Vísir - 07.03.1956, Blaðsíða 12

Vísir - 07.03.1956, Blaðsíða 12
f-elr, eem gerast ksupendur VÍSIS eftir li. kvera máuaBar fá blaSiB ékcypl* tU ■iáaaSaméta. — Slml 1853, VÍSIB er édýrasta hlaðið «g þó þaS fjðl- breyttasta, — HringiS I sima llti •{ gerist áskrifeadur. Miðvíkudaginn 7. marz 1956 t Maður og hestur slasast á Suðurlandsbraut. Fótbrofmn maður finnst siggjandi á götu. Á laugardag slösuðust maðun og hestur á Suðurlandsbraut móts við Árbæ. Slysið vildi til með þeim hætti, að hesturimi datt undir manninum. Hesturinn meiddist svo illa, að lóga varð honum á staðnum, en mað'urinn meiddist iika, viðbeinsbrotnaði, hlaut heilahristing og áverka nokk- ura. Var hann fluttur í slysa- varðstofuna til athugunar og aðgerðar. Annað slys vildi til aðfaranótt sunnudags í Bröttugötu. Þar fannst ósjálfbjarga maður liggj- andi í götunni og var hann nokkuð undir áhrifum áfengis. Þegar að honum var komið kvartaði hann undan sársauka í iæti og kvaðst ekki treysta sér að standa á fætur. Taldi hann að bifreið myndi hafa ekið á sig. Maðurinn var fluttur í slysa- varðstofuna og kom þá í ljós að hann var fótbrotinn og auk þess var talið að hann myndi hafa farið úr liði um öklana. Á laugardagskvöldið og nótt- ina var slökkviliðið tvívegis gabbað. Fyrra skiptið laust iyrir klukkan tíu á Hringbraut, en seinna skiptið kl. 2.15 um nóttina í Þingholtsstræti 12, en þar var brotinn brunaboði. Um miðjan dag á laugardag- inn var slökkviliöið kvatt á vettvang á Ránargötu. Þar Adam átti syni sjö... De Golier-fjölskyldan í Broc- ton í New York fylki þarf meira í mat en flestar aðrar fjölskyldur. í morgunverð fara 10 grape- aldin, 40 egg, nokkur pund af fleski, nokkrir pottar af kaffi og meira en 20 „rúnnstykki“. De Golier-hjónin eiga nefnilega 13 dætur og sjö syni. hafði reykrör bfhitnað, en um eld var ekki að ræða. I fyrrinótt, um þrjúleytið, kom maður í lögregluvarðstof- una og kvaðst þá rétt áður hafa fundið reykjarlykt leggja út úr kjötverzlun Tómasar Jónsson- ar á Laugavegi 32. Slökkviliðið fór á staðinn og varð þess á- skynja, að rafmagnsmótor hafði brunnið yfir. Um annað tjón var ekki að ræða. Hjólbörðum stolið. Um síðustu helgi var 5 hjól- börðum á felgum stolið undan dráttarvögnum sem Rafveitan á og geymdir eru suður í Foss- vogi. Rannsóknarlögreglan bið- ur þá sem upplýsingar geta gef- ið um þetta, eða orðið hafa varir mannaferða þar í grennd að láta sig' vita. Jón Guðmundsson forstöðu- maður Islenzka brúðuleikhúss- ins með cina brúðuna. íslenzka brúBuieikhúsið efnir til sýninga að nýju. Sýndur verður Tumi heimski — en í undir- búningi eru einnig sýningar fyrir fullorðna. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í gær. Sjúklingar á Kristneshæli í Eyjafirði hafa ásamt læknum, hjúkrunarkonum og öðru j starfsfólki hælisins efnt til sam- skota í Friðrikssjóð. Alls söfnuðust 1405 krónur og hefur fjárfúlgan þegar verið afhent Skákáhugi ríkti áður fyrf mikill meðal sjúklinga á Krist- nesi, meðan hælið var fullskip- að. En nú er þar aðeins fátt sjúklinga eftir og skákáhuginn því ekki jafn áberandi og áður. Sarnt glæddist hann að nýju er fréttist um frammistöðu Frið- riks Ólafssonar í Hastingsmót- inu og' eins meðan á skákein- víginu um Norðurlandameist- aratitilinn stóð. ÍSriálffo: Jóh. Jóh. tekur við forustunni. í einmenningskeppni Bridge félags