Vísir - 26.02.1955, Blaðsíða 4
visra
Laugardaginn 20: febrúar 1955-.
irxsxxe.
0AGBL&ð
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstrœti 3.
AfgreiSsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fixnm linur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan kl.
Lánteysi Alþýðuftðkksins.
Það verður að vísu að teljast algert einkamál Alþýðuflokks-
ins, hvort Alfreð Gíslason læknir, sem kjörinn var á lista
hans til bæjarstjórnar, skuli víkja úr því sæti eða hvérfa úr
Alþýðuflokksfélaginu, en þar eð þessi átök og ýmis skrípaleikur
í sambandi við þau, hafa undanfarið farið fram fyrir opnum
tjöldum, sýnist ekki óeðlilegt, að Vísir geti þeirra að nokkru.
Ekki er þessara átaka minnzt vegna þess, að Vísir eða al-
menningi yfirleitt komi þau nokkurn skapaðan hlut við, —
vegna ötullar niðurrifsstarfsemi Hannibalanna má nokkurn
veginn öruggt teljast, að dagar flokksins séu senn allir, —
en þeirra er getið, vegna þess að þau varpa skýru en óhugnan-
legu ljósi á innræti og vinnubrögð þeirra, sem að þessu standa.
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur fund, og er það að
sjálfsögðu ekki í frásögu færandi, en það, sem á þeim fundi
átti að gerast, var einfaldlega að fá úr því skorið, hvort til-
teknum mönnum innan flokksins skuli haldast uppi starfsemi,
sem brýtur í bága við stefnu flokksforustunnar, og þá einkum
og sér í lagi að því er snertir samvinnu við kommúnista.
Þetta sýnist eðlilegt, og getur Alfreð Gíslason varla kvartað
undan mjög slæmri meðferð flokksbræðra sinna, sem sýnt hafa
honum og Hannibölunum yfirleitt furðulega linkind.
En hið alvarlega og óheilbrigða við þetta allt saman er þó
það, að fregnir af fundi þessum má ekki lesa í blaði Alþýðu-
flokksins, sem hér á hlut að máli, heldur verða Alþýðuflokks-
menn og aðrir að lesa þær í málgagni kommúnista! Það hefur
vafalaust átt að vera eins konar herbragð eða stjórnvizka
forráðamanna Alþýðublaðsins að geta ekki fundarins fyrr en
eftir dúk og disk, enda þótt þeir hefðu vel mátt vita, að allt
sem á fundinum gerðist, væri jafnharðan tilkynnt forsprökkum
kommúnista, því að Hannibalarnir, sem hér eiga hlut að
máli, telja hyggilgera og eðlilegra að láta kommúnista- njóta
frétíanna, enda starfa þeir í flestu í nánu sambandi við menn-
ina á Þórsgötu 1 og Skólavörðustíg 19.
Hin svonefnda vinstri samvinna, sem Hannibalarnir og
ýmsir meðreiðarsveinar þeirra, eins og t.d. Gylfi Þ. Gíslason,
virðast nú telja einu leiðina til þess að koma hugsjónum jafn-
aðarmanna, sem kenna sig við lýðræði, í framkvæmd, er fólg-
in í því að efna til sem traustastrar samvinnu við erkióvini
þessa sama lýðræðis og fjendur mannréttinda í heiminum.
Hér skilur milli feigs og ófeigs. Ekki er unnt að varðveita
lýðræðið með því að draga lokur frá hurðum og hleypa fjand-
mönnum þess inn á laun, Samvinna við kommúnista ætti að
vera öllum sönnum lýðræðisunnendum, ekki aðeins ógeðfelld,
heldur blátt áfram óhugsandi.
Hlutverk Hannibals og aðstandenda Landsýnar og Málfunda-
félags jafnaðarmanna er ekki lengur á huldu. Þeir vinna að
því vitandi vits að sundra Alþýðuflokknum, og þeir eiga enga
ósk heitari en að geta gengið til fulls og óskorðaðs samstarfs
við kommúnistá. Að sjálfsögðu blása kommúnistar að kolum,
því að með slíku samstarfi telja þeir líklegt, að véla mætti
einhverja til fylgis við þá samfylking, sem ekki geta þolað
hinn Moskvustjórnaða flokk einan sér. En þáttur Gylfa er
hins vegar loðnari og lævíslegri, en kemur þó varla nokkrum
á óvart. Þessi AJþýðuflokksþingmaður er sérfræðingur í því
að taka enga afstöðu, og þá list kann hann betur en nokkur
annar framámanna Alþýðuflokksins. í þeim efnum eru aðrir
Alþýðuflokksmenn hreínir „amatörar".
