Vísir - 04.04.1955, Blaðsíða 4

Vísir - 04.04.1955, Blaðsíða 4
m vísm Mánudaginn , 4. apríl 1&55. D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Krístján Jónsson. Skriístofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línurj Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Haínarstræti 4. — Sími 335® Lög og réttur. Samtök launþega, annarra en þeirra, sem starfa hjá hinu opinbera, hafa heimild til að gera verkföll, þegar ekki verður samkomulag um kaup og kjör. Þessi réttindi eru tryggð með lögum, sem fjalla um viðskipti verkamanna og vinnuveitenda, og þar eru fyrirmæli um ýmsar reglur, sem fara verður eftir. Slíkar reglur eru nauðsynlegar til þess að tryggja vinnufriðinn að svo miklu leyti sem það verður gert á þann hátt, svo og til þess að koma í veg fyrir, að efnt verði til verkfalla fyrixvara- og ástæðuláust, eins og gæti átt sér stað. Verkfallsmenn hafa einnig heimild til að hafa nokkurt eftir- lit með því, að menn innan samtaka þeirra vinni ekki þau verk, sem stöðvuð eru, þegar til verkfalls er efnt. En því eru vitanlega takmörk sett, hversu langt verkfallsmenn geta gengið í því að hefta ferðir manna, þótt þeir eigi í fullkomlega löglegu verkfalli. Er hér átt við það, er verkfallsmenn setja upp tálmanir á vegum, sem til bæjarins liggja, og leyfa sér að gera leit í bifreiðum, sem eiga erindi í bæinn. Það er vitanlega í algeru heimildarleysi, sem verkfallsmenn gera slíkt, og væri jafnvel ekki rétt að nefna alla þá, er stunda slíka varðgæzlu utan við bæinn, verkfallsmenn, því að ýmsir „ævintýramenn" munu slást í hópinn hjá þeim upp á væntan- legt gaman. En hvað sem því líður þá er hér um svo frekleg afskipti af ferðum manna að ræða, að ekki er hægt að láta slíku ómótmælt, enda munu þess dæmi, að menn hafa kært til lögreglunnar yfir tjóni, er þeir hafa orðið fyrir af þessum sjálfskipuðu „eftirlitsmönnum“. Þeir, sem verkfallinu stjórna ættu einnig að gera sér grein fyrir því, að hverskyns afbrot er hægt aðfremja í skjóli slíks „eftirlits", þar sem ýmiskonar sjálfboðaliðar gætu farið að dæmi þeirra, er verkfallstjórnin „löggildir“, og gert hvaðeina upptækt, sem þeim léki hugur á að eignast af farangri vegfarenda, og mundi slíkt þá að sjálfsögðu verða gert í nafni verkamanna og talið í þeirra þágu Er það skilyrðlslaus krafa, að hafður verði hemill á því, hversu langt. verkfallsstjórnin getur gengið í að skammta sér og öðrum rétt. Verkfallsmenn hafa enga heimild til að hefta umferð um veg'i hér — það getur enginn nema ríkisvaldið! Verkfallsstjórnin mun víst ætlast til þess, að farið sé að lögum í samskiptum við hana, en þá getur hún heldur ekki tekið sér rétt um fram aðra. Og með slíkum aðgerðum, sem hér er lýst að framan, mun hún ekki vinna almenningsálitið til fylgis við sig, en án þess getur hún aldrei sigrað í baráttunni. ís- lendingar eru yfirleitt löghlýðnir menn, og þeir kunna ekki að xneta ofbeldið á sama hátt og kommúnistar. Hrörnandi fylgi rauðliða ber því líka glöggt vitni. Samtök gegn ofbeldi. ‘T dag eru sex ár síðan Atlantshafsbandalagið var stofnað. Það var sett á laggir, þegar lýðræðisþjóðirnar í Vestur-Evrópu og við norðanvert Atlantshaf gerðu sér grein fyrir því, að þótt nazisminn væri að velli lagður, væri hættan ekki úr sögunni fyrir lýðræði og frelsi í heiminum, Öllum þótti þá einsætt, að kommúnisminn mundi ekki vera minni hætta fyrir heiminn, þótt fáir hefðu gert sér grein fyrir því áður, meðan hann barðist gegn nazismanum. Áður hafði þó verið á bandalag nazisma og kommúnisma, enda ekki óeðlilegt á ýmsan hátt. Flestar þjóðirnar, sem gerðust aðilar að N.