Vísir - 22.04.1955, Blaðsíða 4

Vísir - 22.04.1955, Blaðsíða 4
vísm D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skriístofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagspr'entsmiðjan h.f. Fimm vikur. Verkfallið hefur nú staðið í fullar fimm vikur, og enn verður ekki séð fyrir endann á því. Tjónið af völdum þess verður vart í krónum talið, og eftir helgnina munu menn þeir, sem unnið hafa við vélar frystihúsanna í bænum, verða að leggja niður vinnu, þar sem foringjar verkfallsmanna hafa ákveðið, að ekki skuli lengur gætt þeirra verðmæta, sem í húsum þess um eru geymd, en þau nema milljónum króna, að áætlun sumra fimmtán til tuttugu milljónum. Kommúnistar hafa frá öndverðu látið í veðri vaka, að þeir hafi auðsýnt mikla tilhliðrunarsemi frá því að til orða kom, að samningum yrði sagt upp og fram á þenna dag. Varla getur það þó talizt mikil tilhliðrunarsemi, þegar kröfurnar eru frá öndverðu hafðar svo háar, að vitað var, að ekki mundi verða gengið að þeim. Er því ekki að furða, þótt almenningur sé þeirrar skoðunar, að tilgangurinn hafi raunverulega verið að stöðva framleiðsluna í sem flestum greinum, því að stöðvun mundi orsaka allskyns vandræði, ekki sízt fyrir þá, er minnst bera úr býtum. Vandræðin mætti síðan nota í pólitískum til- gangi í þjónustu kommúnista hér og þeirra alþjóðlegu bófa- samtaka, sem þeir þjóna. Það er rétt, að verkfallinu var frestað um skeið, en það var af þeirri ástæðu, að ekki þótti heppilegt að leggja niður vinnu, fyrr en skipin færu að streyma til landsins frá útlöndum. Þá hlutu vandræðin að segja fyrr til sín en ella. Enda er líka svo komið nú, að flest skip, sem skráð eru hér í Reykjavík, liggja hér í höfninni, og verður ekkert handtak unnið við farm þeirra. Það er því óvíst, hvort hægt er að heimfæra verkfalls- frestinn undir tilhliðrunarsemi. Það er viðkvæðið hjá kommúnistum, að vinnuveitendur hafi stöðvað atvinnutækin, og beri þvi einir alla ábyrgð á því, hvernig komið sé óg hverjar afleiðingarnar verði. Hér er ekki verkbann, heldur verkfall. Verkamenn sögðu upp samningum og lögðu niður vinnu, þegar ekki var gengið að kröfum þeirra, enda vissu foringjarnir, er þeir sömdu kröfurnar, að ekki mundi verða á þær fallizt. Það eru því foringjarnir, fyrst og fremst kommúnistar, sem befa á því alla ábyrgð, að þúsundir manna ganga nú vinnulausir og atvinnutækin eru stöðvuð. En þeir vonast til að geta rugláð dómgreind þeirra, er átta sig ekki á þessu, og þess vegna halda þeir því fram, að vinnuveitendur hafi stöðvað atvinnutækin. Þetta eru aðeins lítil dsemi um málflutning kommúnista í vinnudeilunni, sem nú er að byrja sjöttu vikuna. Almenningi skal svo látið eftir að dæma um heilindi þeirra manna, er þannig berjást, og þykjast þó hafa góðan málstað. Ekki hússöfmiit núna! TT'yrir um það bil ári efndu kommúnistar til söfnunar mikillar, og var tilgangurinn að verja fénu til að kaupa hús fyrir starfsemi kommúnistaflokksins. Var ekki lítið um að vera í blöðum flokksins, því að hér var um mikilvægan þátt í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar að ræða, enda fór svo, að ekki leið á löngu, áður en búið var að safna meira en þörf var til þessarra viðskipta; Þótti mörgum, að vonum, að söfnun þessi væri með nokkuð dularfullum hætti, enda ekki hirt urn að birta söfnunarlista, og sennilega verið heppilegra að ýmsu leyti. Nú er önnur. söfnun í gangi, og að þessu sinni er ekki verið að safna fyrir kommúnistaflokkinn og starfsemi hans, því að nú er ekki gengið eins kappsamlega fram í starfinu. Finnst mörg- um það einkennilegt, að kommúnístar skuli ekki ganga betur fram, þegar gerður er samanburður á hinni miklu sókn við söfnunina í hússjóðinn. En þetta er ekki einkennilegt, því að menn ættu að vita, að þegar kommúnistar vinna fyrir sjálfa sig og flokk sinn, starfa þeir með öðrum hætti en þegar þeir eru einnig að vinna fyrir aðra. Það er og annað, sem einkennilegt er við söfnun þá, sem nú er unnið að. Þáð er, að kommúnistum virðist hafa láðst að leita til vina sinna, sem í Vínarborg sitja — í sarna húsi og lússneska herstjómin þar — og sendu þeim milljónina vegna -verkfallsms . 