Vísir - 30.04.1955, Side 8
VtSDEC er ódýrasta blaðið og þó J»aS fjöl-
breytíasta. — Hringið f sima 1660 ®g
gcrist áskrifendur.
frsir, sem gerast kaupendur VfSIS eftir
10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis tU
mánaðamóta. — Sími 1660.
Laugardaginn‘30. apríl 1955
Ift var þérf
reú
Leikstjórinn, Gunnar R. Hansen sýnir Ieikuruniun Iíkan er
hann hefur gert af sviðinu. Á myndinni talið frá vinstri: Gísli,
Helga, Knútur, Gunnar, Einar og Jón.
Nýr kikfiokkur byrjar sýninpr
i
næstu viku.
Sýrur „Lyksl ab leyndarmáli44 urtdÍB* stjóm
Gunnars R. Hansen í Austurbæjarbsu.
Nýr Ieikilokkur undir stjórn
Gunnars R. Hanssen byrjax á
næstunni sýníngar á enskum
sakamáiaieík í Austurbæjarbíói,
en siðar verða sýningar á ýms-
um stöðum hér á Suðurlandi.
Leiki’it þetta nefnist á frum-
málinu „Dial „M“ for Murder“,
og er eftir Fredi’ick Knott, en á
íslenzku nefnist það ,J.ykill að
leyndarmáli". Sverrir Thorodd-
sen hefur þýtt leiki-itið. Lcikur-
inn er í þrém þáttunx, en sex
sýningum, og eru leikendur að-
eins fimm: Helga Valtýsdóttir,
Gísli Halidói’sson, Knútur Magn-
ússon, Einar p. Einai’sson og Jón
Sigurbjömsson, en leikstjóri er
Gunnar R. Ilansen, eins og áður
getui'.
Leikrit þetta gerist í London
og er samið fyrir tveim t.il þrem
árum. Hefur það þegar unnið
miklar vinsældir,' enda er það
afburðavel samið. þó leikiritið
megi flokka undir sakamála-
bókmenntir, er það ekki rudda-
legt. Skálkurinn í leiknum er
eiginmaður, sem leitar allra rúða
til þess að kála konu sinni, en
rnistekst fyrrætlunin. Leikritið
var fyrst sýnt, í sjónvaiioi á Bret-
land, og einnig hefur það nýlega
verið kvikmyndað. Loks hefur
það verið Ieikið víðsvegar um
lieim, og er um þessar mundir,
m. a. sýnt í New York, Ixindon,
Paris og Róm, og nýlega var það
leikið í Stokkhólmi, með Gunnel
Borgströrn (Sölku-Völku) í
kvcnhlutverkinu.
ÞaH var ekki
varnarEiðsbíBI.
Að gefnu tilefni vill ráðu-
neytið upplýsa, að varnarliðs-
bifreið sú, sem sum af dagblöð-
um bæjarins telja að notuð hafi
verið við losun á benzíni úr
Skeljungi, til Keflavíkur, á
meðan á verkfallinu stóð, var
ekki á vegum varnarliðsins,
heldur Sameinaðra verktaka.
Er því óréttmætt að saka
' varnarliðið um, að það hafi
með þessu blandað sér inn í
íslenzk deilumál. (Frá utan-
ríkisráðuneytinu).
Hinn nýi leikflokkur, sem í
sumar mun staria undir st.jóm
Gunnars R. Hansen, ætlaði sér
upphaflega að sýna leikritið ein-
ungis utan Reykjavíkur, en síð-
an varð að ráði, að það yrði fært
upp í Austurbæjarbió, og er
þetta í fyrsta sinn, sem Ieikrit er
sýnt þar. Sýningar verða kl. 9 á
völdin, og standa yfir í tæpa
þrja tíma. Frumsýning verður
næstkomandi laugardag 7. maí.
Gunnar Hansen hefur gert upp-
drátt að leiktjöldum og sviði, en
leikai-amir sjálfir smíða allan
sviðsútbúnað.
íélagsprenf-
smiðjan h.f.
65 ára.
Félagsprentsmiðjan er 65
éra á morgun 1. maí.
Hún var stofnuð npp úr
prentsmiðju, sem Sigmund-
ur Guðmundsson keypti
hingað til lands 1885. — 1.
mai 1890 urðu eigendaskipti
að henni og hlaut hún þá
nafnið Félagsprentsmiðjan.
Núverandi formaður prent-
smiðjustjórnar er Kristján
Guðlaugsson hæstaréttar-
málaflutningsmaður. Eig-
endur eru Bjarni Konráðs-
son, Kristján Guðlaugsson,
Björn Br. Björnsson, Erling-
ur Brynjúlfsson og Hannes
Þórarinsson.
