Vísir - 06.01.1956, Blaðsíða 6

Vísir - 06.01.1956, Blaðsíða 6
e Föstudaginn 6. janúar 1956 **S5 Í' %f3 M- y' % D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. AJgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. 6790 nemendur í barnaskólnm, 2407 í gagnfræðaskóíiinnm. MfÉt«firtsr stEsasáeais 276. eEnsngarinnar. Kommúnistar ætlast til þess, að þeir sé taldir menn einingar og samvinnu. Engir tala meira um það um þessar mundir en einmitt þeir, að þjóðinni sé nú nauðsynlegt að standa saman, og henni er ætlað að standa saman gegn „íhaldinu", sem svo er Lallað. Ef hún stendur ekki saman gegn því — undir forustu og handleiðslu kommúnista — má hún eiga von á öllu hinu versta. Þetta hefur verið prédikað fyrir þjóðimti vikum og mánuðum saman, og það er þess vegna ekki nema eðlilegt, að menn skyggnist um og athugi, hvernig kommúnistar fara eftir boðorðum sínum. Fyrir rúmum mánuði voru úírannir samningar togarasjó- manna við eigendur skipanna. Voru viðræður hafnar um nýja samninga, þegar hinir gömlu voru útrunnir, en ákveðið var að bíða átekta og hefja ekki verkfall á skipunum fyrst mn sinn. Sjómenn hafa undantekningalítið staðið saman í þessum mál- um, allir sagt upp miðað við sama tíma og þar fram eftir göt- unum. Undantekningin er þó félag kommúnista austur í Norð- firði, því að þar hefur samningum ekki verið sagt upp, og þar mun togarinn áreiðanlega ganga von úr viti, þótt allir aðrir togarar yrðu stöðvaðir með verkíalli. Og ekki er hætta á, að Dagsbrún í Reykjavík mundi til dæmis setja afgrei'ðslubann á þann togara, þótt þessi væri óskað af hinum sjómannafélög- unum í sambandi við vinnustöðvun á öðrum togurum. Þótt frá því hafi verið skýrt hér áður, hver ástæðan sé fyrir því, að ekki hefur verið sagt upp samningum togarasjómanna austur á Norðfirði, skal það endurtekið, svo að það festist mönnum betur í minni. Orsökin til þess, að togarasjómenn þar eystra hafa ekki sagt upp samningum, er einfaldiega sú, að það eru kommúnistar, sem eiga togarann þar, og þeim hentar engan veginn, að samningum sé sagt upp eða nýir samningar gerðir fyrr en í fuila hnefana. Af fcví leiðir, að kommúnistar, þessir einingarinnar garpar, standa ekki með öðrum sjómanna- félögum, því að þeir ráða ekki einungis togararekstrinum í Neskaupstað, heldur hafa þeir einnig tögl og hagldir í öllum verkalýðsfélögum á staðnum. Það er ekki undarlegt, þótt kommúnistar tali mikið um sam- vinnu og nauðsynina á þjóðareiningu, því að sú eining, sem þeir hugsa sér, á að verða til að bjarga flokki þeirra frá hruni — um hríð. Ef þeii' væru eins einlægir einingarmenn og þeir vilia láta almenning ætla, mundu þeir varla skerast úr leik, þegar flest sjómannafélög landsins segja upp samningum og ætla að hafa samstöðu við undirbúning og gerð nýrra samninga um kaup og kjör meðlima sinna. Menn geta hugsað sér, hvernig ,,eining“ kommúnista mundi verða framkvæmd, ef þeir kæmust í ríkisstjórn. Þeir flokkar, sem gengju til samstarfs við þá mundu ekki verða lengi að komast að raun um það, að kommúnistar mundu svíkja þá einingu í öllu, sem þeir telclu sér hag í, og samstarfsflokkarnir mundu aðeins hafa skaða og skapraun af samvinnunni, en þjóðin öll mundi verða að bera tjónið. Samkvæmt skýrslu fræíslí!- fulltrúa eru nú 6790 nemendurj í barnaskólum Reykjavíkur og 2407 í gagnfræðaskólunum. ] Kennarar við barnaskólana eru samtals 187, en samkvæmt skýrslunni skortir kennara sem svarar fyrir 204 börn. Við gagn- fræðaskólana eru 89 kennarar og eru þá skólastjórar taldir með. Á þessum vetri hafa verið settir þeir skólastjórar og kenn- arar við skólana hér, sem nú . verða taldir og gildir setningin til eins árs frá 1. september s.l. að telja: Ástráður Sigursteindórsson, skólastjóri við Gagnfræðaskól- ann við Vonarstræti, Friðbjöm Benónýsson, skólastjóri við Gagnfræðaskólann við Lindar- götu í stað Jóns Gissurarsonar, Magnús Sigurðsson, skólastjóri við Eskihlíðarskólann, Hjörtur Kristmundsson skólastjóri við Háagerðisskólann, Björgvin Magnússon, skólastjóri við Heimavistarskólann að Jaðri, Heimir Áskelsson, kennari við gagnfræðastigið og Jón Guðna- son, kennari við gagnfræða- stigið, og við barnaskólana eft- irtaldir kennarar: Jóhannes Pétursson, Sigurður Kristins- son, Matthías Haraldsson, Sig- rún Sigurbergsdóttir, Sígurður Jóelsson og Karen Vilhjálms- dóttir. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að koma á leiðbein- ingar- og eftirlisstarfi við krist- indómskennslu í barnaskólum bæjarins, og hefur fræðsluráð heimilað fræðslufulltrúa að fela Þórði Kristjánssyni, kennai'a, að annast framangreint eftirlit. Þá hefur fræðsluráð, sam- kvæmt tillögu fræðslufulltrúa, samþykkt að mæla með því að Guðborg Þorsteinsdóttir verði ráðin fastur kennari við barna- skóla Reykjavíkur, til þess að kenna málhöltum mönnum. Grund. Hver 5 Þeir voru margir sem komu á Grund um jólin, enda er heimilsfólkið fjölmennt og vina- og ættingjahópur þess stór. — Margir komu með jóla- gjafir, jólapósturinn var líka ! mikill og voru þeir ekki margir : heimilismenn, sem ekki fengu jólakveðjur. — Tjjóðviljinn stagast á því, að Ólafur Thors hafi hótað bví, að allur ábatinn af kauphæk-kunum síðasta árs skyldi tekinn frá alþýðu manna, og vitanlega kemiir blaðið það fúlmennsku íhaldsins. Engin ástæða þykir til að géfa riein skýringu á því, að það eru raunverulega þeir, sem knúðu fram kauphækkan- irnar og fulltrúar .þeirra. á ýmsuiri 'stöðum í þjóðfélaginu, sem hafa séð svo um, að kjarabæturnar eru nú um það bil að verða að engu.- Hringrásin hefst á því, að einn hópur fær kauphækkun, síðan aðrir til samræmingar, en næsta stig' er það, að sú kaup- hækkun knýr fram hækkun á vörum og allskyns þjónustu, en þá kemur til kasta fulltrúa bænda, sem gæta þess, að hlutur þeirra verði ekki fyrir borð borinn, og hækka þeir afurðh' landbúnaðarins, En ríkið verður eianíg að hækka við sína starfsmenn, eðlilega, og hvaðan á það að taka féð? Það tekur það frá borgurunum, meðal annars beim, sem knúðu fyrst fram launahækkunina. Og þegar þess er enn krafizt, að rikið hjálpi þeim fyrirtækjum, er standa æ hallari fæti vegna fyrstu kaup- hækkunarinnar og síðan allra, er komu á eftir, hvaðan á það þá að taka fé til þess? Úr sömu vösum sömu manna, sem fengið hafa sömu kauphækkanir. Hver hefur svo komið hringrásinni af stað? Ýms félög sendu nú eins og svo oft áður vistfólkinu kveðjur og jólagjafir, og fer það í vöxt, sem betur fer. — Áustfirðinga- I félagið man alltaf eftir sínu fólki, Kvenfélag Háteigssóknar, Blindravinafélagið og ýmsir fleiri komu færandi hendi- Reykjavíkurbær sendi og jóla- glaðning til þeirra sem hér dvelja á hans vegum. — Ó- nefndur maður, sendi nú sem oft áður fimmtíu einstaklingum rausnarlega jólagjöf. Kom sú gjöf sér vel hjá mörgum — en hitt var þó meira um vert, að fólkið fann, að því var ekki gleymt. Er eg viss um, að ef rpenn skyldu, og vissu, hversu mikils virði slíkar gjafir eru fyrir þá, sem þær fá, myndu fleiri fara að dæmi hans. — Eg er líka sannfærður um að gef- andinn hefir fundið nú um jólin að til hans var hugsað með þakk læti fyrir rausnarlega gjöf og hugulsemi. Starfsfólk sendiráðs Banda- ríkjanna sendi margar ágætar gjafir, ávexti o. fl., sem komu í góðar þarfir og er það ekki í fyrsta skipti að það man eftir Grund. j Öllum þessum aðiljum færi eg beztu þakkír vistfólksins og stofnunarinnar. Gísli Sigurbjörnsson. í MlklE fríeiEerkjaútgáfa ! á þessu árl. Á þessu ári verða gefin út óvenjumörg frímerki hér á I landi, að því er póst- og síma- málastjóri skýrði blaðamönn- um f/á í gær. Auk Skálholtsmerkjanna þriggja, sem gefin verða út í j þessum mánuði, verða seinni í partinn í vetur gefin út átta frímerki og eru þau helguð raf- væðingu landsins. Verða fjögur þeirra með fossamyndum, en fjögur með myndum af orku- verum. í september í haust á síminn hér á landi hálfrar aldar af- mæli og í tilefni af því mun : verða gefið út nýtt frímerki, og loks er í ráði að 1. október, Nordens dag, verði gefið út frí- merki samtímis á öllum Norð- urlöndunum, og verða mynd- írnar á því fimm svar-ir. WAV. WJUWW.V..V^JVUVJVJ 111 meðferð dýrra tækja. Mikið er nú talað manna á meðal um veiðitæki þau, sem reynd voru á sl. sumri á síld- veiðum og uppfinningamaður- inn hefir nú hug á að reyna við þorskveiðar í vetur. Var sagt frá þessu í útvarp- inu í gær og blöðunum í dag, og er óþarft að endurtaka það, sem sagt hefir verið um fyrirkomu- lag tækjanna og tilhögun veið- anna með þeim, en ef allt fer, eins og menn gera sér vonir um. mun verða mikill sparnað- ur á ýmsum sviðum af notkun þessarira tækja. 