Vísir - 27.04.1955, Blaðsíða 8

Vísir - 27.04.1955, Blaðsíða 8
VtSUEt er ódýrasta blaðið og þó batS £351- brerttasta. — Hringið í síma 1660 eg gerist áskrifendur. Þeir, sem gerast kanpendur VtSIS eltir I 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis tQ mánaðamóta. — Símí 1660. Miðvikudaginn 27. apríl 1955 Met í „fréttaflutningi" sem afdrei veréur hnekkt. Verkfallsverðir eiga alltaf hendur sínar að verja gegn skrílsárásum og dólgum! „Þjóðviljinn“ hefur í morgun Sett nýtt met í ósannindum, svo „glæsilegt" að vafasamt er, að l>ví verði nokkru sinni hnekkt. Bœði í „frétt“ á útsíðu blaðsins af árásum í sambandi við verk- fallið og eins inni í blaðinu, eru liöfð alger enda kipti á sannleik- anum í sambandi við ofbeldisað- gerðir barsmíðaliðs kommúnista. „Fréttin", sem hér fer á eftir, er ítlgerlega i stíl við þessa „blaða- mennsku“: Fyrir nokkru réðst bílstjóri einn með óvenju fólskulegum hætti á friðsaman verkfallsvörð við skyldustörf. Verkfaílsvörður- inn sat í aftursætinu og hafði kylfu. Bílstjórinn sýndi þá það ótrúlega fantabragð, að liann lét höggin dynja á manninum, seni sat fyrir aftan liann. Þá gæti þessi „frétt“ einnig Iiafa staðið í „Þjóðviljánum“: Kaupmaður nokur hér í bæ var á ferð í bæinn með tvo kjöt- skrokka. Þegar hann kom í bæ- inn, mun honum hafa snúizt hug- tir vegna afbrots þess, er liann var að fremja, og hringdi hann því til verkfallsmana, sem þegar sendu bii kommúnistaflokksins, R-4344, á vettvang. Var kaupmað- wrinn svo áfjáður í að afhenda kjötið, að hann braut upp sinn eigin bíl og sagði: Veskú, við verkfaílsmenn. Loks væri þessi „frétt“ alveg' i stíl við Þjóðviljann: Maður nokkur sýndi þann fjandskap í garð verkfallsmanna í nótt, að hann réðst hvað eftir annað á þrjá verkfallsverði, sem voru við skyldustörf sín. Urðu verkfallsverðir þrir hvað eftir anað að beita kylfum sínum tii þess að sefa liinn æsta mann. Síð- ar komu tveir félagar liins æsta manns á vettvang og um líkt leyti 5 verkfallsverðir, og réðiist nú þessir þrír menn á verkfallsverð- ina átta, sem áttu fullt í fangi með að verjast hinum fólskulegu árás- um. Tókst ekki að sefa mennina, fyrr en þeir voru fluttir í lækna- varðstofuna. Á þessa lund er „fréttaflutning- ur“ Þjóðviljans. Öllu er snúið við: Árásarmenn, sem beita báreflum, eiga hendur sínar að verja. Rán og ofbeldi eru talin sjálfsögð. Færeyskur nýsköpuuar- topri í Eyjum. í gær kom til Vestmannaeyja ný- sköpunartogarin Sjúrðaberg frá Klakksvík í Færeyjum. Er þetta mjög fuilkomið og glæsilegt skip, með öllum nýtízku útbúnaði, m. a. tveim ratsjám og síntakerfi um allt skipið. Hafa Klakksvíkingar vcrið á saltfiskveiðum og aflað mjög vel. T. d. fcngu þeir 74 lestir af salt- fiski á tveim söidfhhrigum áður en þeir komu til Vestmannaeýja, en þangað komu þeir til þess að taka salt. Virtust Klakksvíkingar hinir rólegustu yfir atburðunum heima í byggðariagi þeirra. Töldu þeir héldur mikði úr málinu gert, og treysta því að ekki komi til blóðsúthellinga. Undanfarið hefur mikið af fær- eyskum skipum og Öðrum