Vísir - 29.03.1955, Qupperneq 4
VÍSIR
Þriðjudaginn 29. marz 1955
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Vii sama heygar&shornii.
T Tum helgina ræddu blöð kommúnista og krata nokkuð um
flugfélagið Loftleiðir og starfsemi þess, en aðstaða þess er
þannig, að stöðvun starfrækslu þess kemur miklu verr niður á
því en stöðvun annarra íslenzkra fyrii'tækja, þar að það byggir
tilveru sína á erlendum markaði og þjónustu. Keppinautar þess
eru margir og öflugir, og sumir ekki vandir að meðulum, þegar
hnekkja þarf samkeppninni af hálfu Loftleiða, svo sem alþjóð
er kunnugt, og verður ekki sízt að hafa þetta í huga, þegar
þ>að er athugað, hver bagi fyrirtækinu er að vinnustöðvun.
Blöð kommúnista og krata eru mjög sammála i frásögnum
sínum af samningum þeim, sem Loftleiðir hafa reynt að ná til
þess að starfsemi félagsins leggist ekki niður um langt skeið, en
slíkt gæti valdið svo miklu tjóni, að félagið fengi ekki undir
því risið. Segja bæði Þjóðviljinn og Alþýðublaðið, að ríkis-
stjórnin hafi skorizt í leikinn og komið í veg fyrir, að Loft-
leiðir semdu við þá aðila, sem stöðvun valda hjá félaginu nú.
Hafi ríkisstjórnin kúgað félagifT til að hætta við að semja við
verkfallsmenn, er hafi verið fúsir til samninga.
I|pr hefur vitanlega verið hallað réttu máli, og hefur stjórn
Loftleiða þar af leiðandi gefið út yfirlýsingu, þar sem sagt er
.greinilega frá gangi þessarra mála, og var hún birt hér í blað-
inu í gær. Þar kemur það greinilega fram, að það var engan
veginn af völdum stjórnar Loftleiða, ríkisstjórnarinnar eða
neins þess aðila, sem kommúnistar og kratar vilja ófrægja, að
•ekki varð af samningum. Málið valt endanlega á þeim, sem
verkfallinu stjórna, og það voru þeir, sem um síðir komu í veg
fyrir, að félagið gæti hafið starfsemi á nýjan leik. Eru því
frásagnir blaða kommúnista og krata röng í því atriði, sem
mestu máli skiptir, og er það raunar ekki ný bóla, að þeir
©ðilar halli réttu máli.
En fróðlegt væri að vita, hvernig á því stendur, að blöð
þessarra manna skuli ganga svo gersamlega í berhögg við sann-
leikann af þessu máli. Væntanlega gera þau sér grein fyrir því,
að ekkert er auðveldara en að reka þessi ummæli ofan í þau,
eins og stjórn Loftleiða gerir einnig í tilkynningu sinni. Þetta
getur þá ekki stafað af öðru en því, að þessi blöð grípa til
allra hugsanlegra ráða til að fegra málstað sinn, og þá eru
osannindin oft handhæg, þótt þau komi þeim í koll, sem þeim
þeita, ejns og hér hefur sannazt.
Það er annars alvarlegast í þessu máli, að verkfállsstjórnin
hefur beinlínis gengið í lið með þeim erlendu aðilum, sem gert
bafa og gera munu allt, sem þeim er mögulegt til að sigra Loft-
leiðir og leggja félagið að velli. Það fer ekki mikið fyrir hinni
„þjóðlegu" baráttu kommúnista, þegar þeir hegða sér þannig,
en kratavesalingarnir þora ekki annað en að hanga aftan í
þeim og virffast ekki gera neina tilraun til að hindra óhappa-
verkin.
Merkilegt mannúðarfélag.
