Vísir - 18.07.1955, Blaðsíða 4

Vísir - 18.07.1955, Blaðsíða 4
rrm VfSIB Mánudaginn 18. júlí 1955 D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. ,; Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingóífsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. __ d , Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðján h.f. Allra augu mæna á Geiti. T-*að mun ýkjulaust, að athygli allra þeirra, sem hafa nokkra " aðstöðu til að fylgjast með heimsviðburðum, beinist nú að Genf, þar sem leiðtogar fjögurra áhrifamestu þjóða heim: munu sitja á ráðstefnu þessa viku. Þetta á ekki aðeins við urr þjóðir þeirra fjögurra manna, er munu ræðast við í hinni fyrrverandi aðsetursborg Þjóðabandalagsins, heldur yfileitt allar þær þjóðir, sem óttast — og ekki að ástæðulausu — að ný styrjöld kunni að brjótast út, og öllu lífi á jörðinni verði þá tortímt, því að svo langt eru mennirnir komnir í tækninni, ac lítill vandi er að leggja allan þenna hnött, sem við byggjum í algera auðn. Forvígismenn þjóðannn og einstaklingar innan beirra ósks þess, að bundinn verði endir á „hið kalda stríð“, sem háð hefui verið í heiminum að heita má frá því að mönduiveldin von að velli lögð fyrir tæpum tíu árum. En menn óska þess ekki, að þessu stríði verði lokið með þvi, að annað taki við, stríí þar sem byssunúm og sprengjunum yrði beitt á nýjan leik. Þess vegna er það, að efnt er til þessa fundar í Genf. Hann á að halda til þess að kalda stríðinu verði ráðið til lykta, til að draga úr kuldanum í sambúð þjóðanna og bæta samvinnu þeirra á öllum sviðum, svo að hægt sé að beita kröftunum við að auka framfarir, velmegun og vellíðan einstaklinganna hvar- vetna á jörðinni. Þær eru óteljandi yfirlýsingarnar, sem leiðtogar þióðanna hafa gefið um að.þeir vilji ekki styrjöld og'að þeir sé reiðubúnir til að leggja fram krafta sina til að koma í veg fy.rir styrjöld. Sé þessar yfirlýsingar allar gefnar af heilum hug, á að vera fyrir hendi grundvöllur til að ná samkomulagi um öll atriði, sem máli skipta, til að bæta sambúð þjóðanna. En ef þær eru aðeins gefnar til að sýnast mun þess vart að vænta að fundahöldin i Genf beri þann árangur, sem mannkynið óskar og vona.r, að af þeim spretti. Tvéir þeirra lciðtoga, sem funtVnn sitja, Eisenhower og Bulganin, hafa látið svo úm mælt, að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því, að fundurinn muni leysa öll vandamál heimsins. Það er eðlilegur vaxnagli, og mun þó enginn gera ráð fyrir því, að þessir fjórir menn og aðstoðarmenn þeira geti á fáeinum dögum komið á Fróðafriði, enda þótt unnið verði af kappi og einlægni. En þeir hafa látið i ljós þá skoðun og von, að hægt verði að finna grundvöll fyrir batnandi Samstárf, og ef slíkt tækist, þá væri hálfur sigur unninn og jafnvel meira. Þetta er í rauniimi aðalatriði: Að fundinn verði grund- völlur til samstarfs, sem gengið yrði til heils hugar, til að finna leiðir að því marki að bægja ófriðarvofunni frá mannkindinni. Og í þeirri von munu góðar óskir hundraða milljóna manna fylgja