Gylfi Þ. Gíslason er hinn klassíski málamiðlunarmaður og
Ætefnuleysingi, eins og tillagan hans á fyrrnefndum Alþýðu-
ílokksfélagsfundi ber með sér. Honum dytti ekki í hug að
lýsa yfir skýrt og skorinort, að lýðræðisjafnaðarmenn geti
ekki starfað með fjendum lýðræðisins. Það væri að taka afstöðu,
en það má ekki, -slíkt væri gangstætt eðli: hans og baráttuað-
ferðum.
Alþýðuflokkurinn ætti að vera búinn að fá af því nokkra
reynslu á undanförnum árum, hvaða „gagn'* hann hefur af
samstarfi við kommúnista. Lánleysi hans í íslenzkum stjórnmál-
wn er átakanlegt, en það er honum sjálfum að kenna. Og ekki
hækkar gengi hans við niðurrifsstarf það, sem stundað er með
góðum árangri í Landsýn og hinu svonefnda Málfundafélagi,
þar sem „vinstri menn“ flokksíns leika lausum hala. Á meðan
hlakkar i kommúnistum, og þeir bíða þess eins, að útfarar-
stjori Alþýðuflokksíns, Hannibal Valdimarsson, auglýsi póli-
tískt andlát hans. Sú jarðarför verður fjölmenh^ og ekki xnuny
jkommúnistar' Iáta sig' vanta.' .:í~íf ' r''"' 'ÍX '
Félag islenzkra síma-
manna 40 ára.
Mídtt á fiwnwnta hundrað
wnanns í fétaginn-
Á morgun er Félag íslenzkra
símámanna 40 óra. Það var
stofnað 27. febrúar 1915 vegna
Iaunadeilu við ríkisstjómina.
Út af því máli voru lögin um
bann við verkfalli opinberra
starfsmanna sett. — í fyrstu
voru ekki í félaginu nema 10
—20 manns. Nú eru félágar
hátt á fimmta hundrað.
Fyrsti formaður félagsins
var Ottó B. Amar. Nú stjómar
félgainu 15 manna ráð — með
fjögra manna framkvæmda-
stjórn, hana skipa nú: Jón
Kárason formaður, Agnar
Stefánsson ritari, Aðalsteinn
Norberg gjaldkeri. og Sæmund-
ur Símonarson Varaformaður.
Félagið starfrækir sumarbú-
staði á þremur stöðum úti á
landi. Á félagið nú öfluga
styrktarsjóði. — Félagið hefur
gefið út blað frá byrjun eða í
40 ár. Hét blaðið Eléktron
fyrstu árin, en síðan Símablað-
ið. Ritstjóri þess hefur Andrés
G. Þormar verið siðustu 30
árin.
Árið 1935 gaf þáverandi
símamálaráðherra út starfs-
mannareglur fyrir Landssím-
ann, er samdar höfðu verið aí
fulltrúum símamálastjómar-
innar og félagsins. Hafa þær
síðan verið fyrimiynd við aðrar
opinberar stofnanir, og nú síð-
ast við setningu laga um rétt-
ihdi og skyldur opinberra
starfsmanna.
Árið 1953 gaf þáverandi
símamálaráðherra Björn Ólafs-
son út reglugerð um starfs-
mannaráð við Landssímann,
sem er algert nýmæli hér á
landi. — Þetta ráð heldur fundi
minnst tvisvar í mánuði. Um
reglugerð þessa farast ritstjóra
Símablaðsins, Andrés G.
Þormar, þannig orð í jólablað-
inu 1953:
„Árið 1935 hefur verið talið
merkasta árið í sögu F.Í.S. —
Það ár uppskar félagið riku-
legan ávöxt langs en heillaríks
starfs, sem skapað hafði því
öndvegissess í félagssamtökum
opinberra. starfsmanna. Á 20
ára afmælidegi þess, 27. febr.
