Vísir - 14.11.1955, Blaðsíða 10

Vísir - 14.11.1955, Blaðsíða 10
VISIR Mánudaginn 14. nóvember 19'»f — þér umgangist þœr ekki nógu mikið, Harris. þegar Scobie hélt áfram upp brekkuna, fann hann livemig Harris horfði á eftir honum. Hann liugsaði: þar rýkur fjarvistar- sönnun min út í buskann. Harris segir Wilson og Wilson .. .. — Hvers vegna barðirðu að dyrum? spurði Helen. Hún lá í rúminu í myrkrinu og hafði di-egið fyrir gluggana. — Harris sá til mín. — Eg bjóst ekki við þér í dag. — Hvers vegna ekki? — Allir vita allt hér — nema eitt. En hvað þú ert slóttugur. það «er vist vegna þess, að þú ert lögreglumaður. —• Sennilega, sagði hann og settist á rúmstokkinn. — Hvemig stendur á því, að þú ert í rúminu? Ertu veik? — það er bara höíuðverkur. — Farðu vel með þig, sagði hann. —• þú ert svo áliyggjufullur, vinur, sagði hún. — Amar nokkuð að? — Nei, ekkert. — Manstu.eftir fyrstu nóttunni, sem þú varst hér? Við vorum áhyggjulaus. þú skildir meira að segja regnhlífína þina eftir þér. Við, vomm hamingjusöm. En livað það var skrýtið. Við yorum hamingjusöm. — Já. — Hvers vegna erum við svona óhamingjusöm núna? — það er heimska að blanda saman hamingju og ást, sagði •Scobie. — Stundum ertu svo fjarska gamall, sagði Helen. Hann sagði: — Louise vill, að ég fari til kirkju með henni. Hún licldur, að ég sé á leið til skrifta núna. — Ó, er það allt og sumt, sagði hún, og henni létti. — Allt og sumt? sagði hann. — Er það ekki nóg? Ef ég fer ekki til kirkju, veit hún, að eitthvað slajmt hefur komið fyrir. — En geturðu ekki ofureiníaldlega farið? s Hann sagði: — Að mínu áliti er það sama og — ja, fordœming. Að vera til altaris með stóra synd á samvizkunni. — Trúirðu í ra.un og vem á iielvíti? —I Fellows spurði mig að þessu sama. — En ég skil þetta ekki. Ef þú trúir á hclvíti, hvers vegna ertu þá hjá mér núna? Hann hugsaði: Hversu oft em ekki trúleysingjamir skarp- skyggnari en hinir trúuðu. Hann sagði: — þú hefur á réttu að standa. Auðvitað œtti það að koma í veg fyrir slíkt. En menn búa stöðugt í hlíðum Vesúviusar, enda þótt það sé hættulogt .. .. Og, þrátt fyrir kenningar kirkjunnar álíta menn, að ástin cigi sér von miskunnar. Og ef til vill fær maður tíma til að iðrast, áður «n maður deyr. — Iðrun banalegunnar, sagði hún með fyrirlitningu. —- það verður ekki auðvelt, sagði hann — að iðrast þessa. Hann kyssti á hönd hennar. Jæja, sagði hún og það varð enn þá vart fyrirlitningar- hreims í röddinni. — Geturðu ekkj skriftað það, sem, búið er? þáð þýðir ekki það, að þú ætlir ekki. að koma aftur. —- það er tilgangslaust að skrifta, cf ég ætla ekki að réýná .... Nú, sagði hún sigri hrósandi .. .. þú hefur þegar drýgt synd, sem þú álítur' óíyrirgefanlega. Hverju skiptir þá, þótt þú hætir einni við ?. Hann hugsaði: Guðhrætt fólk mundi segja, að það væri freist- arinn, sem talaði svona. En hann vissi, að freistarinn .talaði á þennan hátt. það var sakleysið, sem svona talaði. Hann sagði: — þetta er allt annað. Allt annað. það er ckki auðvelt að útskýra það. Eg met ástina meira öryggi mitt. En hitt er raunveruleg synd. — Hún sneri andlitinu frá honum og sagði þreytulega: — Eg botna ekkert í því, sem þú ert að segja. það er hégómi fyrir mér. — Eg vildi, að það væri hégómi fyrir mér líka, En ég trúi þcssu. Hún sagði byrst: —- Eg held þú trúir því. Eða er þetta bara bragð? það var ekki taiað svona mikið um guð, þegar við byrjuðum, eða var það? þú ert þó ekki að verða guðhræddur núna til að fá afsökun. — Vina mín, sagði Scohie. — Eg ætla aldrei að fara frá þér. Eg verð bara að hugsa ráð*mitt. það cr ailt og sumt. Klukkan fjórðapart gengin í átta morguninn cftir vakti Ali þau. Scobie vaknaði strax, en Louise hélt áfram að sofa. Hún var þreytt. Scobie horfði á hana. þetta var andlitið, sem hami hafði elskað. þetta var andiitið, sem hann elskaði enn þá. Hún var hrædd við að ferðast á sjó, en samt liafði hún lagt það á sig, til að geta verið lijá