Vísir - 28.03.1955, Blaðsíða 5

Vísir - 28.03.1955, Blaðsíða 5
Mánudaginn 28. marz 1955 VÍSIR I Sjötugur: Pétur Þ.J. Gunnarsson síórk aupinaðnr. í dag á sjötugsafmæli Pétur Þ.! J. Gunnarsson stórkaupmaður. Hann er fæddur hér í Reykjavík og hér í bænum hefur starfsvett- vangur hans verið. Foreldrar Péturs voru þau hjónin Gunnar skósmiSur Björns- son og Þorbjörg Pétursdóttir, frá Gufuskáluni. .4 fyrstu uppvaxtar- árum Péturs var Reykjavík smá- bær og afkomuskilyrSi al-lt önn- ur en nú, og þá urðu fátækir og fápmiklir drengir snemma aðtaka til liö.ndunum, og. vera stoð og stytta. foreldrúm og yngri systk- inum. Það varð og liiutskipti Pét- urs Gunnarssonar. Með óbilandi kjárki og glaðlyndi sigraðist hann á ótal erfiðléikum. sívinn- andi frá blautu barnsbeini að kaila, en. þegar á fyrstu unglings- árum tók hann til að níennta sig af kappi í frístundunum, og fékk hann þegar á þeim árum áhuga fyrir franskri tungu og menningu, og ásetti sér að komast scm fyrst niður j talmáiinu. Hann notaði hvert tækifæri, sem gafst til þess að tala við franska skútumenn, sem hér voru þá tiðir gestir, og franska sjóliða. Síðar stofnaði hann Alliance Franeaise og hefur frá uppiiafi setið í stjórn þessa félags og um mörg ár verið for- xnaður þess, og hefur það starf hans verið metið að verðleikum af rílustjórnum Frakklands 03 sendiherrum þess hér. Störf P. Þ. J. Gunnarssónar hafa verið svo víðtæk og unnin i þágu svo margra fyrirtækja og stofnana, að énginn kostur er þe’ss að rekja þau öil í stuttri afmælis- grein. Hann var aðalgjaldkeri Slippfélagsins 1907—1909 og cnd- urskoðandi þess síðar, en endur- skoðunarstarf hefr hann haft með; höndum fyrir vcrzlunarfyrirtæk' hér og aðrar stofnanir svo tugum skiptir. Hann var í stjórn KFUM og aðalgjaldkeri í 23 ár og for- maður skólanefndar Kvöldskóla félagsins frá sfofnun hans 1921, stofnaði Landsijörnuna sem smá- söluverzlun, en rak hana síðar sem lieildverziun og gerir enn í| dag, var mcðstofnandi Xýja Bíós og stofnandi fyrsta • Rifreiðafé- lagsins á íslaudi, meðeigandi i Félagsprentsmiðjunni um langt árabil og formaður félagsstjórn- arinnar, átti mikinn cða mestan þátt í stofnun „Heyrnar]ijálpar“, var umboðsmaður Jiér á landi fyrir samtryggingu franskra fisk- veiðjskipa og margt fleira. Pétur Þ. .T. Gtmnarsson hefur, eins og sjá má af því, sem hér liefur verið drepið á, látið tii sín ,ijaka á mörgum 'sviðum, haft mörg og merk áhugamál og unn- ið að þeim af seiglu og kappi og átt mikið samstarf við menn og stofnanir i þpsum bæ, sem á langri starfsævi hans hefur. orð- ið stórborg á islenzkan mæli- kvarða. Ilann hefiir nú í meira en 7 mánuði legið rúmfastur, vegna illk-ynjaðrar gigtveiki, en er nú á batavegi. Munu margir vinir hans og kunningjar senda lionum hlýj- ar óskir á þessum degi. A. Th. •••• Framii. aí 1. síðu. Umieitanir stjórnar Loftleiða h..f. Afstaða' Loftleiða h.f. <;r áð því leyti erfiðari en allra' ann- arra íslenzkra fyrirtækja, að viðskipti félagsins eru að veru- legu leyti á erlendum markaði og honum gersamiega háð. Mik ið erfiði hefir verið lagt í að vinna upp slíka markaði, bæði í Vesturheimi og á meginlandi Evmópu og miklu fjármagni til þess varið á okkar mælikvarða. Glatist þessir markaðir vegna stö'ðvunar á rekstri félagsins, verður að byggja allt að nýju upp frá grunni, en öll önnur ís- lenzk félög sitja að sínu, t. d. Flugfélag íslands h.f., sem hefir sérleyfi á innlendum ílugleið- um. Hrun markaða Loftleiða h.f. væri keppinautunum kærkom- ið, en óbætanlegt íslenzkri flug- þróun og þjóðinni í heild. Vii'ð- ist utanlandsflug félagsins engin áhrif geta haft á gang og úrslit kjaradeilna þeirra, sem nú eru uppi með þjóðinni, ef engin þjónusta væri innt af hendi hér á landi af háifu félagsins, svo sem gera mátti ráð fyrir. Til þess að reyna að afstýra hruni hinna erlendu markaða, náði stjórn Loftleiða h.f. sam- komulagi við forráðamenn og samninganefndir F.