Vísir - 10.06.1955, Page 7
Föstudaginn 10. júní 1955
vism
5
Selveiðar í Nerðurhöfum.
31iiíjóm selm er drepim
í —pédrn •• íirL
Selveiðar sem sérstakur at- ,
vinnuvegur eru ekki ýkja gaml-
ar, og segja má, að þær hafi
hafizt í stórum stíi fyrir rúm-
um 40 árum eða svo.
Fyrir þann tíma höfðu norsk-
ar seglskútur farið í norðurveg
á sumrum, en þær voru arftak-
ar hvalveiðiskútanna, sem tóku
að veiða rostunga og bjarndýr,
er hvalina tók að þrjóta. Síðan
komu dieselvélar til sögunnar,
og þá gátu skútur þessar farið
langar leiðir norður í ísinn til
þess að veiða selina. Nú eru sel-
veiðar orðnar mikilvægur at-
vinnuvegur, en rostungar og
bjarndýr eru veidd aukalega.
Aðalafurðir selveiðanna eru
spik og skinn. Skinnin heyra
ekki undir loðfeldi, því að sel-
irnir, sem veiddir eru, eru
,,hár‘,-selir, með miklu grófari
hárum en selategund sú, sem
veidd er vegna loðfeldsins. En
skinn kópanna, bæði fyrir fæð-
jngu og næstu dagana eftir
fæðingu, eru snjóhvít og mikið
notuð í ódýrar loðkápur á Norð-'
urlöndum og í Þýzkalandi.
Flestum selskinnum er skipt í
fjórar tegundir eftir notkun
þeirra: Skinn, sem notuð eru í
„vaskaskinn" svonefnd, glófa, í
áklæði á húsgögn og loks í
fjórða lagi skinn þau, sem not-
uð eru í aktygi og skófatnað.
Kjötið er ágætlega hæft til
manneldis, en þó er ekki nema
örlítill hluti þess fluttur heim
og notaður í refafóður í Noregi.
Selveiðimenn eta það á ferðum
sínum, en yfirleitt eru selskrokk
arnir skildir eftir á ísnum, þeg-
ar búið er að flá af þeim spikið
og skinnin. Á þennan hátt eru.
skildar eftir, þúsundir lesta af
kjöti á ísauðninni ár hvert.
Veiðar stundaðar
vor og sumar.
Selveiðivertíðir eru tvær,
vor og sumar, og ekki á sama
stað. Beztu veiðistöðvar á vor-
vertíð er Vesturísinn, eins og
Norðmenn nefna hann, eða sá
hluti norðurskautsíssins, sem á
vorin er nálægt Jan Mayen,
einmana eyju milli Norður-
Noregs og Spitzbergen. Hinar
stöðvarnar eru í Hvítahafi. Áð-
alveiðistöðvar á sumarvertíð
eru undan austur- og norður-
strönd Spitzbergen og á ísbreið-
unum undan Norðausturland-
inu (á Svalbarða).
Vorselirnir fæðast í febrúar
og marz í Hvítahafj og Vestur-
ísnum. I júní eða júlí taka þeir
að leita vestur á bóginn. Þeir
fara um Norðuríshaf og Græn-
landshaf meðfram ísröndinni
suður með austurströnd Græn-
lands, suður fyrir Hvarf og síð-
an norður á bóginn um norð-
austurleiðina, um Beringssund
til Aleut- eyja, suðvestur af
Alaska. Þar safnast þeir saman
þúsundum saman á fengitíman-
um. Þegar honum er lokið,
hverfa þeir til baka sömu leið
og koma um jólaleytið í sellátr-
in. Á skemmri tíma en 8 mán-
uðum hafa selirnir tvisvar farið
um hálfan hnöttinn.
látrunum, hafast þeir við á ísn-
um í stórhópum. þúsundum
saman. Ef ísbreiðan er. ekki
samfelld, brjótast selveiðiskip-
in inn í miðja hópana; er krækt
í kópana með bátshökum. Full-
orðnu selirnir eru skildir eftir
þar til síðar. Þegar skipið loks
nemur staðar, er skipt liði.
Annar hópurinn gengur á sel-
ina og rotar þá hvern af öðrum.
Hinn hópurinn. tekur til við
fláninguna og safnar skinnun-
um saman i hrúgur, sem síðan
eru dregnar um borð með vind-
um. Selveiðar eru ekkert
,,sport“. Það er slátrun, sem
framkvæmd er við hin erfið-
ustu skilyrði frá náttúrunnar
hendi. Grimmdarfrost 'eru al-
geng i Hvitahafi i marz og
hvassviðri tíð. Og enn kaldara
er oft í Vesturísnum. Það er
kuidalega að lóna norður í
Hvítahafi í febrúar og bíða
þess, að vertíð hefjist, þar sem
hvassviðri geysa, en sjóir erfið-
ir vegna þess, að dýpi er ekki
meira en 15—20 faðrnar. Þó er
enn óþægilegra að„ hafast við
uppi í tunnunni í framsiglunni
og geta sig ekki hreyft. Þá er
að geta þess, að fláningarmenn
eru jafnan berhentir við vinnu
sína á ísnum.
Vertíðin hefst
1. marz.