1952. Sú miljjón' (Ór þó fyrir „misgáning" . fíl j;tækkunar ií’jóðviijans. Afbrot austan tjalds. Mestit dæmdir til dauða fyrlr a5 steb matvælum. Samkvæmt fregnum, sem dauða fyrix- að stela korni og borizt hafa frá Búlgaríu, standa mjólk. þar nú yfir viðtækustu réttar- Virðast þessar fregnir ekki höld yfir opinberum starfs- gefa í skyn, að neitt sæluríki mönnum, sem um getur þar ísé þar eystra. Iandi. Herma fregnir þessar, að næstum 150 manns hafi verið dregnir fyrir rétt, og' eru þeir sakaðir um fjárdrátt, sem nem- ur samtals 12 miljónum leva, en svo heitir mynt Búlgara. Aðrar fregnir eru á þá leið, að 48 flokksbundnir kommúnistar sé ákærðir fyrir allsskonar sviksemi í sambandi við birgða- dreifingu í landinu. Opinber staðfesting hefir ekki fengizt á fregnum þessum, en Búlgarar hafa undanfárið veríð dæmdir í svo þungar refé- ingar fyrir lítil afbrot, að rétt- arhöld í málum þessum munu sennilegá leiða til margra dauðádóma. Æskulýðsfylkingarblaðið, Narodna Mladezh, skýrir frá því 3. marz, að maður, er hafi tekið undir sig „sovéteignir‘: (korn) hafi verið dæmdur tii dauða. en ýmsir félagar hans voru dæmdir í allt að 20 ára fangelsi. Eitt aðalblað búlgarska kommúnistaflokksins, Otech- estven Front, segir frá því 16. marz, að þingið hafi hafnað dómsáfrýjun þriggja manna, sem höfðu verið dæmdír til Afburðagóð mynd í Gamla Bíó. Gamla-bíó sýnir um ’þessar mundir óvenjulega vel gerða mynd. sem nefnist „Óþekkti maðurinri“. Myndin fjallar um líf og baráttu lögfræðings, sem var sannur þjónn réttlætisins, vildi ætíð hafa það, er sannara reyndist, en öðrum þræði fjall- ar hún um muninn á hinni sið- ferðilegu og lagalegu sekt eða sakleysi í glæpamálum. Þrátt fyrir það, að þetta hljómar heldur þurrlega, er myndin síður en svo þurr eða tormelt. Hún er þvert á móti „hörku- spennandi", sérlega skynsam- lega og vel upp byggð. og leik- ur aðalleikendanna framúr- skarandi, en þeir eru Walter Pidgeon. Barry Sulliyon, Ann Harding og Keefe Brasselle. Óhætt er að mæla með þessari mynd. — t. Ágæt rítgerö um sögustaði í amerísku tímariti. Hedin Bronner er maður nefndur, starfsmaður í banda- ríska sendh-áðinu hér. Hann er lærdómsmaður um norræn málefni. kenndi m. a. norsku og norskar bókmenntir við háskólann í Chicago, áður en hann kom hingað, en hér hefir hann starfað undanfarin tvö ár. Hefir hann ritað allmargar greinar lun nörræn málefni í blöð austan hafs og vestan, og nú síðast birtist eftir hann í marz-hefti tímaritsins „The American-Scandinavian Re- view“ fróðleg og læsileg rit- gerð um sögustaði elds og íss („Sagasteads of Fire and Ice“). Fjallar ritgerðin um Hlíðar- enda og Bergþórshvol, en at- burðir þeir, er Njáls saga greinir frá, að gerzt hafi þar, raktir skilmerkilega. Bronner heimsótti báða stað- ina og athugaði staðháttu alla, en auk þess vitnar hann í ýms rit íslenzkra fræðiinanna um atbui'ði þessa, og hefir hann síðan ritað greinina. Fjölmargar myndir eru í greininni, sem höfundur hefir tekið sjálfur, frá Hliðarenda og Bergþórshvoli og umhverf- inu hið næsta. Þá er þar og mynd af Helga Erlendssyni. Kirkja vígð á Keffa- víkyrffygveffi. Á sunnudag verður vígð á Keflavíkurflugvelli ný kirkja, er varnarliðið hefur látið reisa. Munu um 24 prestar taka þátt í vigsliiatiiöfninni, þar á meðal biskupinn yfir íslandi, herra Ás- mundur Guðmundsson, og full- trúi páfa á íslandi, Jóhannes Gunnarsson Hólabiskuþ. Kirkja þessi hefur sæti fyrir 400 manns og var hún byggð á síðasta hausti af sjálfboðaliðum í varnarliðinu. Var unnið nótt og dag til að ljúkaheni fyrir jólin, og tókst það á Þorláksmessu. Þéruiin S. Jélianiiscíottii*. Ténfeikar í Austurbæjarbíói. Þórunn S. Jóhannsdóttir hélt píanótóneika í Austurbæjar- bíói á þriðjudagskvöld við hús- fylli og ágætar udirtektir. Á efnisskránni var ítalskur kon- sert eftir Bach, chaconnna hans fyrir einleiksfiðlu í píanó- útsetningu Busonis og 32 til- brigði Beethovens í c-moll. Á síðara hluta efnisskrárinnár voru þrjár etýður eftir De- bussy, „Waldesrauchen" eftir Liszt, tvö impromtu og .cherzó eftjþ.