Vísir - 28.10.1955, Síða 10

Vísir - 28.10.1955, Síða 10
10 VISIR Föstudaginn 26. október -1955 1 •«: Hjartaná mái Eftir Graham Greene. 3Ú — Þetta er allt í lagi, Scobie, sagði lögreglustjórinn. Wright höfuðsmaður sagði: — Þér verðið að afsaka ónæðið. Eg var sendur til að taka skýrslu. Eg er fyllilega ánægður. Þaklca yður fyrir. Ef þér þurfið á mér að halda næsta hálfan xnánuðinn, verð eg hjá Yusef. Þegar alls var gætt, höfðu þeir neytt hann til að skrökva. Hann hafði alls ekki mælt sér mót við Yusef. En samt sem áður átti hann erindi við Yusef. Hann ætlaði að reyna að komast að einhverri niðurstöðu í Yusefmálinu. Hann ók hægt í rigning- | unni, og þegar hann ók fram hjá hótelinu, sá hann Harris þar i vera að berjast við að spenna upp regnhlífina sína. — Á eg að aka yður? Eg er að fara sömu leið og þér. — Það einkennilegasta hefur skeð, sagði Harris. — Eg hef loksins fengið hús. — Til hamingju. — Það er nú kannske fullmikið að kalla það hús, en heimili er það. Það er einn af kofunum uppi við veginn. Ég verð að deila honum með öðrum. —• Með hverjum? —■ Ég ætlaði að spyrja Wilson að því, en hann er farinn — til Lagos og ætlar að vera þar eina eða tvær vikur. Hann er eins og Rauða akurliljan, háll eins og áll. Hann smýgur burt einmitt þegar ég þarf á honum að halda. Og ég hef kom- izt að því að við erum báðir frá Downham. —• Downham? — Já, skólanum, auðvitað. Ég fór inn í herbergi hans til að hnupla mér bleki. Og þá sá ég þar á borðinu emtak af tímaritinu Gamlir Downhamnemendur. | — Það var einkennileg tilviljun, sagði Scobie. — Og vitið þér bara hvað! Þetta er sannarlega dagur mikilla viðburða. Ég var að renna augunum yfir tímaritið og rekst þá á eftirfarandi tilkynningu; „Ritari Gamla Downhamfélagsins vill gjarnan komast í samband við gamla nemendur, sem við höfum misst sjónar á.“ Svo komu nöfnin og þar, á miðri síðu, stóð mitt nafn með stórum stöfum. Hvað segið þér um það? — Hvað gérðuð þér? — Ég fór þegar í stað í skrifstofuna, settist niður og skríf- aði. En þá sá ég áð ég hafði gleymt að skrifa hjá mér heim- ilisfang ritara félagsins, svo að ég varð að fara heim aftur eftir blaðinu. Viljið þér ekki koma inn og ogá, það sem ég er búinn að skrifa? — Ég má ekki tefja lengi, Harris. Harris hafði fengið skrifstofuherbergi í húsi gamla Dempsters- félagsins. Það var á stærð við þjónsherbergi í gamla stílnum. Þar var borð inni, þakið símskeytaeyðublöðum. Á litlu borði stóð hálfur hleifur af brauði og stytt útgáfa af ívari hlújárn fyrir skóla. — Afsakið rykið, sagði Harris. — Fáið yður sæti. En þar var hvergi stóll. — Hvar hef eg nú látið það? Harris leitaði um allt borðið. —Æ, nú man eg það. Hann opnaði ívar hlújárn og tók þar fram sam- anbrotið blað. —Auðvitað varð eg að brjóta það saman. Eg verð víst að geyma þáð, þangað til Wilson kemur. Þér sjáið, að eg hef nefnt hann í bréfinu. Scobie las: „Kæri ritari. Það var aðeins af tilviljun, að eg rákst á eintak af tímaritinu Gamlir Downhamnemar, sem ann- ar gamall Downhamnemi, E. Wilson (1923—1928) hafði í her- bergi sínu. Eg hef ekkert samband haft við þennan gamla stað í mörg ár og méx- þótti því mjög gaman að því að sjá, að þið vonxð að reyna að komast í samband við mig. Ef til vill hefðuð þið gaman af að frétta, hvað eg hef fyrir stafni hér í „gröf hvíta mannsins“, en þar éð eg er skeytaskoðunarmaður, get eg auðvitac ekki sagt yður mikið um starf mitt. Það verður að bíða þangað til við erum búnir að vinna stríðið. Nú er regn- tíminn hálfnaður hjá okkur — og en hvað hann rignir. Margir fá hitasótt hér, en eg hef aðeins einu sinni fengið eitt slíkt kast, og E. Wilson hefur alveg sloppið til þessa. Við búum í sama húsi, svo að þér sjáið, að gamlir Downhamnemar halda saman, hvar sem þeir finnast á hnettinum. Við förum líka á veiðar saman, en veiðum aðeins kakkalakka (Ha, ha). Jæja, eg verð að láta hér stáðar numið og halda áfram að vinna stríðið. Kær kveðja til allra gamalla Downhamnema, frá gömlum ný- lendumanni.