Á imdangengnum tveimur
árum hafa verið gerðar
miklar endurbætur á
prentsmiðjunni, m. a. hefur
vélakostur hennar verið
aukinn og bættur. — Innan
skamms fær prentsmiðjan
nýjar vélar til anilin-prent-
unar (fjögurra lita prent-
unar).
Prentsmiðjustjóri Félags-
prentsmiðjunnar er Hafliði
Helgason og hefur hann
gcgnt bví starfi í yfir 20
ár. — Starfslið prentsmiðj-
unnar er yfir 40 manns.
Afmælis þessa merka iðn-
fyrirtækis verðar nánar get-
ið síðar.
Snör handíök mé.íti sjé. víða
liér f bænum í gær, er fjör
færðist í allt athafnarlíf að
Ioknu sex vikna verkfalli. M.
a. var hafist handa um viðgerð
á götunum.
,,Oft var þörf en nú er nauð-
syn“ á vel við að segja nú. í
öllum götum borgarinnar og
vegum í nágrenninu eru holur,
sem fylla. þarf, sumar stórar
og með hvössum brúnum, þar
sem asfaltlag er, og getur af
þeim stafað mikil hætta, auk
þess sem þær fara illa með
bifreiðarnar, en engin leið' að
sneiða hjá þeim öllum, svo
þéttar eru þær sumstaðar. Er
það því mikið ánægjuefni,
þeim sem bifreiðum aka og eru
farþegar í bifreiðum, að kapp-
samlega hefur verið hafist
handa þegar um að bæta úr
þessu ástandi. Verður nú
vaíalaust haldið áfram þessum
lagfæringum og lögð megin-
áherzla á þær, unz tekið verður
til við stærri framkvæmdir.
Myndarleg bok um
sögu Kvennadeildar
SVFÍ.
Kvennadeild Slysavamafé-
Iags íslands £ Reykjavík minn-
ist 25 ára afmælis síns með hófi
í Sj álfstæðLshúsinu f kvöld.
Kvennadeildin hefir unnið
frábært starf að miklu mann-
úðarmáli, og hafa sýnt í því fá-
dæma dugnað og ósérplægni,
enda alþjóð kunnugt.
Út er komin myndarleg bók,
er segir sögu Kvennadeildar
S.V.F.Í. £ Reykjavík á þessum
aldarfjórðungi. Fylgir henni
f jöldi mynda frá sögu og starfi
deildarinnar, en öll er frásögnin
hin fróðlegasta, en Eygló Gísla-
dóttir skrifaði hana. Margt
fleira er í ritinu, m. a. um frú
Guðrúnu Jónasson, formann
deildarinnar frá upphafi, eftir
Guðbjart Ólafsson, forseta
S.V.F. í. Þá er minnzt ýmissa
brautr>rSjenda deildarinnar,
Ingu L. Lárusdóttur, Steinunn-
ar H. Bjamason, Guðrúnar
Brynjólfsdóttur, Jónínu Jónat-
ansdóttur og Guðrúnar Lárus-
dóttur. Loks er ágrip af sögu
kvennadeilda S.V.F.Í. utan
Reykjavíkur. Rit þetta er ágæt-
lega úr garði gert og prýtt fjöl-
mörgum myndum.
Atvinnuleysi í fjölda iðn-
greina í Bretlandi —
veffði Jámbrautaverkfalli ekki afstýrt.
Sir Walter Moncton verka-
máíaráðhetra gerði neðrí mál-
síofu þingsins grein fyrir því í
gær, sem gert hefði verið til að
afstýra verkfalli jámbrautar-
manna.
Stjórnin hefði gert það, sem í
hennar valdi stæði, til þess, og
hefði nú gripið til nauðsynlegra
varúðarráðstafana, er verkfallið
hefst.
■ Framkvæmdastjóm verka-
lýðsfélagasambandsins ræddi i
gær við ráðherrann og síðar \nð
leiðtoga þeirra, sem að verk-
fallinu standa, en af þeirra
hálfu var sagt eftir viðræðum-
ar, að áformunum um verkfall
yrði haldið til streitu.
Leiðtogar þeirra jámbrautar-
starfsmanna, sem ekki eru í
verkfalli, sögðu, að ekkert' gott
myndi af þessu verkfalli leiða.
Við umræðurnar í neðri mál-
stofunni kom fram mikill beyg-
ur um atvinnuleysi í mörguin
iðngreinum, m. a. kolanámum,
ef verkfallið stæði lengi; ekki
yrði unnt að starfrækja orku-
ver, en af því leiddi aftur, að
fjölda margar verksmiðjur
myndu stöðvast.
357 fórust í bílslysum i
janúar í Bretlandí.
London (AP). — í Bretlandi
létu 357 manns lífið í nmferðar-
slysrnn í janúarmánnði.