Í.A. og Flugvirkjafélagsins, um að á- hafnirnar skyldu starfa áfram, enda skyldu væntanlegir kaup- og kjarasamningar verka aftur fyrir sig, svo sem ávalt hefir verið ráð fyrir gert. Með því hins vegar að bæði F.Í.A. og Flugvirkjafélag ís- lands eru meðlimir í Alþýðu- sambandi íslands, verða slíkir samningar ekki gerðir, nenia með samþykki stjórnar A.S.Í. Fór stjórn Loftleiða, ásamt of- angreindum forráðamönum og samninganefndum F.Í.A. og Flugvirkjafélags íslands á fund fulltrúa A.S.Í. og verkfalls- nefndar s.l. fimmtudag og fóru þess á lejt að áhafnirnar mættu starfa og að Loftleiðir h.f. fengju afgi'eitt benzín til flug véla sinna. Var sú málaleitun studd af fulltrúum F.Í.A. og Flugvirkjaféjagsins á fundin- um„ en engin endanleg ákvörð- un var tekin, með því að leita þurfti samþykkis Dagsbrúnar og verkfallsnefndarinnar. Synj- un þessara aðila bai'st stjórn Loftleiða h.f. aðfaranótt föstu- dags. Sakirnar standa því þannig: Stjórn og starfslið Loftleiða h.f. vilja skjóta samningunum á frest og halda uppi flugi til þess a'ð bjarga erlendum mörk uðum félagsins og' efla þá, en fluginu verður ekki uppi hald,- ið, með því, að synjað er um af- greiðslu á benzíni. Loftleiðir h.f. í verða, vegna gildandi millirikja- samninga, að fljúga um ísland, og félagið getur ekki flogið á öðrum leiðum. Verkfallið bitn- ar þyngra á félaginu en nokkx'- um öðrum aðila, þótt öllum séí það til tjóns. Þjóðin harman þetta. Vinsældir þær, sem Loft.- leiðir h.f. hefir notið, og öll fyr* irgreiðsla af oppinberri hálfu og almennings, ætti að spá góða um farsæla lausn þessa vanda-» máls. j Stjórn Loftleiða h.f. ( Húsmæðraféi. Reykjavíkur heldur AÐALFUND sinn þriðjudaginn 29. þ.m. í Borgar- túni 7 kl. 8,30 e.h. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ýms áríðandi mál. Konur verða að mæta vel og stundvíslega. STJÓRNIN. í .. Verðskrá yfir trjápiöntur frá Skógrækt ríkisins vorið 1955. Skógarplöntur: Birki 3/0 ............ pr. 1000 stk. kr. Birki 2/2 ............. — —------------- Skógarfura 3/0 — — — Skógarfura 2/2 — —- — —- Rauðgreni 2/2 ........... — — — — Lerki 2/2 .............— —-------------- Garðplöntur: Birki úrval Vz m og yfir . . . Birki óvalið 40 til 75 sm. . Birki í limgerði undir 40 cm. Reynir úrval 60 cm. og yfir . Reynir I. fl. 40 til 60 cm. . Reynir II. fl. 25 til 40 cm. . Lerki ...................... Sitkagi'eni ................ 500.00 1,000.00 300.00 600.00 1.200.00 1.200.00 Rauðgreni .... Alaskaösp .... Þingvíðir .... Gulvíðdr .... Skógarfura 2/2 pr. stk. kr. 15.00 — — — 8.00 — — — 3.00 — — — 15.00 — -------8.00 — — — 4.00 — ------- 10.00 — — — 10.00 — ----------8.00 — —- — 4.00 — ---------3,00 — 3.00 — ------- 1.00 Skriflegar pantanir sendist fyrir 20. april Skógrækt ríkisins, Grettisgötu 8 eða einhverjum skógarvarðanna: Daníel Kristjánssyni, Hreðavatni, Borgarfirði, Sigurði Jónassyni, Laugabrekku, Skagafirði, ísleifi Sumarliðasyni, Vöglum, S.