“ Scobie leit upp og' sá, að Harris starði á hann. — Haldið þér, að eg hafi hitt naglann á höfuðið? spurði hann. — Eg var í hálfgerðum vandræðum með hvernig eg átti að orða það. — Eg held, að yður hafi tekizt ágætlega að hitta naglann á höfuðið. — Eg var aldrei sérlega mikill námsmaður, og mér leið ekki vel í skóla. Sannleikurimx er sá, að eg strauk þaðan einu sinni. — Og nú eru þeir búnir að ná i stélið á yður aftur? — Það mætti maður halda, sagði Harris og starði út um gluggann tárvotum, blóðhlaupnum augum. — Eg hef alltaf öfundað þá, sem voru hamingjusamir í skóla. Scobie sagði hughreystandi: — Eg gekk nú aldrei með neitt ofnæmi heldur, þegar eg var í skóla. Jæja, nú verð eg að fara Harris. Mér þykir vænt um að heyra þetta með húsið og ein- takið af skólatímaritinu. — Mér þætti fróðlegt að vita, hvort Wilson hefur verið ham- ingjusamur þar, sagði Harris. Hann tók ívar hlújárn af borðinu og leitaði að stað, þar sem hann gæti látið hann, en þar var hvergi staður. Hann setti hana aftur á borðið. — Eg býst ekki við, að hann hafi verið hamingjusamur þar, sagði hann — eða hvers vegna skyldi hann þá hafa komið hingað? Scobie skildi bílirm sinn eftir beint fyrir framan dymar hjá Yusef Það var eins og har.n væri að sýna allri nýlendustjórninni megnustu fyr- irlitningu. Hann sagði við brytann: — Eg þarf að finna hús- bónda þinn. Eg rata. — Húsbóndi er úti. — Þá bíð eg eftir honum. IJarm ýtti brytanum til hliðar og gekk inn. Einnar hæðar húsið var hólfað í mörg herbergi, með legubekkjum, svæflum og smáum vínborðum, eins og í vændis- húsi. Hann gekk úr einu herberginu í annað og dró dyratjöldin til hliðar. Loks kom hann inn í herbergið, þar sem hann hafði sett blett á heiður sinn, fyrir um tveimur mánuðum síðan. Á sófanum lá Yusef sofandi. Hann lá á bakinu í hvítu buxunum sínum með opinn munnimi og dró þungt andann. Glas stóð á borðinu við hlið hans, og Scobie veitti því eftirtekt að á botni glassins voru hvít korn. Yusef hafði tekið inn bróm. Scobie settist við hlið hans og beið eftir því, að harm vaknaði. Yusef velti sér við á sófanum og rumdi í svefninum. í herberignu voru engar bækur, því að Yusef var ekki læs. Þar voru ekki heldur nein skrifföixg, því að hann var ekki skrifandi. Yusef hafði allt í höfðinu. — Major Scobie! Hvernið stendur á yður hér? Yusef hafði opnað augun, en móða var fyrir þeim sem stafaði af bróminu. — Góðan dag, Yusef. Loks hafði Scobie komið honum á óvart. Snöggvast leit svo út sem Yusef ætlaði að sofna aftur, en svo hristi hann af sér drungann og reis með erfiðismunum upp á olnbogann. — Mig langaði til að segja eitt orð við yður viðvíkjandi Tallit, Yusef. — Tallit . . . Ó, afsakið, major Scobie . . . — Og demantana. —• Allt af eruð þið jafn vitlausir út af þessum demöntum. Rödd Yusef var drafandi af svefnlyfinu. Hann seildist eftir „siffóninum". — Komið þér sök af yður á Tallit, Yusef? |Á kvefdvökunní. Heimsmaður nokkurr hafði verið hjá lækni sínum og fengið lyfseðil upp á lyf, sem læknir- inn taldi, að myndi lækna hann. Nokkru síðar hitti læknirinn manninn og spui'ði: „Jæja, hvernig gengur það? Hefir lyfið ekki hjálpað yður?“. „Eg hefi aldrei tekið það inn.“ „Hafið þér ekki tekið það inn? .... Hvað kemur til?“ „Það stendur nefnilega á Iglasinu, að maður eigi að taka það mn á kvöldin á almennum háttatíma.“ • Franskur maður spurði am- erískan ritstjóra að því hvaða skilning Bandaríkjamenn legðu í örðið ,,séntilmaður“. Ritstjórinn hugsaði sig um nokkra . stund en sagði síðan: Séntilmaður er sá maður, sem getur staðið frammi fyrir. Mari- lyn Monroe og lýst henni án þess að hreyfa hendumar hið minsta. Faðir ærslabelgsins Kristó- fers sagði við móður hans: „Jú, það er sannarlega þörf á því að eg taki í lurginn á stráknum, svo að hann muni eftir því, en hvemig í ósköp- unum á að ná til hans? Það er mikið rétt, að hann hefir feng- ið núll í hegðun í skólanum, en hér stendur einnig, að hann hafi orðið nr. 1 í hindrunar- hlaupi. • Ýmislegt smáskrýtið getur boirð við á veitingahúsum, og hér er ein saga af því: Gesturinn gaf þjóninum merki og þjónninn svaraði: „Andartak,“ Og þegar hann kom að borðinu, spurði hann: „Hvað get eg gert fyrir herr- ann?“ „Mér er ómögulegt að koma þessú buffi niður.“ ,.Er það seigt?“ „Nei, alls ekki.“ ,,Er það kannske of mjúkt?“ „Nei, alveg mátulegt.“ „Viljið þér kánnske fá ann- an hníf?“ „Nei, hnífurinn er ágætur.“ „Vill þá ekki herrann segja mér hvað út á buffið er að setja?“ „Eg hefi alls ekkert út á það að-setja.“ „Nú — en hvað er þá að?“ „Eg hefi bara allt í einu tap- að matarlystinni, það er allt og sumt,“ svaraði gesturinn. C, SwMuqki - TAR7AIM 193S Þegar hinir innfæddu höfðu um- kringt hana, hljóp Turo frajn og nrópaði::: :— Burt með ykkur. Snert- ið ekki hennar hátign. Sagnarandi minn ætlar að fara að t^la. Og hann fleygði tveim reykjar- hustrum við fætui' henni. Pegar hún var hulin reyk, svipti hann skyndilega af henni hattinum. Og bjarta ■hárið hrundi niður um axlir henni.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.