útlend- um skipum komið til Vestmanna- éýja. Alls hafa komið þangað á annað hundrað aðkomuskip þenn an mánuð. SAS vantar flugmenn. SAS, norrænu flugfélagasam- steypuna skortir flugmenn. Ndrska blaðið „Várt Land“ skýrir frá þvi, að i næsta mán- uði muni SAS auglýsa cftir all- mörgum flugmönnum. Segir blað ið, að helzt muni verða sótzt eft- ir dönskum flugmönnum, því að frarn að þessu hafa Danir ekki getð Iagt fram flugmannafjölda á borð við hin aðiidarríkin, en það hefur aftur leitt til þess, að hinir fáu dönsku flugmenn fé- lagsins hafa framazt fyrr en hin- ir og af þessu orðið misklíð. Töku „Morpn fífsins" senn lokB. Senn er lokið töku kvikmynd- ar þeirrar, sem verið er að gera eftir skáldsögu Kristmanns Guð- mundssonar, „Morgni lífsins“. Sænsk blöð greina frá þvi, að í næsta mánuði verði síðiislu atriði myndarinnar tekin i Svi- þjóð, nánar tiltekið í Kullen í Suður-Svíþjóð, og er hér um úti- atriði að ræða, Áður hafði verið unnið að töku meginátriða í V,-Þýzkalandi. en auk *j)ess hefur nokkur hluti myndarinnar verið tekinn á Helgolandi, klettaeynni i Norður- sjó. Það er vestur-þýzka kvikmynda félagið „Greven-Film“, sem ann- ast töku myndarmnar, en ýmsir kunnir leikarar koma hér við sögu. Þá er eftir að gera tal-texta á fjórum málum við myndina, að sjálfsögðu á þýzku, en einnig á frönsku, spænsku og ítölsku. Mýrid þessi var tekin meðan dagblaðavérkfallið stóð sem hæst í London. Þá var eftirspurn mikil eftir blöðum utan. af lands- byggðlnni, svo mikil, að oft seldust þau upp, og varð að setja skilti mn það hjá Lúnduriaáfgréiðsltim þeirra. Ekki samdist við Svía. Viðræðum haldið áfram í sumar. Umræður um loftferðasamning milli íslands og Svíþjóðar fóru fram i Reykjavik dagana 18.—26. april 1955. Formaður íslenzku samninganefndarinar var dr. Helgi P. Briem, sendiherra ís- lands i Stokkhólmi, en formáður sænsku nefridarinnar var flug- inálastjóri Sviþjóðar, hr. Henrik fWinberg. Rædd voru ýms mál- <efni á sviði flugmála er þýðingu hafa fyrir bæði löndin. Fór fram bráðabirgðaathugun á uppkasti »ð nýjum loftferðasamningt miíli íslands og Svíþjóðar. Nefndunum kom saman um, að athuga þessi mál nánar og mæla með þvi við Flugfélag íslands, Loftleiðir h.f. og S.A.S., að þau hefji viðræður hið fyrsta um vandamái þau ,er snerta flugfé- iögin. Viðræður mllli samninganefnd anna verða teknar upp að nýju í Stokkhólxni i siðustu viku júni- mánaðar næstkomandi. ; {Frá utanrikisráðuneytinu.) M þátttaka í megín- lamSsferðum FR. Full þátttaka mun verða í báð- um skémmtiferðum þeim, sem Férðáskrifstöfan éfnir íil í vor til meginlandsins. í fyrri ferðinni hafa 36 af 38 sem hægt er að flytja, pantað far, og vist, að full þátttaka yérð- ur i þessari ferð, en i séinni ferð- ina hafa þegar yfir 30 pantað far, og má éirinig víst telja, að þar verði næg þátttaka. í fyrri ferðina verður lagt af stað á Gulifossi 3. mai og ekið þaðan suður Danmörku og ÞýZkaland, um Sviss, Ítalíu og Suður-Frakkland og þaðan til Parísar. Þaðan verður flogið heim i Gullfaxa, sem flytur þang að þátttakendurna