Vísir - 21.10.1955, Blaðsíða 6
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Pálssen.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skriístofur: Ingólfsstræti 3.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Simi 1660 (fixnm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJ’
Laus?">ala 1 króna
Félagsprentsmiðjan hJ.
Ósamið um aðalatriði.
TT'ulltrúar þriggja flokka á Alþingi hafa, eins og almenningi
•*- mun kunnugt, borið fram tillögur um, að hervendarsamn-
ingnum við Bandaríkjastjórn skuli sagt upp hið bráðasta, og
verði hætt við allar frekari framkvæmdir á mannvirkjum á
vegum varnarliðsins, en það verði síðan á brott eins fljótt og
tök eru á. Eru tillögur kommúnista og þjóðvamamanna vit-
anlega gamlar lummur, enda eru þeir flokkar í rauninni
tvær greinar á sama stofni, en alþýðuflokksmenn hafa einnig
borið fram tillögur um þessi efni, þótt þær sé ekki nákvæmlega
eins og hinar.
í forsendum fyrir tillögum þessiun er það vitanlega helztu
rökin, að nú sé orðið svo friðvænlegt í heiminum, að ísland
muni ekki framar verða í neinni hættu vegna misklíðar stór-
veldanna í austri og vestri. Er vitnað í ýmis ummæli þessu
til stuðnings, og er það rétt, að 'ýmsir stjórnmálamenn líta
svo á, að ekki sé nákvæmlega eins mikil hætta yfirvofandi af
herveldi kommúnistaríkjanna um þessar mundir og um langt
árabil undanfarið. En enginn mun þó geta grafið upp ummæli
ábyrgra stjórnmálamanna um það, að öll hætta sé úr sögunni,
að nú geti allir velt sér á hina hliðina, og haldið áfram að
sofa.
Eins og menn vita, hefur undirnefnd afvopnunarnefndar
Sameinuðu þjóðanna setið á fundum vikum saman að undan-
iörnu í New York. Nefndin hefur haldið óteljandi fundi á
undanfömum árum, en allir vita, að árangurmn hefur orðið
sorglega lítill, nefnilega alls enginn. Menn deila um það,
hverjum þetta sé að kenna, en það virðist auðsætt, að allt hefur
strandað á því, að kommúnistaríkin vilja afvopnun án eftir-
lits, lýðræðisríkin telja, að afvopnun án eftirlits mundi aðeins
verða til að aúka hættuna af kommúnistum, er mundu geta
haldið óbreyttum vopnabúnaði eða aukið hann, því að enginn
gæti haft gætur á athöfnum þeirra.
Og hér er raunar komið að þvi, sem er mergurinn málsins i
öllum umræðum um heimsfriðinn, bæði að því er snertir ís-
land og varnir hér og heiminn yfirleitt. Meðan ekki hefur
verið samið um, hvernig haga skuli afvopnun stórþjóðanna,
og engir samningar hafa heldur verið gerðir um það, hvert
fyrirkomulag skuli haft á eftirliti með því, að allir standi við
samninga í þessu efni, er heimsfriðurinn litlu tryggari en áður,
þótt það bál virðist ekki brenna nú, er gæti orðið mannkyninu
að • aldurtila eða því sem næst. En hættulegur neisti getur
kviknað fyrirvaralaust, og kami þá að verða um seinan að
gera ráðstafanir til varnar.
Við íslendingar skulum híða átekta í þessu máli. Við skulum
íjá, hverju fram vindur, þegar afvopnunarnefndin kemur
saman til fundar í næstu viku, en henni er nú ætlað að taka
þar við, sem undirnefndin lætur staðar numið., Verði henni
auðið að búa svo um hnútana, að afvopnun og öruggt eftiriit
verði ákveðið þar, mun mega ætla, að öllum þjóðum verði
•ohætt að draga úr viðbúnaði sínum og rauitverulegur friður
verði tryggður. Þá verður kominn tími til að ræða um aðra
skipan á Keflavíkurflugvelli, en fyrr er það' óyádegt.
