Vísir - 10.03.1955, Síða 4
vtsm
Fimmtudagixm 10. marz 1955.
O AUfiLAt)
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
AiKreiösla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm Unur).
Otgefandi: BLAÐAÚTGAFAN Vlsm HJ1
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Stríð og friður.
66
Umbætur á þjóðarmeini,
Framsóknarflokkurinn boðaði til miðstjórnarfundar hér í bæn-
um fyrir fáeinum dögum, og birti Tíminn í gær stjórn-
málayfirlýsingu fundarins. Er hún í mörgum liðum, eins og
vænta mátti, en þó munu menn einkum reka augun í klausu
þá, sem hljóðar á þessa leið: „Aðalfundur miðstjórnar Fram-
sóknarflokksins telur, a£ til þess að ná jafnvægi í framkvæmd-
um, öruggu verðgildi krónunnar, stöðugu verðlagi og réttlátri
skiptingu þjó'ðartekna, sem allt er grundvöllur heilbrigðs
fjármálalífs og framfara, sé nauðsynlegt að nánari samvinnaj
sé höfð milli verkalýðssamtakanna og ríkisvaldsins. Aðalfund-
urinn telur það' þjóðarmein, að ekki eiga, eins og nú standa.
sakir, sæti á Alþingi nægilega margir Framsóknarmenn til að
mynda ríkisstjórn með öðrum umbótasinnuðum fulltrúum vinn-
andi fólks.“ i
Það virðist eiga mjög vel við, að þessi hluti stjórnmálayfir-
lýsingar Framsóknarflokksins sé birtur síðastur, Munu fram-
sóknarmenn hafa viljað hafa einhverja rúsínu í pylsuendanum,
en aðrir hafa fyrir satt, að þeir — hinir miklu menn — skamm-
jst sín hálft í hvoru fyrir sífellda en árangurslitla biðlan til
,,umbótaaflanna“, sem gefa framsóknarliðinu oft talsvert annað
nafn, svo að þeir hafi viljað fela þenna kafla álitsgerðarinnar.
En hvort sem rétt er þá gefur þetta tilefni til ýmissa hug-
leiðinga varðandi framsóknarmenn og allskyns umbótasinna.
Framsóknarmenn halda (því fram, að það sé þjóðarmein, að
flokkur þeirra á ekki fleiri menn á þingi. Varla mun þjóðin
yfirleitt fást til að taka undir þetta, því að hún hefur gert sitt
til að auka þetta þjóðarmein með því að fækka framsóknar-
þingmönnunum. Eru mestar horfur á, að hún viíji bókstaflega
gera þetta þjóðarmein að hreinu þjóðarböli með því að fækka
framsóknarþingmönnum enn, þegar næst gefst tækifæri tíl
þess, og mun enginn maður liggja henni á hálsi fyrir það.
Annars cr framsóknarliðið haldið þeim kvlHa, serrt alniennt
er kallaður vanmetakennd. Það er bersýnilega búið að glata
allri trú á getu sína til að verða verulega stór flokkur, sem
gæti þá tekið að sér stjórn landsins í krafti stærðar sínnar utan
þings og innan. Það setur alla von sína á aðra flokka, .og
klappar sjálfu sér á öxlina með því að kalla sig og hiria vænt-
anlegu bandamenn sína „umbótasinna“. Er nokkur furða, þótt
margir brosi að þessi sérstæðu nafngift?
Og hverjir eru svo umbótamennirnir, sem framsóknarliðið
mænir til? Þar er Alþýðuflokkurinn fremstur í stafróinu.
Hann er haldinn sömu uppdráttarsýkinrii og framsóknarliðið.
Þá kemur frjálsþýðið, sem er samsuða úr ýmsum áttum, og loks
eru svo kommúnistar, sem eru allir úr einni átt eð:a mæna
flestir aðeins í eina átt. Þessu öllu langar framsóknarmaddam-
an til að hella í pottinn sinn, og malla svo umbótavelling af
nýjasta tagi. Skyldi ekki ýmsum verða bumbult af þeirri
blöndu, þótt mörgu sé vanir ýmsu misjöfnu úr íslenzkum
gtjórnmálum?
