Vísir - 18.02.1955, Blaðsíða 10
10
VISIR
Föatudaginn lfi. febrúar 1&55
LEffiSOPPUH
Eftir ROBIN MAUGHAM
9
IDýblinni. Þetta gerSi honum kleift að fara út með stúlku
einstaka sinnum til þess aS losna við að vera heima og hlusta
á ávítur konu sinnar.
Þau höfðu komið sér saman um að eignast ekki fleiri börn,
•en Patrick var ógætinn og tillitslaus, þegar hann var með
■víni. Tveim árum síðar fseddist Pat í þenna heim.
„Hún óskaði ekki eftir mér,“ sagði Pat. „Móðir mín hataði
anig frá byrjun. Eg var alltaf hrædd við hana. En mér þótti
-vænt um pabba — og honum þótti vænt um mig. Við pabbi
vorum alltaf á móti henni og Jack. Hann hefði farið frá þeim, ef
eg hefði ekki komið til. Hann fór út að ganga með mér, og
þegar hann hafði fengið eitthvað smáræði borgað fyrir grein
heypti hann allt af eitthvað handa mér. Mamma reyndi oft að
æsa mig gegn honum, og í þeim tilgangi sagði hún mér hroða-
legar sögur af honum. En mér þótti vænt um hann og eg
•þoldi ekki hana eða Jack.... Mánuði eftir að pabbi hafði beðið
Ibana í loftárás, fór eg að heiman.... Og nú vitið þér allt um
anig.“
„Hve gömul voruð þér þá?“
„Sextán ára, en eg var stór eftir aldri, og það var vel hægt
að halda að eg væri orðin átján ára. Eg fékk bráðlega stöðu
við afgreiðslu í verzlun.“
„Og reyndi móðir yðar ekki að .fá yður til að koma heim
aftur?“
„Hún þorði það ekkL“
„Hvers vegna ekki?“
„Af því að eg hefði þá leitað til lögreglunnar.“
„Nú er' ég hættur að skilja.“
„Hafði hann slegið yður?“
„Nei, elcki beinlínis það.“
Pat tæmdi glas sitt. (tJ>ér mimið eftir að eg sagði, að pabbi
hefði beðið bana í eihni af síðustu loftárásunum á London... .
•Jack var um þær mundir átján ára, og hann hafði einmitt
verið kallaður í herinn. Skiljið þér nú, við hvað eg á?“
„Néí.. .:: “
„Jack hafði komið heim í orlofi, og hann hafði haft einn
k.unningja sinna með sér. Þeir fóru út og drukku sig fulla . . .
Þegar þeir komu heim, réðst vinur hans . . . Skilið þér mig nú?
Og' getið þér nú gert yður grein fyrir því, hvers vegna eg þoli
ekki, að karimaður komi við mig?“
Hann starði á hana. Nú hafði hún Idksins sett hann úr
•jafnvægi. „Vesalings Pat litla,“ sagði hann lágri röddu.
„O, rheð tímanum næ eg mér líklega af þessu. Maður jafnar
sig víst, hvað sem fyrir mann kemur er það ekki?“
„Eru þau enn lifandi?“
„Jack og mamma? Eg held það. Eg hélt, að eg hefði séð
honum bregða fyrir á götu fyrir mánuði.“
Veitingaskránni var nú lokað. „Eigum við að fara eitthvað
annað?“
„Nei, eg þakka, eg er orðin svo þreytt.11
Þegar þau voru búin að ná í leigubíl, spurði hann eftir hús-
númeri hennar.
„Það er númer sjö,“ svaraði Pat, „en ef yður er það ekki á
anóti skapi, þá vildi eg heldur, að þér skilduð mig eftir á horn-
inu .... ef vinkona mín skyldi af tilviljun sitja við gluggann.
Hún er eiginlega bezta manneskja, en hún rýkur alltaf upp,
þegar eg vil ekki kynna hana fyrir vinum mínum, og eg veit,
að yður langar ekkert til að kynnast henni.“
„Eg hefði ekkert á móti því.“
„Það er ekki ómaksins vert. Hún er ekki einu sinni lagleg.
Hún mundi aðeins verða öfundsjúk.“
„Hvenær get eg hitt yður aftur?“
„Bráðlega.“
„Hvenær?"