Mjóík eða rjónti,
A f ástæðum, sem öllum eru kunnar, hefur orðið að grípa til
skömmtunar á mjólk á sölusvæði mjólkursamsölunnar.
Heyfengur hefur víða verið lítill og lélegur hjá bændum á
svæði samsölunnar, og kýr hafa verið teknar á gjöf, svo að nyt
hefur dottið niður, en vonandi rætist eitthvað úr því, er frá
Jiður, þótt skömmtun muni verða framkvæmd, af nauðsyn,
við og við í allan vetur.
Þess hefur verið getið í blöðum í sambandi við það, að
rkömmtunin hefur gengið í gildi, að menn muni ekki burfa að
óttast, að skortur verði á rjóma, því að hann muni verða
íluttur norðan úr landi, og verði því fáanlegur, meðan léiðir
teppast ekki vegna snjóa. Mönnum finnst það dálítið einkenni-
Jegt, að ekki skuli hugsað fyrst og fremst um að koma þeirri
mjólk hingað suður, sem fer til riómaframleiðslunnar, og ættu
þeir, sem þessum málum ráða að gera hér breytingu á. Hversu
rnargir halda þeir, ,að þeir neytendur sé, sém skortir mjólk,
en hafa ekkert við rjóma að gera? Þar eru vaíajaust hundrað
gcgn einum. Það er skýlaus krafa, að mjólk verði frekar flutt
m bæjarins en rjómi.
VÍSIR
Örðugleikar Sovét-
ríkjanna í l\lið-Aslu.
Eftir Walter Kolarz.
Grein þessi er upprunalega
fyrirlestur fluttur í brezka út-
varpið (B.B.C.) fyrir nokkru.
í aprílhefti aðalblaðs komm-
únistaflokksins ,,Kommunist“
var bent á ýmsa örðugleika í
atvinnulífi í Sovétlýðveldum
Mið-Asíu. Höfundur greinar-
innar um þessi mál er æðstur
innfæddra flokksforingja í
Mið-Asíu og viðurkennir hann
að stefna miðstjórnarinnar í
Moskva í efnahagsmálum hafi
mætt mikilli mótstöðu og þá
aðallega I Kazakhstan og
Tadjikistan.
í fyrmefndu ríki lögðust hin
kommúnistísku yfirvöld lengi
vel gegn nýrækt kornekra
enda töldu þau landið fyrst og
íremst fyrir búpening og að
breytingin mundi skera niður
beitiland. Leiddi það til þess
; að fyrsti og annar ritari flokks-
ins í Kazakhstin voru lækkað-
ir í tign í ársbyrjun 1954, enda
telur greinarhöfundur þá og
aðra, sem voru sömu skoðunar,
hafa skaðað hagsmuni íbúanna
og Sovétríkjanna yfirleitt.
í Tadjikistan var andstaða
gegn áformum Krusjevs um
aukna maisrækt og vanræktu
fyrirsvarsmenn landbúnaðar-
ráðuneytisins þar vissa tegund,
en vildu rækta hrísgrjón í
staðinn, enda var mikil eftir-
spurn eftir þeim heima fyrir.
En flokksstjórnin greip fram
fyrir hendur þeirra og kom
hlutunum í rétt horf eins og
blaðið ,,Kommunist“ orðar það.
Yfirvöldunum í Tadjikistan
hafði einnig láðst að koma á
sameign dráttardýra í fjall-
lendinu. Hin æðri máttarvöld
fyrirskipuðu þá að uppræta
bæri leifar einstaklingsfram-
taksins og eignarréttarins a
þessu sviði.
GreÍRirliöfundurinn bendir
einnig á að mjög eimi eftir af
þjóðemiskend á menningar-
sviðinu bg þá aðallega meðal
sagnfræðinga og rithöfunda.
