Vísir - 19.02.1955, Blaðsíða 8
VtSIK «r édýnsta blaðið og t>ó bað f Jöl-
brcyrtasta — Bringið i eima l**i «K
terist áskrifendur.
Þeir, #@»ja gsrast kaupendur VtSIS eftir
lö, hirexu winaðar, fá olaðið ókeypis til
ííriaöamova. — Sími 1866
Rússar vilja eyliileggja ..
allar birgðir atomvopna
— svo að RússEaml verði áfram
mesta herveldi heions.
Útvarpið í Moskvu greinir frá
liýjúm tillögum, sem ráðstjórnin
rússneska hefur boðað, að hún
ihuni leggja fyrir Sameinuðu þjóð
irnar, í afvopnunarmálunum.
Tillögurnar eru bornar fram
aðeins sólarhringi eftir, að Bret-
ar tilkynntu, að þeir myndu hefja
framleiðslu ,á vetnissprengjum.
Tillögur Rússa eru í höfpð-
atriðum:
1. Að alþjóðasamkomulag verði
gert um að eyðileggja allar
birgðir kjarnorkuvopna, sem
til eru í heiminum.
2. Að samkomulag verði jafn-
framt um, að engin þjóð megi
auka herafla sinn frá því sem
hann var 1. janúar síðastlið-
inn.
3. Komið verði á fót alþjóðlegu
eftirliti með að afvopnunar-
samningarnir verði haldnir.
Af opinberri hálfu hefur ekk-
«rt verið sagt um þessar nýju til-
logur ráðstjórnarinnar, sera eru
hinar fyrstu, seiö frá hinni end-
ufskipulögðu ráðstjórn koma til
umræðu á alþjóðavettvangi, en
stjórnmálafréttaritarar og aðrir,
sem um þær rita i brezk blöð og
bandarísk blöð í morgun, benda
á, að Rússar höfnuðu í fyrra til-
lögum um ofvopnun stig af stigi,
og enn fremur, að með samþykkt
hinna nýju tillagna myndu Ráð-
stjórnarrikin og Kína hafa miklu
öflugri hernaðarlega aðstöðu en
vestrænu þjóðirnar.
f tilkynningu jæirri, scm birt
var i Moskvuútvarpinu, var þvi
líaldið fram, að friðarhorfur í
Ireiminum hefðu versnað stór-
köstlega vegna þeirrar vígbún-
aðárstefUu, sem vestrænu stór-
veldin hefðu tekið, en þau legðu
m. a. vaxandi áherzlu á fram-
leiðslu kjarnorkuvopna.
FamiiSc hannar
viny sinnL
London (AP). — Farouk upp-
gjafakonungur og vinstúlkur
hans eru oft í myndum blaðanna
í Róm.
Farouk kann hins vegar ekki
við það, að birtar sé myndir af
vinstúlkunum í baðfötum — og
sízt í svonefndum Bikini-fötum,
sem eru litlu fyrirferðarmeiri en
fíkjublöð Evu. Hefur hann til-
kynnt núverandi vinkonu sinni,
Irmu de Minutolo leikkonu, sem
þykir æði vel vaxin, að hann
kunni ekki við, að sjá slikar
myndir. Hins vegar hefur hann
samþykkt, að hún leiki i kvik-
myndum sem fyrr. Hefur frá-
sögn blaðanna af þessu vakið kát-
ínu í Róm,
Laugardaginn 19. febrúar 1955
íslending-ar og
Norðmenn jafn-
miklar fiskætur.
Talið er, að Norðmenn borði
um 50 kg. af fiski árlega á
mann.
Hér er þá gert ráð fyrir fisk-
magni, áður en fiskurinn er
slægður eða flakaður. Alls
munu Norðmenn hafa neytt um
175.000 lesta af fiski árið 1950,
eða um 50 kg. á mann. Af
þessu magni er um 15% síld.
Var nýlega skýrt frá þessu í
norska útvarpinu, og þess lát-
ið getið, að tvær þjóðir, íslend-
ingar og Portúgalar, neyttu
jafnmikils magns af fiski og
Norðmenn. Hins vegar borða
. Svíar og Bretar ámóta mikið
af fiski, eða rúm 20 kg. á mann
á ári, Danir, Grikkir og Vest-
ur-Þjóðverjar 10 kg., en Aust-
urríkismenn, Svisslendingar og
Tyrkir ná ekki 3 kg. neyzlu af
fiski á mann árlega.
Líklega eru Japanar mestu
fiskætur heims, því að þar hef-
ur meðalneyzlan stundum
komizt upp í 50-75 kg.
Verður olíuleiðsla lögð
yfir Dofrafjöil ?
HwgsffiaBtegí að NAT0 greiM
kosíiBaðiiin.