TTér á landi eru starfandi mörg félög, sem hafa ýmiskonar
mannúðarmál á stefnuskrá sinni, og hafa hin elztu þeirra
unnið mikið og þarft starf á undangengnum áratugum. Félög
þessi hafa að sjálfsögðu leitáð til almennings og hann hefur
jafnan brugðizt vel við og veitt drengilegan stuðning, enda
vinna þessi félög í þágu alls almennings. Mörg þeirra hafa
sett markið hátt og tekizt með dugnaði forvígismannanna að
ná því á skömmum tíma.
Fyrir skemmstu var enn einu slíku félagi hleypt af stokk-
unum, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, og þótt það eigi ekki
langan starfsferil að baki, hefur það samt búið svo í haginn,
tað það mun hefjast handa um framkvæmdir í þágu hugðarefnis
síns á þessu ári. Undirbúningurinn var raunar hafinn áður,
þegar félagið fékk því framgengt, að eldspitur eru seldar
:með nokkru álagi til ágóða fyrir starfsemi þess. Hefur þetta
gefið félaginu svo drjúgar tekjur, að það mun nú ráffast í að
Loma upp sumardvalarheimili fyrir fötluð börn. Er það gleði-
legt fyrir forvígismenn félagsins að sjá drauma sína byrja að
xætast svo snemma, og fyrir almenning að sjá ávöxtinn af
Jþeim tíu aurum, sem lagðar eru á hvern eldspítustokk,
UngKngum verði ekki fal-
in stjórn dráttarvéia.
Erlendis er kraf izt prófs tfl
aksturs slikra tækja.
Alþingi hefur nú afgreitt
frumvarp til laga um breyting-
ar á bifreiðalögunum, en sam-
kvæmt breytingunni, er áður
hefur verið gerð grein fyrir hér
í blaðinu, þarf nú 15 ára aldur
til þess að fá réttindi til að
aka svonefndum „skellinöðr.
um“.
Væntanleg er sérstök reglu-
gerð á grundvelli hinna nýju
lagaákvæða. Hafa menn séð
fyrir hætturnar, sem af því
kunna að stafa, ef réttindi eru
ekki bundin við aldurstak-
mark, og eins af því, ef ekki eru
ákvæði um kunnáttu og þjálfun
í meðferð þessara farartækja.
Við umræðurnar kom fram, að
einnig sé nauðsynlegt að setja
reglur um akstur dráttarvéla,
en það mun alltítt, að jafnvel
12 ára böm og yngri séu látn
fara með dráttarvélar í sveitum,
en þeim fjölgar þar ár frá ári,
og alvarleg slys hafa orðið, er
böm og unglingar fóru með
slíkar vinnuvélar.
í framhaldsgrein í Frey, sem
nefnist „Varist slysin“, kveður
Þórður Runólfsson svo að orði,
og leyfir Vísir sér að birta hér
kafla, sem nefnist:
Börn við akstur
dráttarvéla.
„Þá kem ég að atriðinu börn
við akstur dráttarvéla. — Ná-
grannaþjóðir okkur hafa allar
sett lög um vinnu barna og
unglinga, og í þeim er bann við
því, að unglingar séu látnir
vinna viss hættuleg störf, en
til slíkra starfa telst akstur
dráttarvéla, svo unglingunum
undir 16 ára aldri er ekki leyft
að vinna þetta verk. Bann þetta
á þó einungis við launað starfs-
fólk, en e.kki börn vinnuveit-
anda. Ég tel ekki afsakanlegt,
að maður láti barn sitt vinna
verk, sem talið er það hættu-
legt, að honum leyfist ekki að
fela það öðru barni, sem er í
þjónustu hans og þiggur laun
fyrir. (Leturbr. Vísis).
Til þess að aka á vegum úti
er þess krafizt í nágrannalönd-
unum, að ökumaður hafi lokið
prófi í akstri dráttarvéla og
hafi skírteinj sem sanni það. Þó
er þessa ekki krafizt við akstur
stuttra vegalengda til og frá
vinnustað. Sá, sem öðlazt getur
slíkt ökuskírteini, má ekki vera
yngri en 17 ára, en í vissum
tilfellum er hægt að fá undan-
þágu fyrir 15 ára unglinga.
