Vísir - 28.03.1955, Blaðsíða 4

Vísir - 28.03.1955, Blaðsíða 4
< 8« VÍSIE Mánudaginn 28. marz 1955 WISIR / D A G B L A Ð i Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. AfgreiSsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Samningar í Hafnarfirði. Um það bil sem verkfallið var að hefjast hér í Reykjavík, vildu kommúnistar og kratar í bæjarstjórn láta bæinn semja án tafar við verkalýðsfélögin, ganga að öllum kröfum þeirra. Kommúnistar og kratar, sem þessu máli hreyfðu, voru þá eðli- lega að því spurðir, hvort bæjarstjórn Hafnarfjarðar væri til dæmis búin að semja á þenna hátt, því að þar er samsteypu- stjórn krata og kommúnista, og var þá upplýst, að engir samn- ingar höfðu verið gerðir þar syðra. Varð því heldur minna úr þessu höggi gegn bæjarstjórninni hér, en til hafði verið ætlazt. Síðan hefur það þó gerzt, að bæjarstjórn Hafnarfjarðar og fyrirtæki bæjarins hafa gengið að öllum kröfum verkamanna- félagsins Hlífar og einhver önnur fyrirtæki að auki. Verður þó ekki annað sagt en að þetta hafi tekið nokkurn tíma, þar sem meira en vika leið frá upphafi vinnustöðvunarinnar, þar til samningar voru loks undirritaðir þar syðra. Er ekki hægt að dæma það á annan veg en að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi þybbazt við í lengstu lög, og varla hefur hún gert það af annarri ástæðu en þeirri, að hún teldi kröfurnar svo háar, að ekki væri hægt að ganga að þeim, án þess að bjóða heim stórfelldum taprekstri, sem hún vill að sjálfsögðu forðast eftir meghi, þótt hjá honum verið ekki alltaf komizt. Annað sannar það einnig, að kommúnistum og krötum í Hafnarfirði hafi þótt kröfurnar óaðgengilegar, enda þótt þeir hafi verið knúði'r til að fallast á þær. Það er, að í samningnum er ekki gert ráð fyrir, að þetta kaupgjald, sem nú hefur verið aamþykkt, verði greitt til frambúðar. Það verður aðeins greitt, þar til samið verður um annað lægra. Er varla hægt að fá betri sannanir fyrir því, að kommúnistar og kratar, foringjar verkfallsmanna, gera sér grein fyrir þvi, að þeir hafa spennt bogann alltof hátt, enda þótt þeir tali mikið um það, að kröf- urnar sé sanngjarnar og atvinnuvegirnir geti vel borið nýjar byrðar. Rennur þá enn ein stoð undir það, sem haldið hefur verið hér í blaðinu og víðar, að ekki sé efnt til þessarra kaupdeilna til að bæta hag verkalýðsins, heldur til þess að skapa glundroða og upplausn í þjóðfélaginu, er mundi verða vatn á myllu kommúnista. Og-svo er eymd krata mikil, að þeir þora ekki annað en að dansa með, og þannig hjálpa þeim kommúnistum til að koma ár sinni fyrir borð á þann hátt, sem þeir óska helzt. Önnur sönnun fyrir þessu er það, að kratar eru nú alveg hættir að tala um nauðsynina á verðlækkunarleiðinni, og töldu þeir hana þó eina raunveruléga bargráðið, áður en verkfallið hófst. í vikulokin gaf Ólafur Thors forsætisráðberra skýrslu um það á Alþingi, hversu mjög útgjöld ríkissjóðs mundu hækka, <ef um grunnkaupshækkanir yrði að ræða, eins og kommúnistar berjast nú eins og óðir fyrir — með aðstoð „verðlækkunarpost- ulanna“ í Alþýðuflokknum, Ef um 7 % grunnkaupshækkun yrði «ð ræða, mundi það tákna hvorki meira né minna en yfir 20 milljóna ltróna aukin útgjöld ríkissjóðs, og vitanlega mundu .