Vísir - 29.10.1955, Blaðsíða 4

Vísir - 29.10.1955, Blaðsíða 4
VlSÍB Laugardaginn 29. október 1955 IfyyiyyyVVtfUWWWtfWVWWWWWWyVWtfWi^VViVWW D A G B L. A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. jfeigreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm linur). Crtgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. fUWWUVUVVVUVAAfWWUVUmAAVVUVUWUWWyVWUVW: Skipaútgerð ríkisins. ÁsíSasta þing'i og þessu hafa komið fram tillögúr um það, að Skipaútgerð ríkisins verði lögð niður og skipafélögunum falið að inna af hendi þá þjónustu, sem hún hefur haft með höndum. Eru tillögur þessar fram komnar af þeirn sökum, að halli er mikill á Skipaútgerðinni, og fer hann vaxandi, svo að ýmsum þingmönnum finnst sjálfsagt, að reynt sé að finna einhverja leið til að létta þessum þunga og vaxandi bagga af rikissjóðnum, og er það ekki nema eðlilegt, Á síðasta ári nara hallinn á rekstri slcipa þeirra, sem Skipa- útgerðin hefur í þjónustu sinni, um það bil átta milljónum, og hann mun verða meiri á þessu ári, og loks er gert ráð fyrir, að hann vaxi enn á næsia ári, svo að hann verði uim milljón króna á mánuði hverjum, og munar víst um minna. Stafar þetta meðal annars af því, að fyrirtækið á við vaxandi sam- keppni að stríða, þar sem samgönutæki, sem starfrækt eru af öðrum aðilum,' hafa náð til sín liluta af þeim flutningum, sem Skipaútgerðin hefði ella verið fengin til að annast. í»að virðist Jiggja í auginn uppi, að Alþingi eigi að athuga xnöguleikana á því, að létta þessum bagga af ríkissjóði. Ef hægt er að sjá kauptúnum og" sjávarþorpum úti um land fyrir eig'i lélegri samgöngum en Skipaútgerðin heldur uppi um þessar mundh’, án þess að ríkissjóður hafi af því nokkurn kostnað, mæla engin rök með því, að það fyrirtæki sé látið draga til sín milljónir á milljónir ofan. Ríkissjóður hefur vissulega alveg nóg með sitt fé að gera, þótt hann sé ekki látinn greiða stór- Telldan halla þessa útgerðarfyrirtækis, ef hægt er að komast hjá því. Byggingamál bæjanna. Oeytjánda iðnþingið, sem lauk störfum fyrri hluta vikunnar, ^ ræddi, meðal annars um byg'gingariðnaðinn og skipulag hahs. Snerust umræðurnar um það, hvað gera megi til þess að draga úr kostnaðinum við byggingar, enda er hann svo mik- ill, að byggingaxframkvæmdir mundu sennilega aukast talsvert, ef unnt væri. að færa hann niður svo að einhverju verulegu næmi. Er það. því allra hagur, byggingamanna sem annarra, að frmdnar sé leiðir til að færa þennan lið eitthvað niður.' Iðnþinigð samþykkti að loknum uniræðum um þetta mál, að stjórn Landssambandains skyldi falið að vinna að því við ríkisstjórn, baéjarstjórn Reykjavíkm’ og 'ef til vill fleiri bæjar- félög, að skipuð verði nefnd sérfróðra manna, til að rannsaka byggingamál bæjanna, „bæði hvað snertir kostnað, hagnýtingu efnis og gerð og skipulag bygginga, svo og lánakjör með.tillit til byggingarkostnaðar.“ Þótt mikxð sé byggt hér í bæ og víðai’, mun ekki vera hægt að segja, að vihnubrögðin sé vísindaleg eða þann veg, að ekki mætti endurbæta þau, svo að dregið yrði úr kostnaði. J>etta hefur verið reynt lítillega upp á síðkastið, og níuri hafa borið nokkurn árangur, en betur má ef duga skal. Það er gótt, að iðnaðarmenn skuli ætla að hafa forgöngu í að Iækka bygging- arkostnaðinn, en meira gleðiefni verður það almenningi, þegar hann fær að sjá árangurinn af þeirri viðleitni. Þess vegna verður að halda málínu vakandi og láta ekki samþvkkt eina nægja. . Nóbeisverðlauiiín. T^að mun mega fullyrða, að menn hafi yfirleitt glaðst mjög í fyrradag, .