Vísir - 15.02.1955, Blaðsíða 7

Vísir - 15.02.1955, Blaðsíða 7
Tarzan hljóp á eftii-' flugvélinni, sem brunaffi fram skógarrjóðrið. Ogwa sá ekki, að Peggy fylgdist með ferðum Tarzans með eftirvænt- Um leið og flugvélin hófst á loft, reyndin Tarzan að ná fil hennar. Þeta misóks, en ekki voru þumlung'ar á .miili. ..•iaffiS lip&.v.itt&áQ ísg .;> í.iIsíTnri%* .ttlea ii-i Þriðjudagmn 15. febrúar 1955 vlsm LEIKSDPPUH Eftir ROBIN MAUGHAM -jvm „Viljið þér gera svo vel að hafa yður á brott .— eða eg' kæri yður!“ „Verðið þér raunverulega reið yfir því, þegar maður segir við yður, að hann sé ástfanginn af yður?“ Þessi aðferð hafði oft borið góðan árangur. „Nei, en nú látið þér mig í friði.“ Hún hraðaðd göngu sinni enn. „Þér haldið auðvitað, að eg sé ekki betri en allir aðrir. En yður er óhætt að trúa því, að eg hefi ekkert illt í huga.“ „Hvað hafið þér þá í huga?“ „Mig langar til að bjóða yður að borða með mér — það er allt og sumt.“ Hún leit á hann, og þá vissi hann, að hann hafði sigrað. Þau gengu þegjandi áfram, en hann fann, að hún gaut á hann augunum við og við. „Viljið þér gera það fyrir mig að trúa því, að eg sé_ekki í þeim hópi manna, sem bíða jafnan við leikaraútganga leik- húsanna. En þegar eg sá yður á sviðinu, fannst mér, að eg yrði skilyrðilaust að kynnast yður . . . Og það er allt og sumt! Viljið þér láta mig ganga undir próf? Þér komið með mér i Café Royal og borðið þar með mér, og ef þér treystið mér ekki eftir það, þá leitið þér á náðir næsta lögregluþjóns, og látið hann taka mig fastan." „Gott og vel,“ svaraði hún. „Þér hafið sigrað í fyrstu lotu.“ Þau snæddu á fyrstu hæð og hann lét færa þeim flösku af kampavíni, þótt hann hefði varla nóg fé til þess. Hann var alveg sannfærður um, að nú mundi allt ganga eins og i sögu. Þegar stúlkan þagði, virtist hún dálítið þunglyndisleg á svip, en hún varð yndislega vel vaxin. Hann komst á snoðir um það, að hún var tuttugu og þriggja ára gömul og hét Gracie. Hann þráði hana nú svo, að hann hafði varla viðþol. Hann kunni fjölda skemmtilegra sagna, sem hánn sagði á fjörlegan hátt. Hún hló innilega að þeim og hann fyllti glas hennar jafnótt og hún tæmdi það. En gleði hans náði hámarki, þegar listamaður, sem hann þekkti, kom að borði þeirra til að óska honum til hamingju með hversu vel bók hans hefði verið tekið. Hann kynnti þenna mann fyrir Gracie, og listamaðurinn settist við borðið hjá þeim. Þegar Patrick og Gracie fóru úr veitingastaðnum, vorti þau bæði góðglöð. Þegar komið var út á götuna, hneigði hann sig fyrir henni, tók ofan og mælti: „Yðar náð, lögreglan er við- búih.“ „Dæmalaus kjáni eruð þér!“ „Eigum við kannske að fá okkur eitthvað meira að drekka?" „Það getum við ekki, því að það er búið að loka alls staðar.“ „Við gætum til dæmis farið heim í íbúðina mína.“ „Nei.“ „Treystið þér mér kannske ekki ennþá?“ „Eg treysti yður alls ekki, hvorki yður né hinum írska þokka yðar.“ „Þér ætlið þá að móðga mig enn éiriu sinni!“ „Já!“ „Ágætt, þá förum við til íbúðar minnar.“ offíiiif t tlttg nýjtt deild ttö Butttttjtt t’t>gi 116III hteö iritnt KJÓLA og ÐRAGTIR NÝTT úrval af amerískum KJÓLUMá aðeins kr. 395.00 ♦ NÝTT úrval af þýzkum KJÓLUM ♦ NÝTT úrval af enskum og frönskum DRÖGTUM Jeldur íaufaúeyi 116 augiýsa i Beztu úrin hjá Bartels Lækjartórgi. — Sími 6419. C Bunwýkái 1753 /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.