Með reglum þessum er því
slegið föstu, að unglingar séu
ekki orðnir nægilega þroskaðir
til þess að hægt sé að trúa þeim
fyrir akstri dráttarvéla fyrr en
þeir hafa náð 15 til 16 ái-a aldri.
Ekki tel ég nokkurn vafa á því,
að 15 til 16 ára unglingur getur
verið fullt eins góður ökumað-
ur og eldri persóna, en þó því
aðeins, að hann sé aðgætinn og
hafi hlotið fullkomna tilsögn í
akstrí vélarinnar og að honum
hafi til hlítar verið bent á þær
hættur, sem starfinu geta verið
samfara. Eg er þeirrar skoðun-
ar, að oft viljj allt of mikið
vanta á það, að unglingar, sem
settir eru til að aka dráttarvél,
hafi hlotið nægilega þekkingu í
meðferð vélarinnar og þó sér-
staklega hættum þeim, sem
starfinu fylgja.
Eg held því eindregið fram,
aldurstakmark sé nauðsynlegt
og að það sé ábyrgðarhluti að
láta dráttarvél í hendurnar á
10—12 ára börnum. Þetta kann
að sýnast fara sæmilega úr
hendi og vera spennandi fyrir
barnið, en við megum ekki
gleyma því, að dráttarvél er
ekkert leikfang.“
Sex starfsmanna- og verka-
lýðsíélög í Finnlandi hófu
verkföll í morgun. Samkomu-
lagsumleitunum lauk í gær-
kvölú með yfirlýsingu stjórn,-
arinnar um, að elcki væri
hægt að ganga að þeim kröf-
um, sem gerðar væru.
Háskólafyririestur um
H. C. Andersen og H.
•*
C. Orsted.
Danski sendikennarinn við
háskólann, Erik Sönderholm
lektor, mun flytja fyrirlestur í
I. kennslustofu háskólans mið-
vikudaginn 30. marz kl. 8,30
e.h. ppi H. C. Andersen og H.
C. Örsted.
í danskri bókmenntasögu er
tímabilið 1800—1825 oftast
nefnt „gullöldin“ og með þessu
nafni hafa menn leitazt við að
setja þetta tímabil fyrir sjónir
sem nokkurskonar þjóðlega
fyrirmynd, hliðstæðu „gull-
aldarinnar“ í víðtækari merk-
ingu, þ. e. fornaldar Grikkja.
Enda þótt menn nú á tímum
telji það mat á þessu tímabili,
sem í þessu nafni liggur vafa-
samt, þá má það aff sumu leyti
til sanns vegar færa.
Þrátt fyrir fegurð og glæsi-
leik þessa skáldskapar, er eins
og hann sé saminn af kynslóð
draumóramanna, sem í eðli sínu
hafa viðbjóð á eða a. m. k. beyg
af lífinu í öllum þess marg-
breytileika, í góðu og' illu, fögru
og ljótu.
Það lætur aff líkum, að and-
spyrna hlaut að rísa gegn svo
óraunsönnum skáldskap. Odd-
viti hinnar nýju stefnu var
skáldið, sem á 150 ára afmæli
á laugardaginn kemur, H. C.
Andersen, og andspyrna hans
við hinum fagurfræðilegu
draumórum var honum að
nokkru leyti eðlislæg og að
nokkru sótt til H. C. Örsted,
er fann rafsegulmagnið. í
fyrirlestrinum verður rakið hið
nána samband stórskáldsins og
hins fræga eðlisfræðings og það
verður leitazt við að sýna með
dæmum úr skáldskap .Ander-
sens, einkum úr skáldsögunum
fram á það, að hin nýja stefna
á rætur að rekja til Örsteds, en
hann hafði í hinu heimspeki-
lega aðalriti sínu („Andinn í
náttúrinn“) boðað nýja skáld-
skaporsteínu. . J:\
Er þetta hægt? kallar bréfrit-
ari pistilinn, er hann sendir mér,
en þar gerir hann að umtalsefní
tregðu læknis að koma í sjúkra-
vitjtin hja fólki, setn hafði valið
viðkomandi fyrir heimilislækni.
