Vísir - 09.02.1956, Side 4

Vísir - 09.02.1956, Side 4
s VlSIR Fimmtudaginn 9. íebrúar 1956. DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstrae-ti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Móðurmálsþáttur. .■wwuvwvwvv Foreidrar, skólar, uppeldi. Nú á dögum fer uppeldi barna ekki fram á heimilinu einu — það eru ekki aðeins áhrif frá foreldrum og öðru heima- fólki, sém móta börn og unglinga, eins og var lengi fram eftir öidum, bæði hér á landi og annars staðar. Fjölmargir aðilar taka þátt í .uppeldinu, bæði þeir, sem það er ætlað, og ýmsir aðrir, sem gera það að engra ósk, en unglíngurinn hinsvegar ekki íær um að velja og hafna, og verður þess vegna uppeldisstarfið miklu erfiðara en ella. í þjóðfélagi nútímans eru það fyrst og fremst heimilin og skólinn, foreldrar og kennarar, sem hafa á hendi uppeldið, eða ættu að minnsta kosti að hafa það, enda þótt misbrestur kunni á að verða í þeim efnum eins og öðrum, þar sem ýmislegt fer öðru vísi en ætlað er. Og verkefni þessarra aðila eru að mörgu leyti erfiðari nú en fyrir aðeins fáum árum, þar sem svo marg- vísleg önnur áhrif koma til greina, er torvelda og jafnvel spilla hlutverki þessarra aðila. Er því enn meiri nauðsyn en áður, að uppeldisstarfið sé unnið af kostgæfni og fyrirhyggju. Það mun mála sannast, að samstarfið milli foreldra og kenn- ara er ekki ævinlega eins náið og það ætti að vera. Þar sem báðir þessir aðilar vinna að sama marki— að ala upp góða og nýta borgara — verður að vera um nána samvinnu að ræða. Hvor aðilinn verður að fylgjast með þætti hins, kynnast þeim vandamálum, sem við er að glíma í skólunum og á heimilun- um, og síðan verður að finna ráð, sem menn hjálpast við að koma í framkvæmd. Það kemur ekki til mála, að hvor um sig' pukri í sínu horni og hafi ekki hugboð — eða nær enga hugmynd — um starf hins. Slikt hlýtur að leiða einungis tii glundroða og upplausnar. J Foreldrafélög hafa verið starfandi við skólana, og hafa þau Íiaft samvinnu við kennara og skólastjóm. Þó hefur þótt nauð- gyn að gera breytingu á þessu við einn skólann, Melaskóla, eins iDg skýrt var frá í blaðinu í gær, og hefur þar verið sett á fót 'foreldraráð, er mun verða samvinnuaðili gagnvart skólanum. JVIunu þá vera fleiri aðilar úr hópi foreldra í „fremstu víglínu“ fen áður, og ætti það að ver.a til bóta, þótt haldgóð reynsla sé ekki fengin á því ennþá, en það ætti þó að vera betra frá því Sjónarmiði, að betur sjá augu en auga. Jl Það mim vera óhætt að segja, að menn sé enn að þreifa sig áfram á sviði uppeldissamvinnu foreldra og skóla. Verkefnið er Jnargþætt og erfitt á margan hátt, og vart við því að búast, að iagi. vérði komið á það fyrirháfnarlítið eða í skjótri svipan. Er þá fyrir mestu, að ekki verði lagðar árar í bát, þótt ekki fáist árangur á augabragði. Ef ein aðferð gefst ekki, verður að yeyna aðra, þar til sú eða þær heppilegustu eru fundnar. Mest er þó um vert, að menn hafi í huga, að „aðgát skal höfð í nær- veru sálar“, og að það á aldrei betur við, en þegar barn er annars vegar. Og jafnframt, að á árangrinum af uppeldinu yeltur framtiðarheill