei áfengi, og mikill fjöldi sára sjaldan. Hins vegar
verður því ekki mótmælt, að íslertdingar fara margir illa með
áfengi, þ. e. eru ofstopamenn við drykkjuna, þegar þeir á
annað borð neyta áfengis, og yfirleitt má víst segja það um
Norðurlandamenn, að furðu grunnt sé á siðleysingjanum í
þessum efnum, af hverju, sem það kann að stafa.
Oft hefur verið um það deilt, hvort hafa beri sem mestar
hömlur á áfengissölu í landinu eða ekki, og sýnist sitt hverjum.
Reynslan virðist þó örugglega hafa leit í Ijós, að drykkju-
bragur verður verri þar sem hömlur. eru miklar. Er þess
skemmst að minnast, hvernig umhorfs var hér í veitingahúsum
bæjarins áður en leyft var að afgreiða þar áfengi samkvæmt
nýrri tilskipun um það. Lögreglumenn og aðrir eftirlitsmenn
hafa oft látið í ljós þá skoðun, að ,,pelaböllin“, eins og þau eru
nefnd, séu með'mestum siðleysisbrag. Eins virðist ýmislegt
hníga að því, að áfergja manna á áfengi minnki ekki við það
að loka vínbúðum í byggðarlagi þeifra, nema síður sé.
Stefna ber að aukinni fræðslu urn bindindismál, en þó án
þess að leggja fjötur á borgarana í þeim efnum. Það er vissu-
Jega mikill vandi að umgangast áfengi án þess, að til skaða
verði, og þeir eru því miður of xnargii’, sem verða undir í hinum
ieiiega. leik við Bakkus, Eh' hömlurnar á öflun áfengis virðast
jfekki.Jtoma að haldú
Kwediélag Húsa-
víkur 60 ára.
Frá fréttaritara Vísis. —
Kvenfélag Husavíkur sem er
eitt a£ elztu kvenfélögum
landsins varð 60 ára í fyrradag.
Félagið stofnuðu 12 konur
og fyrstu stjóm þess skipuðú:
Elísabet Jónsdóttir, Herdís
Jakobsdóttir, Kristrún Bjama-
dóttir, Sveinbjörg og Guðrún
Laxdal. Félagið hefur starfað
ötullega á liðnum áratagum og
haft forgöngu um ýmis menn-
inga og líknarmál Húsvíkinga,
og í því sambandi má meðal
annars geta þess, að féalgið
hefur gefið allan Ijósaútbúnað
í Húsavíkurkirkju og fleiri
kirkjumuni og séð um ræstingu
kii-kjunnár frá því ■ hún var
byggð árið 1907.
Þegar sjúkrahúsið hér var
stofnað, gaf kvenfélagið mestan
hluta innbús í sjúkrastofumar.
Um áratugi hefir félagið haldið
jólatrésskemtanir og boðið til
þerra öllúm bömum bæjaxns á
aldfinum 2ja til 4 ára, og nú
síðustu árin hefir félagið séð
um rekstur bamaleikvallar í
Húsavík.
Frú Þórdís Ásgeirsdóttir hef-
ir setið í stjóm félagsins í 35
ár og þar af 25 sem formaður
félagsins/ og í tilefni af afmæl-
inu og sem vott virðingar og
þakklætis hefur félagið kosið
hana heiðursfélaga. Núverandi
stjórn félagsins skipa: Þuríður
Hermannsdóttir, formaður,
Amfríður Karlsdóttir, Aðal-
björg Jónsdóttir, Ámína Ein-
arsdóttir og Guðrún Karlsdóttir.
Fréttaritari.
Kattar — Hattar
enskir og ítalskir í
f jöíbreyttu úrvali.
• Að minnsta kosti 45 náma-
menn biðu bana í byrjun
vikunnar, er gassprengjur
varð í kolanámu í Bihar-
ríki.
• í Þjóðþingsbókasafninu í
"Washington eru nú 33 millj-
ónir bóka, bæklinga og hand-
rita, þar af um 10 millj. bóka.
Safr.ið á einnig mikið af kvik
myndum, grammófónplötum,
frét.tablöðum, augl. o. s. frv.
Hin fullkomna snyrting!
úti og inni, fæst með því
að nota
ilSake 6B p
mjúka
og
k Gerir háðina
í andlitið slétt.
», Veljið yður réttan lit.
£ Fylgið notkunarreglunum
2 og þér munuð sannfærast
< um gæði Day Dew.
Þetta heimsþekkta merki
fæst í helztu snyrtivöru-
verzlunum og lyfjabúðum.
Einkaumboð á ísiandi:
Fossar h.f.
Box 762. — Sími 6105.
Söluumboð á Akureyri:
Tómas Steingrímsson,
stórkaupmaður.
vwvwwvwwwruvwvwwvw
Yfirlýsing.
Vegna ritdeilu milli Magnús-
ar Á. Ámasonar, málara, og
Jóns Þorleifssonar, málara, um
tilhögun norrænnar listsýning-
ar í Rómaborg, vil eg léyfa mér
að taka þetta fram:
í opinberum skjölum til mín,
sem íslenzks umboðsmanns
þessarar sýningar, er hvergi
miðað við ártal né takmörk sett
um aldur listaverka. I boðs-
bréfi ítalska kennslumálaráðu-
neytisins er enginn stafur í þá
átt. í samningi þeim, sem gerð-
ur hefur verið um sýninguna
milli italska kennslumálaráðu-
neytisins og borgarstjómar
Rómaborgar amiars vegar og
Norræna listbandalagsins
hins vegar, er engin skilgrein-
ing gerð á væntanlegu innhaldi
sýningarinnar, þaðan af slður,
að þar sé miðað við ár.