störfum þeirra manna, sem nú eru seztir á rökstóla í Genf, enda getur svo farið, að líf og frarritíð mannkynsins veiti á þvi, að þeir hafi ekki farið erindisleysu þangaö. TAramsóknarmenn munu vera með gobbnari manntegundum hér á iandi, og virðist ekki skipta máli, í hvaða lands- fiórðungi eða sýslu þeir eru upp runnir. Virðist það vera eitt af inngönguskilyrðum í flokk þeirra, að menn kunni nokkur skil á þeirri list að klappa á öxiina á sjálfum sér og hrósa sér af áfrekum sínum — og annarra einnig', ef hægt er. Munu skapast þjóðsögur um þetta, er fram líða stúndir, eins og önnur einkennileg fyrirbæri í þjóðlífinu. Lesentlur Tímans v’ta, að framsóknarmönnum í núverandi stjórn er falin lausn allra vandamála, sem mest eru aðkallandi. Sýnif það traustið’á þeim. Afrekin sanna svo, að réttir menn voru valdír. Framsóknarmenn eru til dæmis að rafvæða landið, þeir eru að stórauká jarðræktina, þeir eru að koma togurum til sjávárplássa í strjálbýiinu, og þeir leysa öli vandamál í sambandi við veru varnarliðsins á þessu landi. Er þó ekki allt talið, sem þeir gera. Þegar lesendur Tímans fræðast um þetta, furðar þá á því, að Framsóknarflokkurinn skuli ekki hafa fengið hvern þing- mann í hvcrju kjördæmi kosinn í mörgum undanförnum kosn- ingum’. Hvað er slíkur ílokkur að gera í stjórn með íhaldinu? segja mehn. Við umhugsun komast þpir að því að þetta er allt karlagröbb framsóknarmanna, og afleiðingin verður — færri ÆtÆiViSókiíaríúénit; á þ'iiítgi náist.' Áiram’ iiieð grc&íáið/ pihar!''' ’1 Grein í þýzku blaði: TugthúsiS í Reykjavík hefur verið tómt í hálfa öld." Eiftglftiift IsIcHdiii£(Hr síelur né freisftiir glæp. Svo sem kunnugt er bauð Flugfélag Islands blaðamönn- um frá öllum dagblöðum í Hamborg, auk annarra gesta, til Islands í fyrstu áætlunarferð sinni frá Hamborg til Reykja- víkur um miðjan sl. mánuð. Virðist sem koma þeirra til 'slands og skrif þeirra síðar um and og þjóð hafa orðið til lokkurrar landkynningar, því rýlega barst hingað bréf með .itanáskriftinni „Til dagblaðsins í Reykjavík“ ásamt grein eftir einn íslandsfaranna og löngu Dréfi frá kanu. sem á enga heit- iri ósk en þá, að mega koma ;il íslands. Kvaðst kona þessi hafa orðið ;vo hugfangin af íslandi við estur gr'einarinnar, að hún bið- ir um upplýsingar hvernig hún ;eti komizt hingað og fengið lér atvinnu. Grein blaðamannsins nefnist: „ísland. Kátt fólk — bjartar, nætur“, en höfundurinn heitir Herbert Scharkowski. Greinin 3i' svolátandi: „Klukkan var tvö að nóttu, sn bjart sem á degi. Á einni mínútu taldi eg 18 stóra amer- ’ska bíla, sem óku gegnum mannfjöldann í miðbænum. Reykjavik, höfuðborg íslands, fagnaði þjóðhátíðardeginum. Börgin telur 60 þúsund íbúa og liggur 850 kílómetra norðvest- ur frá Skotlandi. Jafnvel þótt máður hafi ekki dvalið nema 30 klukkustundir í landinu undrast maður engan veginn þótt ekki dimmi um lág- nættið. Maður undrast ekki heldur yfir því þótt manni sýnist bifreiðarnar vera fleiri en mannfólkið og að bílarnir séu allir í sólskins skapi. Frá því er Flugfélag íslands