Vísir - 10.05.1955, Side 4

Vísir - 10.05.1955, Side 4
VlSTB wassn D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. * Félagsprentsmiðjan h.f. Slysavarniir. ’S' fyrradag hófst slysavarnavika hér í bænum, en hún er einn þátturinn í fjölþættri þjóðþrifastarfsemi hins ágæta félags, Slysavarnafélags íslands. Mannmargt var í Nauthólsvík við Skerjafjörð þann dag, og gafst mönnum þar kostur á að kynna sér ýmsar nýjungar, sem S.V.F.Í. og aðrir aðilar, sem svipuðum rnálefnum sinna, hafa nú tiltækilegar ef slys ber að höndum. Forseti íslands og forsætisráðherra heiðruðu sýningu þessa með rærveru sinni. Fór vel á því, að æðstu menn þjóðarinnar hafi ,á þenna táknræna- hátt sýnt, að þeir kunni vel að meta hina giftusamlegu starfsemi S.V.F.Í. Slysavarnafélag íslands einskorðar sannarlega ekki starf sitt við neína tiltekna „slysavarnavikú“, enda þótt sá liður sé oíður en svo ómerkur. Allar vikur ársins eru slysavarnavikur. Alla tíð, nótt sem nýtan dag, er Slysavarnafélagið og hinar einstöku deildir þess úti um allt land, tilbúnar að bregða við, að slys eða válega atburði ber að höndum. Ef rétta þarf bróður í neyð hjálparhönd, stendur ekki á vöskum björgunarsveitum, hvort sem þær eru úr Grindavík eða Rauðasandi, eða annars etaðar að, og allar eiga þær sammerkt í því að þær vinna lífs- háskalegt starf sitt endurgjaldslaust. Raunar er ekki rétt að segja, að þær vinni endurgjaldslaust, því að þær fá ríkulega iimbun fyrir blessunarríkt starf sitt, er þeim tekst að hrifsa úr klóm dauðans hrakta sjómenn, innlenda sem erlenda, eða gðra landsmenn, sem eru í nauðum staddir. Hugsjón Slysavarnafélagsins er fögur og ber laun sín í sjálfri sér. Enginn vafi er á því, að hér er um að ræða félags- fckap, sem allir landsmenn geta sameinazt um, og allir vilja veita brautargengi, enda eru vinsældir hans eftir því. Það fer heldur ekki milli mála, að undir forustu ýmissa ágætismanna, sem ekki verða nafngreindir hér, hefur félag þetta styrkzt og.dafnað, og , óþarfi er hér að lýsa því„ hvert starf það hefur þégar innt af höndum, — svo kunnugt er það öllum landsmönnum. Á morgun er Iokadagurinn. Sá dagur et fjáröflunardagur Slysavarnafélagsins og þá láta menn eitthvað af hendh-rakna til þessa merka félagsskapar. Reykvíkingar manu bregðast vel iVið þann dag og kaupa merki'félagsins nú, eins og jafnan fyrr. Kvei^ijóðin og S.V.F.l. ^egar minnzt er Slysavarnafélagsins er óhjákvæmilegt að •geta um leið þáttar kvennanna í hinu giítudrjúga starfi, Slysavarnadeildir kvénna um land allt hafa unnið svo ómetan- legt starf, að án. þess væri félagsskapur þessi ekki það, sem hann er. Um þetta eru sjálfsagt allir sammáia. Það er að vísu rétt, að það eru harðduglegir og hraustir karlmenn, sem leggja sig í lífsháska, er bjarga skal mönnum úr strönduðu skipi eða við hinar erfiðustu aðstæður. Liggur í augum uppi, að þannig hlýtur það að vera, eðli málsins sam- kvæmt. En hin þrotlausa vinna kvenfólksins við fjársöfnun og margháttaða félagsstarfsemi er einnig naúðsynleg, og á þessu sviði hafa íslenzkar konur unnið þrekvirki, sem aldrei verður fúllþakkað. ! Fyrir skemmsíu átti Kvennadeild S.V.F.f. í Reykjavík 25 ára afmæli, og var þess að.sjálfsögðu minnzt með margvíslegum hætti, bæði í blöðum og útvarpi. Framlag þessarar deildar til bjöi'gunarmála á íslandi er ótrúlega mikið og gott.. Enda þótt e. t. v. sé ekki rétt að nefna nein nöfn í þessu sambandi, til þess að gera engum rangt