En það er bézt að bréfritarinn
rekji raunir sinar sjálfur, en bréf
ið pr á þessa leið: „Er þetta
hægt? Fyrir nokkru síðan fór
kona ein, sem býr í úthverfi bæj-
arins með ársgamalt barn sitt,
seni þjáðist af hálskirtlum, til sér-
læknis þess, sem hún hafði kosið
sér hjá Sjúkrasamlaginu.
Þurfti að koma með barnið.
Er hann hafði atliugað barnið
vandlega sagði hann móðurinni,
að itún liefði ekki mátt koma ölíu
seinna, því það væri komið að því
að grafa í kirtlunum. Lét læknir-
inn konuna svo hafa lyfseðil, er
hljqðaði á meðal, sem gefa átti
barninu, en sagði henni jafnframt
að láta hann vita eftir ákveðinn
tíma, ef það lagaðist ekki, því þá
myndi liann koma og athuga barn
ið nánar. Eftir þann tima, sem
tiltekinn var, liafði barninu ekki
batnað, og var það enn þjáð af
kirtlunum. Hringdi þá konan i
læknirinn og spurði hann hvort
hann vildi ekki gera svo vel og
koma og athuga barnið. Læknir-
inn svaraði því til, að hún yrði
að koma með það til sín.
Var með hita.
Hún svaraði því, sem satt var,
að hún þyrði ekki að fara með
barnið út, því það væri með tals-
verðan liita, en auk þess yrði hún
þá að hafa með sér önnur tvö
ungbörn, því öðruvisi kæmist
hún , ekki að heiman', og henni
væri ómögulegt að sitja með þenn
an barnahóp á biðstofu í lang-
an tíma. Hélt lconan nú, að lækn-
irinn myndi gefa kost á sér heima
hjá henni, ep hann taldi öll tor-
merki á þvi, að liann gæti komið
og gat þess, að liann gæti ekkt
teþið að sér lúisverkin fyrir hana.
Ivvaðst konan ekki hafa ætlast til
þess, enda aðeins farið fram á
það, að hann kæmi lieim til henn-
at' og liti á sjúka barnið.
Of mörgum að sinna.
Sagði læknirinn þá, að liann
gæti það ómögulega, því hanrt
hefði 20—30 sjúklinga, sem lianrt
yrði að fara tií. Eru það einliverj-
ir forgangssjúklingar? spurði þá
konan. Brást læknirinn höstugur
við, er hún spurði liann þessarar
spurningar og taldi lienni ekki
koma það við, hverja liann heini-
sækti. Síðan sleit konan samtaí-
inu yið þenna'n sjúkrasamlags-
lækni sinn og hefur ekki hugsað
sér að leita til lians oftar. En nú
er mér spurn: Er það hæg't fyrir
einn læknir að vera svona rudda-
legur? H. B.“
Þannig var nú bréfið frá H. B.
Vonandi er.u þess ekki mörg
dæmi, að læknar neiti að koma í
síikar sjúkravitjanir, nentu þeir
séu þá vissir um að það sé ekki
bráðnauðsýhlegt. — kr,
> s
Innhelmfu- I
I
maðtir
Vantar ekki einhvern dug-
legan og reglusaman inn-
heimtumann með góðum
meðmælum, helzt mán-
aðarreikningar. Tilboð á af-
greiðslu Vísis fyrir föstu-
dagskvöld merkt; „Inn-
heimta — 281“.
II1
í;
\
t