Alþýðublaðið - 22.05.1920, Page 3

Alþýðublaðið - 22.05.1920, Page 3
3 6yðingaofsóknir. Khöfn 21. maí. Frá Wíen er símað, að Gyð- ingar séu nú ofsóttir í Ungverja- landi. [Mun það einn liðurinn í hermdarverkum hvítu ógnarstjórn- arinnar. Þjóðvepjai1 mótmæla. Khöfn 2i. maí. Frá Berlín er símað, að Þjóð- verjar mótmæli þvf, að krónu- myntin danska var innfærð ( i. atkv.héraði tSuður Jótlands, áður en landamærin voru fastákveðin. Pólrorjar og bolsivíkar. Khöfn 21. maí. Frá Warsjá er sfmað, að Pól- verjar hafi sigrað við Djepr og í Vestur Ukrajne. Reuters fréttastofa segir, að Bolsivíkar hafi tekið Lepel og Polotok herskildi. "V efaraverkfall. Khöfn 2i. maí. 9000 vefarar hafa boðar verk- fall. Um daginn og veginn. Hveiti hækkar. Menn muna sjálfsagt eftir því, að Vísir gerði í vetur margar óverðskuldaðar á- rásir á Landsverzlunina fyrir hækkun sem þá varð á hveiti. Nú eru heildsalarnir teknir að flyy"81 þá yöru til landsins og mætti þá ætla að verðið væri ekki úr hófi. Þegar landsverzlunin fékk sitt hveiti f vetur, var gengi doliars hér f bönkum kr. 7,05; en um það bil sem Gullfoss lagði af stað til landsins í þessa ferð var ALÞYÐUBLAÐIÐ dollarinn um 6 kr. Ef heilpoki af hveiti kostar nú eins og þá 13—14 dollara í Ameríku — og ekki hefir heyrst að það hafi hækk«ð — þá virðist svo sem verðið á hveiti- pokanum geti lœkkað um gengis- muninn 13—14 kr. En þessu er ekki að heilsa, heldur hefir verð heildsalanna á hinu nýkomna hveiti hœkkað frá 5 —14 kr. á heilpoka fram yfir verð lands- verzlunarinnar. Vísir hefir enn ekki minst á þetta. Hvað veldur? Björn. Slys. í gær vildi það sorglega slys til á m.b. Nirði frá Vestm.- eyjum, að formanninn á bátnum tók útbyrðis og náðist hann ekki aftur. Báturinn var á leið héðan til Eyjanna og var kominn suður á móts við Garðskaga, er slysið vildi til. Enn þá hafa blaðinu ekki borist nánari fregnir. óþarfi er það hjá Mgbl., að eigna J. Baldv. einum þann heið- ur, að hafa setið, þegar skýrt var frá úrslitum borgarstjórakosning- arinnar. Aðrir viðstaddir Alþýðu- flokksfulltrúar (Ág. Jós. og Þorv. Þorv.) eiga heiðurinn lika (frú J. J. var ekki komin á fund). óheyrilegur sóðaskapur er það, að kasta rusli úr húsum út á götuna. Slíkt var a. m. k. gert í gærmorgun hjá Verzlunarskólan- um. Það kom kona út með sorp og rusl á skóflu og fleigði þvf niður í gluggakistu við gangstétt- ina. Þetta má ekki koma fyrir oftar, án þess að tekið sé fyrir það. GullfOSS fór í gær vestur og norður um land, áleiðis til Khafn- ar, með skipinu fóru fjöldi farþega. Botnía mun fara frá Khöfn áléiðis hingað um Færeyjar þ. 28. þ. m. Próf eru nú byrjuð f hinum alm. mentaskóla. Hessur. Hvftasunnudag kl. n Biskupinn, kl. 5 séra Jóhann Þor- kelsson. 2. Hvítasunnudag kl. U séra B. Jónsson (altarisganga). Sama dag kl. 5 séra S. A Gísla- son. JforðentoJt-málið. Dómur fallinn i því. Nordentoft-málið hefir nú verið nær 3 ár á döfinni. Það byrjaði þannig að kaupmaður nokkur að nafni Dan-Jensen var tekinn fast- ur og grunaður um að vera vald- ur að fósturmorði hjákonu sinnar er leiddi konuna til dauða. Var honum síðan haldið f varðhaldi nokkra mánuði og ekkert sannað- ist á hann. En svo fór að lokum að leynilögrfegiumaður nokkur fann að hann hafði staðið í sambandi við lækni nokkurn að nafni Paul Nordentoft. Var Nordentoft tekinn fastur og yfirheyrður og játuðu þeir að lok- um hvor í sínu lagi að Jensen hefði fengið Nordentoft til að eyða fóstri konunnar. En svo komu fram við nánari rannsókn á lífsferli læknisins ýms fleiri fósturmorð er hann hafði framið eða verið við riðinn og gerðist málið ægilega umfangs- mikið og náði jafnvel út yfir dönsku landamærin yfir til Sví- þjóðar. Nú er dómur fallinn yfir þeim 11 sem við málið voru riðnir. Voru 5 dæmdir f betrunarhúsvinnu, aðrir dæmdir í fangelsi við venju- legt fangaviðurværi, en 1 sýknað- ur. En Nordentoft sjálfur var dæmdur til dauða fyrir manndráp af ráðnum huga. Nordentoft hefir áfrýjað málinu til hæstaréttar. X Verzlunin „Hlíf* á Hverfisgötu 56 A selur: Hveiti, Haframjöl, Sagogrjón, Bygggrjón, Kartöflu- mjöl, Hænsnabygg, Mais heilaa og Baunir. Kæfu, Tólg, Steikar- feiti og ísl. Margarine. Rúsfnur, Sveskjur, Gráfíkjur og Kúrenur. Sæta saft, innienda og útlenda, Soyju, Matarlit, Fisksósu og Edik. Niðursoðna ávexli, Kjöt, Fiska- bollur, Lax og Síld. Kaffi Export og Sykur. Suðuspfritus og steinolíu o. m. fl. Spyrjið nm verðið! Eeynið vörugæðinl flkónmíAaverkfæri til sölu á Óðinsgötu 1 (kjallaranum).

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.