Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1956næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    26272829123
    45678910

Vísir - 15.02.1956, Blaðsíða 6

Vísir - 15.02.1956, Blaðsíða 6
VISIR Miðvikudaginn 15. febrúar 1956 WWWUWIAVUWVAViVUVVVWVWSM/VVVVAA/VWWVWUVi ÐAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. 1ÍWWWWWV spiig § m iýl Maðurinn, sem alltaf lætur aðra hagsmmii en eigin sitja í fyrirúmi. Flokksþing konimúnistaflokks Ráðstjómarríkjanna hefur verið sett í Moskvu, og mun það standa nokkra dag'a. Þar verða til endanlegrar saniþykktar mikilvægar ákvarðanir varðandi framtíðina, enda þótt víst sé, að það hafi ekki meira raunveru- legt vald í málefnum flokks eða ríkis en þingið, sem kom saman um jólin, klappaði heilmikið fyrir ræðum foringjanna og fór hejim við svo búið. Þeir, sem bezt hafa fylgzt með atburðum í Ráðstjórnar- ríkjunum undanfarna mánuði, hafa talið sig sjá merki þess, að hörð barátta ætti sér stað bak við tjöldin um æðstu völd í land- inu. Fyrir ári var Malenkov neyddur til að segia af sér og biðjast afsökunar á reynsluleysi sínu. Nýir menn komu fram á sjónarsviðið, einkum Krusjev, ritari kommúnistaflokksins, sem síðan hefur látið mikið á sér bera. Þó er talið, að hann muni ekki alveg fastur í sessi, því að enn eru margir menn á lífi, sem gætu haft hug á að keppa við hann um æðstu völdin. Yfirvöldin í Sovétríkjunum framkvæma strangari rit- og skeytaskoðun á fréttum til útlanda en nokkur þjóð önnur. Éfckert er sent úr landi, sem þau telja, að geti komið sér illa á einhvurn hátt. Það er því eðlilegt, að fátt fréttist- um átök æðsíu manna, fyrr en allt er um garð gengið, og tími kominn til að skýra umheiminum frá úrslitum. Þannig var það með fall JVIaienkovs — þar fréttist ekkert um aðdragandann eða þau átök, sem hljóta að hafa gengið á undan uppgjöf hans fyrir Krusjev og félögum hans. Það getur því vel verið, að ýmsir stórviðburðir hafi gerzt undanfarið, þótt ekki hafi frétzt um þá, og þeirra veröur vart getið, fyrr en úrslit eru fengin, en það getur einmitt vel verið, að flokksþingið þyki réttur vett- vangur til að skýra frá þeim. Og víst má telja, að atburðir á kommúnistaþinginu ráði miklu um það, hvort friðvænlegra yerðuj- í heiminum næstu árin eða ekki. Styrkjum Rauia krossinn. Rauði kross íslands hefur um mörg undanfarin ár haft Ösku- daginn fyrir fjársöfnunardag sinn. Leitar félagið þá til almennings, heitir á hann að veita góðu málefni stuðning með því að kaupa merki og leggja því lið á annan hátt. Aðeins þenna eina dag á árinu er heitið á almenning að styrkja félagið, sem staríar af miklu kappi allan ársins hring og vinnur öll sín störf í þágu þjóðarheildarinnar. Það má segja, að félagið knýi ekki oft dyra, og þess vegna ættu menn einmitt að taka sendi- boðum þess sern bezt þá sjaldan þá ber að garði. í dag verður áherzla fyrst og fremst lögð á að fá sem flesta bæjarbúa og aðra landsmenn til að kaupa og bera merki Rauða krossins. Með því móti fær félagið styrk til þess að halda hinu góða starfi sínu áfram. En það er vitanlega hægt að styrkja félagið. með öðru móti einnig, og það geta menn gert með því að gerast meðlimir. Styrkur hvers félags veltur á félagstölu þess, og þao eru aldrei of margir menn innan vébanda félaga eins og Rauða krossins. Menn ættu að hafa það í huga, að þótt þeim hafi aldrei orðiö misdægurt eða orðið fyrir slysi, geta þeir þarfnast aðstoðar RKl óðar en varir. Og Rauði krossinn verður þeim mun færari um að gegna hlutverki sínu sem fleiri fylkja sér undir merki hans. Frosthörkur og biíða. TT'yi'ir skömmu var svo að orði komizt um ísland, að það væri á mörkum hins byggilega heims, og þau orð hafa oft sannazt á liðnum öldum, þegar hér hefur legið við landauðn