1935, var gefin út af þávérandi
símamálaráðherra, Haraldi
Guðmundssyni, reglugerð er
staðfesti þau réttindi, er sam-
tökin höfðu náð til handa síma-
mannastéttinni og veitti einnig
ný réttindi, sem fram á þenn-
an dag hafa verið eins dæmi í
félagsmálum opinberra starfs-
maiina. En það voru ákvæðin
um, að F.Í.S. var viðurkennt
sem samningsaðili gagnvart
stjórn stofnunarinnar. Með því
ákvæði gerbreyttist öll aðstaða
félagsins.
Reglugerð þessi, — „Starfs-
mannareglur Landssímans", —
hafa síðan verið fyrirmynd í
ýmsum atriðum við aðrar
stofnarxir og félagssamtök, og
ýtt undir og flýtt fyrir ýmsum
rétarbótum opinberra' starfs-
manna. Samt sem áður hefur
F.Í.S. verið það ljóst, að með-
ferð ýmsra mála gat verið á
þann veg^jþrátt fyrir samnings-
rtttinn, að ekki • aeeðist sá
árangur alltaf, sem gera hefði
mátt ráð fyrir, enda reynslan
sýnt, að meðferð mála hefur
ekki sjaldan valdið því, að
gagnkvæmt traust og skilning-
ur milli hinna tveggja aðila
hefur verið á þann veg, sem
æskilegt var, og báðir aðilar
hefðu óskað. — Kjaramál eru
viðkvæm, — og þar skapast
mörg viðhorf, sem erfitt er að
leysa, og valda óánægju, þar
sem sjónarmið ’.beggja aðila
eru ekki hin sömu, og ekki
grundvöllur fyrir hendi til að
samræma þau. Tvo síðustu ár
hefur stjóra F.Í.S. unnið að
því, að koma meðferð persónu-
mála í það horf, að þeir erfið-
leikar, sem hér er á drepið
mætti á hverjum tíma verða
yfistignir, og nú hefur sá á-
rangur náðst á því sviði, að
árið 1953 mun ekki síður verða
talið eitt merkasta árið í sögu
F.Í.S. en árið 1835. — Á þessu
ári, eða 20. júlí gaf þáverandi
símamálaráðherra, Björn Ól-
afsson út breytingu við reglu-
gerðina frá 1935, ■— er felur
í sér stofnun starfsmannaráðs,
þar sem sæti eiga 2 fulltrúar
frá F.Í.S. ásamt 4 fulltrúum
frá símastjórninni.
Ákvæði um slíkt ráð er al-
ger nýjung í félagsmálum op-
inberra starfsmanna hér á
landi, og stéttarsamtaka yfir-
leitt, og marka tímamót í fé-
lagsmála þróuninni.“
Afburða fyririestur
Aichs skurðlæknis.
Brezki skurðlæknirinn Am-
old A. Aldis flutti erindi í há-
tíðasal Hóskóians í fyrrakvöld,
sérlega fróðlegt og a£ fágætri
rökvisi.
Ræddi hann um efnið „Hafa
vísindin gert kristindóminn
úreltan?“ Gerði hann efninu
þau skil, að minnistæð munu
verða öllum þeim, er á hlýddu.
Aldis læknir leiddi gild rök að
þyí, að því færi fjarri, að vís-
mdin hefðu leitt neitt það í
ljós, sem afsannaði eða rýrði
gildi kristindómsins. Var ræða
hans uppbyggð með þeim hætti,
að hann hélt athygli viðstaddra
óskiptri allan tímann, en rök
hans voru svo ljós, að hver
maður mátti skilja, en þó var
fyrirlesturinn í hæsta máta
akademískur og virðulegur.
Aldis er kunnur skurðlækn-
ir í heimalandi sínu, mikill lær
dómsmaður í grein sinni, en
jafnframt mikill áhugamaður
um kristindóm.