„Þér skuluð irringja til mín.“
„Mér skildist, að þér hefðuð ekki síma.“
Hún brosti glaðlega til hans. „Það var áður en eg þekkti
yður svona vel.“
„Hvaða núiner hafið þér?“
„Eg skal segja yður það rétt strax, en fyrst verðið þér að lofa
mér því, að þér skuluð aldrei hringja fyrir hálf-ellefu, því að
■vinkona mín sefur alltaf lengi fram eftir.“
„Verðið þérþá enn heima um hálf-ellefu?“
„Eg vinn aðeins siðai-a hluta dagsins.“
Hann skrifaði númer hennar hjá sér. Þegar bifreiðin nam
.staðar við hornið, tók hann um hönd hennar og kyssti hana
varlega.
„Góða nótt, John . . . Og' kærar þakkir fyrir kvöldið!“
„Góða nótt, Pat.“
Hún fór út úr bifreiðinni og stóð svó við opnar dyrnar.
„Eg get ekki þolað það, þegar maður kemur við mig,“ sagði
hún. •■„En ef til vill hefðd eg ekkert á móti því, þegar þér
væruð annars vegar."
Svo hljóp hún leiðar sinnar.
Á héimleiðinni í leigubifreiðinni fór John að hugsa mm
Cynthiu. Hún var auðug, hrein. og miklu fallegri en Pat.
Það var einkennilegt, að honum skyldi vera orðið alveg
sama um hana.
3. KAFLI.
John neyddi sig til að bíða í tvo daga, áður en hann hringdi
til Pat. Honum veittist erfitt að bíða.þannig, enda þótt honum
fýndist ekki, að hann væri ástfanginn.
Það vár satt, að honum féll vel við Pat. Honum féll meira
að segja mjög vel við hana. Hann langaði til að veita henni
vernd fyrir grimmlyndum, ruddalegum heima. Hann þráði að
halda henni í faðmi sínum.og elska hana af mikilli blíðu. Hann
hafði trú á því, að hann mundi geta læknað sár þau, sem henni
höfðu verið veitt, með blíðu sinni og nærgætni.
Þegár hann kynntist Pat, hefði það vissulega getað skotið
upp í huga hans, að það gæti verið skemmtilegt að fá að eyða
nótt hjá henni. En óskin hafði horfið, þegar hún játaði það
fyrir honum, að hún gæti ekki hugsað sér að láta nokkurn
mann snerta sig.
Og svó hafði hún sagt við hann, þótt hann hefði síður en
svo átt von á því, að ef til vill skipti öðru máli, þegar hann
væri annars vegar .....
Og þá gaus löngunin upp í honum aftur. En hann tók ekki
einu sínni eftir henni vegna hugleiðinga sinna. Hann taldi sér
raunverulega trú um, að hann langaði aðeins til að vera
verndari hennar.
Þaðl sagði hann lika við sjálfan sig á fimmtudagsmorguninn,
þegar hann seildist eftir símanum á mínútunni ellefu og- bað
um númerið hennar. Húh svaraði samstundis, og hann varð
glaður .eins og barn, af því að hún kannaðist strax við rödd
'hans.
„Getið þér borðað með mér annað kvöld?“
,,Mér þykir það afskaplega leiðinlegt, en eg var búin að lofa
að ■gera annað þá. Hvernig væri .á sunnudaginn?"
Hann hafði eiginlega hugsað sér að vera á sveitasetri foreldra
sinna um helgina, en -ekkert var auðveldara en að koma til
borgarinnár eftir hádegi á sunnudag.
„Hvar eigum við að hittast?“
„Hyers vegna hittumst við ekki aftur í „Hirtinum"? Hvað
segið þér um,.að við hittumst þar klukkan hálf-átta?“
*. ''•••■'■■■■
Hann var kominn í veitingakrána, þegar klukkan var tuttugu
mínútur yfir sjö. Þegar Pat kom gangandi í mestu makindum
inn í veitingastofuna • tiu minútum síðar, fékk John hjartaslátt
af gleði.
„En hvað þér takið yður vel út í sportfötum,“ sagði hún.