-Þing., Guttormi Pálssyni, Hallormsstað, Garð- ari Jónssyni, Tumastö'ðum, Fljótshlið. Skógarfélögin taka einnig á móti pöntunum á trjáplönt- um og sjáflest um dreifingu þeirra til einstaklinga á félags- svæðum sínum. Pantanir, sem berast eftir 20. apríl verða ekki teknar til greina. Harmsaga - hetjusaga: ©F SEIMT Eftir Hobert Fetcosi Scott. við, en framundan virðist landið vera á fótinn. Að öðru íey-ti er ekki hægt að segja annað en að umhverfið sé jafnsviplaust og undanfarna daga. Guð minn góður, þetta er nógu andstyggilegur og ægi- Jegur staður, þótt það þurfi ekki að bætast ofan á, að við* bíðum ósigur, þegar vi'ð erum stökum fermingarskikícjum. F.g held lilca að það myndi setja rmiklu liátíðiegri blæ yfir jarðar- förina, ef þeir, sem bæru kistu lir eða i kirkju, væru allir klædd- ir svörtum skikkjum. Hvað finnst mönnum um tillögu mína?“ — Bréfið er ekki lengra, en þar sem hugmyndin er eftirtektarverð vonast ég til að fleiri láti álit sitt í Jjós um þetta mái. — kr, búnir að erfiða þetta. Jæja, •það' er þó betra en ekki að hafa komizt hingað og ef til vill verður vindáttin hagstæð á morgun...... Fimmtudagur 18. janúar. — Þegar ég var búinn að fara yf- ir alla útreikninga okkar komst ég að þeirri niðurstöðu, að við mundum vera 5,6 km. frá pólnum. — Bowers sá tjald eða vörðu, sem virðist vera um þær slóðir. Við erum komnir að tjaldinu, sem er 3,2 km. frá tjaldstað okkar og því 2,4 km. frá póln- um. í því fundum við miða, sem skýrði okkur frá því, að eftirtaldir Norðmenn hefði ver. ið þar: Ronald Amundsen, Olav Olavson Bjaaland. Hilmer Hanssen. Sverre H. Hassel. Óscar Wisting. 16. desember 1911. Tjaldið var gott og vandað og með aðeihs einni súlu. Eg' geymi miða frá Amundsen, þar sem hann biður mig að koma bréfi til Hákonar konungs. Ég skildi eftir miða, þar sem ég gat þess, að ég hefði komið í tjaldið með förunautum mínum. Bowers tekur myndir, en Wilson teiknar. Síðan á há- degi höfum við gengið tæpa 10 km. í suðsuðaustur eftir áttavitanum (þ. e. í norðurátt). Þegar við tókum sólarhæðina um hádegi reiknaðist okkur, að við værum 800—1200 metra frá pólnum. Við reistum vörðu, settum brezka fánann á stöng og tókuiíi mynd af okkur, Gkk- ur kólnaði við þetta. Rúmlega hálfan kílómetra fyrir sunnan okkur komum við auga á gamlan sleðameið, sem stungið var niður í fönnina. Við tókum hann traustataki og' notuðum hann fyrir siglutilé á sleða okkar. Ég býst við, að meiður- inn hafi .átt að sýna staðinn, sem Norðmenn töldu vera pól- inn samkvæmt útreikningum sínum. (Hæð 9500 fet). Var ritað á bréfmiða, sem var fest- ur við meiðinn, að tjaldið væri í 3,2 km. fjarlægð. Wilson geymir þenna miða. Það er enginn vafi á því að þeir, sem voru þarna á undan okkur, gengu úr skúgga um það, að rétt væri að öllu farið. Ég held, að póllinn sé í urn það bil 9500 feta hæð yfir sjávarfleti og er það einkennilegt, þar sem við vorum í 10,500 feta hæð á 88° breiddarbaug. Við festum brezka fánann á stöng á þeirn stað, sem við töldum, að væri póllinn. Ég foýst við; að Norðmenn hafi komið til pólsins 15. desember og farið aftur tveim dögum, síðar, eða verið öllu fyrr á ferðinni en ég taldi hentugast. Hafði ég látið svo ummælt í London, að ég teldi bezt a'ð vera á pólnum 22. desember,. Jæja, við höfum nú snúið baki; við takmarki okkar og fram- undan er tæplega 1300 km. leið. — Við verðum að horfast í augu við veruleikann! Miðvikudagur 24. janúar. —• Horfur fara að verða all- ískyggilegar. í dögun var and- vari, en eftir því, sem á dag- inn leið, hvessti jafnt og þétt, svo að komið var ofsarok urn hádegið og við neyddumst ti£ að tjalda bg skríða I svefn-» pokana aftur. Gangan var erfið* en við komumst þó rúmlega 11 kílómetra.... Kl. 12,30 skein sólin svo í augun, að okkur reyndist ógerningur að sjá slóðina og neyddumst því til að láta staðar numið. Veðrið var þá orðið hamslaust og okk- Framh, ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.