vegna harðinda og náttúruhamfara. En íslendingar hafa rétt úr kútnum og fáa mun fýsa til annara landa til langdvalar, þótt þar sc iífsbaráttan að ýmsu auðveldari. ísland býr yfir töfrum, sem bícta erfiði og strit, og í vorblíðunni undanfarið mun engurn hafa kornið til hugar að öfunda þá, sem byggja önnur Evrópu- lönd, jafnvel hin suðrænu sólarlönd. Mörk hins byggilega heims virSasrt geta þokazt sitt á hvað, og við hér norður frá erum að mnuistti kosti undir hörkúr búin, ef við höfum ekki gleymt öl3u, er fyrri aldir hafa kennt. Robert Lacoste, sem Guy Mollet sneri sér til og bað um að íaka að sér að vera land- stjóri í Alsír, er sýnt þótti, að það mundi kveikja elda sundrungar oy ef til vill leiða til borgarastyrjaldar, ef Cat- roux hershöfðingi dræ^i sig ekki í hlé, brást hvorki trausti því, sem Iionum var s.vnt, né hikaði við að taka við þessu áhættusama starfi. Varð hann þó að hverfa frá öðru starfi, sem hann var rnanna bezt fallinn til að gegna þar sem hann í rauninni alla liðna starfsævi hafði búið sig undir að gegna, það er að fara með yíirstjórn efnahags- mála. Vinir hans segja, að hjá hon- um hafi raunar allt af komið fram, að láta aldrei eigin ósk- ir og framavonir sitja í! fyrirrúmi, og þegar hann hafði i orðið við óskum Mollet, er i hringdi til hans frá Alsír, og| fréttamemi spurðu hann um j svör hans, sagði hann aðeins: ,,Það var erfitt fyrir mig að neita að verða við þessum til- ^ maelum.“ Þegar Mollet myndaði stjórn sína fól hann Lacoste að sam- ræma starfsemi varðandi efna- I hagsmál í átta ráðuneytum. Þegar hann fór að svipast um eítir hæfum aðstoðarmönnum í þessu starfi stakk einhver upp á því, að hann tæki sem aðstoðarráðherra til að fara með mál, sem varða fjárlögin, korsíkanska öldungadeildar- þingmanninn Jean Filippe. I Lacoste brást reiður við, því að Filippe hafði verið skrif-; stofustjóri í fjármálaráðuneyt- : inu í tíð Petains marskálks, og látið reka Lacoste, sem þá var starfsmaður í fjármálaráðu- neytinu. En þegar honum and- artaki síðar rann reiðin, sagði hann: „Þegar allt kemur til alis er það aðalatriðið, að ég fái þarna hæfan aðstoðarmann“. Að margra áliti var hann sjálfsagður til að vera forseti fulitrúadeildarinnar, sem í Frakklandi er talin virðingar- staða næst sjálfu forsetaemb- ættinu, enda. er hann vinsæll í sínum flokki og meðal ann- ara flokka þinginanna, en André Le Troquer, sem var lcjörinn aldurs vegna. Sætti Lacoste sig við það. sem góður flokksmaður, og neitaði að sækjast eftir því, en margir höfðu boðið honum aðstoð, og' töldu hann þá eiga lcosningu vísa. Lacoste varð fyrst lands- kunnur fyrir störf sín sem leið- togi í andspyrnuhxeyfingunni á styrjaidartímanum. Hann er fæddur í Dordogne í Suðvest- ur-Frakklandi, sonur járn- brauta-eftirlitsmanns. í fyrri heimsstyrjöld var hann sjálf- boðaliði. Síðan las hann lög og varð starfsmaður í fjármála- ráðuneytinu, og átti sæti í framkværndanefnd verkalýðs- sambandsins, barðist gegn Miinchen-samkomulaginu og Robert Lacoste. var hlynntur fransK-rUssnesku hernaðarbandalagi. Þegar De Gaulle myndaði stjórn sína gerði hann Lacoste að iðnaðarmálaráðherra. Hlut- verk Hans var að koma fótun- um undir franska iðnaðinn, sem var i rústum, fyrst með til- stuðningi kómmúnista, seinna gegn harðri mótspyrnu þeirra. Lacoste gegndi þessu eða öðr- um hliöstæðum embættum í ríkisstjómum á árunum 1944— 1950, eða þar til jafnaðarmenn gengu úr samsteypustjórninni. Lacoste er 57 ára, fremur lágur vexti, gildvaxinn, góð- legur á svið, og unglegur eftir aldri. Hann nýtur álits fyrir gáfur og mannkosti og vin- sælda samstarfsmanna og ann- arra. Sænskir gestir LoMeiða hér. Fyrir nokkru ákvóðu Loft- leiðir a® bjóða 12 afgreiðslu- niönnum T sænsku ferðaskrif- stofum til ísiandsferðar