í seinni ferð- inni 1. júni, en sá flokkur ferðast til sömu staða og hinn fyrri, og kemur heim á Gullfossi. Fararstjóri vcrður, eins og i þessum ferðum í fyrra, Baldur Ingólfsson, sein uridárigéngin 2 ár hefur dvalizt í Kiel Og vinnur þar að doktorsritgerð í germönsk um málum. Skolfiríð hfá Ghaza. Skipzt var á gkotum í nótt á landamærum Egyptlands og Isra- els. Þetta gerðist nólægt Ghasa. — Israelsmenn segjast hafa hrakið yfir landamærin flokk manna, sem reyndi að laumast inn á þeirra land. Báðir aðilar hafa sent voþria- hlésnefndinni kærur. Er Las Palmas Evropsk höfn ? Nýlega deildu norsku sjó- mannasamtökin og útgerðar- ménn um, hvort borgin Las Palmas á Kanarí-eyjum væri e\TÓpsk höfn éða ékki. Þessi deila haföi sína þýð- ingu í sambandi við túlkun á taxtakaupi sjómanna, sem er mismunandi eftir því hvort um er að ræða hafnir í Evrópu eða ekki. Sjómannasamtökin héldu því fram, að ekki væri um evrópskar hafnir að ræða sunnar en að Gibraltar, en út- gerðarmenn héldu því fram, að Kanarieyjar væru ríkisréttar- lega, stjórnmálalega og stjórn- arfarslega hluti af Spáni. Úr- skurðurinn féll sjómönnum í vil. Las Palmas telst ekki evrópsk höfn. ftðstoö tií fiottamanna, er leita hæiis vestan hafs. Landsþing lútherstrúarmanna í Bandarikjunum hefur sam- þykkt að veita .milljón dollara til að hjálpa flóttamönnum að koma sér fyrir í Bandaríkjnn- um. Landsþingið mun leggja í sjóðinn 600,000 dollara og Iút- herska kirkjuþingið í Missouri muii Ieggja frarn það sem á varitar. Sjóðurinn mun starfa;, i samvinnu við flóttamannanefnd Bandarikjanna. sem stofnsett var riiéð lögrim frá 1953. írá mannréttindaKefncl Evrópu. Á fundi mannréttindanefndar Evrópu, sem haldinn var í Strassborg í lok marz s.l., lagði Hermann Jónasson, fulltrúi ís- lands í nefndinni, fram yfirlýs- ingu utanríkisráðherra varðandi ákvæði 25. greinar mannrétdnda- sóttmála Evrópuráðsins, én sá sáttmáli gekk í gildi, hvað ísland snertir, 29. júní 1953 og er hirt- ur i heild í Stjórriartiðíndnm A nr. 11, 1954. í 25. grein sáttmálans er svo mælt fyrir, að 'mannréttindanefnd Evrópu sé heimilt að taká við erindum fró einstaklingum óg öðrum, sem telja rétt sinn sam- kvæmt sáttmálarium fyrir borð borinn, enda hafi samníngsaðili sá (þ. e. rikisstjórn), sem kærður er, lýst yfir þvi, að nefndin sé bær að taka við slíkum erindum. Auk íslands hafa Danmörk, Sví- þjóð og írland gefið slika yfir- lýsingu. Þegar tvö aðildarrílci til viðbótar liafa gefið slika ýfir- lýsingu, lcemur þessi heimiíd' nefndarinnar til frariikvæirida. (Frá utanrikisróðuneytinu.) Fveir sækja m stöðu við Heilsuvemdarstoðlna. Nýlega er útrunninn umsökn- arfrestur um stöðu lyflæknis við Heilsuverndarstöð Reykjavíknr. Tveir Iæknar sækja nm stöð- una, þeir Björn Gunnlaugsson og Óskar Þ. Þórðarson. Met í köfun við Hor&g. Nýlega var sett nýtt met í köfun vi8 Noregsstreaöur. Kafári úr brezfca flotanúni, seni var að störfum skammt; frá Björgvin, fór ofan í 411 feta dýpt, cn það er rnéira on 120 mctrar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.