Vísir - 15.02.1955, Blaðsíða 8
yr~ k
VlSIK er ódýrasta blaðið og þó bað fjöl-
ktcmisu — Bringið 1 eima ISS6 «g
gerist áskrifendur
Þeir, sem gerast kaupendur VtSIS eftir
10. hvers tnánaðar. fá blaðið ókeypis tO
rn&tiaöamóta. — Sími 1660
Þriojudaginn 15. febrúar 1955
Stefna ireta í Formósu-
má£inu sigrsHl
¥l§ræðiim .mliil rikisstiériia
haidið áfram.
Einkaskeyti frá AP.
London í morgun.
Blöðin í London telja nærri
undantekningarlaust, að það sé
sigur fyrir stefnu Breta í For-
mósumálinu, að Öryggisráðið
samþykkti í gær, að fresta um-
ræðum urn Formósumálið óá-
kveðinn tíma, en fyrst var felld
með 10 atkvæðum gegn einu til-
laga Rússa, sem fól í sér vítur á
Bandaríkjamenn fyrir ágengni
í garð alþýðulýðveldisins kín-
verska og kröfu um, að þeir yrðu
á brott frá Formósu með herafla
sinn.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar
sýna, að menn telja vænlegast að
fara þá leið, að reyna að ná sam-
komulagi með viðræðum ríkis-
stjórna milli um ráðstefnu, er
fjalli um Formósu.en það er ein-
mitt stefna Breta, og að hún verði
að einhverju leyti á vegum Sam-
einuðu þjóðana.
Tillögur Rússa um 10 þjóða
ráðstefnu um Formósu eru þó
enn á dagskrá, og er reynt að
koma því til leiðar, að ráðstjórn-
in falli frá því, að bjóða ekki
kinverskum þjóðernissinnum á
fima raðin fyrir
stérfé.
Róm (AP). — Franskt félag
befur ráðið ítölsku kvikmynda-
stjörnuna Ginu Lollobrigida til
að leika fyrir sig.
Er það kvikmynd um líf fjöl-
leikamanna, sem hún leikur í á
móti ameríska leikaranum Burt
Lancaster, og verða henni greidd
ar sem svarar hálfri þriðju millj-
ón króna fyrir leik sinn.
slíka ráðstefnu, ef haldin yrði.
Jafnvel Nehru telur ófært annað
en að báðir deiluaðilar eigi full-
trúa á henni.
Seinast í gær ræddi settur
sendiherra Indlands í Moskvu í
þrjá stundarfjórðunga við Molo-
tov um þessi mál.
Sir Anthony Eden, utanríkis
ráðherra Bretlands, skýrði frá
því í neðri málstofunni í gær, að
brezka stjórnin biði svars frá
Moskvu við athugasemdum, sem
hún hefði gert við tillögur ráð-
stjórnarinnar um Formósuráð-
stefnuna.
Aðalfundur
rkm ani ta íél.
Rejjtja víku rliæjar.
Aðalfundur Starfsmannafélags
Reykjavíkurbæjar var haldinn sl.
sunnudag.
Að þessu sinni voru kjörin i
stjórn Þórður Þórðarson, um-
sjónarmaður Melaskóla, formað-
ur, endurkjörinn, Georg Þor-
steinsson, skrifstofu borgarstjóra,
Jóhannes Magnússon, skrifstofu
bæjarverkfræðings og Gunnar
Sigurðsson, vélstjóri á Reykjum.
Fyrir eru i stjórninni Július
Björnsson, umsjónarmaður hjá
rafmagnsvcitunni, Haukur Eyj-
ólfsson, fulltrúi hitaveitustjóra
og Kristin Þorláksdóttir, skrif-
stofu rafmagnsveitunnar.
í varastjórn voru kjörnir þeir
Gunnar Gislason, Hafnarskrif-
stofunni, Jóhann Hannesson
brunavörður og Bergsveinn Jóns-
son, umsjónarmaður í ^Sundhöll-
inni. ' *
Fjárhagur félagsins er góður,
en félagar á 7. hundrað.
Franskir bændur eru sagðir óánægðir með ýmis Iandbúnaðar-
áform stjórnarvaldanna, og nýlega kom til átaka í borginni
Lille. Hér sést lögreglan vera að dreifa mannfjölda.
Flateyingar vilja byggja
sér
Grænland kynnt á fundi
Ferðafélagsins annað kvöld.
Prof. Gnðm. Tjhoroddsen fhinr
erindi og isýnd veriVur litkvikniTiid
og sknggamyffidir.
