Vísir - 04.04.1955, Blaðsíða 5

Vísir - 04.04.1955, Blaðsíða 5
Mánudaginn 4. apríl 1955. VÍSIR Það er vorn lýðræðisþjóðanna geg)n ógnuim kom'inónismans. Sáttmáli sá; sem gerður var 4. apríl 1949 í Washington milli Bandaríkjanna, Belgíu, Bret- lands, Danmerkur, Frakklands, Hollands, íslands, Ítalíu, Ka- nada, Lúxemborgar, Noreg's og Portúgals, hlaut nafnið Nofð- ur-Atlantshafssáttmálinn. Þrer áriím síðaj' gerðust einnig Grikkland og Tyrkland aðilar að sáttmálanum, og var þá bandalagið skipað fjórtán þjóð- um með um 380 milljónir íbúa. Nú mun Vestur-ÞýkaJand (eða Sambandslýðveldið Þýzkaland) innan skamms gerast aðili að sáttmálanum, og verður það fimmtánda félagsríkið með um 50 milljónir íbúa. Atlantshafsbandalagið var stofnað upp úr varnarsamtökum nokkurra Vesturevrópuríkja: Bretlands, Frakklands, Hol- lands, Belgíu og Lúxemborgar. En þau samtök, sem kennd voru við Brússel, voru stofnuð nokkr'um árum eftir lok heims- styrjaldarinnar af augljósri þiörf. ■ Afvopnun — vígbúnaður. Að ófríðnum loknum höfðu lýðræðisþjóðir Vesturevrópu og Norðurameríku afvopnazt. í augum þein*a var hinn afstaðni þótti óhugsandi, að nokkurn ófriður svo ægilegur, að þeim tlma yrði aftur til annars ófrið- ar' stofnað. En þjóðir Austur- evrópu litu öðrum augum á málið. í stað þess að afvopnast, juku Sovétríkin vígbúnað sinn og héldu meira en fjórum millj- ónum manna undir vopnum á friðaríímum. Valdamenn þeirra höfðu komizt að raun um, að vopn og vígbúnaður gat verið hentugur til annars fleira en að heyja stríð. Vígbúnað mátti einnig nota við samningaborð, til hótana og bakhjarls að und- irróðri. Öllum bar saman um, að Sovétríkin væru vel vígbúin, livað landher og lofther snerti. En vafasamt þótti, að floti þeirra mætti sín mikils. Til þess að bæta úr þessu, juku þau kafbátaflota sinn úr 50 upp í 300 kafbáta á fyrstu þrem ár- unum eftir lok styrjaldarinnar. TÚtþensla U.S.S.K. Sovétríkin höfðu stórlega fært út landamæri sín á kdstnað ná- grannaríkjanna. I ófriðarbyrj- un 1939 höfðu þau lagt undir sig Eystrasaltslöndin, 170 þús- und ferkílómetra lönd með tæp- lega sex milljóhum íbúa. í ó- .friðnum lögðu þeir undir sig Austúr-Pólland, 200 þúsund ferkílómetra með 13 millj. íbúa. Síðan bættust þeim lönd frá Rúmeníu, hluti af Finnlandi, Austur-Prússland og hluti af Tékkóslóvakíu. Samtals námú landssvæði þessi tæpum 500,000’ ferkm, en íbúatalan nær 24 rnilljónum. Undirokim leppríkja. En hér var ekki látið staðar n-umið. Spvétríkm i Stuðluðu að Lyltingum í alls sjö ríkjuai Austurevrópu: Albaníu, Búl- garíu, Tékkóslóvakíu, Ung- verjalandi, Póllandi, Rúmeniu og Austur-Þýzkalandi og héldu í öllum þessum ríkjum uppi öflugu setuliði með ærnum vígbúnaði. Á þennan hátt bætt- ust þeim meira en ein milljónj ferkílómetrar lands og 87 millj- ónir ibúa. Eru hér einungis talin þau lönd og landshlutar í Evrópu, sem Sovétríkin lögðu undir sig, auk þess, sem þau færðu út yfirráðasvæði sitt og áhrifasvæði í Asíu. Það er og alkunna, að mjóu munaði að Sovétríkin næðu yfirtökum á fleiri nágrannaríkjum sínum: Júgósfavíu, Grikklandi Tyrk- landi og Ítalíu. í Austurríki hafa þau enn í dag öflugt setu- lið. Valdaránið í Tékkósíóvakíu. Þegar röðin kom að Tékkó- slóvakíu 1948, hafði hinn rúss- neskj kommúnismi kastað grím- unni. Áður mátti löngum af- saka landrán þeirra með ýmsu móti. Því var haldið fram, að friðvænlegar myndi horfa, ef Sovétríkjunum tækist að hlaða varnargarð meðfram landa- mærúm sínum. Til ýmissa landshluta, sem þau höfðu tek- ið hé'rskildi eða með samning- um,. þóttust þau eiga nokkui't tilkall af sögulegum rökum, þó að sl.