honum. Hún hafði alið honum bam með þjáningu. Og moð þjáningu hafði hún horft á þetta bam deyja. Honum fannst hann sjálfur hafa sloppið við allt. Bara að ég gæti komið því svo fyrir, hugsaði hann, að hún þyrfti aldrei að þjást framar, en hann vissi, að honum mundi aldrei takast að koma í veg fyrir það. Hann hafði reist sér hui-ðarás um öxi. Hann hugsaði: — Bara að hún héldi áfram að sofa. þá mundi hann sofna líka og þau mundu missa af messunni. þannig mundi cnn gefast írestur. En í þessum svifum vaknaði liún, eins og hugsun. lians hefði vorið vekjaraklukka. — Hvað cr klukkan, vinur. — Nærri því hálf sjö. — Við verðuin að flýta okkur. Ilonum fannst eins og böðull væri að vekja sig til aftöku. Hann frestaði nauðlyginni. Krafta- verkið gat ekki alltaf skeð. Eí'n'u sinni, fyrir toörgum árum, hafði Scobie leikið í skólaJeik. Hann hafði verið vaJinn vegna aldurs og vaxtarlags. Nú varð hann að leika aftur. Allt í clnu hallaði Scobie sér aftur á bak upp að vcggnum og lokaði augunum. Hann lagði höndiná á brjóstið. Löúiso horfði í spegilinn og sagði: — Minntu mig á að segja þéi- frá séra Davis í Durban. Ilann er ágætur prestur. Miklu gáfaðri en séra Bank. Jæja, nú verðum Við að flýta okkur. því næst sneri hún sér við og Icit á hann. — Flýttu þér, vinur mínrí, sagði hún., — þú ert þrcytulcgúr og syfjaður. Hann lá með augun lokuð. Hún sagði: — Hvað cr að, Ticki. — Gefðu mér koníak. — Ertu veikur — Gefðu mér koníak, endurtók hann byrstur. þegar liún hafði náð í það og liann dreypt á því, virtist honum létta. Ilánn dró andann léttar og sagði: — Nú er það betra. — Hvað var þetta, Ticki? — það var bara ve-rkur fyrir brjóstinu. Hann cr faririn núna. — Hefirðu fengið liann áður? — Einn sinni tvisvar meðan þú varst fjarverandi. -—.’þú verður að fara til læknis. — það er ckki ástæða til að gera veður út aí því. þeir segja bara, að það sé ofþreyta. Á kvoldvökunnl Tímanna tákn: Veitingastaður einn í New York auglýsir á eft- irfarandi hátt: Komið og njótið hvíldar hjá oss. — Sjónvarps- tækið er ekki í notkun.55 Sígai-ettudrottningin, Doris Duke, sem er tvívegis fráskilin, hefir nú stofnað sjóð me-ð* 10.000 dollara framlagi, og er aðaltilgangur sjóðsins að koma í veg fyrir hjónaskilnaði. Á sjóðurinn að hafa í þjónustu sinni tvo sérfræðinga, sem eiga að reyna að koma á sætturo, milli hjóna, áður en þau ganga fyrir skilnaðardómstólinn. • Ameríski rithöfundurinn Louis Bromfield var eitt sinn spurður af borðdömu sinnir „Segið mér, herra Bromfield, ef þér væruð neyddur til þess, eins og Robinson, að Iifa & eyðiey, hvaða þrjár fcækur mynduð þér þá kjósa yður aði hafa hjá yður?" „Það er eg ekki í neinum vafa um,“ svaraði Bromfield, „kennslubók í siglingafræði, handbók um bátabyggingu og kennslubók í meðferð báta.“ : • Maður einn frá Texas borðaðl eitt sinn meðdegisverð á fræg- asta veitingastað Parísar „Tousi d’Argent“ — og þegar hanni gréiddi máltíðina gaf hamS þjóninum 10.000 franka í þjór. fé. ! „Herra minn,“ sagði þjónn« inn. „Er yður ljóst hvaða upp- hæð þér hafið gefið mér?“ „Já,“ mraraði Texasmaður* inn. — „Eg var nefnilega ekkS fullkomlega ánægðúr með þjónustuna í gærkvöldi, og þess vegna gaf eg ekki meira “ • Vísindin gera sífellt sitt gagn, og taka margt til athugunar. A! ráðstefnu amerískra vísinda- manna var það upplýst, að at« hugun hefði farið fram á því, að hávaði einnar þrýstilofts- flugvélar, er hún rennir sér yfir hofðum okkar, væri jafnmikill og hávaði 1.500.00Ö.000 manna, er töluðu hver upp í annan. VVWVWVWtfWWVWlftVUVWJ tsiARGf A SAMA StA$ £ (£* BwMufké TARZAINi 1951 , ;j »-r n . úi í ‘Svo lagði Tarzan af stað í áttina Jtil Wabuluþorpsins, sem virtist rammlega víggirt. fl lliln'1 Vörðurf stöðvaði hann við híi£iið, en Tarzan kvaðst koma í friði." ' '' i S;íðan var farið með Tarzan inij ,í köta dróttiiirígarimiar.. ' ' i " ,,J.æja“, sagði hún, ,,mig grunaðiL' ‘rnyndir koma hingað.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.