Vísir - 15.02.1956, Blaðsíða 4
«
VÍSIH
Miðvikudaginn • 15. - febrúar 195ð
Fyrsta veiðiför á vélbát frá
Vestm.eyjum fyrir 50 árum,
Hún var farin 3. febrúar 1906.
S in veturinn frékk bátwrinn
þrefaidan wneðdtafla.
r í byrjun þessa mánaðar voru 50 ár liðin, siðan farið var í
fyrsta fiskróður frá Vestmannaeyjum á vélknúnum báti, en
jiær tveim árum áður bafði vél verið sett I fyrsta bátinn 'þar.
Vélaöldin var þá að ganga í garð. Blað sjálfstæðismanna í Vest-
vnannaeyjum, Fylkir, hefur birt frásögn af fyrsta róðrinum
fyrir 50 árum, og er höfundurinn Þorsteinn Jónsson í Laufási,
einn inesti atorkumaður Eyja nna. Fcr frásögn hans hér á eftir
’ Árið 1904, í júnímánuði, var
settur á flot hér í Eyjum vél-
báturinn. Eros. Eigendur hans
voru Ágúst Gíslason í Hvammi,
Gisli J. Johnsen í Godthaab og
Sigurður Sigurðsson í Fryden-
dál.
Mun Gísli hafa verið aðal-
Styrktarmaður þessarra merku
tilrauna, en Ágúst og Sigurður
pnnuðust rekstur bátsins, sem
íþví miður gekk báglega, var
|>ar aðallega umkennt vélinni,
sem var með afbrigðum ógang-
,Viss.
í sögu Vestmannaeyja, eftir
Sigfús M. Johnsen, er báturinn
iEfos talinn 3—3Vz tonn. Hann
Vár með 6 hestafla Möllerups
Vél. Þessi bátur var aldrei not-
flður til fiskiveiða.
Þetta sama sumar fór ég, á-
samt þeim Þorsteini Jónssyni
»iú kaupmamii hér í Eyjum og
Jóni Á. Kristjánssyni eða A. J.
Johnson síðar gjaldkera Lands-
bankans, austur á Seyðisfjörð
til sjóróðra.
Þá var nýkominn þangað
fyrsti vélbáturinn. Bæði skip-
stjórinn og vélstjórinn, sem var
Guðmundur Ólafsson í Hrafna-
gili hér, létu hið bezta yfir bát
Og'vél. Mér leizt einnig þannig
á bátinn, sem var 28 feta lang-
ur, og líklega 5—6 tonn að
stærð, að svona bátay þó helzt
stærri, gætu komið af notum
hér í Eeyjum. Þótt eg gerði mér
Ijóst öryggisleysið hér, og erf-
iðleika á öllum sviðum, hafði
þó vélbáturinn þann kost á
móti áraskipuhum, að ef slys
bar að höndum á þeim, voru
ekki nema 4—5 menn, sem
hurfu í hafsins djúp, en þrisv-
ar fleiri á áraskipunum, en sjó-
■sóknin orðin slík, að oft var
stefnt í meira en tvísýnu. Þetta,
ósamt ýmsum fleiri ástæðum,
skjátlazt. Hann hafði látið þau
■orð falla, áður en R-101 fór
fyrstu för sína, að ferðir þess
eða R-100 — systurloftfarsins
♦— mundu enda með skelfingu.
Rannsóknarnefndin komst
Rinsvegar fyrst og fremst að
þ>ví, að slysið hefði ekki átt rót
sína að rekja til smíðagalla á
Joftfarinu. Hún var líka sam-
:mála um það, að stjórntækin
feefði á engan hátt brugðizt.
Spanner er þarna á alveg gagn-
síæðri skoðun, því að hann
‘heldur því ekki einungis fram,
íið skipið hafi brotnað á flugi,
heldur hafi það jafnframt or-
sakað, að hæðarstýristaumarnir
hafi skorðazt og festst. Hann er
líka þeirrar skoðunar, að þótt
R-101 hefði „hryggbrotnað“ í
3000 feta hæð, hefði það ekki
þurft að hafa það í för með sér,
að það hrykki í tvo hluta,
hverju sem aðrir kunni að halda
réði því, að ég ásetti mér að
breyta til og reyna að eignast
vélbát, ef einhverjir þyrðu að
leggja út í þetta ævintýri með
mér.
