Vísir - 16.01.1956, Page 10

Vísir - 16.01.1956, Page 10
10 vlsm Mánudaginn 16. janúar 1956 Hm4u afitur tii iníh! Eloise. Hann hlýtur að vera öruggur um, að ég segi satt. Hann mundi ekki geta trúað öðru.“ Eloise andvarpaði. „Þú ert svo ung, Anna,“ sagði hún. „Karl- mennirnir eru nú svona. Ég fyrir mitt leyti hef alltaf verið á l>eirri. skoðun, að því meira sem maðurinn elskar konuna, því fremur hætti honum til að trúa illu um hana. Það kann að þykja skrítið, en svona er það samt. Kannske stafar það af því, að maður gerir meira en. vert er, úr þeim sem maður elskar. Saklaus hliðarhopp verða að stórsynd. En ég vona, þín vegna, að pilturinn þinn trúi því, sem þú segir honum. Ég segi þér satt, að ekki langar mig til að fara að bera vitni frammi fyrir honum.“ i ! Anna flýtti sér beint heim eftir að hún skildi við Eloise. Aðra stundina var hún óróleg og hrædd, en hina fokreið yfir því, sem Eloise hafði sagt — að Cyril mundi kannske ekki trúa henni. Eloise hafði meira að segja gefið í skyn, að Cyril mundi kannske ekki trúa henni sjálfri, þó hún játaði fyrir honum syndir sínar. Því heitar sem maður elskar, því blindar trúir maður á þann sem maður elskar, hugsaði hún með sjálfri sér. Eloise virtist álita að það væri þvert á móti. En ég trúi ekki því sem hún segir, hugsaði Anna með sér. Hún er svo beisk og hugsjónir haiaar eru bliknaðar, ef hún hefur þá nokkurntíma átt nokkra hugsjónir. Mér þykir vænt um, að ég er ekkert lík henni! Ég er svo sæl, að vita að Cyril stendur við hliðina á mér, hvað svo sem fyrir kann að koma. Hann trúir því ekki, ef hann elskar mig. Hún var þreytt þegar hún kom upp í herbergið sitt. Hún dróst upp stigana. Kalt var inni, svo að hún kveikti á gasofn- inum. Svo fór hún að hugsa um, hvernig hún hafði haldið að þetta kvöld mundi verða — fyrsta kvöld Cyrils heima í Eng- landi eftir heimkomuna að sunnan. Það var auðvitað flónska að fara að gráta, en hún gat ekki stilt sig um það. Hún var þreytt, einmanna og hrædd. Og hún óskaði innilega, að hún hefði ekki farið heim til Eloise í dag. Cyril sást ekki í skrifstofunni morguninn eftir. Þegar klukk- an var orðin hálftólf var.ekki aðeins Anna orðin kvíðin, heldur hitt fólkið líka. Til dæmis ungfrú Tomkins, sem fyrrum hafði verið einkaritari gamla Redv/oods og vann nú fyrir son hans, „Þetta er einkennilegt," sagði hún við Önnu. „Hann hefur ekki einu sinni símað, til að láta vita að hann hafi tafist. Það er svo margt hérna, sem hann þurfti að sinna. Hann sagði í gær- kvöldi, að hann mundi ekki koma síðar en klukkan níu, og að ég yrði að vera viðbúin að skrifa fyrir hann. En nú er klukk- an bráðum tólf, og ekki bólar á honum ennþá. Er það ekki skrítið?“ , Jú, Anna gat ekki neitað því. Hún horfði á ritvélina og skrifaði svo nokkur orð út í bláinn. Hana langaði ekkert til að ræða við ungfrú Tomkins um ástæðuna til þess að Cyril kæmi ekki. Hún vildi ekki ræða það mál við neinn. Hún var óróleg, hún var beinlínis hrædd. Hvað gat hafa komið fyrir? Einhver skýring hlaut að vera til á því, að hann hafði ekki komið. Og hvað sem öðru leið þá fannst henni skrítið, að hann skyldi ekki hafa haft hugsun á að síma til hennar, að minnsta kosti. Hún hafði ekki séð hann síðah daginn áður, að hann fylgdi henni að strætisvagninum eftir að þau höfðu borðað.' Henni leið illa. Henni varð ekki hughægra við þær upþlýsingar, sem ungfrú Tomkins hafði gefið henni: að hún hefði hring't oftar en einu sinni heim til Cyrils um morguninn, og' þjónninn vissi ekki betur en að hann hefði ætlað beint á skrifstofuna. „Hann er kannske í einhverjum erindagerðum í sambandi við fráfall föður síns,“ sagði Jackson, ,,En mér finnst skrítið að hann iskyldi ekki minnast neitt á það við mig í gærkvöldi, Klukkan var orðin ellefu þegar við fórum héðan.“ „Ég vona að hann hafi ekki lent í bifreiðaslysi/1 sagði ungfrú Tomkins. „Það vonar maður,“ sagði Jackson, „en mér er sagt að hann aki talsvert ógætilega þegar hann situr við stýrið.“ Anna óskaði þess með sjálfri sér að þau hættu þessu skrafi. Hana langaði til að hljóða. Hún hafði sjálf hugsað sér þann möguleika, að Cyril hefði orðið fyrir bifreiðaslysi, en hafði eftir beztu getu reynt að vísa þeim möguleika á bug. Það var óhugsanlegt. Cyril mundi koma þá og þegar. Hún var að skrifa texta að auglýsingu, en gerði hverja vill- una eftir aðra. Fingurnir voru svo stirðir og kaldir, að hún varð að teygja hendurnar að gasofninum til að hlýja þá. Og þó var alls ekki kalt í veðri. Cyril var ekki kominn þegar að matarhléinu. Ungfrú Tomkins símaði enn einu sinni heim til hans, en árangurslaust eins og fyrr. „Þetta fer að verða dularfullt/1 sagði hún er hún tíndi saman blöðin á skrifborðinu sínu og lagði þau í hrúgu. „Ég mundi ekki fara út að borða ef ekki stæði svo á, að ég á að hitta hana systur mína, sem er komin inn í borgina, til að verzla. Ætlið þér að verða samferða, ungfrú Carrington?