Vísir - 16.04.1955, Síða 4

Vísir - 16.04.1955, Síða 4
VÍSIR wxsxxt l D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Samningar án verkfails. TF^aS vakti talverða athygli, þegar Vísir skýrði frá því í jan- •* úarmánuðd síðastliðnum, að tekizt hefðu samningar milli vélstjóra og togaraeigenda eftir margra vikna umræður. Það valsti ekki furðu, að samningar skyldu takast um síðir, heldur 'hitt, að vélstjórar lögðu ekki niður vinnu, stöðvuðu ekki togara- flotann, þótt samningar rynnu út, og nokkrar vikur liðu þar til .saman gekk um síðir. Á það var bent hér í blaðinu, að önnur félög launamanna ættu Æð fara að dæmi vélstjóra, því að komiðmundi verða í veg fyrir mikið -tjón fyrir aðila, ef þeir sýndu langlundargeð við samn- inga. Vélstjórar voru við vinnu eftir sem áður, þótt samningar við þá væru útrunnir, þeir voru á launum, og togararnir héldu áfram veiðum, að skapa verðmæti. Þótt vikur liðu fór þó svo um síðir, að aðilar urðu ásáttir og ánægðir, og mun það mál xnanna, að þannig þurfi sambúð starfsmanna og vinnuveitenda að vera — að hvor um. sig taki tillit til hagsmuna hins aðilans. Nú hefur annað félag gert samninga um kaup sitt og kjör, og einnig eftir að samningar voru útrunnir fyrir mörgum mán- uðum. Undirritaður hefur verið kjarasamningur milli útgerðar- manna og skipstjóra og stýrimanna á togurum, og var enn Tengri tími liðinn, síðan samningar þessara aðila voru útrunnir, því að það gerðdst í septembermánuði á árinu sem leið, og eru því sex mánuðir frá því að samningar hefðu átt að vera gerðir á ný — eða verkfall verið hafið, ef það hefði vakað fyrir jyfirmönnum að knýja fram einhver úrslit þegar með ein- Jhverjum ráðum. Það á að halda þvf á loft, þegar deilur eru leystar á þennan hátt, án þess að til vandræða af vinnustöðvun komi. Yfirmönn- um togaranna var vitanlega í lófa lagið að stöðva skipin, er fyrri samningarnir voru útrunnir, en gerðu það ekki, því að þeir gerðu sér grein fyrir því, að þeir mundu hafa sterka að- stöðu, hvort sem samningar tækjust þegar eða drægjust á langinn. Ástæðulaust cr að fjölyrða mjög um samninga þessa, því að almenningur mun fær um að dæma það sjálfur, að giftusam- 3ega hefir tekizt bæði hjá vélstjórum og skipstjórum og stýri- mönnum. Hann mun líta svo á, að fleiri félög gætu farið eins að, og yrði þá komið í veg fyrir mikið og margvíslegt tjón af vinnudeilum. Er nærtækt dæmi um það, er matsveinar stöðvuðu ikaupskipaflotann fyrir þrem mánuðum. Þarf ekki að efa, að þeir hefðu náð samningum án verkfalls, ef þeir hefðu lagt sig alla fram um það, og auðsýnt sama langlundargeð og þeir hafa gert, sem gerðir hafa verið að umtalsefni hér að framan. Varnarsamningurinn. Cnemma á því þingi, sem nú situr, báru nokkrir þingmenn ^ kommúnista fram tillögu um það, að varnarsamningnum við Bandaríkin skuli felldur úr gildi, og hefir þessi tillaga verið tekin til umræðu í þessari viku. Er það raunar engin mýlunda, þótt kommúnistar vilji segja samningnum upp, því að það hafa þeir viljað frá upphafi, þar sem hann er .þyrnir í augum húsbænda þeirra í Moskvu. Er því í rauninni ekki veruleg ástæða til að fjölyrða um afstöðu kommúnista. ' Því hefir oft verið haldið fram, að svo miklu friðvænlegra væri í heiminum nú en þegar samningurnn var gerður fyrir fáum árum, að brott væru fallnar þær forsendur, sem fyrir hendi hefðu verið, þegar samningurinn var gerður. Er. það að vísu rétt, að nú er ekki barizt í Kóreu og að kyrrð hefur komizt á í Indókína, sem hafa verið helztu vígvellii’nir síðustu árin, en þrátt fyrir það er óbreytt yfirstjórn kommúnista um heim allan, og menn hafa. ekki orðið varir við neina breyt- -ingu hjá þeim, að því er