Vísir


Vísir - 20.04.1955, Qupperneq 6

Vísir - 20.04.1955, Qupperneq 6
VtSIR Mi&vikudaginn 20. april. 1955. 1 0M D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstoíur: Ingólfsstræti 3. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Helztu kostir póstgiro- fyrirkomulagsins. Benzín og njcsnir. Benzínmál hafa verið mjög á dagskrá að undanförnu. og ekki að ástæðulausu. Er orsökin öllum kunn, en hún er sú, að verkfallsstjórnin hefur látið ýmsum leigubílstjórum í té benzín, og ekki skammtað það handa þeim, eins og þó mun gert að því er snertir bifreiðar lækna, Ijósmæðra og fleiri, sem verða þó að gegna nauðsynlegum skyldustörfum í þágu almenns örýggis. Hefur verkfallsstjórnin að sjálfsögðu þurft að hugsa um þá menn meðal leigubílstjóra, sem henni eru hlyntir og ólatir að þjóna kommúnistum, enda vei’kfallið fyrst og fremst háð til þess að ná einhverjum vinnihgi fyrir þá en ekki hugsa um hag annarra. En bílstjórar þeir, sem fengið hafa benzín fyrir milliéöngu verkfallsstjórnarinnar, hafa orðið að starfa fyrir hana í stað- inn nokkra stundir á dag, og segir verkfallsstjórnin, að sér hafi verið nauðsyn að fá þjónustu þeirra. Getur þó hver maður sagt sér sjálfur, að hún hefur enga þörf fyrir fimmtíu bíla, en svo margir voru þeir, sem fengu benzín fyrir tilstilli hennar á laugardaginn. Er þetta því aðeins skálkaskjól til að geta látið kommúnista fá benzín, svo að þeir geti haldið áfram störfum og akstri, meðan allt er gert sem unnt er til að hindra það', að aðrir leigubílstjórar geti stundað atvinnu sína Það bregður annars skýru ljósi yfir drengskapinn í fari kommúnista meðal leigubílstjóra, er þeir láta bíla sína í „verk- fallsvörzlu“, sem er ekkert annað en njósnir um starfsbræður þeirra, sem reyna að afla sér benzín á löglegan hátt til þess að geta stundað atvinnu sína, séð fyrir sér og fjölskyldum sín- um. Raunar er ekki rétt að tala um drengskap, þegar kommún- istar eru. annarsvegar, því að slíkur eiginleiki er ekki til í fari þeirra manna, sem þann flokk fylla. Drengskapur er vejkleikamerki í þeirra augum, en bolabrögð af öllu tagi eru merki um mikinn manndóm. Benzínnjósnir teljast til slíkra kosta. Viðbrögð þeirra bílstjóra, sem kommúnistar eru að reyna að svifta atvinnu og möguleikum til framfæris sér og sínum, eru eðlileg. Enginn maður getur horft upp á það, án þess að hafast eitthvað að, að beitt sé slíkum rangindum og komm- únistar hafa gert með benzínúthlutun sinni. Þeir eru að verja atvinnu sína, sem aðrir menn eru að reyna að sölsa undir sig. En menn ættu að gera sér grein fyrir því, að framferði komm- únista er að öllu leyti á þessa leið — yfirgangur og ofbeldi sitja þar í fyrirrúmi, þegar þeir treysta sér til. Eins og Vísir hefir áður skýrt frá, hefir nýlega verið borin fram á Alþingi þingsályktunar- tillaga um að láta fara fram athugun á því. hvort hagkvæmt muni að koma hér á póstaf- greiðslufyrirkorhulagi, slíku sem tíðlcast erlendis og kallað er ,,postgiro“ á Norðurlöndum. Tillaga þessi. sem flutt er af- þeim Sigurði Bjai-nasyni, Ás- geiri Bjarnasyni og Gyll'a Þ. Gíslasyni, er borin fram að til- hlutan Neytendasamtakanna, sem aflað hafa sér vítækra upp- upplýsinga um slíkar stofnan- ir á Norðurlöndum, en neyt- endasamtökin vilja beita sér fyrir bættum afgreiðsluháttum á ýmsum sviðum. Þykir neyt- ( endasamtökunum, sem ýmsum j greiðsluháttum sé hér ábóta- (vant, og er þá átt við þá sóun (á dýrmætum vinnutíma, sem fólgin er í því, að almenningur verður að inna af höndum ó- hjákvæmilegar greiðslur hing- að og þangað um bæinn í vinnu tíma sínum, en .,Póstgii’o“-fyr- irkomulagið telja Neytenda- samtökin. að leysi að miklu leyti ofangreind mál og ýmis fleiri í hinu margþætta pen- ingagreiðsluþjóðfélagi nútím- ans. Póstgiro-starfsemin er yf- irleitt í höndum sérstakrar deildar póstmálaskrifstofunnar, og er kerfið í því fólgið. að ein- staklingar, .félög og fyrirtæki opna reikning, sem hefir visst númer, og senda greiðslur það- an