„Fóruð-þér upp í sveit-?“
„Já.“
„Ég líka. Eg fór niður að sjó með vinkonu minni og var þar
í nótt.“
„Þér eruð fegurri, en nokkru sinni.“
„Hættið þessu! Þetta stafar aðeins af sjávarloftinu.“
Þau snæddu kvöldverð í veitingastað í Holborn, þar sem
Pat kunni vel við sig frá fyrri tíð, og bau sátu þar og skemmtu
sér við að tala um heima og geima, þar til komið var að lokun-
artíma.
Hann komst að þvi öðru sinni þar, hversu auðvelt var að tala
við hana.
„Qg hvert skal nú halda?“ spurði Pat, þegar þau fóru út.
• „Hvernig væri að fara i næturklúbb?“
„Nei, það vil eg ekki,“ svaraði Pat. „Mér þykir svo leiðin-
legt að dansa.“
Þá mundi hann, að foreldra hans var ekki von heim fyrr
en um hádegi á mánudag, svo að húsið var mannlaust, að
undantekinni eldabuskunni, sém sv*af. í kjallaranum.
„Hvað segið þér þá um það, að við fáum glas af víni í
íbúðinni minni?“
„Þáð er ágæt hugmynd.“
Á kvöldvökunni.
Hin fagra franska kvik-
myndaleikkona, Edwige Feuil-
lére hafði nýlega látið gera
fegrunaraðgerð á andlitinu á
sér. Og þegar ein af vinkonum
hennar spurði hana, hvort
henni fyndist hún vera fallegri
en áður, svaraði hún brosandi:
—• Ekkert er eins afstætt og
fegurð kvenna. Þær eru aldrei
eins fallegar og biðlamir full-
yrða, og aldrei eins Ijótar og
V'inkonumar vilja vera láta.
•
Fiðlusnillingurinn Mischa
Elman og píanósniliingurinn
Rubinstein vom einu sinni á
könsert hjá Yehudy Menuhin.
Þegar komið var dálítið fram
í konsertinn, laut Micha El-
man að Rubinstein og sagði:
— Finnst þér ekki nokkuð
heitt hér inrd?
— Ekki fyrir píánóleikara,
sagði Rubinstein.
Arturo Toscanini tók sér ný-
lega hvíld á hressingarhæli í
Aostadalnum. Dág nokkurn
þegar hann sat í sal hótelsins
i og las í blaSi, byrjaði kona
: nokkur að spila á flygelið eitt
af snilldarverkum Beethovens
og fórst það fremur klaufalega..
Allt í einu sneri hún sér .að
Tosránini, sem hún sýnilega
þekkti ekki, og sagði:
— Emð þér músíkalskur?
— Svo á það nú að heita,
svaraði Toscanini, — en haldið
þér samt áfram að spila.
•
Þetta var. í smáriki einu í
Mið-Ameríku, sem var frægt
vegna þess hve embættismenn-
imir voru spilltir og þjófgefn-
ir. Tveir ungir menn komu til
að Iáta prófa sig í herrnn og
vorú teknir — í flötann.
— Kunnið þið að synda?
spurði viðkomandi embættis-
maðiir.
— Sjáðu til, sagði annar ungi
maðurinn við hinn. — Nú eru
þeir búnir að stela flotanum
lika.
•
Verkámaður einn í Búdapest
var leiddur , fyrir rétt vegna
þess að hann hafði ýmislegt út
á stjómarfarið að setja.
„Þér emð landráðamaður,"
sagði dómarinn byrstur. „Það
er ekki pláss fyrir menn eins
: og yður í landinu, Þér verðið
sendur til Sibiríu.“
j Verkamaðurinn horfði á
dómarann, en spurði síðan:
„Hvers vegna ekki heldur til
Ameríku, þar sem verkamenn-
imir em kúgaðir og kvaldir,
meira en dæmi þekkjast ann-
t ars staðar, eftir því sem mál-
gögn stjómarinnar skýra frá.“
Vísir er 12 sííkur annan hvern day
Vísir er eina blaðið, sem leitast sifeDt við ao iiytja frœðandi og
skemmtiíegt efni af ýmsu tagi íyrir lesendur sina.
Vísir er einnig ódýrasta blaðið.
Hringið í sima 1660 og láftið senda
ókeypis til mánaðamóta.
Hii