Vísir - 22.12.1955, Blaðsíða 4

Vísir - 22.12.1955, Blaðsíða 4
 I Svínak jöt: Steikur Kótelettur Hamborgarhryggir Reykt flesk Dilkakjöt Sápukiöt Læri Kóteletr" Hryggir VÍSIR Fimmtudaginn 22. desember ia&S- Minningar Thors Jensens. Það er jafnvel að bera í bakkafullan lækinn að eg fari að minnast nokkrum orðum á hinar merku endurminningar Thors Jensens, sem Valtýr Stef- ánsson ritstjóri hefur skráð eft- ir--honum og eg hefi nýlokið við að lesa. en eg gjöri það nú samt. — Það var mikið happ, að Valtýr skyldi skrá þessar minningar Thors rneðan hann var enn lifandi og gat sagt frá, en það var íslenzku þjóðinni enn meira happ, að Thor skyldi koma ungur hér til lands og verða íslendingur. Eg tel það tvímælalaust að þessar endurminningar séu merkastar þeirra, sem skráðar hafa verið á íslenzku, bæði að efni og ytra frágangi. Þarna er sagt frá því hvernig umkomu- laus útlendur piltur ryður sér braut til hins mesta frama, og hvernig hann sigrar alla erfið- leika. — Allt þetta mikla stríð Thors er sahnarlega ungum mönnum hollur lestur og vil eg ráða foreldrum til þess, að halda þessari góðu bók að börn- um sínum til lesturs sér til sálubóta og uppörvunar. Eíni endurminninganna verð- ur ekki rakið í stuttri blaða- grein, en þó skal stiklað á stóru. Svo viðburðarík er ævi Thors, sem sagt er frá í þessari bók, að segja má að á hverri blaðsíðu hennar sé sagt frá merkilegum hlutum. Eg var orðinn fullorðinn maður um það leyti sem Thor Jensen flutti til Reykjavíkur, og man því vel það tímabil sögu hans, sem 2. bindi endurminninganna fjallar um. Eg fylgdist vel með hinu hraða athafnalífi þessa dug- mikla og áræðna framkvæmda- manns. — Það var sannarlega engum heigli hent að standa í því um áratugi, eða þangað til synir hans voru . orðnir það vaxnir, að geta staðið undir böggunum hjá honum. Það var þrekvirki þegar Thor stofnaði Godthaabsverzlun upp úr aldamótunum, gjörsamlega félaus, og græddi 300 þús. króna á verzluninni á 6 árum, en það myndi jafngilda 6 milljónum í nútíma verðmæti. Þetta tókst Thor með forsjálni sinni og hagsýni, og þó seldi hann allar vörur ódýrar en aðr- ir kaupmenn. Gjöri aðrir betur. — Það líkist líka hreinu æfin- týri þegar honum tókst að stofna togarafélagið Alliance og síðar Kveldúlf. En frá þeirn ótrúlegu erfiðleikum, sem Thor átti þá við að etja er sagt í þessum minningum. Kaflinn run stofnun Milljónafélagsins er I eftirtektarverður. — Þá var , Thor neyddur til þess að ganga jí félagsskap við danska gross- 'era, sem ekkert vit höfðu á ís- ^lenzkri verzlun. — Þeir beittu |hann ofrílci í stjórn fyrirtækis- ins, og fóru með allt til fjandans en Thor tapaði stórfé fyrir þeirra afskipti. — Þessu var eg kunnugur, sakir sérstakrar að- stöðu minnar. Thor Jensen var raunhæfur kaupmaður með mikla reynslu að baki sér, en jdönsku forstjórarnir í Höfn jþóttust hafa vit á öllu og skrif- uðu löng bréf og höfðu skril- stofustúlku á hverjum fingri, J eins og sagt er frá í endurminn- ,ingunum bls. 48, á þessa leið: ! morgni til kvölds og bréfatext- inn þulinn í eyru skrifstofu- I kvenna, en ritvélarnar glömr- uðu allan daginn? — Þær þögn- j uðu svo á sínum tíma