“ Anna hristi höfuðið. Hún vissi að sér mundi verða ómögulegt að koma niður nokkrum matarbita. Ungfrú Tomkins fltti sér fram í fatageymsluna. Anna horfði á eftir henni þegar hún fór, og lá við að hún öfundaði hana. Vitanlega var ungfrú Tomkins órótt líka, út af því að Cyril skyldi ekki koma, en það var ópersónulegt hjá henni. Það snerti hana og fannst fæturnir kikna úndir sér þegár hún stóð upp. Hún bað Bill, sendilinn, um að ná í te handa sér. En þegar hun fékk það gat hún varla komið því niðui’. Klultkan var orðin korter yfír hálftvö. Hún var ein í skrif- stofunni og hnipraði sig í gluggakistunni. og' horfði yfir mann- fjöldan niðri á götumii. Þá kom hann allt í einu þjótandi. Æddi gegnum fremri skrifstofuna og inn til sín án þess að segja orð eða líta á hana. Hún sá aðeins á fölu andlitinu, hörkulegum svip, bregða fyrir. Hann var berhöfðaður 'og hárið var úfið. Hann hlýtur að hafa orðið fyrir einhverju áfalli, hugsaði hún með sér. Hún hoppaði niður úr gluggakistunni og bjóst til að elta hann inn.og hugsaði með sér: Hann liefur aúðvitað ekki tekið eftir mér annars hefði hann heilsað mér.! „Cyril!“ kallaði hún. „Cyril! Hvað hefur komið fyrir? Við höfum verið svo áhyggjufull....“ Um leið og hann var að hverfa inn úr dyrunum leit hami við og starði á hana. - „Jæja,“ sagði hami. „Svo að þú hefur verið óróleg?“ Cyril horfði á hana meðan hann sagði þetta, og þó fannst henni líkast og hann horfði ekki á hana, heldur gegnum hana —• á aðra manneskju, sem ætti sök á fölvanum i andlitinu á honum og kuldanum og'vonbrigðunum, sem spegluðust í augun.um á honum. Hún gekk hægt til hans og' rétti hikandi frani hendumar. „Elsku Cyril — hvað gengur að þér? Hefurðu lent í slysi—- bifreiðaárekstri?“ Allt í einu kastaði hann höfði og fór að hlæja. En það var engin gleði í þeim hlátri, hann vai- ískaldm-, svo að hrollur fór um hana. „Þú hefur sannarlega rétt fyrir þér/! sagði hann hásum kvoldvökunni Smælki. .. ............. Skoti nokkur hafði lengi haft augastað á konuefni, en áður en hann tók endanlega ákvörð- un að biðja hennar, vildi hann ganga úr skugga um hvort hún væri sparsöm eða sóunarsöm. Og kvöld nokkurt þegar þau voru úti á gangi, spurði hann: „Lest þú nokkurn tíma í rúm inu lengi fram eftir?“ „Já, það kemur fyrir,“ svar- aði hún, „en aðeins þegar tunglskin er.“ Þrem vikum síðar voru þau gift. Rithöfundur nokkur var spurður, hver væri helzta uppi- staðan í bókum hans. „Ástin, vinir mínir,“ svaraði hann. „Ástin hefir verið uppi- staðan í sjálfu mannlífinu síð- ustu þúsund árin og heldur á- reiðanlega áfram að vera það næstu þúsund ár.“ • Veggurinn milli hótelher- bergjanna var þunnur og því hljóðbært á milli. Gesturinn gat ekki komizt hjá því að heyra kvenmannsgrát hinum megin við þilið, né heldur er hranaleg kvenmarmsrödd spurði: „Af hverju ertu eiginlega að kjökra?“ „Uhu-u-u-u-u ....“ Það var eina svarið sem hann fékk, og hélt hann þá áfram: „Það þýðh' ekkert fyrir þig að vera að þessu orgi, það hrær- ir mig ekki minnstu vitund." . „Uhu-u-u-u-u .... það er nú einmitt út af því sem eg er að gráta.“ Kristófer litli var í boði hjá kunningja sínum, og var þeim borinn ís og ískökur. Hámaði Kristófer þegar í sig ísinn sinn, en rétt í því brá kunningi hans sér út úr stofunni, og notaði Kristófer þá tækifærið, og borð- aði einnig ís og ískökux- kunn- mgjans. Þá kom frúin inn og þótti þetta heldur vel að verið hjá Kristófer, og sagði að það hefði ekki verið ætlunin að hann æti líka ís sonar.síns, „Þú ert búinn að borða þinn ís, Kristófer. Þú átt ekki líka að borða ís Jónasar.“ „En þetta var ekki ís Jónas- ar,“ sagði Kristófer,— eg borð- aði hann fyrst, svo að þetta var minn.“ C £ ÉMPrmepká TARZAPy mm Aþamaðurinn, sem reiddist hinni ruddalegu framkomu mannsins, stökk á fætur. Leiknum er lokið, sagði hann um leið og hann sló fjandmanna‘sinn. . Hafnarflækingurinn hrökklaðist aftui- á bak og dró upp jmíf. — Þvert á móti, Leikurinn. er einmitt sagði' hann. - að byi'ja. :.t

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.