til, ber þó að nefna nafn frú Guðrúnar Jónassön, sem verið hefur formaður deildarinnar frá byi'jun. Áð sjálfsögou hefur hún noíið mikillar og farsællar samvinnu fjölmargra annarx-a ágætiskvenna, en allar haía þær með fórn,- fýsi og starfsgleði byggt upp deildina og hrundið fjölmörgum nauðsynjamálum í framkvæmd. Er nú skemmst að minnast, að deildin lagði fram andvirði björgunarbáts þess, sem ýtt var á flot í Nauthólsvík um helgina, og ber nafnið „Jón E. Bei’g- sveinsson“, í höfuðið á hinum raungóða erindreka S.V.F.Í., sem látinn er fyrir nokkru. Þá hefur deildin lágt franr fé til skip- brotsmannaskýla og til ýmislegra annarra . fi'amkvæmda, en allt er þetta kunnara en frá þui'fi að segja. Vísir óskar slysavamasamtökunum gæfu og gengis í nútíð og framtíð, en þakkar konunum séi'staklega framlag þeirra í þágu hins mikla mannáðarmála, :. y II : t'ili Varnir gegn karlölluhnúðormum A. Útbreiðsla. Kartöfluhúðormur hefur fundizt á þessum stöðum hér á landi: Reykjavík, Hafnai’firði, Akranesi, Keflavík, Grindavík, Eyrarbakka, Stokkseyri, Vík í Mýrdal, Vestmannaeyjum og Hrafnagili í Eyjafirði. B. Leiðbeiningar. Kai’töfluhúðormurinn lifir á rótum kartöflugrasa, utan á kartöflum og í moldinni um- hverfis, sumar og vetur. Þegar ormurinn er kominn í garðinn á annað borð, lifir hann þar og eykur kyn sitt ár frá ári, ef kartöflur eru stöðugt ræktaðar og ekki höfð sáðskipti. Helztu varnai’ráðin gegn hnúðormum eru þess vegna þau, að hætta kartöflurækt í ormasýktum görðum og nota ekki kai'töflur úr þeim til út- sæðis. Ætti ekki að rækta kart- öflur í sýktu görðunum a. m. k. 4—5 næstu árin eftir að hnúð- ormsins varð vart. Öruggast er að breyta ormasýktu görðunum í tún. Taka ber upp kartöflur, sem lifa veturinn í sýktum görðum. Garðyrkjuverkfæri eru hættu- legir smitberar. Ef þau hafa verið notuð í sýktum görðum, verður að þvo þau vandlega og sótthreinsa í sjóðandi vatni eða foi'malíni. Sömuleiðis kai’töflu- borð (hörpur), sem notuð eru til að flokka kartöflur o. s. frv. Hnúðormarnir geta borizt með fótum manna og dýra. Varast skal að rækta kaytöflur í plöntuuppeldisstöðvum á húðoi'masvæðunum, því að hnúðormarnir geta borizt með mold og alls konar plöntum úr smituðum görðum. Kartöfluhnúðormar geta smitað tómatjurtii'. Ber þess vegna að vai'ast að láta mold úr kai'töflugörðum lenda í tómata- húsunum. Með sáðskiptum og heilbrigðu útsæði er hægt að svelta húðoi’mana til útrýming- ar. Látið Atvinnudeild Háskólans vita, ef vart verður við hnúð- oi'ma í göi’ðum. Ef senda skal kai’töflujui'tir til skoðunar, ber að grafa grösin upp og senda i'ætui'nar með moldinni, sem þeim fylgir. Þai'flaust er að senda sýnishorn fyrr en í ágúst. Atvinnudeild Háskólans, Búnaðardeild. Karl Kristjánsson aljiingismaðni' 60 áru. > Karl Kristjánsson............ alþingismaöur 60 ára. Viljans art þér veiti frið, vaxi hjartans gróður. Um þitt bjarta ævisvið yndis skarti gróður. Engum leynist listin þín. Lætur einatt falla okkar hreina orðsis lín yfir meining snjalla.. Leikur enginn vafi við vöxt á gengissjóðum. Eg hef fengið sett á svið sýn af drengskap góðum. Lárus Salómonsson. Líftryggingarbónusútborgun Líftryggingarbónusútborgun verður dagana 9.