flutti mig í fyrstu áætlunaríerð sinni milli Hamborgar og Reykjavíkur hafa engar fimm mínútur liðið svo, að nýtt undr- unarefni hafi ekki gagntekið mig. í fyrsta lagi er það kvenfólk- 1 ið. Það hefir meðfæddan þokka til að bera, sérkennilega fagrar tennur og eru smekkvísar,' meira að segja fagurklæddar. | I b'eztá danssal borgarinnar, sem er innréttaður í ■ stíl við skipslest, sátu þær með leiftr- andi augnaráði og þótti ekkert á móti því þótt litíð væri til þeirra. Þær dönsuðu af fjöri en háttvísi og um Boogie- woogie var ekki að ræða. Þegar hljómsveitin lék siðasta1 iagið ldukkan hálf tólf (auðvit- að „Sjáurúst áftur“) kvöddu þær glaðklakkalega og héldu heim til mæðra sinna. Annað þekkist eklci á íslandi. Ungar stúikur vinna og græða of fjár. Húsmæður á stórum héimilum hafa orðið að sætta sig við þá staðreynd, að vinnu- kona á heímili er þær óþekkt fyrirbæri. Eftir stríðið fluttust 150 iísia»& ml' iéss að vinna a^f.fyú^törfum. En 100 þeirra eru þegar giftar. Kona þýzka sendiherrans, Dr. Opplers, sagði: „Eg hefi nú um fjögurra ára skeið haft sömu stúlkuna, Irmgard, ágæta stúlku. En í vikunni sem leið kom hún til mín til þess að segja mér hvað kindasvið væri ljómandi matur. Og það er auðsýnt að þeim, sem þykir kindasvið — þjóðarréttur íslendinga — góð, er kominn i náin persónuleg' kynni eða tengsl við íslendinga. Mig grun- ár; að Hildegard sé á leiðinni að gifta sig.“ Það er heldur ekki hægt að álasa þýzku stúlkunum fyrir að giftast íslendingum. Jafnvel fátækustu eiginkonurnar þar í landi hafa allt, sem hugurinn girnist: ísskáp með fullkomn- ustu þægindum, uppþvottavél, hrærivél, þvottavél. Og þurrk- vélarnar eru þannig útbúnar, að þegar þvotturinn er orðinn þurr, spila þær lag og syngja: „Halló, halló, halló.“ Fólk, sem kunnugt er í Am- eríku hefir sagt mér, að lífs- kjör og almenn velmegun sé meiri á íslandi heldur en í Bandaríkjunum. Á íslandi er heldur ekki um neina stétta- skiptingu eða stéttamun að ræða. Verkamennirnir sækja sömu skemmtistaði og gistihús og forstjórarnir. Fyrir hálfri öld bjuggu að- eins 7 þúsund sálir í Reykja- vík. Einasta samgöngutækið voru þá tvíhjólaðar kerrur :j— og svo að sjálfsögðu hestai'nir, sem íerðast var á um þvert og endilangt ísland, en það er á- iíka stórt og allt England. Nú hefir bifreiðin ieyst hstinn að fullu og öllu af hólmi — og nú síðustu ái'in hafa ílugvélarnar líka tekið að sér hlutverk hests- ins. Á íslandi eru 22 flugveilir. Enn eitt undrunafefni: „Fangelsið í Reykjavík hefir staðið tómt um 50 ára skeið. Enginn íslendingur stelur né fremur glæp. Einu skiptin, sem einhver hinna 7 fangaklefa er tekinn í notkun, er í þeim til- fellum þegar ístöðúlaus ung- lingur hefir fengið sér neðan í því um of. Ef ekki er mögu- leiki, af einhverjum ástæðum, að fara heim með piltinn, er hann innbyrtur í „salatfat“ ■og hann fluttur í fangageymsl- una, þar sem hann fær að sofa úr sér vímuna. Daginn eftir er hann svo sektaður um 200 krón ur, sem jafngildir 50 þýzkúm mörkum. En þegar fslendingar komast í áfengi