A undanförnÍHn áruín hafa framsóknarmenn og kratar reynt
ymsar uppskríftir í stjórnmálagrautargerð. Árangurinn hefur
ei.ginlegá alltaf verið sá sami — grauturinn hefur reynzt
eangur, svo að kjósendur hafa ekki getað lagt hann sér til
munns. Þeir hafa fleygt grautnum og gefið kokkunum til-
hlýðilega áminningu. Reyndu þeir Hermann og Hannibal þetta
Til dæmis við síðustu alþingiskosningar, en gafst ekki vel, eins
og menn mun reka minni til.
En framsóknarmenn ýmsir virðast samt eklti uppgefnir. Þá
langar til að reyna enn, og þá langar meira að segja til að
Teyna með kommúnistum, og má þá segja, að þeir vilji mikið
á sig leggja. Þó er kommúnistum skipt til helminga, þegar
talað er um samvinnu við þá. Og það er vitanlega „rétt“ helm-
ingurinn, sem framsóknarmenn vilja fá til liðs við sig? Mun
þó engin trygging fyrir því, að sá helmingur geti hreyft sig
til samvinnu við aðra flokka nema hinn fylgi með.
Mafgir hafa reynt samvinnu við kommúnista, og flestir haft
skaða og skapraun af. En það hafa vitanlega ekki verið fram-
sóknarmenn, sem láta ekki hræðast og eru auðvitað meira
en meðalmenn á flestum sviðum. Þeir telja sig geta læknáð
þjóðarmeinið með aðstoð kommúnista, og reyna það vafalaust, ef
umbótaástin er jafn-heit annars staðar. Þjóðin verður svo að
súpa seyðið af hrossalækningunni og gera sínar ráðstafanir,
þegar næst gefst tækifæri til þess.
Leo Tolstoj: Stríð og frið
ur. I. og II. bindi 1953, III.
og IV. bindi 1954. íslenzkað
hefur Leifur Haraldsson. —
Útgefandi: Menningar- og
fræðslusamband alþýðu —
Reykjavík,
Þar með er komin út á ís-
lenzku ein frægasta skáldsaga
heimsbókmenntanna, og ekki
vonum fyrr, því nú éru liðin
90 ár síðan hún kom fyrst út
í heimalandi sínu, Rússlandi.
Hún hefur verið þýdd á fjöl-
margar þjóð-tungur um víða
veröld, og er enn í dag í flökki
þeirra skáldsagna, sem mest
eru lesnar.
Stríð og friður gerist á ár-
unum 1805—1820. Hún lýsir
lífi aðalsins í Rússlandi, eink-
um Pétursborg og Moskvu,
innrás Napoleons í Rússland
1812, herför hans til Moskvu
og undanhaldi þaðan með leif-
arnar af sigruðum her sínum.
Sagan er tröllaukið afrek
höfundarins, hvernig sem á
hana er litið, það hefur einnig
verið mikið og erfitt verk að
þýða hana, og jafnvel lestur
svo langrar og margþættrar
bókar kostar meira erfiði en
andlegar liðleskjur nenna á
sig að leggja. Frásagnarmáti
Tolstojs er breiður, lygn og
þungur og minnir á hin miklu
fljót heimkynna hans. Sögu-
persónurnar eru mjög margar,
en hver einasta þeirra mótuð
af djúpri mannþekkingu og
slíkum meistarahöndum, að
lesandinn álítur sig gjörþekkja
þetta fólk allt að lestri loknum.