íkt samrýmdist illa friðar- kepningum þein-a og fögru hjali um sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna. En Tékkóslóvakía átti enga samleið með Rússum, enda var valdarán kommún- istaflolcksins þar gert í skjóli hins , ægilega hervalds Sovét-' ríkjanna. Hinum kjörnu og tráustu leiðtogum þjóðarinnar, samverkamönnum Tómasar Masaryks, hins ástsæla forseta, var rutt úr vegi: Benes fofseti einangraður í liöll sinni, en Jan Masaryk utanríkisráðherra. fleygt út um glugga í stjórnar ráðshúsinu. Þegar hér var kom- ið sögu mátti heita, að Sovét- ríkin hyggðu sér allar leiðir færar, enda stóð ekki á fram- haldinu. Berlín ein- ahgru'ð. Næsta skrefið var að rjúfa allar samgöngur við Berlinar- borg. Hana höfðu Rússar hálfa á valdj sínu, en Vestur-Beiiín tilheyrði hinum fi'jálsa hluta Þýzlcalands, enda þótt breitt belti vestan hennar væri undir járnhæli Sovéthersins. í krafti þessarar aðstöðu átti nú að kúga Vesturveldin til að kalla her sinn heim úr Véstur-Berlín, en svelta íbúana til hlýðni og undirgefni. Loftbrúiii' til Beriínar. v., . ,n > “éú tiíraun misheppnaðist, svo sem kunnugt er. Vesturveldun- um tókst að sjá 2% milljón manna fyrir lífsnauðsynjum méð loftfiutningum einufn. Sovétherinn hafði rofið allar áðrar samgöngulíiðir og sex ara. hleypti ekki einu einasta vagnhlassi yfir landssvæði það, er hann réði yfir vestan Ber~ línar. Svo fór að lokum, að Sovét- ríkin létu undan síga og opnuðu samgönguleiðirnar aftur. En Vesturveldunum hafði skilizt, að Sovétríkin skildu aðeins eitt tungumál — valdið. Skömmu áður en samgöngu- banninu við Berlín var aflétt, var Atlantshafsbandalagið stofnað. 30. marz 1949. Alþingi Islendinga samþykkti að ísland skyldi gerast stofn- féiagi í Atlantshafsbandalaginu og fól utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssyni, að undirrita At- lantshafssamninginn fyrir ís- lands hönd á fundi sínum 30. marz 1949. Svo sem víða annars staðar höfðu kommúnistar mik- inn viðbúnað til þess að freista þess að koma í veg fyrir sam- þykkt sáttmálans. Söfnuðu þeir liði og fóru að Alþingi með grjótkasti, svo að lögreglan varð að dreifa liði þeiri-a með kylf- um og táragasi. Hefur það síð- an á máli Þjóðviljamanna heit- ið ,,árás lögreglunnar á friðsama borgara“. Nokkrir liðsmenn úr árásarliðinu voru handteknir og hlutu væga dóma, en til höfuðpauranna náðist ekki. Þeim skýldi þinghelgin. Fjórum dögum siðar, 4. apríl, var bandalagð stofnað í Washing- ton. Atlantshafsraðið og aðalbækisíöðvarnar. I Atlantshafsráðinu, sem um tveggja ára skeið hafði aðsetur í London, en nefur síðan setið í París, er fastafulltrúi frá hverju landi. Kemur það saman viku- lega og ræðir pólitísk mál, fjár- mál og önnur málefni, sem tengd eru hinum