Vísir - 26.02.1955, Blaðsíða 1

Vísir - 26.02.1955, Blaðsíða 1
45, arg. Laugardaginn 26. febrúar 1955. 47. tbll, Hallvarður kominn fram. Báíurinn kom af sjálfsdáðum til Súgsndafjurðar í morgun. j M.b. IIali\'arður kom í i morgun kl. 9.30 af sjálfdáð- um til Suðureyrar í Súg- i andafirðL Bíaðinu er að i öðru leyti ókunnugt um ferðir hans frá jþví í gser. Fyrri fregnir voru á þessa leið: í 'gæmiorgun um 9 leytið heyrðist í talstöð Hallvarðs, er J>á var staddur út af Látrabjargi og á leið til Súgandafjárðar. Þangað hefði hann átt að vera kominn um tvöleytið í gær ef allt hefði verið með felldu, en þangað var hann ekki kominn í morgun. Seinna í gær. eða um kl. 5 heyrðist aftur óglöggt í talstöð bátsins, en þó svo mikið að skipverjar sögðu geymi tal- stöðvarinnar vera að þrjóta. Töldu menn að báturinn hafi verið að kalla á skip sér til hjálpar, eða til þess að gefa til kynna vélbilun, en staðará- kvörðun heyrðist ekki. Frá Id. 5 hefur ekkert til bátsins sézt eða heyrzt. Slysavamafélaginu var þá ;strax tjáð að bátsins væri saknað og að eitthvað' myndi vera í ólagi hjá honum. Lýsti Slysavamafélagið eftir bátnum í útvarpinu og bað um að eftir honum yrði tekið bæði af sjó og landi. Auk þess hóf svo björgunarskipið út af Vestf jörð- um skipulega leit að bátnum, en í morgun hafði hún engan árangur borið, enda náttmyrk- ur á og ekki von til að neitt sæist nema því aðeins að bát- • verjar á Hallvarði hefðu kynt bál. Fsura vfll liilglMIfig PaffsiiBsmnÍiigaima. Edgar Faare, forsætisráð- herra Frakklands, lýsti yfir þvi í gær, að ibraðað yrði eftir mættj fullgilding Parísarsamn- inganna. Sagði Faure. að samningar þessir hefðu verið vel á veg komnir, en vegna stjórnar- kreppunnar hefði afgreiðsla þeirra tafizt, en nú yrði aftur- hafizt handa, Franska fulltrúa- deildin hefír þegar fullgilt samningana, en nú tekur efri deildin við. Hún getur ekki fellt samningana, en vísað þeim aftur til neðri deildar og verð- ur þá að gréiða atkvæði þar á nýjan leik. 1076 milljónarar í Sviþjóð. Samkræmt skattaframtali Svía árið 1954 voru það ár taldir 1067 milljónarar þar ílandi. Skattskyldar eignir í Svíþjóð námu samtals 23.117 millj. króna, og er það nokkru hærra en árið áður, en þá námu eignirnar 22.331 millj. krónum. Alls var talið, að í Sviþjóð væru 179.103 menn, sem ættu yfir 50 þús. kr. eign. Þar af bjuggu 98.175 í sveit- um eða þorpum, en rúmlega 80 þúsund i borgum. Nýlega varð ein elzta kona Bretlands 102 ja ára. Alger innigjöf á Sléttu í meíra en tvo mánuði. Bændur óttast heyþrot, ef tíðarfar breytist ekki til batnaðar. I?.