Vísir - 21.10.1955, Blaðsíða 12

Vísir - 21.10.1955, Blaðsíða 12
 YISIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Þeir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. Föstudaginn 21. október 1955. 66 Efnahags- og atvinnumáS Breta mjög á dagskrá. Tilefnið, að „haustfjáriög verða Sögð fyrlr þlngið. Brezka stjórnin Ieggur auka- fjárlög, haustfjárlög eins og blöðin kalla þau, fyrir þingið, er það kemur saman í næstu viku. Er mikið um efnahags- og atvínnuinálin rætt í brezkum blöðum í morgun af þessu til- efni og eigi færri en 11 birta ritstjórnargreinar um þessi efni.. Það er fremur óvanaleg't, að slík f járlög séu lögð fyrir þing- ið, og nokkur ár eru síðan það var gert síðast. Andstæðingar stjómarinnar, jafnaðarmenn hafa ekki verið seinir á sér, og segja að þetta sé sönnun þess, að Butler hafi villt þjóðinni sýn sneð skattalækkuninni s.l. vor, og verði hann nú að grípa til einhverra nýrra ráðstafana til tekjuöflunar. Yorkshire Post heldur því hins vegar fram, að skatíalækkunjn hafií leitt til aukins framtaks og örvunar viðskipía. Annars er ekki kunn- uxgt um, hverjar ráðstafanir Butiej: hefur í huga og bíða nneim þess með nokkurri ó- Ípreyju, að það komi í ljós. Bíaðíð Daily Mail, sem er eitt þeirra, sem ræðir þessi mál, favetur stjórnina til á- kveðnari afstöðu gagnvart auð ihringunum sem noti sér aðstöðu sína til þess að halda uppi háu ■verðlagi^ og einngi hvetur blaðið til ákveðnari afstöðu gagnvart verkalýðsfélögunum, <og telur verkföll og kaupskrúf- Kosnihgar í Frakklandi fyrir jól? Franska stjórnin kemur sam- an tií fundar í dag og ræðir aiýjar kosningar. Faure forsætisráðherra boð- aði fund þennan í gær. Innan fiiægrí og miðflokkanna eru nú ígerðar allháværar kröfur um, að gengið verði til kosninga fyrir jól, jafnvel snemma í des- em.ber. A5 því er virðist kennir nokkurs beygs í þessum flokk- sun> um kosningaúrslit, fari kosníngar ekki fram fyrr en næsta ár, þar sem Mendes- France sem mun hafa í hyggju að fá aðstöðu til að mynda vinstristjórn, er talinn vera að aninisa. á. Telja hægri- og mið- fiokksmenn betri horfur á að E®ra nú en síðar. ur, sem þau eigi sök á einnig leiða til aukinnar dýrtíðar, en verðbólgan sé eitt hinna miklu vandamála, sem við sé að glíma. Nokkur' blaðanna, m. a. Times telja margt líkt um Bretland og V.-Þýzkaland nú, til dæmis hafi hvorugt landið af atvinnu leysi að segja, en verðbólgu- hættan sé mikil og vaxandi í j báðum og af svipuðum orsök- um. Manchester Guardian tel- ur, að aðstaða V.-Þ. í sam- keppni við aðrar þjóðir muni stórum batna vegna erlends verkafólks í V.