þegar allt ' var komið á hausinn“. Kaflann um stofnun Eim- skipafélagsins vil eg helzt ekki minnast nema sem minnst á. Eg var á stofnfundi félagsins í Fríkirkjunni 17. janúar 1914 og hafði þá lagt mig allan í að safna hlutafé mánuðir.a áður og var þvi þessum hnútum kunnugur. Eg vil ekki rifja upp það óþokkabragð sem lagt var þá á Thor fjarverandi, og hv rn ; ig honum var bolað frá þv: að verða í fyrstu stjórn félagsins; — manninum sem hafði borið mestan þungann af undirbún- | ingi stofnunar félagsins, og lagt fram tífallt meira hlutafé en nokkur annar. — Thor var 1 beittur ranglæti og óverðskuld- uðum rógi. Það er áberandi í frásögn Thors, hversu mildur og ljúfur maður segir frá, sáttur við til- veruna þrátt fyrir margvísleg óhöpp og vonbrigði, fullur að- dáunar á því góða og trausti til þess, sem öllu stjórnar. Óteljandi sagnir eru til af Thor Jensen, sem bera vott um höfðingslund hans, hjálpfýsi og nærgætni hans við snauða og lítilmagna. Eitthvað af þessum sögum hefði verið gaman að hefðu verið í minningabók þessari, en því varð ekki komið við, þar sem Thor segir sjálfur frá en Valtýr skrásetur. Æski- legt væri þó að þessum sögum væri haldið til haga meðan tími er til. — Sumar þeirra lýsa Thor betur en löng skrif. Eg get ekki neitað mér um að setja hér eina slíka sögu, sem eg kann, og er svona: Thor vax á ferð vestur . í Bjarnarhöfn, að athuga fjárbú sitt þar. Á leiðinni um Helga- fellssveitina í Hólminn fór hann af baki fyrir neðan túnið á litlum kotbæ uppi undir fjall- inu. Þar var lági-eistur torfbær og útihús öll úr torfi, að þeirr- ar tíðar venju. Þarna bjó þá ungur bóndi með konu sinni og 3 bömum ungum, og hafði búið þar nokkur ár. Honum þótti ný- stárlegt að sjá allan þennan hestafjölda, — -eina 8 eða 9, — fyrir neðan túngarðinn hjá sér. Hann varð forvitinn og vildi vita hverjir væru þar á ferð, og gekk því til þeirra. — Thor sagði honum til sín, og fór svo að spyrja bóndann um búskap hans og hagi. — „Hvað margar kýr áttu?“ spurði Thor. — ,,Tvær“, svaraði bóndi. „Hvað mörg börn áttu?“ spurði Thor. „Þrjú“, svaraði bóndi. — En þá sagði Thor: „Bömin eru ekki of mörg, en kýmar eru of fáar.“ — „Hvað heyarðu mikið?“ spurði Thor. „Eg get haft 3 kýr vegna heyanna,“ svaraði bóndi. „Hvað kostar góð kýr hér í sveit?“ spurði Thor. — | „250 krónur“, svaraði bóndi, en á þeim á eg ekki ráð.“ —Þegar hér var komið samtalinu, fór Thor í brjóstvasa sinn, og tók upp peningaveski sitt, tók úr því 250 kr„ rétti þær bóndanum unga og sagði um leið: „Kauptu þér kú fyrir þetta“. — Síðan reið Thor ofan í Hólm, en bónd- inn sagði mér söguna sama kvöldið. | Það er vitanlegt að íslenzka þjóðin er í mikilli þakklætis- skuld við Thor Jensen, og þá á líka Valtýr ritstjóri mikið þakk- I læti skilið fyrir þessa yndislegu bók. — Það er mannbætandi að I lesa hana. Oscar Clausen. Mééééé-MMéMSéééééééBéMMÉéáééMééáéMMMéééééáééééMMMÉSéÉ-ééáMééMMéé Orvals Hangikjöt: Dilkakjöt Sauðakjöt Léttsaitað: Dilkakjöt Aiikálíakj'öt: Steikur Buff o. ÍL M§mpuw* Ilamtlcttar Ketkrókur i.as.gg:€ivegl 7H Borgararnir verzla í /---------------- Ssmi 1636

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.