sameiginlegu vamarmálum. Allar ákvarðanir ráðsins em gerðar með einróma samþykki, og getur því hvaða félagsríki sem er stöðvað fram- gang mála, ef því svo sýnist. Samt sem áður hefur starf ráðs- ins verið furðu ágreiningslítið, og hefur enn sem komið er náðst fullt samkomulag um öll málefni. Undir stjórn Atlantshafsráðs- ins starfa herstjórnirnar, hver á sínu svreði, svo og yfirher- stjórnin í arís. Æðs-ti herstjórn- andi bandalagsins í Evrópu var fyyrstur Eisenhower hershöfð- ingi, nú forseti Bandaríkjanna, síðar Ridgway hershöfðingi og nú Grúnther hershöfðingi Sam- hliða yfirherstjóminni í París starfar yfirflotastjórnin í Nor- folk, Virginía, á austurstrond Bandaríkjanna. Sérstaða íslands. Island hefur þá sérstöðu inn- an bandalagsins, að það hefur engan her, flota né flugher og getur því eigi lagt neitt af mörkum til sameiginlegra varna. Á hinn bóginn hefur það léð land undir bækistöðvar varnarliðs til öryggis, ef á landið skyldi ráðizt. Eigi er ís- land heldur aflögufært um fjár- greiðslur til sameiginlegra varna, sökum mannfæðar. Engu að síður hefur fulltrúi íslands í ráði Atlantshafsbandalagsins sama vald og atkvæðisrétt og fulltrúar stórveldanna. Fyrsti fulltrúi fslands í ráðinu var Gunnlaugur Pétursson sendi- ráðunautur, en síðan 1954 hefur Hans G. Andersen þjóðréttar- fræðingiu’ verið fastafulltrúi íslands. Auk þeirra hafa svo utanríkisráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Kristinn Guð- mundsson setið ráðherrafundi ráðsins, þegar þeir hafa verið haldnir. ísiand á samstöðu með NATO-ríkjunum. Þegar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra undirritaðl Atlantshafssáttmálann fyrir ís- lands hönd fyrir réttum 6 árum, hélt hann ræðu, sem mikla at- hygli vakti á sínum tíma. Standa þau orð hans óhögguð enn í dag. í ræðu sinni rakti hann það, hvemig hinar frjáisu þjóðir heims hefðu fundið háskann nálgast og komizt að raun um, hver nauðsyn bæri til að treysta sameiginlegar varnir. Þó taldi hann, að stefna íslands markaðist ekki eingöngu af þeim raunhæfu ástæðum, sem til stofnunar bandalagsins leiddu, þ. e. náuðsyn á sarrieig- inlegum vörnum, heldur kvað hann íslendinga vilja gera það lýðum ljóst, ,,að vér tilheyrum því frjálsa samféiagi frjálsra þjóða, sem hér er formlega til stofnað". Kaupi ísl. frímerki. S. ÞORMAR Spítalastíg 7 (eftir kl. 5) F élagsprentsmiájan kaupir hreinar Iéreftstuskur. ^WAVVVWATWW-WVVV'V Beztu úrin hjá Bartels Lækjariorgi. — Sími 6419. Hallgrímur LúSvígsson lögg. skjalaþýðandi í ensku og þýzku. — Sími 80164. Stúlka óskast til eldhússtarfa. Veitingastofan VEGA Skólavörðustíg 3. Uppl. í síma 2423. Páskaegg í þúsundataK glæsilegt úrval, verð við allra hæfi. Jaffa appelsínur — Kaltcrer Böhmer epli. — Jafía grapealdin. — Sítrónur Plaza vínber. Bara hríngja, svo kemur þaö issftá' PASKAVÖRUR: Aspas Pickles Gr. baunir Gulrætur Bl. grænmeti Sandwich Spread Súpur í pk. Súpur x ds. Sósur fl. tegundir Búðingar Custard Sveppir Saladolía Perur Ferskjur Aprikósur Jarðarber Plómur Marmeiaði Hunang Olivur Þurrkaðir ávextir Ávaxtasafi Sultutau Xakómalt » » Tís: ! »!«■« <( ■ríu >»»»■»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.