þau aukast jafnt og þétt, ef um enn meiri grunnkaupshækkun yrði að ræða. Tók hann sem dæmi, að ef um 26% kauphækk- anir yrði að ræða, mundu útgjöld ríkissjóðs aukast um næstum 80 milljónir króna á þessu ári, og væri þó aðeins gert ráð fyrir, að vísitalan hækkaði um 15 stig. Og það liggur í augum uppi, að rikissjóður gæti ekki greitt þessar auknu byrðar nema með því að taka féð af þegnunum með auknum sköttum og tollum. Þar við bætist, að kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags mun þá hefjast með sama hætti og menn fengu að kynnast ekki alls fyrir löngu, unz svo var komið, allt var komið í strand, og ekki lengur hægt að komast hjá gengisbreytingu. í slíku kapp- hlaupi verða launamennirnir ævinlega í þeim hópi, sem fyrir xnestu tjóni verður. Þeir standa berskjaldaðir, er svo verður komið. Þetta vita menn hér á landi, ef þeir vilja rifja það upp, sem .gerðist fyrir fáeinum árum. Þetta vita kommúnistar líka, og það er þess vegna, sem þeir vilja, að stefnt verði í voðann. Þeir vilja, að allt komist í vandræði, svo að þeir geti uppskorið á Ækri óánægjunnar og eymdarinnar. Almenningur á að sjá við. þeim og neita að fára þær leiðir, sem þeir vilja. Þær stefna til Jpfarnaðar. 3Minningarorð : Jón Magnússon. Hann andaðist að heimili sinu hér í Reykjavík hinn 19. þ. m. á 91. aldursári og fer útför hans fram í dag frá dómkirkjunni. Jón var fæddur að Syðra- Langholti hinn 17. júní 1864. Foreldrar hans voru þau Magn- ús Magnússon, bóndi þar, og köna hans Katrín Jónsdóttir frá Kópsvatni. Móðir Jóns lézt veturinn 1881, aðeins 47 ára að aldri, frá stórum barnahóp, og bæði ve'gna þess missis og af- leiðinga frostavetursins mikla brá Magnús skjótlega búi og tvístraðist barnahópurinn í ýmsar áttir. Árið 1893 innritaöist Jón í búnaðarskólann í Ólafsdal og lauk þar námi á tveim árum. Árið 1903 keypti Jón Suður- Reyki í Mosfellssveit og hinn 31. maí sama ár gekk hann að eiga Ingbjörgu dóttur Sigurðai Oddssonar, er síðast bjó í Gufu- nesi, og hófu þau búskap s Reykjum. Árið 1907 fluttu þau til Krýsuvíkur og ráku þar um- fangsmikinn búskap til ársns 1914 að þau fluttust hingað til Reykjavíkur og dvöldu hér æ síðan. En konu sína misti Jón fyrir fjórum árum. Heimili þeirra bjóna var jafnan rómað fyrir gestrisni og góðvild. Nutu þess margir alla tíð, ekki sízt meðan þau bjuggu í hinni afskekktu Krýsuvík, en þangað mátti heita, á þeim ár- um, stöðugur straumur ferða- manna, bæði innlendra og er- lendra, Að Krýsuvík kom marg- ur þreyttur og þurfandj um klungur og vegleysur. Þessa heimilis er líka getið í ófáum erlendum ferðabókum og jafn- an landi og þjóð til sóma. Hér er miklum mannkosta- mamii á bak að sjá. Hvar sem hann bjó naut hann vinsælda og trausts samferðamanna sinnna. Bær; vanda að höndum var oft fyrst til hans leitað. Menn vissu” að hann var bæði hygginn og hollráður. Sýslunefndarstörf og þess