-Þ., en hins veg- ar megi t. d. brezkir kolanámu- menn fæstir heyra það nefnt, að ítalskir verkamenn séu flutt- i ir inn til að vinna í námunum. Öllum blöðunum ber saman um, að mikil og knýjandi nauð syn sé að auka framleiðsluna og útflutninginn, en greinir á um leiðirnar. Eins og kunnugt er, hafa Rússar ákveðið að afhenda Finniun aftur Porkkala-skaga, sem þeir rændu frá þeim á sínum tíma. Myndin sýnir landamæravörð á Porkkala-skaga. Drengur veriur Tvær sölur í Þýzkalandi. Á miövikudaginn seldu tveir SsleiraMr togarar afla sinn í Þýzkalandíi. Bæjartogarinn Pétur Hall- dórsson seldi í Cuxhaven 217 "iestir fyrir 105,146 möfk, og togarinn Jörundur seldi í Ham- &org 2766 körfur síldar fyrir 51^777 mörk.r' .... í gær varð umferðarslys á Langholtsvegi, en þar varð sex ára gamall drengur fyrir bifreið og meiddist. Drengurinrt skrámaðist og hlaut fleiri meiðsl, m. a. kvart- aði hann undan verk í höfði. Hann var fluttur á slysavarðstof una, þar sem gert var að meiðsl um hans, og eru þau ekki talin alvarlegs eðlis. Drengur týnist. Síðdegis í gær var lögreglan beðin aðstoðar við að leita þriggja ára drengs sem horfið hafði heimanað frá sér áður urn daginn og enginn vissi hvert. Þegar leitin bar ekki árangur var sporhundur Flugbjörgun- arsveitarinnar fenginn ef ske kynni að hann gæti rakið spor drengsins. En litlu seinna barst tilkynning um að drengurinn væri kominn fram, og að hann myndi sennilega hafa „stungið sér inn“ á bíó. Kveikt í rusli. Slökkvilið og lögregla var kvatt á vettvang í gær vegna elds, sem krakkar höfðu kveikt í kassarusli við Gárðastræti 2. Mikinn hita lagði frá eldinum, þannig að nokkurar rúður sprungu í húsinu og gluggaum- búnaður sviðnaði. Að öðru leyti varð ekki tjón áf eldinum og var hann strax slökktur. Vígbúnaðarsíefna Egypta mikið áhyggjuefni. HernaÖarbandafsg þeirra og Sýrlendinga undirritab næstu daga. ★ Rússar eru sagði hafa boðiö Egyptum vopnaverksmiðju. sem er tilbúin til flutnings. Verksmiðjan er útbúin vél- xun til framleiðslu á riffluvn, vélbyssum og léttum falí - byssum. Forsætisráðherra Sýrlands boðaði í gær, að varnarsáttmáli Egyptalands og Sýrlancls yrði undirritaður eftir nokkra daga. Varnarsáttmáli þessi hefur verið á döfinni síðan er áform Egypta um varnarsáttmála og hernaðarbandalag allra ara- biskra. nágrannaríkja Israels fóru út um þúfur. Strönduðu þau áform m. a. á því, að Irak neitaði og gerðist aðili að varn- arsáttmála Tyrklands og Pak- istns, sem Bretar gerðust að- ilar að og síðar Iran (Persía). — Ekki er kunnugt frá opin- berri hálfu um efni sáttmálans, en áður hefrn* verið sagt í Ka- iro, að ef til styrjaldar kæmi yrðu báðir herirnir undir sam- eiginíegri yfirstjórn. Brezku blöðin gagnrýna all- mjög Egypta í morgun vegna vígbúnaðarstefnu þeirra (her- gagnakaup hjá Rússum og Tékkum o. fl.). — Segja þau vopnabúnað Egypta slíkan, að ætla verði að miðað sé við á- rásir en ekki vamir. Daily Mail bendir á, að Egyptar eigi fjór- um sinnum fleiri flugvélar en Israelsbúar, þeir eigi 30 Cent- aurion-skriðdreka en Israels- búar enga og Egyptar séu tvö- falt sterkari fyrir, að því er stórskotalið varðar. Telur blað- Uitgverjar skerba hluf- leysi Austurríkís. Austurríska stjórnin hefur sent ungversku stjórninni mót- mælaorðsendingu af því tilefni, að ungverskur herflokkur skerti hlutleysi landsins. Gerði hann það s.l. mánu- dag með því að vaða hálfan kílómetra inn í landið og ýfir- heyra fólk í