og vísar greiðslum þangað, og fer þetta fram á þann ein- falda hátt, að útfyllt eni kort og síðan sett í póstkassa hér og hvar, sem mönnum hentar. Kort þessi eru þrenrjskonar. Innborgunarkort, sem notuð eru af þeim. sem ekki hafa póst- giróreikning, til þess að greiða þeim, sem hann hafa. Útborg- unarkort, sem notuð eru af þeim, sem hafa póstgiroreikn- ing til að senda þeim greiðslur, er ekki hafa slíkan reikning, og loks ,,Giro-kort“. sem notuð Sumarkoma, Það er venja að halda sumardaginn fyrsta hátíðlegan, og hann ér á ýmsan hátt einn helzti hátíðisdagur ársins. Þótt almanakið telji, að sumar gangi'í garð þann dag, er þó ekki fyrir það girt samt, að ekki kunni að koma einhver hret, vet- urinn skili af sér einhverjum eftirstöðvum kulda og illviðra. En þrátt fyrir það er þetta mikill dagur fyrir börmn, og hann er helgaður þeim. Barnavinafélagið Sumargjöf hefur nú starfað hér í bænum í um það bil aldarfjórðung, og hefur það unnið ómetanleg ^starf í þágu æskunnar og heimilanna. Um það vita hinar mörgu ,,borgir“, sem eru hingað og þangað um bæinn, og -hefur farið jafnt og þétt fj.ölgandi, frá þvi að félagið tók fyrst til starfa. Þar er tekið á móti yngstu borgurunum og þeirra gætt nokkurn hluta úr degi. Kemur þetta í góðar þarfir fyrir mörg heimili, þar sem aðstoð eða hjálp ér Íítll, en ævinlega nóg verkefni að vinnai En þótt félagið hafi verið stórvirkt á liðnum árum, er þörfin fyrir starf þess vaxandi, og þess vegna verður það að færast meira í fang, ef eklci á að verða um afturför að ræða. Ný borg þarf að rísa, og bæjarbúum gefst kostur á að leggja lóð sitt á metaskálarnar á morgun með því að styðja félagið fjárhagslega. Ef bæjarbúar eru þeirrar skoðunar, að Sumar- gjöf hafi unnið gott verk á liðnum árum, og flestir munu líta svo á, ættu þeir að leggja fram nokkurn skerf til þessa merka félágs, því að með því óska þeir sjálfum sér og öðrum gleðilegs- íumars! eru þegar greiðslur eru send- ar milli aði’la, sem báðir hafa postgiro-reikning, . en . slíkt greiðsluform er mjög hag- kvæmt. Þannig komast menn hjá því að þurfa að nota reiðu- ' íé. þegar greiðslur eru inntar af hendi, og komizt verður hjá 1 allri áhættu vegna geymslu1 peninga. Bókun og endurskoð- 1 un verður einnig einfaldari, því ( að postgiro-stofnunin skráir sjálf allar greiðslur og tilkynnir reikningshafa um þær. Meginkosturinn við þetta fyrirkomulag er þó sá, að geta greitt á einum stað öll sín gjöld og öll innheimta, bæði hins opinbera og hjá einstakl- ingum verður einfaldari og ó- dýrari. Listmunauppboð í Listamasinaskálanym. í dag verður listmunauppboð í Listamannaskálanum, nánar til- tekið Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar, og hefst það kl. 5. Það er að yerða föst venja, góð venja, að Sigurður haldi slikt uppboð hér í bænum, cn þar gefst mönnum kostur á að eign- ast fágæta listmiini, svo sem mál- yerk og húsgögn á réttu verði, og þangað geta menn snúið sér, ef þeir þurfa að koma slíkum munum í peninga. Þetta fyrir- komulag er algengt erlendis, og fcr vel á því, að það skuli hafa verið tekið upp hér. A U]jpboðinu í dag er fjöldi á- gætra muna, ekki sízt málverk, | m. a. eftir Guðmund Thorsteins-! son (,,Mugg‘‘), Kjarval, Blöndal, | Scheving, Finn Jónsson, Gunnar Gunnarssbn, Engilberts, Jóhann j Briem og fieiri. Þá eru þar og verðmæt liúsgögn, silfurmunir og fleira. Áðnr en uppboðið hefst, gefst mönnum kostur á að skoða nnm- ina lil kl. 4. Viðtalið í „Inform Aiftugasemd frá Nínu Trygijvaiófta0 París, 13. apríl 1955. Heiðraði ritstjóri. Fyrir nokkru birtist í blaði yðar þýðing á „viðtali“ við mig, sem birzt hafði í dagblaðinu „Information“ í Kaupmanna- höfn. Grein þessi gaf síðan Hannesi á Horninu tilefni til þess að, senda mér ónot í ,,A1- þýðublaðiriu“. Af þessum ástæðum finnst mér rétt að skýra. frá því. að „Information“ —■ sem í grein sinni hafði sagt, að enginn gest- ur hafi verið á sýnigunni — birtj nokkrum dögum síðai’ leiðréttingu, þar sem það kom