-Atlantshafs- bandalaginu, höfðu tekið þátt í síðari heimsófriðnum. Þær töldu cllu óhætt, þegar honum var lokið, leystu upp heri sína að rnestu og töldu, að nú mundi langur og öruggur friður á kominn. Þær vonir urðu að engu, þegar kommúnistar lögðu undir sig hvert landið af öðru í Evrópu, og færðu sig sífellt rupp á skaftið í öðrum hlutum heims. Þá var greinilegt, að eins mundi fara fyrir öllum þjóðum heims, ef ekki yrðu gerð- ar ráðstafanir til að hefta framrás kúgunarinnar. Ráðið til bjargar var samstaða frjálsra þjóða, bandaíag, þar sem hver legði það af mörkum til sameiginlegs öryggis, er .hún gæti. Með þessu móti á að skapa herstyrk svo öflugan, að kommúnisturn þykir ekki óhætt að leggja til atlögú. Kommún- skilja ekkert armað en styvkt val4. Vordragtir í miklu úrvali Telpnkápnr Telpukjólar Hvítsr nælon» sloppar með stuttum og löuguui ermuiM UncSiriaínaður Náttkjélar Hamkar erziumn Engar hendnr eru svo óhreinar að i’píi t sundsápan hvít þvoi |iær ekki. Fæst í verzlunum. Kaupmenn - Kaupfélög Fyrirliggjandi: Ge-Halin bónduft, 5 litir, 2 stærðir. Ge-Halin málmhreinsiáburður. Ge-Halin húsgagnaáburður. Ge-Halin þvottaefni, Wegol. UHU plast línsterkja í túbum. UHU lím, sem límir allt. Nigrin skóáburður svartur, brúnn, ráuður, hvítur. DuroDont tannkrem hvítt. DuroDont tannkrem, Clorophyll. DuroDont tannburstasett. Zadigs barnatalcum. Zadigs barnasalva. Zadigs barnaolía. Sjöbergs bón í V-\ kg. dósum. Tertu-efni í pökkum, 2 tegundir. Kex í pökkum. Ávaxtahlaup: jarðarberja, hindberja, ananas, apþelsínu, sítrónu. Ritföng: Pennaveski, 2 teg., pennasett, 2 teg., kúlupennar, 2 tegundir. Plast-vörur: Pottaskrúbbur, smjörbox, eggja- bikarar, eggjaskeiðar, skálar. Fjölritarar, 2 tegundir. Fjölritunarefni, allsk. Vegfarandi skrifar Bergmáli um ólöglegar aðgerðii’ verkfalls- manna á þessa leið: „Tilefni bréfs míns eru furðulegar blekk- ingar, sem hafðar eru í frammi í skrifum blaða eins og Þjóðvilj- ans og Alþýðublaðsins um verk- fallið og aðgerðir verkfalls- manna. Á laugardaginn segir Al- þýðublaðið í tveggja dálka fyrir- sögn: Bifréið með 30 tunnur af ólöglegu benzini stöðvuð. í frétt- inni er svo rakið, að bifreið hafi ætlað að flytja benzín til Rcykja- víkur, cn hafði verið stöðvuð af verkfallsvörðum. Og síðan er þess getið, að daglega séu gerð- ar tilraunir til þess að „smygla“ benzíni til bæjarins. Olöglegar aðferðir. Með þessum og þvilíkum skrif- um, er verið að reýna að hamrá það ilin i lesendur, að þessar að- gerðir verkfallsmanná séu lög- legar. En þær eru auðvifað og það þurfa menn að gera sér grein fyrir, algerlega ólöglegar, og flutningur á benzíni og öðrum vörum með bifreiðum eða á ann- an hátt til bæjarins fyllilega lög- legur. Það er ofbeldið, sem kemur í veg fyrir það, að þetta sé hægt, og það eru kommúnistarnir, sem standa að ofbeldinu. Blessun sína leggur svo Alþýðublaðið á þess- ar aðgérðir. Verkfallsbrot! Það verður enginn undrandi á því, hvernig Þjóðviljinn skrifar um inálin, en liánn hefur alltaf barizt fyrir ofbeldinu. En í Þjóð- viljanum í dag, sunnudagsblaði, segir i stórri fyrirsögn, að bíl- stjórar frá ákveðinni bílastöð liafi reynt að gerast yerkfalls- brjótar með því að reyna að sækja benzin frá benzínstöðvmn utanbæjar. Auðvitað voru bílstjór arnir í fúllum rétti sínum, er þeir gerðu virðingarverða t'ilrauh lil þess að koma í veg fyrir að atvinnurekstur þeirra væri stöðv aður vegna ofbeldisaðgerða verk- fallsmanna. Hitt var affur á móti ólöglegt ofbeldi, að stöðva þá og koma í veg fyrir að þeim tældst það. Bilstjórarnir eru ekki í verk- í'alli og benzínið var löglega keypt utanbæjar þar, sem ekki var verkfáll. Það eru því verk- fallsménn, sem eru afbrotámenn- irnir. Haft í hótunum. Og þegar bilstjórarnir sýna þessa lifsbjargarviðleitni, þá lief- ur blaðið, vörður vinnandi stétta, í liótunúm við þá, og segir skýr- mn stöímn að þeifn skuli hugsúð þegjandi þörfin. Það er líka víð- ar beitt hótunum, þvi vinnandl fólk, sem ekki er félagsbundið hefur rétt til þess að vinnn, en við það er bcitt hótunum um aS það verði S’ett í verkbann eftir veí'kfáliið, ef það vinni. Því er ncfnilega hótað, að félágsbnndið fólk linmi neiía að viiiná á þeim stöðum, þar srm það fær vinnn síðar. Nei, þáö eru öfgafullir forkólfar verkfallsmánna, sem stofna til ofbcldisaSgerða, sem eru ólöglegai'. Þettfi' athugar al- menningnr oft ekki, og lieldur að verkfallsmenii séu í rétti .sinum. Blöð kommúnista hámra á því æ ofan í æ, að allar ofbeldisaðgerð- ir séu leyfilegar meðan á verk- falli stendfU’, Það er hættulegt að láta slikt str.nda ómótmælt. Veg- farandi.“ — kr. Þórður H. Teitsson GráttisgÖtu 3. — Sími Ö6360. | 1 rrwAV^wvAv.VAwr.v.v//'j’wrw.'Aw.ww<v KAUPHOLLIIM í er miðstöð. verðbréfaskipt- ánna. —í-Síthi'17t9.'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.