Leo Tolstoj var greifi að
tign. Hann fæddist 28. ágúst
1828, á aðalssetri ættarinnar,
Yasnaya Polyana, í nágrenni
borgarinnar Tula, sem er ekki
langt frá Moskvu. Hann missti
ungur foreldra síha og ólst upp
hjá einum ættingja sinna. •—
Hann fékk góða mennturi. —
Gegndi ungúr að árum her-
þjónustu í Kákasus og skrifaði
að því búnu sína fyrstu skáld-
sög'u, Kósakkana, sem þýdd
hefur verið á íslenzku. Áður
hafði hann þó gefið út bækur,
sem lýsa bernsku hans, og
einnig smásögur frá styrjöld-
,rinni á Krímskaga, þar sem
hann barðist. Eftir* nokkurra
ara búsetu í. Pétursborg og
ferðalög erlendis, settist hann
að á ættaróðali sínu, stofnaði
þar skóla fyrir bændabörn og
tók að gefa út tímarit um upp-
eldismól. Hann gerðist mál-
svari hinna undirokuðu og
lítilsvirtu og snauðu.
Tolstoj kvæntist 1862 og
lifði næstu 20 árin starfsömu og
rólegu lífi á Yasnaya Polyana,
ritaði þá meðal annars tvær
mestu skáldsögur sína.r, Stríð
og frið, sem kom út á árunum
1865—69 og Önnu Karenínu,
sem kom út 1875—76. (Anna
Karenína kom út á ísl. í fjór-
um bindum á vegum Menning-
arsjóðs árin 1941—1944, í þýð-
ingu Magnúsar Ásgeirssonar og
Karls ísfelds).
Upp úr 1880 verður mikil
breyting á ándlegu lífi þessa
skáldajöfurs. Hann afneitar
heiminum og Öllum hans listi-
semdum, yfirgefur jafnvel
konu sína og heimlli, og gerist
siðabótamaður og , andlegur
lcennari, ög vegna frægðar hans
1 sem listamanns barst hin nýja
þrumurödd hans um allan
heim og vakti geysiathygli.
Hann skrifaði mörg skáld-
verk í anda þessarar breyttu
lífsskoðunar, frægast þeirra er
'Kreutzer .sónatan, þar sem
hann ræðst ofsalega á kven-
fólkið og allt hjúskapar og
kynferðislíf. Hann gerði sér
ákaft far um að lifa sjálfur
samkvæmt kenningu sinni. —
Hinir fátæku bændur urðu
fyrirmynd hans, og 228 októ-
ber 1910 gerði hann tilraun til
þess að hverfa inn í nafnlausar
raðir þeirra, samlagast þeim.
En hann veiktist og dó á járn-
brautarstöð einni 7. nóvember.
Ekkja hans dó 4. nóvember
j 1919.
I Leifur Haraldsson, Eyrbekk-
ingur að ætt, hefur þýtt Stríð
og friður á íslenzku, eftir
danskri útgáfu.. Leifur hefur
unnið sitt verk af mikilli prýði,
enda málhagur í bezta lagi og
samvizkusamur..
Guðm. Daníelsson.
m
Morðmanna 7,9
Hinri 14. febrúar lauk vetr-
arsíldveiði Norðmanna og nam
aflinn þá alls 7,9 millj. hl.
Hefur þessi vertið orðið hin
næstbezta, sem komð hefur, ein
hin bezta var á sl. ári og nam
aflinn þá 9,6 millj. hl., en árið
1951 var aflinn 6,7 míllj. hl.
og er það þriðja árið í röðinni.
Af aflanum veiddust um 5
m. hl. í herpinót, 80,000 hl. í
landnætur, en afgangurinn í
reknet.
Gæftir voru ákaflega erfiðar
á vertíðinni og hömluðu mjög
veiðum, en vertíðin hófst ekki
fyrr en um miðjan janúar.
Samkvæmt tilkynningu fiski-
málaskrifstofunnar í Bergen
skiptist aflinn þannig eftir hag_
nýtingu hinn 12. febrúar (en
heildaraflinn var þá orðinn 7,7
m. hl.), að til söltunar höfðu
farið 1,2 m. hl., ísvarið 748,000
hl., til niðursuðu 41,660 hl. og
í bræðslu 5,7 m. hl. Nemur
söltunin nokkru meiru en á
fyrra ári og sömuleiðis hefur
ntíkkru meira verið sett í ís, en
aftur á móti hefur farið um 2,3
m. hl. mimia af síld til bræðslu
og nokkru minna til niðursuðu.