—17. maí n.k. kl. 2—5 daglega á skrifstofu vorri Lækjargötu 2, Reykjavík. Þeir tryggingarþegar, er fengið hafa tilkynn- ingar, og óska eftir að fá bónusinn útborgaðan, eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til skrifstofu vorrar, og hafa með sér kvittunarreitmn ásamt líftrygging- arskírteininu. V áiryggingarskrlfstofa Sigínsar SigliVatssoitar h.f. Lækjargötu 2,- Reykjavík - Símí 3171 Kaupmenn í Reykjavlk og nágrenni Séi-fi'æðingur í vörudreifingu heldur erindi og sýnir fræðslumynd um nýjungar og bætta skipulagshætti smá- söluverzlana í kvöld, þriðjudag kh 8,30 í Leikhúskjallar- anum. Sérstaklega er mgtyöru-. og Jfjötkaupmönnum bent á að sækja fundinn. Samband smásöluverzlana. i; u: Þriðjudaginn 10. maí 1955 Á sunnudaginn upp úr lxádeg- inu mátti sjá fólkið streyma suð- ur í Skerjafjörð til þess að vera þar viðstatt björgunarsýningiina í Nauthólsvík. Um eftirmiðdag- inn var óslitin bílaröð suður í víkina, enda var þar margt manna, meðan á sýningunni stóð. Þótt veður væri gott, var kalt og ber bréfið það með sér, sem hér íer á eftir: Björgunarsýningin í Nauthólsvík. Slysavarnafélagið og önnur samtök um mánriúðarmál njóta mikilla og verðskuldaðra vin- sælda hér á landi. Það var því engin furða, að fjölmennt var í Nauthólsvík s.l. sunnudag, er sýnd yoru ýmis björgunartæki og starfsemin þannig kynnt almenn- ingi. Sýningarnar sjálfar voru með ágætum og S.V.F.l. til mik- ils sóma. En hins vegar var sjálf framkvæmdin á þessu og skipu- lag allt í molum og til hinna mestu leiðinda, og finnst mér rétt að vekja atlxygli forráðamanna S.V.F.Í á því með þessum hætti, lxætti. Stundvísi kostar ekkert. Auglýst var, að sýningin ætti að hefjast kl. 4. Þefta stóð ekki heima, heldur var byrjað hálf- tíma seinna en ætlað var. Þelta er óliæfa. Þarna var múgur og margmenni, margir með börn, en kalt var að bíða í norðannepj- unni. Þá mátti heita, að algert skipulágsleysi rikti á svæðinu, og vissi enginn, hvar hann mátti vera, enda var allt af öðru hverju verið að reka eitthvert fólk úr einhverjum stað. Þetta hefði niátt fara betur, og er raunar óafsakan- legt. Þá voru óþarfa málaleng- in'gar í kynni mótsins (Heni’y Hálfdánssýni), þeim mæta manni. — Það er ágætt að fá sögu slysavarnanna, en það vérður að vera inni í hlýjum sal, en ekki úti undir berum himni í norðan- gjólu.. Ekki nógu góður gangur. Þá var það og vitavert, hve langan tíma atriðin tóku, því að menn verða að liafa hugfast, að þarna voru mörg börn, sem fljót- lega verða óþólinmóð, og þess vegna erfitt að liemja þau. Þetta átti að ganga snarlega; og lxvcrt atriðið að reka annað. Þarna skorti skipulag, og verður að gera betur næst. Hitt er annað mál, eins og sagt var í upphafi, að sýningin serii slik var fróðleg og skemmtileg. — Gói. Leið mistök. Sið.astl. föstudag var birt í. Bergmáli bréf frá borgara ein- um, sem kvartaði undan því að hann, sem væri lieilsulaus liefði mætt ókurteisi af hendi þjória að Hótel Borg. B.ergmál hai’inar að við nánari athugun hefur komið í ljós, að bréf þetla liafði ekki við neitt að styðjast, sem byggt var á sanngirni. Það hefur nefnilega komið i ljós, að niaðin-- inn var ölvaður, er honum var neitað um afgreiðslu, og gat þá suðvitað ekki borið öðru heilsu- leysi við að sinni. Það lxefur líka komið í IJÓs, að nxaður þessi hef- ur oft notið Jyrirgreiðslu þjón- anna á Hótel Borg, svo þeir áttxx það sízt skilið, að lxann launaði þeim á þenna liátt. Það skal að lokum aðeins tckið fram, að oft getur verið erfitt að dæma um slík bréf.og nxjög leitt til þess að vita, þegar þessir dálkar eru jni^notaðir, eins og í þetta skipti. ;—. kr. . ... .

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.