Reykjavíkur var næst- síðasta umferð spilúð í gær, bæði í meistara- og í 1. flokki. í meistaraflokki er Jóhann1 Jóhannsson búinn að ta'ka for- ystuna með 154% stigi, en næstur honum er Gúðjón Tóm- asson, sem var efstur áður, með 153 stig. Þriðji er Eggert Ben- ónýsson með 146 stig. 4. Einar Þoi'finnsson 146 st, 5. Sveinn ! elgason 144 st. 6. Hilmar Guð- mundsson 143% st. 7. ÓIafui’| Þorsteinsson með 142% st. ogj I 8. Guðmundur Ólafsson með 142 stig. í fyrsta flokki er Brandur Brynjólfsson efstur með 151 -V2 stig', 2. Marino Erlendsson, 147 stig. 3. Kristján Þorsteinsson 145 % stig. 4. Pétur Pálsson 145% stig og 5. Karl Sölvason 145 stig. Síðasta umferð verður spil- uð n.k. sunnudag. '---®---- Ben Voussef fagnað ákaft. íslenzka brúðuleikhúsið fer á stúfana nieð sýningar að nýju, sunnudagiiui 18. þ. m. Að þessu sinni verður sýndur nýr brúðuleikur, sem er sérstak- jega saminn með tilliti til brúðu- leiks, er nefnist Tumi lieimski, en höfundurinn vill ekki láta nafns sins getið. Auk þessa verða nokkur fleiri atriði sýnd og leik- in, m. a. sýngur ein brúðan bamaljóð og önnur stígur dans. Sýningar verða á sunnudögum kl. 3 i Iðnó, en að lokinni hverri sýningu verður sýnikennsla i foastvinnu og föndri. Sýnikennsla tíðkast mikið erlendis óg þykir gefa einstaklega góða raun, en hön er fólgin í því að sýnt er .hvernig hver hlutur er geröur frá þvS byrjað er á hormm og þar -til hann er fullgerður. Islenzka brúðuleikhúsið mun efna til sýningarferöa um n.á- greinni bæjarins síðar meir og einnig til sýningaríeröa út um land. Siöast haföi brúöuleikhúsiö sýningar hér i Reykjav. skömmu fyrir jól og nutu þær gífurlegra vinsælda barna og unglinga, því húsfyllir var á hverri sýningu. 1 undirbúningi eru Sýningar fyi’ir fulloröna og er þeim þnö langt á veg komið aö hægt er nú þegar að sýna einstftk atriöi úr leiknum t. d. á skemmtistöðum eða samkomum ef þess yrði ósk- að. . .F.ors tööumað ur íslenzka brúðu- leikhússins er, ’Jóh' Óuömunds- son. Ben Youssef soldán af Mar- okko var fagnað af miklum mannfjölda vi'ð komuna til Rabat, árdegis í dag. Voru fagnaðarlætin enn meiri en við komu hans til landsins heim úr útlegðinni. Soldáninn var í París til þess að undirrita hina sameiginlegu yfirlýsingu um sjálfstætt Mar- okko, er verði áfram sambands- ríki Frakklands. Til frekari bardaga hefur komið milli Frakka og skæru- liða í Rifffjöllum. í Alsír vestarlegahafarFrakk- ar dreift allfjölmennum flokki skæruliða. Frakkar biðu lítið manntjón í viðureigninni, . en aiimargir’ menn ' féliu af liði uppreLtarmanna. . Handknattleiksmót íslands hefst á föstudag. Alfs keppa 39 Wb frá 10 félögum og 89 leikir veröa háðir. íslandsmeistaramótið •' hand- knattleik er í þaim vegiim að liefjast og mun það verða sett að Hálogalandi n.k. föstudags- kvöhl 9. marz. Alls taka níu félög þátt í mótinu, en þau eru Glímu- félagið Ármann, Ungmenna- félagið Afturelding í Mosfells- sveit, Fimleikafélag Hafnar- fjarðar, íþróttafélag Reykja- víkur og knattspyrnufélögm Fram, K.R., Valur, Víkingur og' Þróttur. —■ Tíunda félagið keppir sem gestur, en það er Skandinavisk Boldklub í Reykjavík. Fyrsta kvöldið, þ. e. n. k. föstudag keppa Ármann og Þróttur í 3ja flokki karla, og í meistaraflokki karia Ármann við Fram og Víkingur við F. H. Mótið stendur yfir til 22. apríl n.k. og verður keppt þrisvar í hverri