heimsdrottnunarstefnu þeirra snertir. Hættan af þeim er því fyrir hendi, þótt hún liggi niðri af ein- hverjum ástæðum rétt um þessar mundir. Tæknin er auk þess komin á svo hátt stig, og unnt að gera árásir með svo skjótum hætti, að um seinan verður að grípa lil varúðarráðstafana, þegar hildarleikurinn verður hafinn. ííauðsyn er því að geta bægt hættunni frá landinu, hvernær ^em hana skyldi bera að höndum, Þjóðleikhúsið 5 ára: 520 þúsund gestlr á 1124 sýningum á HáfíðarsÝning síðasia veírardag. Síðasta vetrardag, 20. apríl næstkomandi verður frumsýnt nýtt leikrit í Þjóðleikhúsinu af tilefni 5 ára afmælis þess. Er það Krítarhringurinn eftir þýzka skáldið Klabund. Leikritið er bæði í bundnu og óbundnu máli og hefur Jónas Kristjánsson þýtt óbundna málið, en Karl ísfeld ljóðin. Klabund var Ijóðskáld, sögu- skáld og Ijóðaþýðari úr jap- önsku og kínversku. Krítar- hringurinn er saminn upp úr kínversku leikriti og ber hann þess vott. Leikritið er í 5 þátt- um og gerist í Kína á dögum hinna gömlu keisara. Tónlist eftir dr. Urbancic er við sum kvæðin, en leikstjóri er Indriði Waage. Aðalhlutverk leikur Margrét Guðmundsdóttir, en aðrir leikarar eru Helgi Skúlason, Anna Guðmundsdóttir, Harald- ur Björnsson, Ævar Kvaran, Arndís Björnsdóttir, Róbert Arnfinnsson, Jón Aðils, Valur Gíslason og ýmsjr fleiri. Alls eru 22 persónur í leiknum. Leiktjöldin hefur Lárus Ing- ólfsson gert. Fyrsti þáttur gerist í tehúsi, annar í garði Ma mandarins, þriðji í réttarsal, fjórði á víða- vangi í stórhríð og fimmti i keisarahöllinni. Eins og áður er sagt, eru fimm ár liðin síðan Þjóðleik- húsið tók til starfa. Starfar það 10 mánuði hvers árs, frá 1. sept. til 1. júlí. Alls hefur það frá byrjun haft 64 verkefni, 54 leikrit, óperur og óperettur, 6 6 gestaleiki, 2 ballettsýningar og 2 hljómleika, Alls hefur það haft um 200 sýningar á hverju ári. Þá hefur það og haft 84 sýningar úti á landi á 37 stöð- um, sveitum, kaupstöðum ag kauptúnum. Samtals hafa sýn- ingar Þjóðleikhússins frá upp- hafi verið 1124. Leikhúsgestir í leikhúsinu sjálfu frá upphafi hafa verið 502,000, en utan Reykjavíkur 18760, samtals 521,000. Þjóðleikhúsið hefur á þessu tímabili sýnt bæði gamanleiki og sorgarleiki, gömul og ný viðfangsefni og hefur um þriðjungur þeirra verið íslenzk leikrit. Af þýddum leikritum hafa flest verið ensk, þar næst amerísk, þá frönsk. Hafa einkum verið valin leikrit, sem hafa bókmenntalegt gildi. Við Þjóðleikhúsið starfar bæði leikskóli og ballettskóli. Hefur leikskólinn þegar út- skrifað 20 leikara. Þá rekur Þjóðleikhúsið og smíðaverk- stæði, saumastofu, málaraverk- stæði og hárkollugerð. Þrír leikstjórar eru þar að staðaldri og um 100 manns á föstum launum. Margt er shritiS Konan stakk bónda sinn með gaffli. Tvö óvenjuleg skilnaðarmál í Bretlandi. Það var 3. júní 1933, og sólin skein í heiði víðast í Englandi, og menn kvörtuðu yfir blíð- unni, sem stundum getur orðið of mikil. En þótt veður væri fagurt, boðaði það ekki gott fyrir hvern sem var, og það kom m. a. fram í skilnaðarrétti í borg- inni Leeds fyrir nokkru, Cfan- greindur dagur var nefnilega brúðkaupsdagur Verdon Cou- coms og Dóru konu hans, sem nú hafa fengið skilnað. Það var Verdon, sem um skilnaðinn sótti, og kvartaði hann yfir grimmd dg fólsku konu sinnar, kvað hana hafa misþyrmt sér á ýmsan hátt og verið illgjörn og allt þar fram eftir götunum. Verdon taldi' upp í réttinum, hverskonar vopn hún hefði notað gegn honum. Einu sinni beitti hún eldhússaxi, þrisvar hellti hún fullri vatnsfötu yfir hann, einu sinni mjólkurflösku, einiji sinni glyceringlasi jog. einu sinni barði hún hann með steikingapönnu. En þó þótti manninum verst að þola það, þegar hún