Annað kvöld flytur Guðmund-
ur Thoroddsen prófessor erindi
á skemmtifundi Ferðafélags ís-
lands í Sjálfstæðishúsinu um
Meistaravík á austurströnd Græn-
lands og umhverfi hennar.
Eins og almenningi mun kunn-
ugt var þess farið á leit af hálfu
Hana við Guðmund Thoroddsen,
að hann tæki að sér læknisstörf
við sjúkrahúsið i Meistaravík um
síundarsakir. Guðmundur varð
við þessari ósk, fór til Grænlands
í fyrravor og var þar fram á vet-
ur. Þegar Guðmundur fékk kom-
ið því við, ferðaðist hann um ná-
grennið og kynnti sér þar lands-
lag, staðháttu og annað sem hon-
um var forvitni á að kynnast.
Siðar flutti Guðmundur nokkur
Lráðskemmtileg og snjöll erindi
í Ríkisútvarpið um dvöl sína í
Grænlandi og vöktu þau að von-
um mikla athygli.
Annað kvöld flytur Guðmund-
ur enn eitt erindi um Grænlands-
dvöl sína á fundi Ferðafélagsins-
og sýnir jafnframt bæði skugga-
myndir og litkvikmynd frá aust-
urströnd Grænlands.
Kvikmynd þá, sem Guðmund-
ur sýnir hefur dan,skur maður,
Vibe að nafni gert og lýsir hún
forkunnarvel landslagi og stað-
háttum á ýmsum árstimum og
m. a. eru þar í gætar myndir af
hverskonar dýralífi, svo sem
sauðnautum, snæhérum, læm-
ingjum o.t fl. og einnig er hvers
konar gróðri mæta vel lýst. Sýn-
ingartími kvikmyndarinnar mun
vera sem næst 20—30 minútur.
vinsemd, með því að senda
gjafir í kirkjusjóðinn, og vel
hefir hann einnig reynst til á-
heita. Það væri marklegur vin-
semdarvottur við hina fámennu
afskekktu byggð, ef menn al-
mennt létu eitthvað af hendi
rakna í kirkjubyggingarsjóð
Flateyinga. Með því ynnu þeir
þeir menningarhlutverk og
stuðluðu að því, að byggð fái
haldist þar nyrðra. Mun dag-
blaðið Vísir veita viðtöku gjöf-
um og áheitum í sjóðinn.
Á. B.
Áttu áður klrkjusákn að Brettingsstöðum
í Flateyjardal, en nú er sá bser kominn í
auð eins og aðrir bæir þar.
Frá fréttaritari Vísis. —
Akureyri í gær.
íbúar Flateyjar á Skjálfanda
eru um þessar mundir að reyna
að koma upp kirkju á eynni,
þar eð hið gamla kirkjusetur
þeirra, sem er uppi á Flateyjar-
dal, er nú — ásamt öllu því
byggðarlagi — komið í eyði.
Fréttaritari Vísis á Akureyri
hefur sent blaðinu eftirfarandi
greinargerð um hina fyrirhug-
uðu kirkjubyggingu þeirra
Flateyinga:
Norður í Skjálfandaflóa er
lítil eyja, Flatey, með rúmlega
100 íbúum. Hin síðari ár, hefir
verið allblómlegt atvinnulíf í
eynni, og fólki fremur fjölgað
en hitt. Fyrir nokkru var haf-
inn undirbúningur að flugvall-
argerð þar, og því verki nær
lokið. Má vænta þess, að það
verði lyftistöng fyrir atvinnu-
líf eyjarbúa og geri þeim lífið
léttara. En eitt er þeim Flatey-
ingum mjög bagalegt, og það er
kirkjuleysi. Kirkjusókn eiga
þeir að Brettingsstöðum á
FlateyjaMal. Eír það næteta
erfitt, því oft er þungur sjór á
sundinu milli lands og eyjar,
þótt ekki sé það breitt. En
haustið 1953, lögðust Brett-
ingsstaðir í eyði og var það
síðasti byggði bærinn i dalnum.
Síðan hefir verið ógemingur
fyrir Flateyinga að sækja þang-
að kirkju, þar sem nú er í ó-
byggð að sækja til Flateyjar-
dals. Hafa Flateyingar nú á-
kveðið að reisa kirkju í eynni
og hafa fengið leyfi biskups og
krkjustjórnar. Er áætlun þeirra
að hefja byggingu hennar á
næsta vori. Fara má nærri um,
hvílíkt erfiði það er svo fá-
mönnum söfnuði, aðeins 60
gjaldendum, að reisa sómasam-
legt kirkjuhús. Að vísu hefir
þeim safnast dálítill sjóður, um
20 þúsund krónur, í gjöfum og
áheitum, en slíkt hrekkur
skarnmt, eins og hver fær skilið.