1 En einmitt vegna þess, að margir menn virðast gera sér vonir um, að tæki þessi geti orðið til míltilla bóta fýrir út- gerðina, finnst þeim, er þetta ritar, illt til þess að vita, að svo dýrum verkfærum skuli ekki sýnd meiri ræktarsemi en raun ber vitni. Þau eru nefnilega geymd í pörtum úti undir beru lofti, þar sem veður og vindar leika um þau og geta unnið eyð.i leggingarstörf sín, og ekki einu sinni svo mikið viðhaft, að þau sé öll á einum stað. Oft hefir verið um það talað, að bændur kunpi ekki að fara með vélar, því áð þær sé látnar Fyrir alllöngu, mig minnir i fyrravor, var það gert að ura- talsefni liér í dálkinum hve erf- itt væri að fá menn til þess aS gera , ýmis smáverk eða. lagfær- ingar svo sem að setja í rúður, þar sem þær hefðu brotnað. Enn situr við það samá í þessu efni, þótt ekki sé annað sýnilegt en næga atvinnu mætti liafa af því- líku fyrir jafnvel fleiri en einn mann. Einu sinni var starfandi á vcgum einnar verzlunaidnnar maður, sem tók að sér ísetn- ingu, en sá maður hafði þá svo mikið að gera, að hann annaði ekki nema að litlu leyti eftir- ispurninni. Nú virðist enginn fást til þess að taka slíkt að sér, nema ef vera kynnu faglærðir trésmiðir, sem flestir hafa nóg' að gera og meira en það. Þarf engin réttindi. Nú liefur því verið slegið föstu með dómi i hæstarétti, að því- líkar viðgerðir geti ekki talist t. d. trésmíði, og þarf því ekki fag- mann til.' Maður nokkur hafði fengizt vi ðþetta þarflega og nauðsynlega verk um skeið, en hann hafði ekki lengi verið við það, er hann var kærður fyrir að fara með því móti inn á verk- svið fagmanna. Út af þessu spunnust síðan málaferli, er lauk á þann veg, að ekki var tal- ið að slíkar lagfæringar gætu fall ið undir trésmiði, eða bygging- arvinnu. Með þvi móti var tryggt að Iiandlagnir menn gætu tekið þessa vinnu að sér óátalið og væri mikið hagræði að því fyrir marga að cinliverjir fengj- ust til þessa. Mikil eftirspurn. Það verður ekki annað séð, en að talsverð eftirspurn sé eftir mönnum, er vilja taka að sér t. d. rúðuisetningar, því mjög oft er liringt til bláðsins og spurt um það livort liægt só að gefa upplýsingar urn einhvern mann, er vilji taka þær að sér. Sann- leikurinn er sá, eins og allir vita, að glerið er mjög forgengilegur hlutur og víða virðist pottui' brótinn. Eri venjulegir heimijis- feður standa ráðþrota, og leit er á þeim, sem fer ótilneyddur upp í stiga lil þess að setja rúðu i stofuna lijá sér. Annars er þetta annað cn gamanmál, og geta mcrin hæglega sett sig inn i að- stæðurnar, þar sem rúður era brotnar og kaldur næðingur leik- ur um íbúðina, en enginn fæst til þess að gera við. Margt fer aflaga. Mér héfur orðið þetta efni til hugleiðingar í dag vegna þess að ýmislegt smávegis annað en margnefnd rúðubrot fer aflaga á heimiíum, sem er þó svo smá- vægilegt, að varla tekur því að biðja fagmann að gera við það, enda eru þeir nokkuð dýrseld- ir til slikra verka. Væru aftur á móti fyrir hendi inenn, seni liefðu það að atvinnu að lag- færa ýmislegt á heimilinu, svo j.sem að setja í rúður og þvi.-.um líkt, er riær víst, að þeir myndu hafa nóg að gera, ef þeir létu þáð boð út ganga, að þeir tækju j að sér vinnuna. — kr. ryðga niður úti á túni, þar sem skilið hefir verið við þær eftir síðustu notkun. Finnst mönnum það að vonum skammarleg meðferð á verðmætum, en hér virðist það sama upp á ten- ingnum, og verður úr að bæta. Reykjavík, 5. janúar 1956, Sjómaður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.