Þeir, sem urðu til þess voru:
Friðrik Svipmundsson í Görð-
um, Geir Guðmundsson á
Kirkjubæ, Þórarinn Gíslason í
Júlíushaab og Þorsteinn Jóns-
son í Jómsborg. Ætluðum við
að eiga sinn fimmta hlutann
hver í þessu fyrirtæki. Mun
þetta hafa verið fastmælum
bundið síðari hluta aprílmán-
aðar árið 1905. Réðust þeir þá
þegar á bátinn Geir Guðmunds-
son og Þorsteinn Jónsson, átti
hann að verða vélstjórinn, ef úr
þessu yrði.
Skömmu fyrir lokin sagði ég
hásetunum og eigendum tíær-
ingsins ísaks frá þessu áformi
mínu. Var mér þetta ekki sárs-
aukalaust, ég hafði verið for-
maður með hann í 5 vertíðir,
gengið vel, en skip og hásetar
þannig, að ekki varð á betra
kosið.
Þegar þetta áform okkar
spurðist, vakti það mikla at-
hygli, þó var það sérstaklega
Símon Egilsson frá Miðey, sem
lét sig þetta skipta. Einnig átti
Sigurður Sigurfinnsson viðtal
við mig um þetta, en þeir fóru
til Noregs um sumarið 1905.
Keypti Sigurður þar nýlegan
seglbát, um 14 tonn að stærð,
sem hann nefndi Knör og sigldi
honum síðan til Friðrikshafnar
á Jótlandi, og lét setja þar í
bátinn 8 hestafla Dan-vél. Þessi
bátur hafði mikinn reiða, hann
hefur að líkindum komið hing-
að til Eýja síðast í ágústmán-
uði, þó að ég og aðrir hafi talið
hann hafa komið hingað síðar,
en við að yfirfara verzlunar-
bækur Bryde-verzlunar sést,
að 13. september er byrjað að
taka ýmislegt út í reikning
Knarrar, en Sigurður fór
nokkrar ferðir með vörur upp
að söndum þetta haust.
Þar sem aðeins var 8 hestafla
vél í Knerri og hún oft í ólagi,
varð hann eftirbátur áraskip-
anna þá vertíðin hófst, og ó-
hæfur til línuveiða, varð aflinn
því lélegur.
Báturinn, sem við fimmmenn
ingarnir fengum fyrir milli-
göngu Ólafs Árnasonar kaup-
manns á Stokkseyri, kom hing-
að til Eyja þann 9. september
1905, með póstskipinu Laura,
var hann nefndur Unnur. Hún
var 33 fet á lengd og rúm 8 fet
á vídd og mældist 7 23/100 tonn.
í bátnum var 8 hestafla Dan-
vél, hann var opinn þegar
hann kom, kostaði tæpar 4000
kr., þótti yfirleitt fallegur, en
veikbyggður, þó allur úr eik,
súðbyrtur.
Þar sem þekking manna á
vélum var engin, var það fyrsta
vandamálið, sem fyrhr lá. En
hvernig átti að leysa það? Skil-
yrði fyrir, að vélbátaútvegur
gæti þrifizt var þó, að vélarnar
væru öruggar. Okkur barst ó-
vænt hjálp við þessum vanda,
því Halldór Guðmundsson frá
Hvoli í Mýrdal kom hingað til
að giftasig. Hann var rafmagns-
og vélfræðingur. Veitti hann
okkur viku tilsögn í meðferð
og hirðingu vélarinnar sem
ekki eingöngu varð til þess, að
vélin í Unni bilaði aldrei þessa
vertíð, sem í hönd fór, heldur
líka að ýmsir aðrir nutu góðs
af þeirri þekkingu, sem þessi
mæti maður lét okkur í té án
endurgjalds.
Unnur var sett upp í Áróru-
hróíið í Læknum síðast í októ-
ber, og farið að búa hana undT
ir vertíðina. Var byrjað með
því að gera báða endana vatns-
þétta, þannig, að hún fylltist
ekki þótt lestin fylltist af sjó.
Yfirleitt var reynt að ganga
sem tryggilegast frá öllu, eftir
því sem vit og reynsla undan-
farinna ára hafði kennt manni.
Unnur var sett á flot um miðjan
janúar. Var síðan beðið mcð
mikilli eftirvæntingu eftir góðu
veðri og happadegi, því að
mikið lá við, að útdrátturinn.
heppnaðist veL
Svo rann upp, hinn: langþráði
dagur, sem var 3. febrúar 1906.
Veður var gott, en enginn fer
þó til veiða nema við, áraskip-
in ekki tilbúin,. því að mikil
ótíð hafði gengið. Við héldunj
vel djúpt suður með Heimey,
þó að logn væri, svo var rík
tortryggni okkar sjálfra í garð
vélarinnar.
Þetta var Líka eðlilegt, því
um margar hrakspár höfðum
við orðið áskynja í sambandi við
þessa nýbreytni.
En allt fór vel og ekkert sér-
stakt kom fyrir. Línan var lögð
og dregirí, kaffi hitað við vélar-
lampann, sem var algjör nýj-
ung í fiskiróðri héðan. Yfirleitt
var þetta allt svo einfalt, að
við lá. að við yrðum fyrir von-
brigðum.
Byrjað var að leggja línuna
við Pétui'Sklakkana og suðvest-
ur fyrir Súlnaskersklakk, var
þetta einn bezti staður vegna
fisksældar á þessum árum, en
þá talinn til fjærmiða.
Á leiðinni í land settum við
upp segl, því kominn var góður
byr af austri. Þegar við sáum,
að stór hópur manna var austur
á Skánsi, var ferðin aukin eins
og hægt var í ögrunavskyni, og
til að láta menn sjá, að þótt
spaðarnir væru ekki nema tveir
og litlir í margra augurn, gátu
þeir þó róið á við marga menn
og' þreyttust áldrei, en þetta
höfðu ýmsir talið hina mestu
fjarstæðu, en þeir hinir sömu
áttu eftir að reyna það þessa
vertíð, að þótt skip þeirra væru
lífróin, urðu þau þó að láta í
minni pokann fyrir hinum
tveim litlu ski'úfublöðum, sem
þeir höfðu talað um með lítils-
virðingu.
Þess skal getið, að ég og há-
setar mínir vorum í góðu skapi
yfir þessum vellieppnaða róðri.
Sáum við í anda hilla undir
marga slíka, og með Guðs hjálp
urðu það meira en aðeins hill-
ingar.
Þeg'ar við komum að landi
þennan minmsverða dag, og
höfðum fleygt fiskinum, sem
voru 280 þorskar og 30 ýsur,
upp á hina mjóu Austurbúðar-
bryggju sýndist aflinn meiri en
hann var í raun og veru. þar
sem hann lá útbreiddur, enda
fór svo að hann margfaldaðist
í augum liinna mörgu áhorf-
enda, en fáir komu niður á
bvyggjuna til að fregna hið
sanna.
Áréiðanlega vai' þessi útdrátt
ur okkar mikið umtalsefni
manna á meðal hér í Eyjum
næstu daga, því nú hafði feng-
izt úr því skorið, að þetta uppá-
tæki var ekki eins mikil vit-
leysa og margur hafði haldið
og jafnvel vonað. Þó er það
sannast sagna, að ýmugustur
sá, sem á okkur hafði hvílt
vegna vélbátskaupanna, hvarf
elcki að fullu, fyrr en nokkuð
var liðið á vertíðina og bátur-
inn hafði á margan hátt sannað
yfirburði sína fram yfir ára-
skipin. Þó sárnaði mönnum það
mést, að við á Unni gátum oft
róið, þegar allir aðrir sátu í
landi vegna veðurs, en því
hlutskipti undu dugmenn á
þessum tímum illa.
Hásetar mínir vertíðina 1906
voru þeir Þorsteinn Jónsson í
Jómsborg, er var vélstjóri, Geir
Guðmundsson á Kirkjubæ,
Eyjólfur Guðmundsson síðast á
Háaskála og Tómas Jónsson í
Vík í Mýrdal, allir hinir mæt-
ustu menn. Þá var eirinig tek-
in upp sú nýjung, að þrír dreng-
ir voru fengnir til að beita.
Voru það þeir Ársæll Sveins-
son þá á Sveinsstöðum á 12.
ári. Hannes Hansson í Landa-
koti á líkum aldri og Jóhann
P. Pálmason í Stíghúsi aðeins
9 ára, þurfti að hlaða undir
hann svo að hann næði upp á
beituborðið. Þessir 3 drengir,
sem beittu línu fyrst á vélbát
hér í Eyjum, eru allir lifandi,
og hafa reynzt orðlagðir dugn-
aðarmenn að hverju sem þeir
hafa gengið.
Hásetarnir beittu sitt bjóðið
hver, en drengirriir tvö bjóð
hver, svo að línan var 10 bjóð
með 6 strengjum í bjóði, við'
fengum sama síldarmagn og
aðrh’ bátar en það voru 15 pund
í róður vanalegast.
