Vísir - 11.01.1956, Síða 10

Vísir - 11.01.1956, Síða 10
10 VÍSIR Miðvikudaginn 11. janúar 1956. Hrndu aföut til wn! færið gengið henni úr greipum. Og reyndar — hún varð að taka tillit til svo margs — meðal annars til Eloise — hvernig mundi fara fyrir henni, ef sannleikurinn kæmi í ljós? Og mundi Cyril nokkurntíma geta skilið hvers vegna John Trevell mundi rísa öndverður og neita um samþykki til að Cyril giftist henni. Jafnvel þó að hann tryði hinu allra versta uni hana, mundi hann ekki nota sér leyndarmál hennar til að eyðileggja alla framtíð hennar? Hann hafði lofað, að hannj skyldi aldrei láta það fara lengra, þetta sem hann vissi um). ihana. Þetta hringsnerist allt í hÖfðinu á henni, og hana langaði, xnest til að hrópa hátt og segja alla söguna. En hún gerði það ekki — hún gat ekki fengið af sér að segja eitt einasta orð. Það var Cyril, sem rauf þögnina. Hann horfði forviða á hana og sagði: „.... hvað gengur að þér, Anna? Ég hef aldreii séð þig svona einkennilega fyrr.“ ' ,,Það.... það var ekkert,“ svaraði hún. „Það var bara.... eg varð svo glöð að sjá þig aftur, og svo brá mér svo mikið, við. Þegar ég heyrði þetta um erfðaskrána. Það lá við að ég fengi taugabyltu.“ „Sama segi ég,“ sagði hann ergilegur. „Ekki svo að skilja að það skipti nokkru máli. Þetta er eins og ég segi — úr því að frænka þín er gift John Tx-evell, ætti að verða auðvelt að koma þessu fram.... “ Cyril brosti til hennar og faðmaði hana aftur. Hún hallaðist upp að brjósti hans, og með lokuð augun hugsaði hún með sér: í>að er hægt að bjarga þessu við, það verður að.... / En Anna var ofboðslega hrædd, henni fannst sem köld hönd hefði tekið um hjartað í henni. Hún hugsaði með sér: Ég verð, að hitta Eloise í kvöld —• ef einhver misklíð verður út af þessu > þá er hún skyldug til að hjálpa mér. | „Þú titrar, elskan mín!“ sagði hann órólegur. „Ég finn að þú skelfur í faðminum á mér. Hefur eitthvað gert þig skelkaða — er það eitthvað sem snerth’ giftinguna okkar?'1 „Ég er hrædd um að John Trevell hafi ekki sérlega mikið álit á mér,“ svaraði hún mjórri, veikri röddu. Hann leit forviða á hana. „Hann er þá ekki með öllum mjalla, ef hann.er ekki hrifinn af þér,“ sagði hann. „En það er kannske af því, að svo vill til að þið eruð tengd. Ættingjar fá stundum svo hlægilegar hugmyndir um, að þeim hljóti að vera í nöp hvorum við aðra. En þó hon- um falli ekki við þig þá er engin ástæða til að hann reyni að hindra hjónaband okkar fyrir því. Hann yrði að hafa einhverjar alvarlegar ástæður ef hann reyndi það." Að sjálfsögðu hefði Anna átt að segja honum allan sannleik- ann, og það munaði minnstu að hún gerði það, en þá kom ein- hver aðvífandi inn í skrifstofuna. Það var Jackson, skrifstofu- stjórinn. Hann rækti sig' og stóð og horfði agndofa á þau, og fór svo að tvístíga. Cyril sleppti Önnu og fór að hlæja, en hann roðnaði um leið. „Þetta er alyeg eins og það á að vera, Jackon. Ungfrú Carr- íngton og ég erum trúlofuð og ætlum að giftast bráðum." Jackson lúkaði en rétti svo fram höndina. Hann vissi ekki hvers krafist væri af honum undir þessum kringumstæðum. Ræskti sig aftur, og það var einskonar vælutónn í hljóðinu, sem kom upp úr barkanum á honum. „Ég óska yður hjartanlega til hamingju," sagði hann. „Óska ykkur báðum innilega til hamingju, og að gæfan fylgi ykkur.