Sjóður þessi var stofnaður að
forgöngu og með gjöf Jóhann-
esar Bjarnasonar hreppstjóra.
Ýmsir hafa síðan sýnt málinu
ieítsi aftur tl
M.-France ?
Einkaskeyti frá AP.
París í morgun.
Pineau hefur fengið heimild
flokks síns, jafnaðarmanna, til
þess að ræða við leiðtoga ann-
arra flokka um myndun sam-
steypustjórnar. Býst hann við, að
hafa 1 okið nauðsynlegum við-
ræðum í þessu skyni innan sól-
arhrings.
Að þeim loknum mun hann
skýra Coty rikisforseta frá,
hvort hann treystist til þess að
taka að sér að roynda rikisstjórn.
Yfirleitt eru menn fremur van-
trúaðir á, að Pineau heppnist
stjórnarmyndun, en margir
spyrja, hvort nokkrum öðrum
takist það þá, nema ef til vill
Mendes-France — röðin kunni
að koma aftur að honum. — í
brezku blaði í morgun var svo
að orði komizt, að i rauninni
Iiefði Pineau verið falið að end-
urskipuleggja stjórn Mendes-
France, sem hefði fylgt stefnu,
sem væri hin eina, sem gæti
orðið Frakklandi til bjargar og
ráðið bót á rikjandi öngþveiti,
en þegar liann féll á dögunum,
varð
Frakkland án ríkisstjórnar í
20. sinn frá lokum síðari
heimsstyrjaldar.
Kjarnorkuvopna prófunum,
sem áttu að byrja í morgun
í Nevadaauðninni í Banda-
ríkjunum, var frestað um
sólarhring veðurs vegna.
Sex menn grunaðir um
ölvun við akstur.
Lögreglan handsamaði fimm þeirra.
Frá því aðfaranótt Iaugar-
dags og þar til í nótt voru sex
menn grunaðir um ölvun við
akstur hér í bænum.
Náði lögreglan í þá alla
nema einn, er lenti í bifreiða-
árekstri í nótt og hljóp brott
af staðnum áður en lögreglan
kom á vettvang.
Einn þessara ölvuðu bif-
reiðarstjóra, en sá var tekinn
í gær, reyndist vera í þjóf-
stolinni bifreið er hann var
tekinn.
Krakkar ýta bifreið.
í gærmorgun gerðu krakkar
sér að leik að ýta mannlausri
bifreið, sem stóð á Bergþóru-
götu, af stað. Fyrst rann þessi
bifreið á aðra bifreið, sem á
leið hennar var, en síðan á
grindverk og staðnæmdist þar.
Einhverjar skemmdir hlutust
af þessu tiltæki.
Slys.
Á laugardaginn varð fjög-
urra ára gömul telpa fyrir
bifreið hér í bænum, en slapp
lítið meidd.
Á laugardagskvöldið fékk
kona aðsvif á götu úti og hneig
niður. Hún var flutt á Slysa-
varðstofuna til athugunar.
Fann fisk á götu.
í gær fann maður 200 punda
lúðu á gatnamótum einum hér
í bænum. Enginn nærstaddur
vildi kannast við að eiga fisk-
inn né vita um eiganda hans.
Lét lögreglan koma fiskinum í
geymslu unz réttur eigandii
gefur sig fram. J
.....-.•------
Norskt íeikrit næsta
viMaitfsefnf LeMél.
Næsta viðfangsefni Leikfé-
lags Reykjavíkur er norskur
gamanleikur, sem í þýðingu
nefnist „Stúlkan og kölsld'*.
Leikstjóri er Einar Pálsson,
en Lárus Sigurbjörnsson aim-
aðist þýðinguna. Höfundar eru
þeir Ole Barman og A. Töms.
Leikrit þetta vakti mikla
athygli í Noregi og var sýnt
þar við feikna aðsókn.
Ekki er fullráðið, hver verði
hlutverkaskipun, en æfingar
eru í þann veginn að hefjast.
Annað kvöld sýnir L. ít. Nóa,
en sýningum á því leikriti fer
að ljúka. Þingmönnum og
bæjarfulltrúum er boðið á þá
sýningu.