í febrúarmánuði. Var þetta bæði gert til þess að kynna þeim ísland og bá þjónustu, er félagið veiíir á flugleiðum sín- um. Fyrsti hópurinn, fjórir af- greiðslumenn, tveir frá Gauta- borg, einn frá Falun og einn frá Stokkhólmi, komu til Reykjavíkur í vikunni sem leið og fóru héðan á laugardag. Hér í Reykjavík var skoðað það, sem markvprðast þótti og setið kvöldverðarboð ferðaskrifstof- unnar Orlof. — Farið var aust- ur yfir fjall í boði Ferðaskrif- stofu ríkisins og íslenzk kvik- mynd skoðuð' eftir að aftur var komið til bæjarins. Voru hinir sænsku gestir á- nægðir mjög yfir viðtökunum, er þeir héldu heim. Næsti hópur Svía er v.æntan- legur hingað í dag, miðviku- dag, óg verður hann hér í nokkra daga. Síðasti hópurinn, Góð þykir mönnum tíðin þessa daganaj en það er ekki óvenju- legt a'ð dagar komi um þetta leyti, sem mest bera keim vor- daga. En þó niun frekar óvenju- legt að blíðviðrið nái til alls landsins, eins og nú er, því frostiaust hefur víðast verið og sums sta'ðar hiti við strendur, einkum þó hér í Reykjavík og nágrenni. Iin meðan við njótum þessa ágæta veðurs mega ná- grannar okkar á hinum Norður- löndum þola mestu vetrarhörk- Ur og óvcnjustrangt veðurfar. — Fregnir bera með sér að skipa- ieiðir séu að teppast bæði við Sviþjóð og' Danmörku vegna ísa og yfirleitt horfi tii mestu vand- ræða. Og vetrarríki niun mikið um alla Evrópu að undantekuu Islandi, þvi fréttir herma, að miklir luildar geysi á Ítalíu, en þar eru húsakynni sjaldan býggð með það fyrir augum, að byggi- leg sé í frosti, og svo mun víðar, enda iiafa kuldarnir grandað fjölda manns. Engin upphitun. Ví'ða í löndum Evrópu, þar sem nú geysa frosthörkur eru upp- hituð luis nær óþekkt, og geta menn þá lnigsað sér, hvernig að- búnaðurinn er, þegar haft er í huga að frostin og kuldarnir eru svipuð og liér koma mestir. —• Þótt njönnum þyki oft kalt á ís- landi er sannleikurinn sá, að mjög sjaldan koma hér mikil frost, en þau geta verið æði nöp- ur vegna næðings sem þeim fylgir af norðri liérna sunnan- lands. En á íslandi eru líka öll íbúðarhús byggð með það fyrir augum, að i þeim megi búa, þótt kuldar komi og yfirleitt miiniun við byggja frekar traustbyggð liús, að minnsta kosti samanbor- ið við hús þau, sem byggð eru víða í Mið- og Suður-Evrópu. Og jafnvel á Énglandi er húsa- hitun næsta bágborin hjá öllum álmetiningi. Iíöldu vorin. En oftast geta þó meginlands- þjóðirnar verið Örúggar um vor- ið og sumarið, þegar sá árstími er kominn samkvæmt almanak- inu. n.n iiér á iandi er veðráttan svo óstöðug og vorin oft svo köld og Jiryssingsleg, að litlu munar og um miðjan vetur. Þótt nú sé góðviðriskai'ii, er það jafn vist að veturinn- er ekki búinn og að kuldar eiga eftir að koma aftur, og vorið getur orðið kalt og leiðinlegt, eins og það .er oft- ast nær hér sunnanlands. En það tjáir víst ekki að vera að fárast út af veðrátturmi, því þar fá menn. litlu um þokað. Bezt pr víst að sætla sig við sitt hlut- 1 skipti og fagna því í hvert skipti, - er skaplegt ve'ður er, og reyna að ijjóta þess. Þrá snjóinn. En börnin þrá snjóinn og matti sjá einstök þeirra yera bú- in að taka sleðann sinn út, und- ir eins og byrjaði að snjóa í gær. Börnin kunna að meta snjó- inn, þótt okkúr liimlm eídri sé liann kannske hvimleiðUr orð- inn. Þau fá víst ósk sina upp- fyllta næstu daga, cf aS líkum lætur. —kr. vwwwwww^vwuvwnv sem kemur að þessu sinni í boði Loftleiða er væntanlegur 25. þ.m. í'rá Kaupmannahöfn, en i honum eru starfsmenn ferðaskrifstofa í Helsingjaborg og Málmey. (Frá Loftleiðum).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 39. tölublað (15.02.1956)
https://timarit.is/issue/83196

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

39. tölublað (15.02.1956)

Aðgerðir: