Vísir - 04.01.1956, Side 10

Vísir - 04.01.1956, Side 10
*T* VÍSIR Miðvikudagirm. 4. janúar 1956 14 Hw4u afíut til wn! A&tatóaga E FTI R JENNIFER AMES •/>»*,•/< »«•/• • ».«/< • *.•/< •< annað skemmtilegt að hugsa. Þetta urðu yndislegustu dagarnir, sem hún hafði lifað. Þegar maður er að verða ástfangin, er hver stund, hver mínúta, svo óumræðilega mikils virði. Stundum vaknaði hún á morgnana með óstjórnlega mikilli eftirvæntingu og ugg. Hún lá í rúminu með hendurnar undir höfðinu, og þegar sólin skein inn um gluggann, varð hárið á henni nærri því rautt. Hún starði upp í loftið og hugsaði: Ég fæ að sjá hann í dag. Ég fæ að tala við hann. Hver veit nema hann bjóði mér í hádegisverð — kannske gerir hann það ekki. En þó hann geri það ekki — þá er ég þó að minnsta kosti einum degi nær fimmtudeginum í næstu viku. En í hverju á ég að vera? Það er mú mesta vandamálið. Eiginlega hefði það ekki átt að vera neitt vandmál. Anna átti aðeins tvo kvöldkjóla. Annar var grænn og hinn kastaníubrúnn, nærri því eins og hárið á henni. Þegar hún kom heim af skrif- stofunni fór hún alltaf fyrst í annan kjólinn og svo í hinn. En hún gat ómögulega skorið úr hvor þeirra færi henni betur. Bara að ég ætti hreinskilna vinstúlku, sem gæti gefið mér iráð, hugsaði hún með sér, og svo bætti hún við: og svo mundi ég vitanlega fara í hinn kjólinn! Þessa viku átu þau Cyril hádegisverð saman tvisvar. Síð- degis á laugardeginum óku þau langar leiðir í bílnum hans. Þetta var undurfagur haustdagur og skógarlaufið orðið marglitt. Blæjalogn svo að hvergi bærðist blað, og trén með gulu og rauðu laufinu voru alveg eins og máluð á bláa festinguna. Anna hnipraði sig í framsætinu og andvarpaði af velsælu. „Mikið er fallegt hérna,“ sagði hún. „Það er óratími síðan eg hef komið út í sveit.“ „Ég er að hugsa um að aka með þig til Oxford. Ég ætla að gna þér háskóladeildina, sem ég var í.“ „Það verður gaman,“ sagði hún lágt og hugsaði með sér. „En livað mér finnst skrítið að hann skuli vilja sýna mér þetta.“ „Hvað gerðir þú í Oxford?“ spurði hún. „Ég réri fyrir deildina mína átta sinnum," sagði hann. „Og <ág var í knattspyrnuflokknum líka.“ Hann hlaut að vera mikill íþróttamaður, hugsaði hún með sér. Hann var Hka þesslegur. Hún fann til metnaðar fyrir hans liönd og dökku augun ljómuðu af aðdáun. „Láltar þér vel að vinna á skrifstofunni?11 spurði húru Hann gretti sig og leit svo á hana. „Ekki sérlega. Ég hef ekki verið þar nema fáeina mánuði. Ég var að byrja að kynna mér störfin, þegar faðir minn varð veikur og varð að fara suður að Miðjarðarhafi. Auðvitað er það Jackson — skrifstofustjórinn — sem mest mæðir á núna.“ „Það er gaman að honum,“ sagði hún. „Það eru einmitt svoleiðis skrítnir karlar, eins og hann, sem ráða viðskiptalífinu í London,“ sagði hann. „Þeir eru blátt áfram ómissandi. Þeir þekkja allt út í æsar, alveg eins og fingurgómana á sér. Við þessir ungu menn, sem erum miklir á lofti og göngum inn í fyrirtækin, erum í rauninni ekki til neins gagns.“ Hann hló og hélt áfram: „Viðskiptalífið mundi ekki missa neins í, þó að við væruih ekki til.“ Hún var nú ekki alveg sammála honum um það. „Ég er hrædd um að Redwoods mundi illa geta komist af án þín,“ sagði hún. „Heldurðu það?“ svaraði hann og hló. „Ég þori að veðja um, að innan þriggja mánaða veist þú meira um fyrirtækið en ég.“ Þau voru komin til Oxfords áður en hún vissi af. Langi lági sportbíllinn brunaði áfram á fleygiferð. Þetta var í fyrsta skifti, sem Anna kom til Oxfords, og hún var hrifin, Hún varð alveg gagntekin af þessum blæ frá liðna tímanum, sem maðui- finnur er maður gengur um þröngu, gömlu göturnar, þar sem ekki varð þverfótað fyrir fólki. Og gömlu háskólabyggingarnar bak við háu garðana voru eins og töfraheimur. Cyril sýndi henni Queens College, sem hann hafði stundað nám í sjálfur, og benti hróðugur á þann hluta múrsins, sem hann hafði margsinnis klifrað yfir, þegar hann var of lengi úti að skemmta sér á kvöldin. Hann sýndi henni ána Isis, en þar hafði hann nærri því hryggbrotnað og teygt hvern einasta voðva þegar hann var að bjarga heiðri háskóladeildar sinnar í kappróðri. „Það voru dásamlegir dagar,“ sagði hann hugsandi, „beztu æskudagar sem hægt er að hugsa sér.“ Þegar þau gengu meðíram ánni sagði Cyril: „Hugsum okkur að ég hefði þekkt þig, þegar ég var hérna í Oxford. Það hefði verið gaman ef þú hefðir horft á kappróðurinn við Cambridge eða komið á hátíðina. Mér finnst eiginlega að ég vissi af því.“ Anna hló. „Ég hef verið til í mörg ár. Þú skalt ekki halda að ég hafi komið inn í veröldina fullþroska á því augnabliki, sem þú tókst fyrst eftir að ég væri tií.“ „Mér finnst eitthvað í þá átt,“ sagði hann lágt. „Að minnsta kosti finnst mér, að öll árin sem liðu áður en við kynntumst, hafi verið fremur þýðingarHtil fyrir okkur bæði.“ Hún þagði. Henni fannst þetta líka. Það var svo einkennileg og um leið dásamleg tilfinning, sem gagntók hana þetta haust- kvöld, er þau gengu meðfram óígandi ánni. „En þú hefur sjálfsagt þekkt margar ungar stúlkur þegar þú varst hérna,“ sagði hún. Hann hnyklaði brúnirnar. „Það gerði ég nú ekki. Vitanlega hefði ég getað kynnst mörg- um, ef ég hefði kært mig um, en ég hirti ekkert um það — það er ekki fyrr en nýlega, sem ég er farinn til þess. Mér fannst flestar stúlkurnar sem ég hitti í Oxford svo lausar í rásinni og hverflyndar. Og þær dufluðu við alla sem þær hittu.“ Hann sparkaði í steinvölu og bætti við: „Ég kann ekki við stúlkur, sem dufla og gefa undir fótinn undir eins og maður kemur nærri þeim.“ Hún gat engu svarað til þessa, en þótti vænt um að hann hafði ekki kært sig um stúlkur fyrr — en alveg nýlega. Á leiðinni til baka tdl London drukku þau te í gömlu greiða- söluhúsi. Köflótt tjöld.voru fyrir gluggunum og snarkaði í eld- inum á arninum. Anna tók af sér hattinn, hristi lokkana og lagðist á hnén fyrir framan eldinn. Hún rétti fram hendurnar að heitum, björtum logunum. „Hér er yndislegt að vera,“ sagði hún hljóðlega. „Já, það er dásamlegt,“ sagði hann. Hann horfði niður á lotið höfuð hennar. Rauði bfærinn á hári hennar kom fram í flögrandi bjarmanum frá eldinum. Hann var að hugsa um hve heppinn hann hefði verið, að fá að kynnast þessari ungu stúlku. Það hefði vel getað farið svo að hann hefði lifað svo af æfina, að fá aldrei að sjá hana. Það fór hrollur um hann er hann hugsaði til ef svo hefði farið. Hann hafði ekki þekkt hana nema stutta stund, en samt fann hann, að hún var öðru vísi en allar aðrar ungar stúlkur. Hann var hugsjónamaður og hugsjón hans hafði ræst þar sem Anna var. Hann lagðist á hnén við hliðina á henni, dálítið feimnislega. Tók um báðar hendur hennar. „Má ég ekki orna þér á höndunum, Anna?“ sagði hann og honum fannst sjálfum hreimurinn í röddinni vera óeðlilegur og hrjúfur. kvöldvökunni C Sut-mtgki TARZAN Kona nokkur sat til borðs með frægum lækni, og þótti sem hún mætti til að hefja um- ræður við hann um málefni er hann hefði áhuga fyrir. „Segið mér,“ mælti hún, „eg sé það í blöðunum, að um þess- ar mundir séu alltof margir læknar starfandi. En yðar sjúklingar halda náttúrlega tryggð við yður, þrátt fyrir samkeppnina?“ „Já,“ svaraði hann fullviss- andi og brosti, „allt til dauð- ans“. • Tvær rosknar eiginkonur fóru með mönnum sínum á veitingahús til miðdegisverðar, og áður en sest var til borðs gengu þær í snyrtiherbergi kvenna í forsalnum, og dyftu andlit sín fyrir framan sama spegilinn. Þegar önnur var að dyfta sig og hressa upp á útlit- ið, varð henni að orði: „Áreiðanlega er spegillinn bezti vinur konunnar.“ „Þú meinar æskunnar,“ sagði hin og andvarpaði lítið eitt, en báðar hörfuðu þær eins og ó- sjálfrátt frá speglinum. • Maður nokkur kom inn á bar í London og bað barþjónimi að blanda sér sex Martini, og raða þeim á borðið fyrir fram- an sig. Þegar því var lokið og maðurinn hafði borgað, hellti hann í sig úr glasi númer 2, síðan 3, 4 og 5, en sneri svo frá barnum. Þjónninn, sem hafði sitt hvað séð af drykkjusiðum manna, undraðist þetta og sagði: „Þér eigið tvö glös eftir.“ „Þér megið drekka úr þeim,“ sagði maðurinn. „Eg bragða aldrei á fyrsta glasinu, vegna þess að mér þykir Martini vont á bragðið, og því sjötta leifi eg til þess að fá ekki höfuðverk.“ ® Ferðamaður nokkur kom til Italíu í fyrsta sinn, en vildi svo sem sýna að hann væri ekki svo grænn í landsháttum og málinu. Þegar hann kom inn á veitingahús, bað hann um vín- seðilinn, renndi augunum yfir hann, og athugaði nöfnin á vín- tegundunum. Loks benti hann þjóninum og sagði: „Látið mig hafa eina ílösku af Bernozza VerciHi.....“ „Því maður ekki hægt,“ svaraði þjónninn kurteislega. „Það er nefnilega sjálfur veit- ingamaðurinn1 1980 Þegar Olga drottning sá þetta, jreyndi hún enn að gera tilraun til að komast undan. -tzís: Þetta var þó unnið fyrir gýg, Tarzan var nú á:næstu grösum og náði henni. Þegar Olga kom fyrir hornið á kofa eiiiúm, var Tarzan þar fyrir og greip hana. ZJZ1.W/7 Hann gerði sér lítið fyrir, fleygði henni yfir öxlina og hljóp af með hana.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.