þorpi riokkru um' flóttamenn. — Austurríska! ■stjórnin, krefslj þess, að séð verði um, að slíkir atburðir endurtaki sig ékki.. " ið, að ekki beri að afhenda Egyptum 34 skriðdreka af of- annefndri gerð, sem Bretar hafi lofað þeim, þar sem allar að- stæður séu nú breyttar frá þeim tíma, er þeim var lofað skrið- drekunum. Blöðin eru nokkurn veginn sammála um, að varhugavert sé, að auka vopnasendingar til Israels, því að afleiðingar gætu orðið til þess að gera horfurn- ar enn ískyggilegri en þær eru, og vilja heldur, að Egyptum og öðrum sé gert ljóst, hverjar af- leiðingar ofbeldi, ef til þess kæmi að því yrði beitt, gæti haft. Er jafnvel stungið upp á, að Bretland og Bandaríkin birti yfirlýsingu urn, hvað gert yrði, ef til ofbeldisárásar kæmi.1 Loftleiðir bjóða 8 íslenzkum blaða- mönnum til Björg- vinjar. Á lauardagsmorguninn k!. 9 fer flugvél frá Loftleiðum fyrstu áætlunarferð sína héðan til Björgvmjar, sem nú hefir bæzt inn á áætlunarkerfi Loft- leiða h.f. Fyrsta íslenzka flugvélin sem lentí á flugvellinum viS Björgvin var Edda, en hún kom þar við á heimleið síðastliðinn mánudag og var Kristinn Ólsen flugstjóri í þeirri ferð. Hins vegar er fyrsta flugið beint héð- an á laugardaginn. í tilefni af þessari nýju flugleið hafa Loft- leiðir boðið átta blaðamönnum til Björgvinjar, og munu þeir dveljast þar yfir helgina, en koma aftur á mánudagskvöldið með sömu flugvél Loftleiða, sem þá verður á leið frá megin- landinu vestur um haf. Háhyrningurinn horf- inn af miðunum. Tregari síldvetði í nótt en í fyrrinótt. Síldveiðin var tregari í nótt heldur en í fyrrinótt, enda var hvasst á miðunum og flestir bátarnir byrjuðu að draga net- in snemma. Mikla athygli vekur það hjá skipverjum að nú verður há- hyrningsins hvergi vart, og er eins og að hann hafi horfið með öllu við flugvélaárásina á dögunum. Bátarnir, sem voru vopnum búnir og sérstaklega til þess ætlaðir að ráðast gegn háhyrningnum í haust, voru á hnotskóg eftir honum í gær og urðu aðeins varir eins einasta í stað þess að venjulega óðu bátarnir 1 heilum háhyrninga- torfum. Akranesbátarnir öfluðu frá 70 og upp í 100 tunnur í nótt. Heildaraflinn mun hafa verið um 500 tirnnur og var Ásbjörn hæztur með 100 tunnur. Bátar frá Keflavík fengu yf- irleitt 30—70 tunnur í nótt. í gær lönduðu 8 bátar um 700 tunnum. í Sandgerði lönduðu sex bát- ar 500 tunnum síldat*. í nótt var veiðin tregari, eða frá 30 og upp í 80 tunnur á bát. Hjá Grindavíkurbátum var aflinn 139 tunnur í gær á 3 báta. Var Freyja hæzt með 98 tunnur. í morgun voru tveir bátar komnir úr róðri eftir sl. nótt. Var aiinár þeirra með 30 en hinn með 40 tunnur. í morgun var hvassviðri h.ér á miðunum og óvíst er hvort bátarnir fari á veiðar í dag. ★ Fregn frá Hong Kong herm- ir, að 15 ára gamall hcrmað- ur úr her kínverskra kom- múnista íiafi “nýlega flúið imi í Hong Kong nýlenduna. Þetta þótti nokkrum tíðind- tun sæta, sökum þess hversu óvanalegt það er, að slíkt komi fyrir. • -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.