Áður hefur verið kvartað und-
an þessu, en í greininni er sagt
frá því, að nútímahljómlist og
„músíkmenning hinnar miklu
rússnesku þjóðar“ hafi mætt
andstöðu. Raunar hefur komið
til mikilla vandræða í hljóm-
listarmálum í hinni sovézku
Mið-Asíu og greinarhöfundur
segir baráttu hafa veriö háða
milli þeirra, sem héldu fram
listastefnu heimalandsins og
umboðsmanna hins opinbera
sem reyndu að þröngva rúss-
neskri hljómlistamenningu upp
á Mið-Asíu. Hinir síðarnefndu
náðu yfirhendinni um hríð og
um tíma máttu vinsæl skáld
hefðu sig mjög í frammi. Ef
dregið væri úr starfinu fyrir
hugsjónunum mundu fjand-
menn þessir re.vna að ala á
úlfúð þjóða í milli og sérstak-
lega gera tilraun til að æsa
þjóðir Mið-Asíu gegn Rússum.
Byltingasinnar yrðu að vera á
verði vegna sivaxandi starf-
semi útflytjenda í Austurlönd-
um þeim sem ekki búa við
sovézkt þjóðskipulag. Er því
haldið fram í greininni að
komið hafi verið upp kerfis-
bundinni þjóðernisstarfsemi
landráðamaima á þessum slóð-
um. í fjölda ára hafa rúss-
nesku blöðin látið þetta fram
hjá sér fara og umræður um
þessi mál í ofangreindri blaða-
grein sýnir Ijóslega að leið-
togum kommúnista er síður
en svo sama um þau.
Ama...
Framhald af 1. síðu.
sæmilega. Ég hef tvívegis kom-
ið fram í sjónvarpi, ásamt fleiri
þátttakenaum, og voru þar
lagðar fyrir okkur nokkrar
spurningar, sem við áttum að
svara.“
— Hvenær komið þér heim?
„Ég býst við að ég komi með
flugvél Flugfélags íslands á
þriðjudaginn, og hlakkar mig
nú til. Þó að búið sé að vera
ákaflega gaman og hver dagur
í London hafi verið dýrlegt æv-
intýri, þá er ég þó fegin því að
þessu er lokið. Og nú vona ég,
að ég geti hvílt mig. Ég vil biðja
Vísi að færa öllum heima beztu
kveðjur mínar.“
Lengra var ekki samtalið og
óskum vér Örnu til hamingju
með þátttöku hennar í keppn-
inni, því að þó hún hafi ekki
hlotið þar verðlaun, hefur hún
orðið landi sínu og þjóð til
sóma, en um það vitna gleggst
blaðaummæli og viðtöl sem
birzt hafa við hana í brezkum
blöðum undanfarna daga. Hef-
ur framkoma hennar í hvívetna
vakið aðdáun, og er óhætt að
segja að um engan þátttakenda
í keppninni hafi blöðin skrifað
jafn mikið og Örnu, enda kom
hún fyrst allra til keppninnar.
IVfinning
Hannesar Hafstein heiðruð.
Af tilefuí 50 ára afmælis höf-
undalaga hér á landi í gær
lagði stjórn Bandalags íslenzkra
iistamanna á afmæJisdaginn
blómsveig við styttu Haimesar
Hafstein á stjórnarráðsblettin-
um.
Hannes vár frurnkvöðull
ekki koma fram í úivarpi
heima fyrir. Var þeim sagt að
beirra tími væri genginn, en
það iikaði mönnum ekki. Höi'-
•'hdur greinarinnar lagðist þvi
gegn því að þjóðleg' tönlist
vrði bönnuð og mælti með því
áð ekki yr'ði ger.gið fram hjá
innlendum listamönnum þótt
einnig væri ýtt undir rússneska
tónlist.
Hinsvegar hélt hann því
fram að ekki mætti draga ur
baráttunni gegn þjóðernis-
hneigðinni í Mið-Asíu með því
fjandmenn Sovét-Rússlands
þeirra laga. Við sveiginn eru
fest bönd með íslenzkum fána-
litum og þar letrað;
Til heiðurs Hannesi Hafstein
á 50 ára afmæli íslenzkra hiíf-
undalaga 20. októbér 1955. Með
þakklæti.
Frá Baudalagi íslenzkra lista-
manna.