þjóðarinnar að meira eða minna leyti. BlaiamanitaskóK. TjVam hefur komið á alþingi tillaga um, að stofnað verði til ■*- blaðamannaskóla hé.r á landi, og er hún fram borin af fulltrúum allra flokka, svo að ekki ætti að vera hætta á því, áð skólimv verði ekki að veruleika von bráðar. Er það og rétt, ©ð . þörf er fyrir slíkan skóla, því að blaðamenn munu vera með sama marki brenndir og aðrir menn, að þeir hafa igott af því að læra, og að sumu leyti mun þeim vera meiri þörf á því, þar sem þeir eru á margan hátt fyrirmynd og læri- feður mikils hluta þjóðarinnar, er nemur márgt af því” sem feemur í blöðunum. )/ Blöðin hafa mikil áhrif á tungutak manna. Um það er ekki jdeilt. Og þar af leiðandi verður heldur ekki um það deilt, að Jiauðsynlegt er, að blöðin sé skrifuð á góðu máli, þar sem þau eru kennarinn eða kennslutækið í þessu efni. Það er þess vegna mikilvægt frá sjónarmiði alþjóðar, er vill að sjálfsögðu, að varizt vefði.áföllum, hvað tunguna snertir, að slíkum skóla aé komið á laggir. En á að láta þar staðar númið? Eru þeir ekki fléiri, sém mikil áhrif hafa á tungutak almennings? Svarið verður vitanlega játandi, og væri því ekki úr vegi, að fleiri fengju aðgang að væntanlegum blaðamannaskóla en blaða- inenn cinir. Slík deild við .háskólann ætti að standa opin Öllum, er vildu afla sér aukinnar þekkingar á keimsluefni hennar. Afar algengt er, að fólk fari rangt með sögnina að hlakka til, láti hana standa með þolfalli eða jafnvel þágufalli og segi: mig hlakkar til, — eða jafnvel mér hlakkar til. Með þessari sögn á ævinlega að fara nefni- fall. Það á að segja: Eg lilakka til, við jhlö'ckum til, þið hlakk- ið til, margir hlakka til, hlakka drengirnir til páskanna? Þetta skilst betur, ef haft er í huga, hvað sögnin hlakka merkir. Hún er upphaflega notuð um hljóð fugla, það hlakkar í hon- um, hann hlakkar. Klógulir ernir yfir veiði hlakka ...., kvað Jónas. Hann segir ekki, að ernína hlakki yfir veiði, heldur að ernirnir hlakki yfir veiði. Engu breytir í þessu efni, þó að forsetningin til kom aft- 1 an við sögnina. Sögnin breytir aðeins ofurlítið merkingu, þýð- ir þá upphaflega, að sá, sem hlakkar til, hugsi með svo mikilli ánægju til einhvers, sem hann á i vændum, að það hlakki í honum. Minnumst þess, að sögnin að hlakka táknar hljóð líkt og sögnin að syngja. Eng- inn segir mig syngur, þig syng- ur, heldur eg syng, þeir syngja. Á sama hátt á að segja eg hlakka til, þeir hlalcka til. Einnig er algengt, að ung- lingar hafi þolfall með sögn- inni að kvíða fyrir, segi mig ltvíðir fyrir. Um hana gildir hið sama og hlakka til, á undan henni á áð fara nefnifall: Eg kvíði engu, þeir kviðu fyrir morgundeginum o. s. frv,- Margir kunna eigi méð-sögn- ina að vilja að fara, segja ég vill í staðinn fyrir ég vil, sem er hið rétta. Þetta, ég vill, læt- ur í eyrum þeirra, sem með sögnina kunna að fara, eins og sagt væri ég syngur í staðinn fyrir ég syng, ég talar í staðinn fyrir ég tala. Sögnin að vilja beygist þannig eftir persónum: Ég vil, þú vilt, hann (hún, það) vill o. s. frv. Vill kemur áðeins i 3. pers. eintölu. Algengt er, að farið sé rangt með boðhátt af sögnimii að kaupa, sagt er keyptu í staðinn fyrir kauptu. Endingarnar -tu og -du, sem boðháttur sagna endar oft á, kauptu, farðu, eru til orðnar úr persónufornafninu Þú, sögn og persónufornöfn hefir runnið saman og þ-ið breytzt við það í ð eða t. Við getum alltaf slitið sögn og for- nafn sundur aftur, en verðum að muna, að ð-ið og t-ið eiga að fylgja fornafninu, ekki sögn- inni, eru í raun og vei*u þ-ið í fornafninu. Farðu verður þá far þú, kauptu verður kaup þú. Finrium við. þá strax, hvílik fjarstæða er að segja keyrptu. Ef það væri rétt, ætti sögnin að vera keyp þú, eftir að sögn og fornafn hafa verið slitin sund- ur. Hvort er réttara: Verið þér velkomnir eða verið þér vel- kominn? Hið síðara er réttara, verið þér velkominn. Á eftir þérun á einum manni á að koma lýsingarorð eða lýsingar- háttur i eintölu. Þetta verður auðséð og auðskilið, ef við setj- um nafnorð með lýsingarorð- inu eða í staðinn fyrir það. Enginn mundi segja: Þér eruð ungir menn, ef við einn væri talað, heldur þér eruð ungur maður.' Síðan sléppúm við nafn orðinu maður, og eftir verður þá: Þér eruð ungur. Þér eruð sjaldséður gestur hér, prestur minn, — ekki sjaldséðir gest- ir. Svo sleppum við orðinu gestur, og verður málsgreinin þá: Þér eruð sjaldséður hér, prestur minn. Undantekning frá réglunni eru kveðjuorðin, og helgast sú undantekning af mál venju. Komið þér sælar, — ver- ið þér sælir og blessaðir. En engan veginn væri rangt, þó að sagt væri: Verið þér sæll og blessaður, en fremur mun fólk kunna því illa vegna málvenj- unnar. Vinnustofur opnaðar áhugaijésmyndurum. Ljósmyndafélag Reykj avíkur er nú að láta gera vinnustofu fyrír nieðlimi sína og er hún til liúsa að Hringbraut 26. í þessari vinnustofu er ætl- að að félagsmenn geti stækkað og unnið að myndum sínum eft- ir því sem við verður komið. Þai’ verða stækkunarvélar, á- samt skálum, þurrkurum og fleiri áhöldum. Félagar greiða gjald eftir því sem ákveðið yerður seinna meir, og verður þá skýrt nán- ara frá fyrirkomulagi öllu, Auk stórrar ljósmyndastofu verða tvö myrkraherbergi, sem félagsmenn fá a'ðgang að. Verða þar öll hin fullkomnustu tæki sem völ er á í sambandi við myndagerð áhugaljósmyndara. Ljósmyndafélag Reykjavík- ur telur nú um 130 félaga. Formaður er Hörður Þórarins- son. Félag þetta var stofnað fyrir fáum árum og er markmið þess að áfla áhugamönnum í ljós- myndagerð þekkingar á öllu því er lýtur að töku ljósmýnda og vinnubrögðum í sambandi við það. Kefuf félagið þegar unnið mikið og gott starf á þessu sviði með f ræðslufundum, erinda- flutníngi og sýningum. Það hefur haldið eina opinbera sýn- ingu, í Þjóðminjasafnsbygging- unni í hitíeðfvrra, og tókst vel. Tveir bátar smíðaðir á Akuroyri. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri, í gær. Á mestunni verður tvehn bát- nin hleypt af stokkununi í skipasmíðastöð Kea á Akureyri. Minni báturirin er 40 smál. að stærð og er smíðaður fyrir Dverg h.f. í Ólafsvík. Stærri báturinn er 65 smál. og eigandi hans er Valtýr Þorsteinsson á Rauðuvík. Qert er ráð fyrir, að báðir þessir' bátar verði tilbún- ir innan fán-a daga. Skipasmíðastöð Kea á Akur- eyri var stofnsett árið 1941 og hefir smíðað báta af smærri og stærri gerðum síðan. Stærsta skipið er 165 -smái. að stærð, en það er.Snæfellið.. Fyrsti forstöðumaður skipa- smíðastöðvarinnar er Gunnar Jónsson, en fyrir þremiir árum tók Tryggvi sonur hans við stjói-niruii og hefir veitt skipa- smíðastöðinni forstöðu síðan. Bergmáli héftir borizt gaman- samt bréf frá Langholtsbúa. — Bréfið er dagsett 3. febr. ■ „Þetta bTáS cr strax í stað stílað til þess og sett á vess, að beri það í bæjarhlað bragriar Ness til Johannéss. Nóta: Nes á að vera sama og Kaupmannahöfn, en Jóhannes sama og Konráð, skáldaleyfið er tekið sér vegna rímsins. Jónas HaHgrímsson. Elcki fæ ég séð að það sé vegna rieins ríms, að Vísir hefur tekið sér það slcáldaleyfi, að kalla Langholt í Reykjavik alitaf Kleppsliolt, þrátt fyrir margar ábendingar um hvað rétt er. Sein ast gerði liann þetta i gær. Ekki er það fyndni. Þetta getnr heldur varla tal- ist svo góð fyndni, að liún þoli það að henni sé liampað æ of- an i æ. En hjá öllum þeim, sem iieima eiga i Langholti (og þeir eru nú álíka margir og Akureyr- ingar), vekur þetta uppnefni sí- fellda gremju, og þar sem vér vitum ekki hvað vér höfum til salca unnið hjá Visi, að liann skuli alltaf uppnefna byggðina, þá viljum vér enn einu sinni biðja blaðið að liætta þessu, og minn- ast liins fornkveðna, að skylt er að hafa það heldur, er sárinara reynist. Byggðamörkin. Til frelcari skýringar skal þess getið, að Langiiolt nær frá Sog- um út að Líkavörðu hjá Yatna- gíjrðum og er 2 km. á lengd. Nyrzt á því, og þó liliðhalt við það, er Laugarás og er i Laugarness- landi Áður en hér tók að byggj- ast, var tekinn sandur og grjót í Laugarásnum, en þeir, sem það gerðu, vissu eklci nafnið á hon- um og kölluðu Kleppsholt. Þessi fávísra manna nafngift liefur svo mcð aðstoð blaða og annarra, magnast svo, að nú nær hún eigi aðeins til Laugaráss, iieldur einn- ig Langholts, með Sundum og 'Voguni. Hvaða vit er. i þessu? Virðingarfyllst, Á. Ó.“ — Auk þess ritá þrir vottar undir bréf- ið, og votta, að þarna sé rétt með farið, en það getum vér fullviss- að bréfritarann um, að var hreinn óþarfi, því iiann liefði ver ið tekinn gildur án þeirra. Algeng villa. Bergmál þaklcar bréfritaran- um ágætt bréf, og viðurkennir fúslega, að sú villa, sem á gam- ansaman máta er drepið á i bréf- inu, er orðin mjög algeng. Það var því ágætt að fá svo afdráttar- laust bréf frá Á. Ó. — Hann er velkominn hér í dálkinn, þegar liann vill. — kr. ----•----- Hafnfirðíngar unnu Ak- ureyringa t skák. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri, í gær. Sl. laugardagskvöld háðu Ak- ureyringar og Hafnfirðingar símskákkeppni er stóð fram á nótt. Teflt var á 10 borðum og báru Hafnfirðingar sigur úr- býtum hlutu 54/2. vinning gegn 4 %. Þeir hafa í sameiningu teifcnað báða bátana, sem nú verður hleypt af stokkunum. Að öllum jafnaði vinna 16 manns hjá fyrirtækinu, en þeg- ar ihikið er ,að: gera eins og nú, eru starfsmenn miklu fleiri.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.