Cáydiitgar 11,867,000
i
N. York (AP). — Árbók Gyð-
inga, sem er nýkomin út, segir,
að Gyðingar í heiminum sé alls
11,867.000.
Stærsta brot þeirra er í
Bandaríkjunum eðá um 5 mill-
jónir, en næst koma Sovétríkin
með 2 milljónir Gyðinga, en þá
Israel með 1,5 miUjón. í
Þýzkalandi voru Gyðingar 600
þúsund árið 1933, en nú eru
þeir 23,000. í Bretlandi eru um
450,000 og í Frakklandi um
300,000. ,
f Ameriku er Argentína næst
Bandaríkj unum með 360,000
Gyðinga, en þá kemur Kanada
með 230,000 og Brazilía með
120,000.
Svertingjar máttu eSdci sitja
veizki til að beSðra Lintoln.
l»að gerðist nýlega í
Nýlega kom fyrir atburður í
Miami, Florida, í Bandaríkjun-
um, sem vakti athygll um land-
ið allt og viða mikla gremju.
Efnt var til veizlu í einu af
gistihúsum Miami-borgar þarm
13. þ. m. til að minnast þess, að
Abraham Lincoln Bandaríkja-
forseti hafði fæðst þann dag ár-
ið 1809. Voru það republikanar
í borginni, sem efndu til veizlu
þessarar, og var öllum heimilt
að sækja samkvæmið. En þegar
veizlugestir voru saman komn-
ir, gekk eigandi gistihússins,
þar sem veizlan átti fram að
fara, í veizlusalinn og tilkynnti,
að ef þeir 25 svertingjar, sem
væru meðal gestanna, færu
ekki leiðar sinnar, mundi hann
taka rafstraum af veizlusaln-
um, svo að samkvæmið gæti
ekki farið fram.
Miatni í Florida.
Alls voru 575 manns í saln-
um, þegar þetta gerðist, og
töldu svertingjarnir réttast að
fara til að forðast vandræði, en
þá stóðu um 150 hvítir veizlu-
gestir upp og gengur úr salnum
í mótmælaskyni. Fyrir þeim
fór einn af flokksráðsmönnum
fylkisins, er var jafnframt ann-
ar veizlustjóra, og saeði hann
við samkomuna, að „Abe Lin-
coln mundi snúa sér við í gröf-
inni, ef hann sæi það, sem
þarna færi fram.‘
Einnig kom til handalögmáis,
er gestir þeir, sem mótmæltu
því, að svertingjunum væri vís-
að á dyr, fóru úr bveeinriimni.
Hefir mál þetta vakíð f'vðu í
Bandaríkjunum. af bví að barna
var mínnzt b“ss manns, sem
mestan þátt átti í að svertingj-
um var veitt f’-elsi.
DrySikjumenn
sviftir sjálfræði.
Sérstök gangskör Jbefur ver-
ið gerð að því upp á síðkastið að
svipta ákveðna menn, og þá
fyrst og fremst drykkjumenn,
sjálfræðL
Gunnlaugur Briem, fulltrúi
Sakadómarans í Reykjavík,
hefur undanfarið kveðio upp
allmarga dóma í þessu efni þar
sem um sviptingu sjálfræðis
hefur verið að ræða.
Aðallega er um menn að
ræða, sem halda sig daglega á
götum úti undir áhrifum á-
fengis og oft og einatt ofurölvi,
þannig að lögreglan hefhr þurft
að hafa meiri eða minni afskipti
af þeim.
Svipting sjálfræðis er í lang-
flestum tilfellum gerð í því
skyni að koma þessum drykkju-
sjúklingum undir læknishend-
ur og til þess að útvega þeim
vist á hæli, eða a. m. k. ein-
hvem hentugri samastað en
Hafnarstræti og fangageymslan
er. í
Ráðgert hefur verið, að gera
olíuleiðslu yfir DofraHSU, sem
skilja Vestur- og Austur-Nor-
eg.
Það er landvarnaráðuneyti
Noregs, sem áformar þessi
mannvirki, en Norður-Atlants-
hafsbandalagið hefur tjáð sig
fúst til þess að standa straum
af kostnaðinum við leiðsluna
sjálfa og eitthvað af geymun-
um, sem byggðir verða.
Bæði Norðmenn og banda-
menn þeirra hafa rætt þessi
mál, ekki sízt þau atriði, sem
snúa að viðhaldi leiðslunnar á
friðar- og styrjaldartímum, en
ekki er talið sennilegt, að nein
olíufélög hafi sérstakan áhuga
fyrir máli þessu. Hins vegar er
talið líklegt, að eitt eða fleiri
olíufélög geti hugsað sér að sjá
um rekstur mannvirkja þessara
á friðartímum. Gert er ráð fyr-
Pineau fékk
ekki traust.
Fulltrúadeildin felldi síðast-
liðna nótt tillögu, sem fól í sér
traust til Pineau, með 44 atkvæða
mun.