^tíoþiííi Þórunn hefir tekið miklum framförum síðan hún lék hér síðast, og vex skilningur henn- ar og þroski hraðfara, samfara aukinni kunnáttu og tækni. Er mönnum það að vonum jafnan mikil furða að heyra, hversu skiknerkilega þesSi unglings'- stúlka greiðir úr flóknum við- fangsefnum. Munu áheyrendur kunna henni kærar þakkir fyr- ir komuna, og fylgja henni hlýjar óskir héðan á iista- brautinni. B. G, Föstudaginn 22. apríl 1955* Bergmáli hefur borizt efiir- farandi bréf frá Útvarpshlust- anda: „Það má vera, að betur færi á, að ég sendi bréf þetta „Hann- esi á horninu", en ég hef aldrei reynt að fá inni lijá lionum, heldur scnt Bergmáli línu endr- um og eins, og vænti þess vegna að fá inni fyrir dálitla athuga- semd við það, sem Hannes skrifar, frá eigin brjsti, í fyrra- dag, um þulina, aðaiþuli og varamenn þeirra, scm hjá Bík- isútvarpinu starfa, en i fyrir- sögn liefur Ilannes sett: Að eins einn góður þulur starfar við út- varpið. Þessu er scm sagt „sleg- ið föstu“ af þessum „dómara“, en mér finnst þetta rangur dóm- ur um bulina, og tel, að Hann- es hefði átt að vera minnugur: talsliáttarins: Lof þú svo einn, að þú lastir ekki annan. Aðalþulir. Nú mun það svo, sem flest- um mun raunar kunnugt, að að- alþulir eru 2 við útvarpið sem stendur: Jón Múli Árnason og Ragnar T. Árnason, en voru 3, þvi að Pétur Pétursson er ekki lengur þulur hjá útvarpinu, og mun liann liafa sagt starfi sínu lausu, a, m. k. var frá þvi sagt: i blöðum. Eg vil taka fram, að ég er samþykkur Hannesi, og niun það og almennt álit, að Pét- ur Pétursson var afbragðs þul- ur, og ég sakna hans sem þul- ar, og það munu fléstir gera. En ég held, að það sé lika nokkurn veginn einróma álit, að þeir Jón Múli og Ragnar séu ágætir þulir. Jón Múli, seni verið hefur frá störfum um hrið', | er nú tekinn til starfa aft- ur, og mun því almennt fagn- að. Vitanlega verður ekki nm það deilt, að þcssir menn eru. báðir stárfandi lijá útvarpinu, þótt aifflar hafi verið fjarver- andi um hríð vegna veikinda. Eg tel það því sleggjudóm -hjá Hannesi, að „aðeins einn góðui* þulur (aðalþúíur) starfi við út- varpið.“ Enn fremúr scgir Hann es, einnig i fyrirsögn: Nauðsyn. á, að ráðnir séu nýir aðalþulir. TJndir það get ég tekið, ef Hann I es á við það, að ráðnir séu íiiénii til viðbótar þessum tv'eim- ur ágætu aðalþulum, sem fyrir eru því að fráleitt mun minni þörf fyrir 3 aðalþuli en var ineð- an P. P. var þar starfandi. Störf aukaþula. Undir það ber að taka, að vandað sé til vals þula, óg þeir sérstaklega þjálfaðir til starfsins, en þar sem aðalþulir hafa veriíi færri en áður var, síðan Pétin- fór og vegna veikiiida Jóns Múla Árnasonar, hafa sumir starfs- menn útvarpsins gcgnt þularstörf um sem yaramenn oftar en áðtír, ! svo sem Baldur Pálmason, Tngi- björg Þórbergs og ef til vill fleiri, Baldur mun oft liafa verið þulur i foiTöHúm. Eg fyrir mitl leyti hef vanizt Báldri vel, og sé eriga ástæðu til að amast við hoiiiun sem varamanni, og um Ingi- björgu Þorbergs, sem liefur iítt komið fram að undanförnu á morgnana, vii ég segja, að rödil herfnar iiljómar mjög vei iút- varpi og kynning licnnar á lögum óaðfinnanleg, og veit ég það álit almennt. Kunna og margir ve). þeii-ri tilbreytni, að kona sé i. hópi þuln, Þá cr stundum veriS að linýta í Sigurð Sigurðsson fyr- ir flutning hans á íþróttaþáttuni, og þótt flutningur Iians sé ekki gallalaus, á hann lof skilið fyrir þætti sína, haun. fiytur þá rögg- samlega, og ulU túái luúis her i-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.