Lög leyfa ekki að selveiðar
hefjist í Hvítahafi fyrr en 1.
marz. Þá bíða skipin, en hafa
áður svipazt um eftir selnum,
Það eru einkum Norðmenn og
Rússar, sem stunda þenna at-
vinnuveg, og þar ríkir hörð
samkeppni, sem hefur valdið
mikilli gremju norskra selveiði-
manna í garð Rússa. Mynni
Hvítahafs, milli Kanin- og
Sviathöfða, er um 100 km.
breitt og þess vegna opið haf,
almenningur. Rússar líta öðrum
augum á þetta. Þeir hafa þar
herskip á verði, sem stöðva
norsk selveiðiskip og krefja þau
um gjöld. eftir stöerð, áður en
þau fá að koma á selveiði-
stöðvarnar. Þá nota Rússar það
ráð, að þeir beita ísbrjótum,
sem eru mörg þúsund lestir að
stærð, til þess að smærri skip.
geti farið langt inn í selveiði-
hópana, og flugvélar þjóta í lít-
illi hæð yfir ísnum og" hræða
selina í áttina til rússnesku
skipanna.
Á veiðistöðvum í Vesturísnum
gilda engin lög um selveiðar, '
og" þar má heita, að Norðmenn
séu einráðir. I
I
i
Hundruð þúsunda j
drepin. 1
Fáir gera sér ljósa grein fyrir
því, hve stórkostleg slátrun sú
er, sem selveiðar sem atvinnu-
grein byggjast á. Árið 1926 voru
drepnir yfir 300.000 selir í
Vesturísnum og Hvítahafi af
Norðmönnum einum. Árið 1935
sem var lélegt ár, voru drepnir
150.000 selir. Auk þess kemur
hlutur Rússa. Norðmenn segja,
að selveiðifloti Rússa sé stærri
;og aukist með ári hverju.
Sennilegt þykir, að í góðu ári
séu drepnir um 1 milljón selir.
Vísindamenn geta reiknað út,
livenær selir hljóta að verða al- í
dauða með slíkri blóðtöku.
( Sumar-selveiðar eru með
1 allt öðrum hætti en vorveiðarn- |
ar, og Norðmenn telja þær hálf- i
gert sumarleyfi. Þá er einkurn
veiddur kampselur, sem hagar
sér ólíkt öðrum selum. Hann
hefst helzt við einn sér á ísn- j
um. Hann er, ásamt hvítabirn- ■
inum og sérstakri mávategund,'
sérstætt fyrirbæri á ísbreiðum
norðurskautsins. Kampselurinn
I er stór skepna, allt að 3 metrum
J á lengd, sem lifir á fiskum og
j smádýrum sjávarins. Haim á
það til að liggja og flatmaga
á ísnum meðan hann meltir mat
1 sinn, en þá sætir hvítabjörninn
| lagi og ræðst á hann. Björninn
etur spikið og drekkur blóð
! selsins, ef hann er svangur og
! þyrstur. Norðmenn nota ekki
nema spikið, en mávar gæða
1 sér á kjötinu.
iwvwjwwvvwvvwwww '
hjólbarðar og slöngur.
Tökum upp í dag:
500x16
525x16
550x16
600x16
650x16
600x16
fyrir jeppa
Birgðir takmarkaðar.
Brautarholíi 20.
Símar 6460 og 6660
S |
!; í Garðhrífur
-I I; Kantklippur
í ;í Kantskerar
,í j; Trjáklippur
Arfasköfur
li
i
Stunguskóflur
Steypuskóflur
Blómaskóflur
Barnaskóflur
Barnaspaðar
Gaflar
GarðsSöngur
Slöngukefli
Slöngudreyfarar
Slöngukíemmur
Tengistykki
Garðkönnur
o. fl.
Be;t aé aualvsa í Vísi.
Kóparnir eru
clrennir fyrst.
Meðan selirnir
dveljast
S T E f N-
MÁLNING
Alhör, 140 cm. br. í lök
á 20,45 £
Hálfhör, 140 cm. br. í ver
á 22,85. \
Léreft 140 cm. br. á 13,45 ^
og 12.60. ^
Léreft 90 cm. br. á 10,30 5;
og 8.45. jf;
Hvítt Everglaze á 23,60 og jj;
17,50. >
Þuiin stórrósótt gardínu-
efni brjár gerðir á 23,90 ;)
mtr.
Sport-ullargarn, margir j)
litir. jí
Ullargarn með silkíþræði, S
ljósblátt — bleikt — jí
hvítt. í
Telpubuxur, allar stærðir jji
Skólavörðustíg 8, sími 1035 «t
>jvwwwyvw,A.wwwvvwv
HAZEL BISHOP
frá kr. 66,50
Drengjaskyrtur
frá frá 48,50.
Brengjapeysur
með ermum,
frá kr. 42,00.
Sportbolir
frá kr. 21,50
Kvenpeysur
frá kr. 44,50
Amerískir
sportjakkar
frá kr. 325.
o. m. fl. nýkomið.
VATNSÞETT
ÞOLIR
ÞVOTT
FLAGNAR
EKKI
LILLINGTON’S
PAINTCRETE
>E Steinmálning utan- og innanhúss.
Almenn.to M&tjgsjinyafélat/id h.f9
Borgartúni 7 — Sími 7490.
i . /UVVWUWMVVWWVUVWWVWVUVVV,WWVVV>UVVVVVVVVVVW:>
HAZEL BISHOP
VARALITURINN er eini
„ekta“ liturinn, sem fram-
leiddur er í Bandaríkjun-
um.
Söluumboð:
PÉTUR PÉTURSSON
Hafnarstræti 7.
Laugavegi 38.
LALUAVKUI JO - 8Ím: 3305?
Grímuklæddir menn frömdífc
nýlega bankarán í Cleve-
land, Bandaríkjununi, og:
komust burt með mikinn
ránsfeng — 60.000 dollara.
VrtftiV.V.WUVi.SWrfWUli'V^WW.VA’.V.VAW.-.'WiW^JV.:,
Opið í kvöld til kl. 11,30.
Ætldm Örmólfs
syngur með hljómsveitinni.