hættir þeim við að kunna .sér ekki hóf. Þetta land, sem staðið hefir í stað í eitt þúsund ár, er nú í örri þróun frá degi til dags. Eg.ferðaðist um gráar auðnir með klettum og moságróðri og einstöku grashnjótum, unz við komum allt í einu að hvann- grænum dál. Og í þesum dal var engin byggð fyrir tveimur áratugum, en nú var risið upp hfpjlt þorp: Hveragprði. Þar standa gróðurhús í löngum röð- um og í þeim vaxa bananar og vinviður. Náttúran er gjöful á jarðhita. Hvarvetna sýður og bullar í heitum hverum og þeir hita upp miðstöðvar allra húsa í Rykjavík. Náttúruöflin eru alls staðar að verki og alls staðar til hags- bóta. Risaháir og ferlegir fossar, sem eru í fullu samræmi viS jöklana, gígana og hraun- straumana, gefa afl til virkj- ana. En gullnáma atvinnulífs- ins — fiskveiðarnar — blífur. Um þetta leyti árs eru öll skólabörn í þriggja mánaða sumarleyfi. Þau hafa stillt sér upp fyrir framan síldartunn- urnar og salta í þær. Þýzki sendiherrann sagði mér að kona, sem þann þekkti, liefði boðið 13 ára gömlum syni sín- um í fjögurra vikna sumarleyf- i isferðalag. En sonurinn brosti bara og sagði: „Nei mamma, j það borgar sig ekki fyrir mig.“ Og þetta svar hans er auðskil- ið þegar maðpr veit, að hann fær 1600 krónur, eða 400 þýzk mörk, á mánuði í kaup. En Islendingurinn er sá sami við sig og hvorki ríkidæmi né vélamenning hafa getað breytt honum. Jafnvel Ameríkumenn. — en þeir voru 80 þúsund að’ tölu á íslandi, á stríðsárunum, en eru nú um 5000 — fengu engu áorkað um áhrif á fsiend- inginn nema hvað þeír gátu kennt honum að tyggja togieð- ur. íslendingurinn lifir og bygg I ir á fornri menningu. Hann I þekkir út í æsar hetjudáðir ís- : lendingasagnanna. Þjóðverji nokkur fór, ásamt 1 íslenzkum vinum sínum, nj'Iega | í ferðalag út að hafi. Þegar þangað kom sögðu íslending- arnir honum í mikilli hugaræs- ingu, að á þessum stað hafi konan, sem hljóp burt ffá manninum sínum, kastað sér fyrir björg. Þjóðverjinn tók að gerast ,för- vitinn, taldi sig finna þefinn.af miklum og' æsandi tíðindum, og spurði hvenær þetta hefði skeð. „Það var árið 1432,“ Mjóðaði svarið. Jón Dan híaul vsrðiaun Samvínnunnar. Dóbnefnd í smásagnasam-. ' keppni Samvinunna’r Iiefm- nú lokið störfum, og ákvað wefnd- in að veita Jóni Dan, Melliaga 7, Reykjavík, fyrstu verðlaunt fyrir smásöguna Jörð í fcstum. Jón Dan er ungur maður, seni hefur birt eftir sig nokkrar smá sögur undanfarin ár og hlaut þiðju vefðlaun í smásagnasam- keppni Samvinnunar 1951. Verð launin, sem Jón hlýtur, eru férð með Sambandsskipi til megin- landshafnar og heim aftur og 2000 krónur að auki. Önnur verðlaun hlut Rósa B. Blöndals, Mosfelli, Gomsnesi, og þriðju verðlaun Bjartmar Guðmundsson, Sandi, Suður- Þingey j arsýllu. Alls bárust 146 snrásögur víðs vegai' að aí.landínu eftir karla og konur, unga og gamla. I dómnefnd áttu sæti Andrés Björnsson, fulltrúi hjá Útvarps ráði, Andrés Kristjánsson, fréttastjóiji, ><?g ifits.tjóí'i iSam- vinnpnusr. íud Jni;rihh.,.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.