Norræna Listbandalagið hef-
ur hins vegar á fundi sínum í
Rómaborg frá 17.—21. sept.
1954 látið bóka eftirfai'andi
grein um samsetningu sýning-
arinnar:
„Sýningarefni var einróma á-
kveðið og skyldi það ná yfir
tímabilið frá því er nútímalist
er almennt viðurkennd á Norð-
urlöndum og til þessa dags“
(Þýðing: Jón Magnússon, dóm-
túlks).
1 þessari samþykkt Norræna
Listbandalagsins er ekki held-
ur miðað við sérstakt ártal,
enda hefur það ekki borið upp
á sama ár í hverju hirrna nor-
iænu. landa fyrir sig, að nútíma-
list hafi náð almennri viður-
kenningu.
Með því, að eg er ábyrgur
gagnvart Norræna Listbanda-
laginu sem formaður hinnar ís-
lenzku deildar þess, tel eg mig
ekki varða það, sem kann að
vera ritað af Öðrum aðiljum og
á ðrum vettvangi, t. d. í frétta-
greinum til dagblaða, um til-
högun sýningarinnar.
Reykjavík, 14. febrúar 1955.
Svavar Guðnason,
(formaður Félags ísl. mynd-
listarmanna).
' . t
Ath.: Við þessa yfirlýsingu
Svavars Guðnasonar er aðeins
þessu að bæta: í bréfi, sem bor-
izt hefir frá ritara Norræna
listbandalagsins og er í vörzlu
memitamálai-áðuneytisnis hér,
er tímabilið, frá því er nútíma-
list er almennt viðtirkennd 6
Það fer að iíða að því að klukk
unni verði flýtt, er mér tjáð af
einufn, sem andvígur er því, að
verið sé að breyta tímanum,
Iivort sem er að vori eða hausti.
Hann vill að klukkan sé óbreytt
alltaf, og Vill ekki viðurkenna
að breyting sé nokkrum til
góðs eða gagns, nema síður sé.
Það hefur líka komið greinilega
fram í smáletursdálkunum á ári
hverju, að margir eru þeir, sem
mótfallnir eru þessu hringli með
klukkuna, þótt líka séu þeir
nokkrir, sem láta sig málið engu
skipta, en setja úr sitt fram eða
aftur eftir tilkynningum í blöð-
um og hugsa svo ekki meira um
málið. u
í kulda og myrkri.
En þegar klukkunni er flýtt
jafn snemma ársins og regla hef-
ur verið, cða fyrsta laugardag i
marz, þá finnst þeim, sem
snemma þurfa á fætur, að verið
sé aS leika sér að þvi að láta þá
vakna í dimmu og kulda til þess
að hefja vinnu, en þeir sem síð-
ar þurfi á fætur verði þessa miklu
síður varir. Það kann eitthvað að
vera til í þessu, en ég er sjálfur
í hópi þeirra, sem verð, ef salt
skal segja, lítið við klukkna-
hringlandann var. Það væri þá
helzt það, að börnin virðq að
vettugi hringlið og vakna á sama
tíma og fyrr og stela á þann hátt
stundum af manni svefni, sem
þessu svarar.
Hvers vcgna?
En nú spyrja nú margir: Hvers
vegna er verið að þessu 7 Varla
græðist nokkuð á þessu nú orðið,
en aðeins verið að halda við
gömlum sveitasið. Það cr þvi
ekki ótrúlegt, að þeir hafi nokkuð
til síns máls, er vilja nú láta af-
nema allt hringl með klukkuna.
Og úr því að á þetta hefur verið
drepið, get ég ekki annað séð, ert
rétt" sé að láta það koma þegar
fram í dálkinum, til þess að um-
hugsunarfrestur sé, áður en klukk
unni á að flýta; samkvæmt lög-
um. Og jafnvel þótt þeim, er búa
utan bæja og kauptúna, finnist
þeir græða eitthvað á því að færst
klukkuna aftur og fram tvisvar á
ári, þá ættu þeir að geta það nú,
eins og þeir hafa gert fram til
þessa. Það gæti vcrið þeirr^
éinkamál. ,
Ljósin í Bankastræti.
Það þyrfti að hafa betra eftir-
lit með ljósunum á horni Ingólfs-
strætis og Bankastrætis. Þau hafa
oft verið í ólagi og of langur
tími liðið þangað til við þau hef-
ur verið gert. í gær og fyrradag
héfur rauða ljósið hjá Málaranum
ekki kviknað, og getur það vald-
ið misskilningi fyrir ökumenn.
Lögregluþjónarnir, sem þarna
eru á varðbergi á hverjum clegi.
ættn að gera það að skyldu sinni
að fylgjast með ijósunum og til-
kynna þegar í stað, ef þau em
óvirk e'ða ekki í lagi að ein-
hverju leyti. Einhver misbrestur
virðist á því. — kr.
Norðurlöndum, nánar skil-
greint sem list frá 1910 og fram
á þenna dag, og að þess vegna
taki að sjálfsögðu bæði yngrí
sem eldri listamenn þátt í sýn-
ingunni og Danir, Finnar, Norð-
menn og Svíar senda á sýning-
una verk látinna listamanna,
Þetta er staðreynd, sem yfir-
lýsing Sv. G. getur ekki á nokk-
urn hátt hrakið. Að öðru leytii
gefur yfirlýsingin ekki tiiefni
til frekari athugasemda. ^