staldc hann einu sinni með gaffli, svo að úr blæddi, og í annað skipti, er hún náði gerfitönnum Iians og barði hann með þeim! Það þarf varla að taka það fram, að maðurinn fékk skilnað. * Annað óvenjulegt skilnaðar- mál kom fyrir rétt í London nýverið. Var þar um hjón að ræða, sem höfðu verið gift í þrjátíu ár. Þau höfðu ekk; ver- ið gift í meira en eitt eða tvö ár, þegar þau hættu — af trú- arlegum ástæðum — að hafa samfarir. Því miður kom þetta ekki í veg fyrir það, að konan yrði vanfær eftir nokkur ár, en hún gat sannfært manninn um það, að það gæti vel komið fyrir, að kona gengi með barni, þótt karlmaður hefði þar hvergi nærri komið. Eftir tutt- ug'u ár rann það upp fyrir manninum, að eitthvað hlyti að vera bogið við þetta, hann sótti um skilnað, benti á föður hins eingetna barns og fékk skilnað! Beztu úrin hjá Bartels Lækjartorgi. — Sími S419. TT* Laugardaginn 16. apríl 1955 Það hcfur lengi verið i reglu- gerðutn, að ökutæki megi ekki. flytja nema ákveðna tölu farþega eftir stærð. I þessu sambandi skrifar ökumaður bréf á þessa leið: „Eg er að velta því fyrir mér hve marga farþega strætis- . vagnarnir megi taka. Það virðast engin takmörk vera á því. Ekki hef ég nokkru sinni heyrt um það, áð t. d. lögreglan skipti sér af því livort þeir eru^offullir, eða máiulega í þá hlaðið. Aftur á móti et- strangt tekið á þvi, ef aðrir menn, sem bílum aka, eru meo fleiri farþéga, en leyft er. Eg á jeppabil og var fyrir nokkuru stöðvaður af því að ég var meS fjóra farþega, en talið að aðeins I megi vera fjórir i jcppa, ökuniað- ur og þrir farþegar, þegar ég var stöðvaður voru þrír aftur í og einn fram í hjá mér. Rúmgóðir bílar. Jepparnir eru bæði sterkir og rúmgóðir, og vel komast fyrir í þeim þrir aftur i, og er þó nóg pláss. Það er aftur á móti skiljan- legt, þegar gerðar eru athuga- semdir við það að fleiri séu frara i, þar sem það gæti haft áhrif á stjórnina á ökutækjunum. En svo ég snúi mér aftur að strætisvögn unum, þá veit ég, að annars stað- ar eru í vögnum skilti, sem taka fram hve mörg sæti séu og hve mörg stæði. Hér er ekki um þaS hugsað, en oft troðið allt of mörg um farþegum í vagnana. Það verður samt að játast, að vagn- arnir hafa nú seinustu árin stækkað mikið og eru mjög rúm- góðir. En einhver takmörk ætt« þó að vera fyrir þvi hve margir megi vera í þeirn samtímis." Það ntun gert. Það mun nú yfirleitt vera haft eftirlit með því, að ekki sé of þéttskipað i strætisvagnana og nninu yagnstjórarnir gæta þess sjálfir. En ég man eftir einuiii vagnstjóra, sem ég sagði við, er ég spurði hann einmitt um þetta atriði fyrir nokkrum árum. Hann sagðist alltaf reyna að gæta þess, að vagninn flytti sem næst þeirrl tölu, sem hanu var talinn geta fliitt. En þegar fólk stæði á stöðv- 'unum i rigningu og slagveðri, þá væri ómögulegt að meina því að komast að, ef nokkur hola væri fyrir hendi. Mér fannst sjónar- miðið rrjjög mannlegt og virti vagnstjórann fyrir það. Margir hafa bcðið eftir vagni undir þeim kringumstæðum, og það myndi hafa valdið miklum vonbrigðum, ef þeim væri úthýst. Sérstakt ástand. Það katin að vera að vagnar séu yfirleitt of fullir um þessar mund ir, cn það skapast auðýitað af sérstpku ástandi, sem nii ríkir en ferðum vagnanná hefur verið fækkað og fólk þarf að komast heim til sín eða i vinnu. Mér finnst- persónulega að vægt verði að fara í sakirnar, þegar þannig stendur á. En um aðra bila gilda sjálfsagt þær reglur, sem miðað- ar eru við að sem mest ö.ryggi sé, og uiu það atriði verða sér- fróðir menn að fjalla, en vel get- ur verið að fárþeg'atalan sé yfir- leitt sett of lág. — kr. MARGT A SAMA STA£» 'p-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.