Aðgerðina önnuðust fimm
stúlkur, ein frá hvevjum báts-
eiganda undir umsjón Þorsteins
H. Ámasariar fyrrv. bónda að
Dyrhólum í Mýrdal, orðlögðum
hirðumanni, þá lcominn á efrl
ár.
Frá því að við drógum út 3.
febrúar og til 18. júlí fórum við
á Unni 83 róðra og öfluðum
24.250 af. þorski og löngu, sem
var í meirihluta, og 4000 af ýsu.
Vigtaði þetta fullverkað 282
skipnund, þar. að auki 2460 af
keilu og 420 stórar skötur. Var
Frh. á 9. s.
VWWWWVWWWWWV.VWVVJVWV.1
fram um það efni. Smíði þess
hafi verið þannig, að það hefði
getað lagzt saman eins og papp-
írsblað, án þess að rifna í
tvennt.
Það er kaldhæðni örlaganna,
að allt sem fram kom við rann-
sóknina og þar á meðal álit dr.
Eckeners, reyndasta sérfræð-
ings í loftfarasmíðum, getur
stutt hvora skoðunina sem er.
Menn gerðu sér tíðrætt um það,
að gasgeymarnir mundu hafa
færzt til eða leki komið að þeim
og að loftfarið hafi þyngzt ó-
eðlilega mikið, vegna rigning-
arinnar. Dr. Eckener virðist
hafa þetta í huga, þegar hann
setur fram þá skoðun, að loft-
farið hafi ef til vill misst jafn-
vægið og tekið stefnu niður á
við, er það varð fyrir snarpri
vindhviðu. Dúkurinn um
grindina hafi verið orðinn
gegndrepa af rigningu og loft-
farið framþungt sákir gasleka
og því byrjað að hrapa með
miklum hraða, er jafnvægið
hvarf. Það hefði getað verið ó-
gerningur fyrir manninn við
stýrið að verða var við þessa
stefnubreytingu, þar sem hann
var aðeins búinn að vera fá-
einar sekúndur við stýrið, þeg-
ar ógæfan dundi yfir. Þótt hann
gerði allt, sem hann gat til þess
að rétta loftfarið við, reyndist
það ógerningur.
Það varð ekki véfengt, að
hæðarstýrinu hafði verið beitt
eins mikið upp á við og unnt
var. Stýristaumurinn var allur
vafinn upp á stýriskeflið og
stýrin stefndu upp. Cook vél-
stjóri gat staðfest þetta við
rannsóknina, því að hann
minntist þess að hafa veitt því
athygli. Sir John Simon bað
hann um að skýra frá því, sem
fyrir hann hefði komið fyrst
eftir slysið. Cook sagðist svo
frá:
^Þegar ég komst úr hreyfil-
skýlinu hljóp ég nokkra metra
inn í skóginn, en leit þá um
öxl í áttina til stéls loftfarsins.
Eini hluti þess, sem ég sá þak-
inn klæði, var vinstra hæðar-
stýrið, sem stefndi upp á
við.. ..“
Sir John Simon: „Sáuð þér
þetta greinilega eða skyggði
reykur á það?“
„Ég sé það mjög' greinilega,
því að engan reyk lagði um
þetta leyti meðfram þessari
hiið loftfarsins. Logarnir lýstu
upp allt umhverfið og ég sá
þá speglast í klæðinu á stýr-
inu.“
Þessu svarar Spanner svo, að
beiting hæðarstýrisins upp á
við hafi einmitt getað orsakað
það, að loftfarið brotnaði, enda
þótt ekki hafi annað komið til
greina en að stefna upp á við.
Meira vita menn ekki og munu
aldrei vita. Illviðri, gasleki,
smíðagalli, bilun á stjómtækj-
um — eitthvað af þessu eða
allt í senn hefur getað verið
aðalorsök slyssins. Það er ekki
hægt að draga í efa, að þetta
hefur. allt átt einhvern þátt í
ógæfunni. Ef einhver vesal-
ings mannanna í stjórnklefan-
um hefði komizt lífs af, þá ei’
ekki ósennilegt, að heimurinn
hefði orðið einhvers vísari —
og getað lært af. En engum
þeirra var lengra líf hugað.
Yfir Cardington hvíldi þögn
hryggðarinnar. Mannfjöldi
mikill hafði safnazt umhverfis
stóra gröf, drúpti höfði og bað
til guðs. Hver blómsveigurinn
af öðnim var lagður á gröfina,
sem geymdi jarðneskar leifar
hetjanna, er höfðu farizt með
Framh. á 9. siðu.