viku, þar á meðal alla sunnudaga. Hafa íslenzkar get- raunir ákveðið að taka sunnu- dagsleikina hverju sinni upp á getraunaseðla sína, enda er mikill fjöldi manns víðsvegar á landinu sem hefur mikinn á- huga fyrir handknattleik. Strax að íslandsmótinu loknu eða 24. og 25 apríl n.k. efnir Valur til afmælismóts í handknattleik í tilefni 45 ára afmælis síns á þessu ári. Skömmu síðar, dagana 27. og 29. apríl n.k. verður efnt til bæjak-eppni í handknattleik milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar. Keppt verður um bik- ar sem Ásbjörn Ólafsson stór- kaupmaður gaf í fyrra, en þá báru Reykvíkingar sigur úr býtum. Keppt verðui’ í öllum flokkum karla og kvenna. Dagana 4. og 6. maí verður keppni milli landsliðs og blaða- •.VWMWJMWJW.WJVWftS mannaliðs, þ.e. liðs valið af: íþróttafréttariturum blaðanna. Jafnhliða á það að verða eins- konar prófleikur stúlknanna sem valdar verða til Noregs- fararinnar á sumri komanda. Á mótinu var keppt í 8 aldurs- flokkum og liðin sem félögin senda eru 39 talsins, en leikirnir i mótinu yerða 89 að tölu. í meistaraflokki karla senda öll félögin lið til keppni aö Skandinavi.sk Boldklub einu und anteknu, en það kepjiir, eins og áður segir, sem gestir á mótinu. í meistarafloliki kvenna senda eftirtalin félög lið til keppni: Ár~ mann, F. H., Fram, K. R„ Valur og Þróttur. Sigtryggur kaldau látínn. í fyvradag lézt í Danmörku Sigtryggur Kaldan læknir í Helsingjaeyri. Sigtryggur Kaldan var bor- inn og barnfæddur Reykviking- ur, fæddur í Melkoti upp af tjörninni, en ól mest allan ald- ur sinn í Danmörku, stundaði þar læknisstörí og var mjög vinsæll og vel metinn. SAS ver stórfé til flugvéíakaupa. * St.hólmi. — SAS mun verja næstnm tveiin milljörðum ísl. kr. til flugvélakaupa á næstu fimm árum. Meðal annars verða keyptar ellefu tvíhreyfla flugvélar, sem afhentar verða á þessu ári, auk fjórtán stórra Douglas-véla, sem einnig verða afhentar i haust og á næsta ári. Loks verða keyptar sjö farþegaflug- vélar með þrýstilofts hreyflum, er verða afhentar 1960. (SIP) . Malenkov fer til Bretlands í þessunt mánuði. liulffastin’ off Krusfov fara þanffað í aprs'S. í gair var tilkynnt opinber- lega, að Malenkov, fyrrverandi forsætisráðherra Ráðstjórnar- TÍkjanna, væri væntanlegur til Englands í þessum mánuði, í þriggja vikna heimsókn. . Maienkov er raforkumála- ráðherra Ráðstjórnarríkjanna og fer hann til Bretlands sem æðsti maður raforkusérfræð- inga og mun nefndin skoða orkuver og kynna sér allar raf orkunýjungar hjá Bretum eftir föngum. Rússar hafa boðið brezkri nefnd til sín í þakkarskvni og verður Sir Walter Citrine for- maður hennar. Bulganin óg Krusjev eru sem kunnugt er ' vsentanlegir til Bretlands í opinbera heirnsókn í næsta mánuði. Sameiginleg yfirlýsing var birt í gær í Moskvu um við- ræður dönsku ráðherranna og ráðstjórnarinnar, og samkvæmt þeim eiga fram að fara viðræð- ur unx viðskiptasamninga tií tveggja ára, og fara þær frauv í Khöfn innan tíðar. — Hansen forsætisráðherra hefur vikið að því, að Bulganin og Krusjev myndu koma í heimsókn til Danmerkur, en ekki væri að svo stöddu hægt að segja hve- nær það yrði. Áður hafði borizt fregn frá Stokkhólmi um, að Erlander forsætisráðherra mundi bjóða Bulganin og Krusjev í opinbera heimsókn til Stokkhólms.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.