háttar má jafnan telja, en beztu verkin vinna menn oft í kyrrþei. Það var næstum því sérgrein Jóns að kveða niður deilur og éfla frið manna á milli. SjáKur var hann líka friðsamur, meðan sætt var, en væri hann neyddur út í deilur, þá gat hann að sama. skapi ver- ið skriðþungur og manna ólik- legastur til að láta sinn hlut með réttan málstað í höndum. Jón var mikill áhugamaður um framfarir í landbúnaði og ritaði mikið um þau mál á sínum tíma, ekki sízt um bætta með- ferð húsdýra. Með röð af blaða- greinum og áhrifum á ýmsa forvígismenn hratt hann af stað þeirrj hreyfingu er síðar leiddi til þess að Alþingi bauð með lögum, að imileidd skyldu skot- vopn við slálrun búfjár í lanct- inu. — Jón hafði jafnan bi-enn- andi áhuga - fyrir batnandi heimi og aukinni mamiúð bæði við menn og málleysingja. — í heimilislífi sínu var hann ham- ingjusamur, og heima undi hann sér jafnan bezt -hjá sinni góðu og heimilisræknu konu, meðan hennar naut við; og í hópi mannvænlegra og vel menntra barna, sem hann reyndist ó- venjulega umhyggjusamur fað- ir, meðan kraftar entust, enda uppskar hann líka umhyggju þeirra á elliárunum, svo að ekki varð á betra kosið. Jón Magnússon dó ekki úr neinum sjúkdómi; hann sofnaði bara rólegur inn í þá eilifð, sem í huga hans var alla tíð jafn raunveruleg og lífið hérna megin grafar. Jón Pjetursson. ur að berjast gegn spillingar- öflunum innan Marxismans o£ hætta allri sáttfýsi og frjáls- lyndi gagnvart þeim öflum.“ Tímaritið hyllti ákvörðun miðstjórnai'innar og æðsta ráðs- ins um það,. að leggja bæri. megináherzlu á framleiðslu þungaiðnaðarha?. Það bað einnig afsökunar á útgefanda sínum, Hagstofu Sovétríkjanna, sem ekki hafði verið nógu viðbragðsfljót að semja sig eftir gagnrýninni„ sem beint var gegn henni. Tölublaðið, sem þessi grein. birtist í, var 1. tbl. 1955, sem, venjulega kemur út í janúar. Það fór í pressuna 22. febr. og var borið út til áskrifenda 12. marz. Næsta tölublað á undan, nr. 12. 1954, fór í pressuna 15. des. Grein Vekua kom í 9. tbl* 1954 og birtist í sept. sl. (N.-Y. Times). Rússnesfct hagfræðitímarit skiptir um skoðun. ekki úí í 2 máituði, meðan það aílitiíjafti -.Iiæ^rí viilii" sín^. Moskvutímarit eitt, sem eklvi hafði sézt í bókabúðargluggum í tvo máixuði, konx nýlega > sýningargluggana á ný og af- sakaði, að þaS hefði ekki komið út, með því, að 'það hefði birt grein um efnahagsmál, þar sem höfundurinn hefði gert sig sek- an um hægrivillu. Utgáfuráð tímaritsins, Vop- rosi Ekonomiki (spurningar um efnahagsmál) viðurkenndi, að gagnrýni sú, sem talsmenn kommúnistaflokksins hefðu beint gegn því, væri hárrétt, og að greinin, sem tímaritið hefði birt, hefði haft inni að halda margar „alvaidegar villur, stjórnmálalegs og fræðilegs eðlis“. Greinin, sem rituð var af hagfræðingi, I. Vekua að nafni, var ein þeirra, sem flokksstjórn in boðaði í janúarmánuði, þegar lýst var yfir, að nauðsyn bæri til að leggja áherzlu á þunga- iðnaðiinn í þróun Sovétx-ikjanna. Ágreiningurinn um það, hvort leggja ætti meiri' áherzlu á þungaiðnaðinn eða fram- leiðslu