Að athöfninni lokinni bauð
stjórnin til hádegisverðár með
hinum nýja heiðursforsets
bandalagsins, Gunnari Gunn-
arssyni, skáldi, og dvöldu menr
saman fram eítir degi í fagn-
aði og viðræðum.
Föstudaginn 21. október 1955.
Þá er mjólkurskömmtun haf-
in, en hún er svo rúm, að varia
kemur til þess að i'ólk þurfi
beinlínis að kvarta undan rnjólk-
urskorti. Mjólkin er aðeins
skömmtuö fyrrihluta dagsins og
of't er liægt að fá til viðbótar án
skömmtunarmiða, þegar fram yf-
ir skömmtunartímann er kom-
ið. Þetta skömmtunarfargan, sem
er þó alveg nauðsynlegt, eyktir
talsvert á vinnuna hjá stúlkun-
um í mjólkurbúðunum, því þær
verða að telja skömmtunarmið-
ana og svo er að lialda þeim sani-
an. Allt kostar þetta meiri vinnu
og snúninga, en oft er það svo
að varla verður sagt, að starfs-
fólkið sé fleira en brýnasta nauö-
syn krefur.
Ein að afgreiða.
Kona við Njálsgötu innarlega
kvartar undan því að i mjólkur-
búðinni, sem hún verzlar í, sé að-
eins ein stúlka til afgreiðslu i
injólkur- og brauðabúð og þótt
dugleg sé, koniist hún varla yfir
að afgreiða marga viðskiptavini
án tafa. — Samkvæmt þvi er
konan segir, Væri þarna ekki
vanþörf á því að bæta við stúlku
til þess að afgreiðsla gengi þar
skammlaust. Það þarf ekki að
taka það fram, að fæstar hafa
húsmæðurnar tima til þess að
bíða langan tíma í búðum á
j morgnana vegna heimilisverk-
1 anna og liarnanna. Það er mikið
lagt á eina stúlku að þurfa að
annast alia mjólkur- og brauða-
afgreiðslu í fjölbýlu hverfi.
I
Kveðja frá Gregory.
í Keflavik eru pörupiltar, seg-
ir i símtali við Bcrgmál, sem
hafa framið ýmsa óknytti und-
anfarið og kenna verkin Greg-
ory. Einn morguninn þegar þorp-
ið vakiiaði, fannst dauð dúfa á
staur, liafði hún verið hengd og
við hana fest spjald, þaf sem á
stóð: Kveðja frá Gregory. Nokkr-
um dögum síðar fannst köttur
eins kennarans hengdur og var
spjald með sömu áletrun fest við
hann. Sjálfsagt hcfur veslings
pörupiltunum fundizt þetta rajög
fyndið, en engum öðrum fannst
það. Þykir mönnum yfirleitt lúa-
legt að níðast þannig á dýrunum
til þess að koma þessu stolna orða
tiltæki á framfæri.
Bcðið í ofvæni.
Mikill var spenningurinn í
ýmsu fólki í gær eftir því að
heyra úrslitin frá London um
hver yrði kjörin fegurðardrottn-
ing. Undir eins eftir miðjan dag
var farið að hringja til blaðsins
og spyrja um úrslitin, seni þá
voru auðvitað ekki kunn. Þar
seni þetta er í fvrsta skipti, sem
islenzk kona tekur þátt í fegurð-
arsamkeppni erlendis, var þetta
mjög skiljanlegt. Og hver sem
liltur Örmi liefði orðið, mátti
telia þetta talsverðan viðburð.
— kr.
—------------
Jchamtes Kjarval
s|áHugur.
Jóhannes Kjarval sjötugur.
Heill þér, Kjarval, hörkustál,
hundrað ára verður bráðum.
Ailt, sem vannst þú, vannst
með sál,
vina fórstu oft að ráðum.
Ilamingjan þér bönd sín batt,
björt er leið að förnum vegi.
Er það ekki, sonur, satt,
,ið sál þín Kjarval aldrei deyi?
Guðm. Grímssoiv, .