þegar það vai'ð heyrin kunnugt, að akademían sænska héfði samþykkt, að bókmenntaverðlaun Nóbels skyldu að þéssu sinni fallá í skaut íslenzkum marini. Mátti það meðal a'nnars greina á því,' hversu fljótt fregnjn um þetta barst út um Reykjavík, því að hún fpr sanriárléga eins o'g-.eldur í sinu, og var komin víða á fyr.stu klukkustund eftir að akademían hafði tekið ákvörðun sína. Því verður ekki í móti mælt, að Ilalldór Kiljan Laxness er meistari á sviði skáldskaparins, enda þótt honum geti verið mislagðar hendur eins og öðrum, eins og fyrir hefur komið. Hann verðskuldaði því þá viðurkenningu, sem hann héfur fengið. En það er einnig gleðilegt, að við íslendingar eigum ekki hann einari verðugan slíkrar viðurkenningar, enda þótt hún hafi aðeins fallíð honum einum í skaut. Úti' um heim verður viðurkenningin fyrst og fremst túikuð íslandi til sóxna, fflg ér það öllum landsmönnum til ánægju. * Ihh; i;;i> Wxi ...rV.m'<■ >Tú'riílHv iækur eftír mörg ung skáM 1 snelal útgáfubóka M&M. Tsu bælkior x nmxbx — 7 irnmsamdar ©g 3 Átta bækui’ í ..kjörbóka- flokki“ Máls og- menningar komu út í 'þessari viku, en tvær voru koninar út fyrr á árinu, I flokknum eru 7 frumsamin rit og 3 þýdd, og er útgáfa bók~ anna mjög snoturt að vanda, en bækurnar eru allar prentaðar I Prentsmiðjunni Hólum. Meðal frumsömdu bókanna er skáldsaga eftir Hannes Sig- fússon, skáldsaga eftir Kristján Bender, Nýjar menntabrautir eftir di’. Matthías Jónassón, Yesí lendingar eftir Lúðvík Krist- jánsson og Brotasilfur eftir Bjöfn Th. Björnsson listfræð- ing. Þá eru nýjar ljóðaþýðingar eftir Helga Hálfdánarson, er nefnast Á hnotskóg, Saga af sönnum manni eftir Borjs Polevoj í þýðingu Jóhannesar skálds úr Kötlum og Brött spor eftir Edmund HiUary í þýðingu Magnúsar Kjartanssonar rit- stjóra. Fyrr á árinu komu út Sag'an af Trístan og ísól, eftir Joseph Bédier, í þýðingu Einars Ól, Sveinssonar prófessor og Sjö- dægra, Ijóðabók, eftir Jóhannes úr Kötlum, en í hénni- eru ljóð er Jóhannes hefur ort á síðustu tíu árum. Eins og kunnugt er birtist fyrir tveim árum bókin Hand- an 'ura höf, ljóðaþýðingar eftir Helga Hálfdánarson. og vaktí hún mikla athygli. í hinni nýju bók, Á hnotskóg, þýðir hann meira en áður eftir 20. aldar skáld Evrópu og hefur þýðand- inn enn aukið hróður sinn með þessum þýðingum. Kristján Bender séndir nú fi’á sér langa skáldsögu í fyrsta sinn, en áður hafa komið út eftir hann tvö smásagnasöfn. Skáldsaga nefnist Hinn for- dæmdi og er þetta biblíusaga er geidst öll 'á fimm dægrum fyrir krossfesting'una, I bókinni Nýjar' mennta- brautir gerir dr. Matthías Jón- asson grein i'yrir nutímavanda- málum í uppeldis- og kennslu- i'ræði, gagnrýnir margt í skóla- malum og bendir á ný-jar leiðir. Vestlendingar Lúðvíks Krist- jánssonar er annað bindi hins stórnierka ritverks hans um sogu Vestlendinga á 19. öld,.og lýsir .þetta bindi einkum mönn- um þeim sem síóðu að baki Jóni Sigurðssyni heima á Vest- íjörðuœ. Hannes Sigfússon. sendir nú frá sér skáldsög'u í fyrsta sinn, og nefnist hún Strandið. Áður hafa--komið út eftir Hannes tvær Ijóðabækur, sem vakið 'hafá athygli. Sagan segir frá sírandi olíuskips, sem rekur stjórnlaust undan veðri og straumum að hrikalegri kletta- strörid — og frá vitaverðinum, sem bíður þess er verða vi'll. Brotasilfur, eftir Björn Th. Björnsson listfræðing er safn greina og þátta um sögu ís- lenzkrar listar á miðöldum. Gerir höfundurinn í bók þessari margar nýstárlegar, sögulegar uppgötvanir. Þá kom út í gær' hjá Máli og menníngu leikrit, eftir Sigurð Róbertsson og nefnist það Upp- skera óttáns. Það tilheyrir ekki kjörbókaflokknum, en er með- al annarra útgáfu bóka forlags- ins. Síðar í haust mun koma út skáldsaga eftir Ólafs Jóhann Sigurðssori. er nefnist Gang- verkið og ennfremui- smásagna- safnið Á vegamótum. Loks mun koma út kvæðabók, eftir hið uriga óg efnilega skáld Hannes Pétursson, og verða ná~ íega 60 kvæði í 'henni. IMýja flóabátnum hleypt af stokkunum í gær, StlíiMMÉ nmfsmM Æhrn Flóabátnum, sem Skalla- grímur h.f. í Bol’garnesi, á í smíðum í Marstal í Danmörku, var Sxleypt af stokkunum í gær, og hlaut nafnið Akraborg. Frú Mai’grét Bjöx-nsson ræð- ismannsfrú, Khöfn, gaf skipinu heiti. Gert er ráð -fyrir, að það verði fullbúið til afhendingar í jan.:—febrúar. Skipið er smiðað hjá A/S H. C. Christensens Staalskibs- værft, í Marstal. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir fengið er það teiknað af Martin A. Nielsen skipateiknara, Khöfn, og er smíðað samkvæmt kröfum Lloyds og styrkt með tilliti. til ísreks. Lengd er sem áður hefir verið -getið 135 fet milli stafna, 26 á breidd og rist- ir 9 fet. — Skipið getur flutt 250 farþega. Svefnkojur eru fyrir 38 farþega. Fram og aftur lestir rúma 95 sniál. og botn- tankar 80 smál. af olíu. Skrokk- urinn og mestur hluti yfirbygg- ingar er úr svokölluðu Siemens Martinstáli. Stýrishús, reyk- háfurv björguriarbátár o. fl. úx álúmi. Aðalvélarnar eru 2 Ruston- Hórnsby dieselhreyflar, og 3 hjálparhreyflar, sömuleiðis Ruston-Hornsby dieselhreyflar. Dælur, akkerisvinda o. fl. er rafknúið, og raforka er notuð til vatnshitunar í upphitunar- kerfi og til að knýja-loftræst- ingakerfið. I farþegasal undir þilfari eru húsgögn úr ljósri eik og yfir- dekktax- með grænu áldæði, veggþiljur úr birki og loft gul- málað. í salnum á aðalþilfari erú húsgögri úr mahogny með rauðu áklæði og veggþilplötur úí’ mahogny. Skipaeftirlit Gísla Jónssonar hefiir eftirlit með smíði skipsins og annaðist útboð og margþætt- an undirbúning, teikningar ýmsar o. s. frv. Helzta umræðuefni manna i gær var auðvitað heiður sá er Haildóri Kiljan og íslenzku þjóðinni þá um leið hlotnaðist, er tilkynnt var að skáldið hefði hlotið bókmenntaverðlaun Nób- els að þessu sinni. Það þarf reyndar ekki að ræða þetta mál neitt frekar. Fögnuður manna var mjög almennur og virtisfc allflestum, að úr því að íslenzkt skáld ætti að verða þessara verð launa aðnjótandi, að það væri eðlilegast að. Kiljan yrði valinn, Og skáldið mun njóta verðlaun- anna óskertra, eins og sann- gjarnt er, því ríkisstjómin tók af öll tvímæli er hún tilkynnti, að hún myndi beita sér fyrir því að ekki yröi skáldinu íþyngt með sköttum. Fyrst oy fremst heiðurinn. Eins og gerist og gengur var mikið um það rætt hvað Nóbels- höfundurinn myndi fá í aðra hörid. Spreyta sig á þvi rakarar og viðskiptavinir þeirra, að reikna út hve mikið væri hægt að taka mest upp í skatta af þeirri upphæð í peningum, er fylgja þessari sæmd. Sums stað- ar urðu niðurstöðumar þær, að skáldið þyrfti að greiða með heiðurslaununum, en ekki á- byi’gist eg þann útreikning. Hitt var minna minnst á þessurn stöðum, aö nokkur vegsauki er það að verða. fyrir valinu. Afnám styrkjakerfisins. Merkilegt og' eftirtektarvert frumvarp hefur einn þmgmaður sjálfstæðismanna borið fram á þingi. Það er merkilegt einkum fyrir þær sakir að þar kveður einn þingmaöur upp úr með það, að nauðsynlegt sé að fara að reyna einhverja leið til þess að afnema uppbætur og styrki og allt falskt verðlag í landinu. Hér skal frumvarpið ekkí rætt i ein- stökum greinum, enda ekki vettvangur til þess, en það er sannarlega gléðiefni að slíkt frumvarp skuli komið fram, ef það- mætti verða til þess að leið yrði fundin út úr þeim ógöngum, sem styrkjaaðferðin og vísitölu- reikningarnir hafa leitt okkur út í. Hætt er þó við, að þetta vei’ði aðeins rödd hrópandans í eyðimörkinni. kr. ik Boimstjórniii hefir lúli.ð handtaka dr. Fritz Dorls, íoriixgja Rikisflokksius, sem er bannaðxxr. Hafði Dorls Tónlístarskóli stoln- aóur á -Akranesi. Nýlega hefur verið stofnaður tónlistai’skóli á Akranesi og hefur frú Anna Magnúsdóttir veríð ráðin skólastjóri. Kennsla í skólanum hefsr. 1. nóv. n. k. og er gert ráð fyrir að fyrst um sinn verði aðaliega kenndur píanóleikur, en að skólinn færi seinna út kvíatn- ar eftir ástæðum og hljómlistar- áhuga unga fólksins og hefji þá kennslu á fleiri sviðum. Tónlistarfélag var stofnað á Akranesi s.l. vor með umj 120— 130 meðlimum og beitti félagið sér fyrir stofnun tónlistarskól- ans. ' 'á Formaður tónlistarfélagsins er Jón Sigmundsson fram- kvæmdarstjóri. Akurey . koín frá Akranesi til ístoku, 70 ára er í dag frú Margrét Hall- dórsdóttir Fredriksen, Hring- - braui HL. * > ■"- ■ ■,■ - ***: ■' - * *■’■ .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.