Vom þetta 26 færri en í sama
mánuði á s. 1. ári, en slys í heild
urðu yfir 15 þúsund og hafði
þeim fjölgað um nærri búsund.
Neerri 4000 maiuis slösuðust al-'
varlega. Allt s. 1. ár urðu rúm-
lega 238 þús. slys á vegum
landsins, og 662 börn biðu bana,
en 707 höfðu farizt árið 1953.
STEF í máli
við vamarliðið
Eins og Vísir hefir áður greint
frá, hefir Bandarikjaher um
nokkurt skeið útvarpað tónlist,
sem ekki hefir verið greitt gjald
fyrir til Stefs.
Hafa ýmsar orðsendingar far-
ið milli form. Stefs og stjórn-
ar vamarliðsins vegna þess
máls, en þeirri málaleitan Stefs
ekki verið sinnt, að greiða gjöld
fyrir verndaða tónlist.
í derember 1953 var Bailey
ofursta, flugforingja á Kefla-
víkurflugveUi sent skeyti þar
sem lagt var bann við því, að
nokkurt það tónverk væri flutt,
sem Stef hefir umboð fyrir.
Nú hefir stjóm Stefs ákveðið
að hefja mál og stefna verið út
gefin vegna flutnings fjögurra
laga. Málið er höfðað til
greiðslu bóta fyrir heimildar-
lausan tónflutning, aðallega á
hendur fjármálaráðherra f. h.
ríkissjóð, en til vara á hendur
D. R. Hutchinson hershöfðingja,
f. h. vamarlrðsins. f miðjum
næsta mánuði mun höfðað refsi
mál á hendur yfirmanni vam-
arliðsins á Keflavfkurflugvelli,
samtímis því, að móðurfélag
,.Stefjanna“, Franska Stef,
höfðar slíkt mál, en það hefur
lýst yfir stuðningi sínum við hið
íslenzka félag. — Sigurður
Reynir Pétursson hdl, flytur
mália fyrix Stef.
Bevan tekinn
í sátt.
birt&r stefmiskrá.
Brezki verkalýðsflokkuiiiiu
hefir birt stefnuskiá sína í hin-
um almennu þingkosninguni,
sem fram fara í næsta mánuði.
— Þingflokkurimi hefir tekið
Bevan í sátt.
Kosningastefnuskráin er al-
gerlega í samræmi við þá
stefnu, sem fiokkurinn hefir
fylgt að undanfömu. Á sviði
utanríkismála er þetta mikil-
vægást í eftirtöldum málum:
Kjarnorkuvopnaprófanir skal:
barina; ný tilraun skal gerð til
að leysa Þýzkalands-vanda-
málið með sameiningu að af-
stöðnum frjálsum kosningum.
Vinna skal að því, að hið komm
únistiska Kína fái aðild að
Sameinuðu þjóðunum, og að
Matsu og Quemoy verði rýmd-
ár o. s. frv. En í innanlandsmál-
um er lögð á herzla á, að stefn-
an varðandi þjóðnýtingu sé
óbreytt.
engir
Hinn spakvitri ritstjóri
Alþýðublaðsins segir m. a.
svo í þvættingsdálki sínum
(ritstjórnargrein) í gær:
„Viðhorfin eru gerólik þar
sem jafnaðarmenn ráða, eins
og bezt hefir sannast á Norð-
urlöndum. Alþýðuflokkarnir
sigrast á kommúnistum með
raunhæfum verkum og far-
sælli stefnu.“
Al'þýðuflokkar Danmerk-
ur, Noregs og Svíþjóðar hafa
enga Hannibala innanborðs,
og múlgögn þeirra njóta ekkl
forustu á borð við þá, sem
hinn íslenzki bræðraflokkur
þeirra verður að Ihlíta. Þá er
ef til vill þá skýringu að
finna. á farsælli stefnu
dönsku, norsku og sænsku
alþýðuflokkanna, að þeir af-
neita öllu samstarfi við hina
kommúnistisku fjandmenn
Iýðræðis og mannréttinda, og
þeir gæla heldur ekki við of-
beldið. Þar er heldur enginn
Gylfi finnanlegur til þess að
bera kápuna á báðum öxlum.
Þetta gæti ritstjóri Alþýðu
blaðsiris hugleiít sér til
dundurs. Ólíkt hafast þeir
að bræðraflokkarnir.
Jafnaðarmenn í Bretlandí
þjóðnýta stáliðnaðinn sem
kunnugt er en íhaldsflokk-
urinn felldi lögin úr gildl
fyrir 2 árum. Síðan hefir
stáliðnaður landsins að *k
hlutum verið seldur í bend-
ur fyrirtækjum og einstak-
lingKtn. j