neyzluvara, var eitt af því, sem Malenkov minntist á í bréfi sínu, þegar hann sagði af sér forsætisráðherraembætt- inu 8. febrúar sl. Áróðurinn fyri-r aukinni framleiðslu þungaiðnaðar hófst með ristjórnargrein í Pravda 21. desember 1954. Næsta grein um þetta efni, eftir ritstjórann, Dmitri T. Sheplov, birtist 24. jan. sl. Hann talað um „spilling- aröfl Marxismans“, sem væru að reyna að breyta línu komm- únistaflokksins og ynnu að því að auka framleiðslu neyzluvara á kostnað þungaiðnaðarins. Meðal þeirra, sem Shepilov nefndi, var tímaritið Voprosov Ekonomiki, sem nú hefir viður- kennt villu sína. Útgáfuráði þess hefir ekki verið breytt, þrátt fyrir gagn- rýnina. Ei að síður stóð eftirfarandi í nýútkominni ritstjómargrein: „Ritnefndin verður að endur- skipuleggja starí' sitt. Hún v.erð- Kona i Túnunum skrifar Berg- niáli um barnaleikvöllinn á horni Nóatúns og Miðtúns, Segir liún á þessa leið: „Nú fer að vora og búast má við að börnin vilji fara að stunda barnaleikvellina, sem. þau gera minna vetrarmánuðina, að minnsta kosti rainni börnin. Hérna hjá okkur er ieikvöllur, Sem út af fyrir sig er ágætur. eí: hann væri bara girtur. Undanl'ar- ið hefur hann verið héldur illit útlitandi vegna þess að margir pollar hafa verið á honum og svo er strætisvagnastoppistöð hjá hoii Vantar girðingxt. Vegna þess að völlurinn hefiif ekki enn verið girtur er ekki gott: að vita, hvár cndamörk hans eru, en úr þessu þyrfti fljótlega að bæta að minnsta kosti fvrir vor- ið. Þótt þarna sé strætisvagna- stöð rétt við, kæmi það ekki að neinni sök, ef kominn væri stein- veggur urn völlinn. Þarna eru róiur og annað, sem börnin geta skemmt sér við. Og fyrir utarr það að girða •völlinn þyrfti ekki. annað en að bera ofan í verstu holurnar, þá væri þessi völlttr á- gætur og ltæmi vel íbúum í ná- grenninu. Ég vildi óska að gerfi yrði gangskör að því að laga þenna leikvöll hið fy.rsta.“ Berg- mál þakkar konunni bréfið og kenuir þvi hér tneð á fr'amfæri. Væru sfcrkkjur heppilegri? Þá liggur hér fyrir annað bréi', sem kemur með nýstárlega lnig- myntl: „Það var á sínunr tirna rætt um fermingarskikkjur i Bergmóli og nú hafa þær álmennt verið tcknar upp, hvort sem þakka má skr-ifum Bergmáls eða. öðru. En nrér varð liugsáð til þess ara skikkja unr daginn, er ég var settur í vanda vegna fataleysis. Svo var mál með vexti, að ég var beðinn um það að bera k'istu við jarðárför. Nú var ætlast til þess að þeir, sem gerðu þetta, væru i kjólfötum. Slikan búning lrafði ég aldrei eignast og voru nú góð ráð dýr. Svartar skikjur. Þá var það, sem mér datt í lutg,, hVórt ekki væri heppilegast að kirkjurnar ættu til svartar skikkj- ur, senr notaðar vteru einungis við slík tækifæri. Það væri mjög smekklegt og viðeigandi og leysti iika þann vanda, að menn værú misjafnlega búnir við slíkar at- liafnir. Eg vildi gera það að til- lögu niinni að þetta yrði tekið tií. athugunar, .cuda virðist svijrað giidaú þessu efni og þegar lrorf- ið var að þvi. ráði að fcnua í sér<

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.