“ En það var fjarri því að hann sýndist vera ánægður með þessa rás viðburðanna. Úr augnaráði hans mátti lesa: Æ, mikil hörm- ung! Ungi Redwood og vélritunarstúlka! Þetta er fyrir neðan allar hellur — ég er viss um að það hefði aldrei komið fyrir, ef hann faðir hans hefði verið lifandi! Honum finnst ég sjálfsagt ekki nærri nógu góð handa Cyril, hugsaði Anna með sér. Og það er ég kannske ekki heldur, en ég ætla nú að verða konan hans samt. Cyril virtist vera óvenjulega önnum kafinn það sem eftir var dagsins. „Nú verð ég að láta hendur standa fram úr ermum," sagði hann nokkru síðar um daginn, þegar hann stóð við skrifborðið hjá Önnu. Hami kreppti hnefana og aldrei þessu vant komu hrukkur í andlitið á honum. „Því miður hef ég aðeins látið eins og ég væri að vinna, fram að þessu, og ég hef ekki gert mér grein fyrir ábyrgðinni, sem fylgir þessu. Það var alltaf faðir minn, sem allt hvíldi á, skilurðu. En nú....“ sagði hann og rómurinn lækkaði. „Nú verð ég að vinna margfalt meira en áður,“ hélt hann áfram eftir augnablik. ,,Ég veit vel að keppinautarnir eru alltaf á höttunum og reyna að krækja í beztu skiptavinina okkar núna, þegar faðir minn er fallinn frá, og ég — nýgræðingurinn — tekinn við. En ég skal sýna þeim, að það er til lítils að gera sér vonir um, að þeir geti snúið á mig. Redwood & Son skal verða stjórnað eins vel í framtíðinni og áður var. Ég.. .. ég hef eiginlega ekki skilið fyrr en nú hve mikils virði þetta gamla fyrirtæki er mér.“ Anna greip í höndina á honum. „Og ég veit að þér tekst það, Cyril. Það hlýtur að ganga vel — með þeim eldmóði og dugnaði sem þú býr yfir." „Það er fallega gert af þér að hugsa þannig," sagði hann blítt. Hann settist á brúnina á skrifborðinu og tók utan um granna fingur hennar. „Mér er svo miltils virði að þú segist hafa traust á mér. Ég held ekki að nokkrum nlahni sé möguiegt að vinna nokkurt verk vel, nema að kona sé nærri honum, sem treystir honum. En,“ sagði íiann.og þrýsti fastar að héndi hehnar, „þú mátt eiga von á að ég vanræki þig hræðilega, þangað til ég hef lokið við að setja mig inn í allt, sem snertir fyrirtækið." „Það skiftir engu. máli," sagði hún. Hann laut hægt niður að henni og kyssti hana. „Vitanlega skiftir það máli fyrir þig, elskan mín. Og það skiftir ótrúlega miklu máli fyrir mig, að fá að vera sem mest með þér — en þetta verður nú að vera svona samt. Núna fyrst um sinn verður vinnan að ganga fyrir öllu öðru.“ Hann hnyklaði brúnirnar og bætti við: „Þú mátt ekki reiðast mér þó ég segi þetta. Ég vil aðeins vera hreinskilinn." Hún stóð upp og varir hennar snertu ennið á- honum. „Ég vil að þú látir starfið ganga fyrir öðru, Cyril." Hún sagði þetta svo hugrökk og á þessari stundu ímyndaði hún sér, að hún segði það í fullri alvöru. Starfið átti alltaf að sitja í fyrirrúmi. Það er býsna auðvelt að segja það, en stund- um getur manni reynst erfitt að finnast það. „Við skulum fara út og fá okkur eitthvað að borða,“ sagði hann, „og svo vona ég að þú takir mér það ekki illa upp að ég flýti mér á skrifstofuna á eftir. Jackson kemur líka til baka á skrifstofuna eftir miðdegisverð. Það er svo margt, sem hefur safnast fyrir meðan ég var að heiman, og sem ekki má bíðia lengur, og Jackson drap á það í dag, að ef til vill væri þörf á að breyta verkaskiftingimni hjá fólkinu. Mér finnst það skyn- samleg tillaga. Þér þykir vonandi ekki miður að ég fari frá þér undir eins og við höfum borðað." „Auðvitað ekki, Cyril," sagði hún. En þó var þetta nú í fyrsta skifti í langan tíma, sem hann var heima! Hún hafði svo oft reynt að gera sér í hugarlund hvernig það mundi verða, fyrsta kvöldið eftir að hann kæmi heim — hún hafði hugsað það út í æsar. Hann mundi fylgja henni upp í litla kvisther- bergið hennar. En einmitt það kvöldið stóð henni alveg á sama um að þetta var lítið kvistherbergi. Þau gátu fundið að þau C & StiPMUfká TARZAN - Á kvöldvjjkunni Ungur ameríkumaður stóð fyrir réttinum ákærður fyrir . þjófnað, og líkamsárás. Við réttarhöldin kom í ljós að hann var sonur háttsetts manns í rannsóknarlögreglunni er eink- um hafði með að gera afbrot unglinga. Þá spurði dómarinn unga manninn: „Hvernig getur staðið á því, að þér, sem eruð sonur þessa mæta og duglega rannsóknar- lögreglumanns, skulu vera kominn út á glæpabrautina?" „Eg veit það ekki," svaraði ungi maðurinn, en bætti svo við: „Kannski er það þó af því, að í hvert skipti sem eg kom til pabba og bað hann um ráð- leggingar og heilræði, sagði hann alltaf: „Einhvemtíma síðar. Eg hef engan tíma núna.“ • Síðasta gullkorn Churchills: „Um leið og maður vill vernda málfrelsið, verður maður að vera tilbúinn að umbera alla vitleysuna sem sögð er.“ • Eftir að hinn frægi málari Picasso var orðinn auðugur, kunni hann að vísu að meta gildi peninganna, en sá þó líka skuggahliðarnar við það að hafa of mikil fjárráð. Hann segir: „Peningamir eru tvíeggjað vopn. Þeir afla manni fjarskra margra ómerkilegra vina, en einnig merkra óvina." • Fegurðai’sérfræðingurinn var í húsnæðishraki, og dag einn hengdi hann eftirfarandi aug- lýsingu upp á vegginn í biðstofu sinni: „Skal láta í té þrjú ný nef, hverjum þeim sem útvegar mér íbúð.“ • Pólverjar tveh’ stóðu fyrir alþýðudómstólnum. Annar var sýknaður, en hinn dæmdur. Um leið og sá sýknaði var leiddur út tókst honum að spyrja hinn dæmda: „Hvern skollann höfðu þeir upp úr þér, sem þú varst dæmd- ur fyrir?" „Eg játaði að eg hefði keypt smjör á svörtum markaði á hernámsárum nazista.“ „Bölvaður asni varstu áð viðurlcenna það.“ „Eg gat ekki annað. Það var einmitt dómarinn, sem hafði selt mér smjörið." mm Tarzan og Evans höfðu nú fengið ágætan útbúnað hjá Wabulimönnum og lögðu af stað til vesturstrandar- innar með fanga sinn. Þetta var hið erfiðasta ferðalag um fenskóga og mjög þreytandi. Þau ferðuðust í marga daga og komust loks til stöðvarinnar Narut við Okanofljót.. Þetta var mjög afskekktur staður.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.