greinilega fram, að þetta „við- tal“ blaðsins var soðið upp úr rabbi („springende samtale"),} sem blaðamaðurinn átti við mig, Birch listkaupmann ög' ýmsa sýningargesti, og að „ýmislegt, sem kastað hafði verið fram í spaugi. fekk á sig allt aðra mynd, þegar það kom á prent“. Sennilega' hefir enginn érðið meira undrandi en eg að lesa ,,viðtalið“ í ,,Information“, sem eg hafði haldið að ætti að vera um myndlist og ekki stjórn- mál. „Viðtalið" lýsir áreiðan- lega betur viðhorfi þessa blaðs til Islendínga en viðhorfi mínu til Dana. Allur tónn þess talar sínu eigin máli. Vegna skrifa Hannesar á Horninu um málið vil eg taka fram, að sýning mín fekk mjög góða dóma í öllum blöðum Kaupmannahafnar, meira að segja í „Information“. Eg hafði áður sýnt, þessar sömu myndir bæði í París og Bruxells og dómarnir þar ekk; verið síðri. Það er öðru nær en að eg sé bitur í garð Dana, eins og þetta ,.viðtal“ í „Information" og blaðaskrifin út af því láta í veðrj valca, og vegna minna mörgu vina í Danmörku þykir mér vænt um að sjá, að Danir eiga annan eins ágætis . mál- svara á ísiandi og H:\ nes á Horninu. Yðar Nína Tryggvadóttir. Það er mörgum, sem finnst að Luðrasveit Réykjavíkur láti of sjaldan til.sin heyra á Austur- velli. Maður nokkur hringdi til mín i gær og bað mig að koma i framfæri fyrir sig fyrirspurn til Lúðrasveitarinnar, hvort hún fái ekki styrk frá bænum til starf- seminnar og svo sé ætlast til þess' að á nióti komi, að lúðrasveitin leiki fyrir almenning. Þegar gott er veður hafa bæjarbúar, bæði eldri og yhgri mjög gaman af. þvi að hlusta á „hornamúsik“ eins og það var kallað áður fyrr. Yonandi lætur Lúðrasveit Rvik- ur það ekki lengur dragast, að hefja Ieik sinn á kvöldin og á sunnudögum á Austurvelli. Erfitt að ná mönnum saman. Annars mun það víst nokkuð erfitt stundum að ná öllum leik- iirum saman til þess að hægt sé að Jeika. Yfirlcitt erú víst sjálf- boðaliðar í Lúðrasveitinni og þvi kannske eðlilegt að þeir séu ekki alltaf jafn reiðubúnir tii þess að leika, nema þá að þeir hafi ekki öðrum störfum að sinna. En vel mætti athuga það, finnst manni, að greiða leikurum sér- staklega fyrir hvert sinn, er þeir leika. Það væri sanngjarnt og þessi ódýra skemmtun fyrir bæj- arbúa væri mjög vel þegin. Það hefur tíka alltaf komið i tjós, að þegar leikið hefur verið á Ausl- urvelli safnast þar mikill mann- fjöldi saman, og hringsólar kring um völlinn meðan á hljómlistinni stendur. Kommar eigá „patentið“. „Verkfallskona“ sendir Berg- máli eftirfarandi bréf: „Eg er ekki að mæla með skrílsuppþot- um, skítkasti, eggja- eða grjót- kasti í einn cða neinn. Og ekki stæðist ég reiðari, en ef .ég vissi um að mín börn tækju þátt í slíku. Iin ég fæ ekki orða bund- ist að lieyra hverníg kommar taka þvi, þegar þeii’ eru beittir sömu vopnum og þeir nota sjálfir. Eg man ekki til þess, að hér hafi komið til svokallaðra skrílsupp- þota nelna þeirra, sem kommar hafa staðið að. Samanber árás- ina á Alþingi fyrir nokkrum ár- um. Þeir sem þar voru staddir eiga í huga sínum ógleymanléga mynd af kommum. Skyldi ekki eitthvað af þéssum unglingum, sém nú stóðu fyrir skítlcastinu að Þórsgötú 1, hafá lært af þeSSiim herrum? Andúðin á kommum. Það mætti segja mér það. Ann- ars finst mér þetta atvik við Þórsgötu 1 sé talandi tákn um það, sem koma lilýtur. Börnin háfa sýnt andúð sína á kommlim og öllu þeirra athæl'i á áþréif- anlegan hátt og cf æskan snýr við þeím baki, þá eiga kommar ekki mikla framtíð í þessu landi. Það er við þétta, sem kommar eru nú hræddari en nokkuð annað. Nú vita kómmar, að meira að segja börnin hafa skömm á þeim, enda hrópa þeir nú: skríll, skritl! til vesalings bafnanna, sem eru að gera nákvæmlega það sama og þeir, kommarnir, hafa gert svo oft á'ðui’. „Sér grefur gröf þótt grafi.“ Yerkfallskona.“ — Þann- ig lýkur þessu bréfi og kann Bergmái konunni þakkir fyrir. — kr. er miðstöð verðbréfaskipt- anna. — Sími 1710.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.