- Frá fréttanitara Vísis — Raufarhöfn í gær. Bændur á Melraltkasléttu eru farnir að óttast að þeir lendi í heyþroti, ef sama tíðar- far helzt til lengdarj. Það er nú liðið á þriðja mánuð sem alger innigjöf hef- ur verið á öllum skepnum, jafnt hrossum sem sauðfé. — Má heita að samfelld íshella liggi yfir landinu og skepnur ná ekki að jarðar gegnum .gaddinn. Frosthörkurnar hafa verið stöðugar um lengri tíma án þess að nokkur sinni hafi dregið til hláku og hafa ekki komið jafn mikil harðindi hér ;um slóðir í marga vetur. Þrátt fyrir langvarandi frost hafa veður yfirleitt verið góð, etiliur og stórviðalaust. Nú er allt unga fólkið, sem vettling getur valdið og hugs- anlegt er að megi missa sig, farið héðan úr þorpinu til þess að leita sér atvinnu annars- staðar. JVtargt fór með strand- ferðaskipunum, Esju og Heklu, í síðustu ferð þeirra á dögun- um og var ætlunin hjá flestu af þessu fólki að fara í at- vinnuleit til Vestmannaeyja. Frá því í haust hafa á 2. hundrað manns farið frá Raufarhöfn ýmist til skóladval- af eða í atvinnuleit. Með tilliti til þess að heimilis fastir íbúar Raufarhafnarþorps eru ekki nema eitthvað á 4. hundrað talsins, eru þessir fólksflutn- ingar mjög tilfinnaníegir, ekki sízt. fyrir félagslíf í kauptún- ínu. Hlaiít 3 jws kr. sekt fyrir ieym^ víusefa, Nýlega var hátíð mikil haldin hjá Zulu-svertingjum í S.Afríku, er þeir reistu miklum höfðingja sínum, sem reyndi að reisa rönd við yfirgangi hvítra manna á sl. öld, glæsilegt minnismerki. Myndjn sýnir svertingja efna til stríðsdans í tilefni af þessu. MiSdll útflutningur sjávar- afurða um þessar mundir. Tvö skip t.d. á BeiÖ vestur uftY haf með freðfisk. í fyrrinótt tók lögreglan f Reykjavík fastan leigubílstjóra er staðinn var að sölu smyglaðs áfengis. Mál þetta upplýstist með þeim hætti að lögreglan tók í fyrrinótt mann, sem var með smyglað vín í fórum sínum. Við yfirheyrslu játaði hann að hafa keypt áfengið af tiltekn- um leigubílstjóra.'Var bílstjór- inn þá kallaður fyrir og ját- aði hann að hafa selt tveimur mönnum smyglað áfengi þá um nóttina. Mál bílstjórans var dæmt í Sakadómi Reykjavíkur í gær og með hliðsjón af því að hér er um fyrsta brot að ræða vár. hann dæmdur í þrjú þúsund rkóna sekt. Þessa dagana er mikill útflutn- ingur sjávarafurða, og hafa skip Eimskipafétagsins verið að lesta frystan fisk, fiskimjöl, hrogn og lýsi á höfnum úti á landi undan- farið. Vegna verkfallsins raskaðist að sjálfsögðu hin reglubundna áætlun skipanna, og hafa þau ekki getað tekið hana upp cnn- þá, enda rikust áherzla lögð á það að taka þann útflutning sem fyrir liggur, og eru nú sum af skipunum á útleið, en önnur eru enn að lesta á höfnum úti á landi. Gullfoss er í Kaupmannnhöfn, og hefur verið þar i klössun, en er væntanlegur heim aftur 18. marz. Tröllafoss er í Ameríku og lestar þar vörur til Reykjavik- ur og leggur af stað heim 8. marz. Dettifoss er á leiðinni til Amer- íku með um 1500 lestir af frystum fiski er hann tók á Vestfjörðum og höfnum við Faxaflóa, Goða- foss fer 1.