Enda þótt vetrarvertíðinni sé
lokið, er síldveiðum haldið á-
fram og munu þær standa til
loka marzmánaðar. Á fyrra ári
komu á land til marzloka 11,6
m. hl.
(Ægir),
Efth-farandi bréf dags. 7. þ. m.
hcfur Bergmáli borizt Um ásig-
komulag Suðurlandsbrautar:
„Eg hef að undanförnu oft ver-
ið kominn á fremsta hlunn meS
að stinga niður penna um ásig-
komulag Suðurlandsbrautar, en
þetta hefur dregizt úr hömlu,
mcðfram vegna þess, að ég bjóst
við því, að atvinnubilstjórar og
aðrir, sem hrautina aka daglega,
myndu láta til sin heyra. í dag
mun að visu hafa verið hafist
handa um bráðabirgðaviðgerð,
svo að það lcann að þykja full-
scint að stinga niður penna um
þetta, en við nánari athugun tel
ég þó rétt að gera það, ef það
mætti verða til þess að viðgerö
væri ekki látin dragast eins lengi
og að þessu sinni.
Hún er ófær.
Sannleilcurinn er nefmlega sá,
að um þó nokkurn tima hefur
brautin alls ekki verið akandi
fyrir norðan Shellstöðina. Þar
hafa myndast margar liolur, djúp
ar og með skörpum brúnum, og
eru svo þéttar, að ógerlegt var
orðið að þræða fyrir þær. Ekki
tndn þurfa að lýsa því hvernig
svona vegir fara með bílana,
fjaðrir geta brotnað og aðrar
skemmdir orðið, og allt ánnað
en þægilegt fyrir ökumenn og
farþega að sitja i bílunum á
svona braut,
Getur valdið slysuin.
Þá mun það auka allmjög slysa-
hættuna, þegar brautir eru dög-
um og vikum saman í þessu ásig-
komulagi. Holurnar fullar eða
hálffullar af vatni og þeir, sem
ekki aka þarna daglega eiga sér
ekki ills vöri. Ég fullyrði, að á
umræddum kafla liafi verið stór-
hættulegt að aka að undanförnu.
Þannig hefur eklti viðrað að und-
anförnu, að ckki hefði ver-
ið hægt að hefjast handa um við-
gerð fyrr á þessari miklu um-
ferðarhraiit. Að sjálfsögðu eru
aliar gatnaviðgerðir erfiðari að
vetrarlagi en á vorin og sutnrin,
en þegar slíkar liolur myndast
sem á Suðurlandsbrautiuni og
víðar, má viðgerð uridir etigum
kringitmstæðum dragast. Er ég
þess fullviss, að ég mæli fyrir
rtíunn fjölda manna, er ég hvct
eindregið til þess, að betra eftir-
lit verði haft með jtessu en Iting-
að til.
Berurn fram umkvartanir.
Eg þykist þcss og fullviss, að
þeir sem sjá um gatnaviðgerðina,
taki því vel ef menn gera þegar
aðvart itm hættulegar hölur .
götum borgarinnar og nágrenní
hennar. Mér i'innst sannast aö
segja, að þeir sem um viðgerð-
irnar sjá, ættu að auglýsa livert
menn gætu snúið sér með upp-
lýsingar um ltvar brýn þörf cr
bráðabirgðaviðgerðar. -—• 01-
hverfabúi".
Bergntál þakkar þetta bréf og
styður tillögu bréfritarans.
Eg undirri.... óska að gerast áskrifandi Visis.
Na£n ...............................................
Heunilx ........ -
Mánaðargjald kr. 15,00.
Sendið afgr. blaðsins þenna miða útxyútan éða
hringið í síma 1660 og tijkymiið nafn og heinúlisiang. |