Hann mun flytja fleiri fyr-
irlestra hér á næstunni, og
ættu menn að huga að auglýs-
ingum um það, en hér er hann
á vegum Kristilega stúdentafé-
Iags, sem á þakkir skildar fyr-
ir að fá hingað jafn-snjallan
fyrirlesara og Aldis lækni. —
Framsetning hans á efninu er
blátt áfram heillandi,. og hafa
allir gagn af að hlýða á hann,
hvort sem þeir kunxxa - aS vera.
honum sammála eðö ekki,
Húsmóðir hefur sent Bergmúl/.
eftirfarandi bréf: „Það er orðið
nokkuð langt síðan ég hef
skrifað yður, en alltaf er það um.
sama efnið, sem ég læt frá mér
fara. En það þýðir víst lítið að
vera að klifa ó þessu. Við hús-
mæður, sem lítla heimilishjálp
höfum, erum í mestu vandræðum
með að fara að beiman til þess
að gera innkaupin okkar. Og hve
oft, sem við látum frá okkur
heyra og óskum eftir þvi t. d. að
mjólkin sé serxd heim, fæst það
ekki. Ekki hef ég séð eða heyrt
neitt frá ráðamönnum á því sviði,
um að þeir taki kvartanir okkar
til greina, eða hugsi um að gefa
neina frambærilega skýringu á
því, livers vegna þessari kröfu;
fæst ekki sinnt.
Langt í búðina,
Fyrir nokkru sá ég í Bcrgmáli
bréf frá húsmóður, er býr inni
í Garðahverfinu, upp af Háteigs-
vegi. Sú kona þarf að fara
langa leið til þess að kaupa sér
mjólkursopann og eigi lnin ein-
hver lítil börn til þess að sjá um,
getur það verið henni erfitt. Við
skiljum það hinar, sem tæplega
komumst i fiskbúð, þótt ekki sé
mjög langt að fara. Önnur liús-
móðir skrifaði yður fyrh- nokk-
uru og benti á þá leið, að vel
mætti láta mjólkina kosta nokkr-
um aurunum meira, ef hún væri
heimsend. Sú tillaga finnst mér
reyndar ekki aðgéngileg, því áð«
ur var það, að mjölk fékkst Ueim-
send ,án þess að aukagjald væri,
og þótti þá sjáífsagt. Þvi skyldi,
það ekki vera hægt nú? Mér
finnst, að ráðamenn mjólkurmál-
anna ættu að fara að gera eitt-
hvað í þessu,“ (Skýringin er sú,
að nú er mjólkin „skipulögð").
Góðir ostar.
Þar sem við erum enn einit
sinni farin að ræða um mjólkur-
afurðir,væri ekki úr vegi að bæta
liér við nokkrum línum frá öðr-
um viðskiptavini, sem ræðir um
nýja osta. í gær hringdi til mín
kona, og bað mig um að láta
nokkrar línur fyrir sig í Berg-
mál um nýja osta, scm fríunleidd-
ir erú nyrðra, og liér eru á
boðstólum. Tvær ostategundirn-
ar hafa nýlega verið boðnar héc
í bænum og þykja báðar skara
mjög fram úr að gæðum. Smjör-
ostur er annar nefndur, en hiim
góðostur, að mig minnir að kon-
an liafi sagt. En hver sem nöfn-
,in eru, get ég af eigin reynslu
tekið undir þetta lijá husfreyj-
unni, að þessir nýju ostar eru
mesta hnossgæti, og væri vel ef
haldið væri áfram á sömu braut
og reynt að gera mjólkúrafurða-
framleiðsluna fjölbreyttari.
Útflutningsvara.
Og það er lika sómi að þvi hve
vel er frá þessari vöru gengið.
Sýnast umbúðirnar vera miðaðar
við það, að þarna sé um útflutn-
ingsvöru að ræða, og er ekki ann-
að sýnilegt en ostar þcssir standi
fyllilega á sporði þvi bezta, senj
áður var innftutt af þessum vör-
um. Fyrir þá, sem halda upp á
osta, og ég er i þeirra hópi, etr
þetta mikill fengur. Og ostar cra
holl fæða. Læt ég svo þctta nægja
i dag. — kr.
KAUPHÖLUN
er miSstöð :• vejcSbréfaskipt-
- anna.- -- Shri. 1710, ■':