—2. marz áleiðis til Ameriku með um 700—1200 lest- ir af frystum fiski. Lagarfoss er á leið til Hull, Antverpen og Rotterdam. Fjallfoss var á Húsa- vík í gær og léstar þar fiskimjöl, saltfisk og lýsi, en liafði áður lestað á Faxaflóahöfnum. Fer hann með fullfermi fiskiaf- urða til Liverpool, Cork, Sout- hampton, Rotterdam og Ham- borgar. Reykjafoss var á Norð- firði í gær, en liann var sendur með vörur vestur og norður um land eftir verkfallið, og fer nú til Wismark og Rotterdam. í Wismark lestar har.n um 1000 toim af sementi en 1500—1800 tpíin af áburði í Rotterdam. Sel- foss fór frá Hull í fyrradag til Rotterdam og Bremen og losar •íuílfermi, en lestar aftur í Rott- crdam 850 tonn af áburði, Brúar- foss lestar á Faxaflóaliöfnum og í Vestmannaeyjum samtals um 1100 tonn, þar af 150 tonn af hvalkjöti, 150 tonn af hrognum, 4.00 tonn af frystum fiski og 400 tonn af fiskimjöli og skreið, er hann flytur til meginlandsins. Kemur liann aftur frá Hamborg beint til Siglufjarðar og Akur- eyrar og flytur m. a. 150 tonn af gjarðajárni til tunnuverksmiðj unnar. Tungufoss fór frá Siglu- firði í gær, lestaði 225 tonn af lýsi og 500 tonn af fiskimjöli til Finnlands. Flytur m. a. timbur og fleiri vörur frá Ábo og 250 tonn af járnrörum eða pípum frá. Ventspels. Katla átti að fara frá Akureyri í gærkveldi til Leitli, Hirtshals, Lysekil, Gautaborgar og Kaupmannahafnar með urn 1200 tonn af hrognum, mjöli og lýsi. Yfir 200 manns komu tii Eyja í fyrradag. Eldur í timbur- búsi í Eyjum. í gærkveldi kom upp eldur í gpmlu timburliúsi í Vest- mannaeyjum, sem notað hefir verið sem matstofa Hraðfrysti- stöðvarinnar. Skemmdist húsið töluvert, bæði af eldi, reyk og vatni, og er sennilega ónothæft eftir brunann. Eldurinn var á súð- arhæð hússins, en þar var geymt talsvert af þorskanetjum. Tókst að bjarga miklu af netj- unum. Hafizt verður handa um að gera við . matstofuna hið allra fyrsta, enda brýn þörf fyrir húsnæðið. Skammt frá eru timburhús, þar sem er rafstöð og olíu- geymir en fyrir ötula fram- göngu slökkviliðsins, tókst að verjá þau. Á þriða liundrað aðkomu- manna komu til Vestmannaeyja í fyrradag með flugvélum og skipum. Áður en verkfallinu Iauk voru nokkur hundruð manna kominn til Eyja og með þess- ari viðbót er nokkurnveginn bætt úr verkafólkseklunni, sem var fyrst eftir að bátamir byrjuðu róðra, en þá varð fólk úr ýmsum stéttum og stöðum að hjálpa til við frystihúsin. Afli Vestmannaeyjabáta var tregur á fimmtudaginn en und anfarið. Þó var hæsti báturinn með 17 lestir en aðrir með 5 —7 lestir. Aflahæsti báturinn þennan dag var „Gullborg", en skipstjóri á honum er Benóný Friðriksson, sem var aflakóng- ur í Vestmannaeyjum í fyrra. Alls eru nú um 80 bátar byrjaðir róðra, og hafa flestir aflað ágætlega, og eru komnir allt upp í 50—60 lestir þennan stutta tíma sem liðinn er frá verkfallinu. Útlent fisktökuskip, „Diella“, var í gær að lesta fisk í Vest- mannaeyjum til Brasilíu. Hár alrfur í Russíá. London (AP). — Hagstofa Sovétríkjanna hefir skýrt svo frá, samkvæmt úívarpsfregnum frá Moskvu, að í Rússaveldi sé 35,000 manns, sem eru 100 ára ára eða eldri. Því er ennfremur haldið fram, að 1500 af þessum hópi. sé 150 ára eða eldri. Var og sagt, að rússneskir vísindamenn kömiuðu, hver vera mundi helzta ástæðan fyrir langlífi manna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.