Coty ríkisforseti hóf þegar í
stað viðræður við leiðtoga flokk-
anna og var þeim haldið áfram
fram undir morgun. Kvaddi Coty
ríkisforseti hvern flokksleiðtog-
aun af öðrum á sinu fund, — sem
næst á tíu minúlna fresti. Um
árangurinn af þeim viðræðum
liefur ekki enn fréízt.
—
© ítölsku ráðherrarnir Scelba og
Mar'mo lögðu af stað h-
leiði í dag, að loknum v'
ræf -n við Churchill og Ed :
Symfóniubljómsveitin heldur
hljómleika i Þjóðleikhúsinu
þriðjudagmn 22. febrúar kl. 9
síðdegis.
Verkefni verða eftir Edouard
Lalo, Massanet, Bizet, Flotou,
Wagner og Paul Dukas.
Einleikari verður Þorvaldur
Steingrímsson og er það í
fyrsta skipti, sem hann kemur
fram sem einleikari með Syn-
fóníuhljómsveitinni.
Stjómandi hljómsveitarinnar
verður Róbert A, Ottóson, en
einsöngvari verður Primo
Montanari, hinn ítalski söng-
kennari Tónlistarskólans.
Syngur hann Gralsönginn úr
Lohengrin eftir Wagner.
ir, að mannafli sá, sem sér um
rekstur þeirra á friðartímum
verði skyldaður til þjónustu á
ófriðartímum.
Samkvæmt áætlunum þeim,
sem gerðar hafa verið, á leiðsl-
an að vera ofanjarðar. Ekkert
fordæmi er fyrir slíkri leiðslu.
í Noregi, og þess vegna erfitt
að gera kostnaðaráætlun, ea
varlega er áætlað að greiða
verði um 1 millj. norskra
króna fyrir röskun á lóðum og
þ. h. Hefur landvarnaráðu-
neyti Norðmanna lagt fram kr.
370.000 á fjárhagsárinu 1955—<
1956.
Frá Skiðafélaginu:
Skíðakennarínn
tekur til starfa.
.. Skiðanámskeið Skiðafélagsins
hefjast n.k. mánudag......*
Guðmundur Hallgrimsson kons
að vestan í gær og tekur strax
til starfa. Dvelur liann í Skiða-
skálanum, þar sem námskeiðin
verða haldin.
Hvert námskeið mun standa I
5 daga frá mánudegi. Á laugar-
dag og sunnudag verður svo dags
eða tveggja daga kennsla.
Námskeiðsgjald er 20 krónur
á dag fyrir 5 daga námskeiðio
og 25 krónur fyrir einstaka daga.
Áskriftarlistar og námskeiðs-
kort verða afgreidd í Verzlun L.
H. Miillcr.
• í tveimur japönskum skipa-
smíðastöðvum er hafin smíði
6 dráttarbáta fyrir Rússa.
Fá Japanar kol í staðinn.
Braggi eyðileggst af eldi.
Var noáaður sem geynisla eííir
íyrri eldsvofta.
í fyrrad. kviknaði í geymslu-
bragga í Laugarneshverfi og
eyðilagðist hann að mestu og
það sem í faonum var.
Hafði verið búið í braggan-
um þar til í vor eða í sumar
er leið, að kviknaði í honum og
var þá flutt úr honum, en
bragginn notaður fyrir geymslu
síðan. Ekki voru mikil verð-
mæti geymd þama inni, en
nokkur þó og mun þvottavél
hafa verið verðmesti hluturinn.
Auk þess var eitthvað af bú-
slóð geymt í bragganum, en
yfirieitt ekki um dýra hluti að
ræða.
Slökkviliðið vai' kvatt á vett-
vang laust fyrir kl. hálfsex í
' '"rakvöld og var þá mikill
kominn í braggann og
í honum var geymt.
hpð slökkviliðið á aðra
klukkustund að kæfa eldinn og
var bragginn þá að mestu ó-
nýtur og sömuleiðis það, sem i
honum var.
Eldurinn í bragganum kvikn-
aði út frá gaslampa, sexn
tveir menn handléku þar innL
Hafði frosið í vatnsleiðslu, en
leiðslurnar lágu í nærliggjandi
bragga og var fyrir bragðið
orðið vatnslaust þar, Ætlaði
maðurinn þá að þíða í leiðslun-
um með gaslampa, en tókst
svo illa, að eldurinn læsti sig
í viðarull og magnaðist þegar til
muna, svo mennimir fengu við
ekkert ráðið.
f fyrrdag var slökkviliðið
einnig kvatt á Hraunteig 23.
Hafði kviknað þar út frá raf-
maensviftu i glugga á tré-
smíðaverkstæði. Ekki hlutust
samt neinar skemmdir að ráði
af þeirri íkvkiun.