Vísir - 07.03.1956, Blaðsíða 7

Vísir - 07.03.1956, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 7. marz 1956. VÍSIE 7 Hyggindi, sem í hag koma? Meðan ég var bóksali, var talsvert um það, ao erlendir for! leggjarar, aðallega enskir og danskir, sendu mér bókapant- anir, sem þeim höfðu borizt frá mönnum hér og bæðu mig að annast þessi viðskipti, sem ég þá ávallt gerði. Þetta er bæði gamall siður og nýr, að menn hlaupi eftir erlendum auglýsingum og panti frá auglýsurunum, í stað þess að snúa sér hér til bók- salanna. Líklega gera þeir þetta í því skyni, eða þeirri trú, að með þessu komist þeir að betri kaupum. En undantekn- íngarlítið mun raunin verða hin gagnstæða. Bækurnar verða með þessu móti dýrari, fyrir utan það, að þjóðin tap- ar með þessu móti þeim af- slætti, scm forleggjarinn veit- ir viðurkendum bóksala. En sá afsláttur er frá 20% upp í 35% útsöluverðsins. Langtíðast ætla ég að hann sé 25%. Það var vegna þessa taps áS Öogi~Mel-| steð kom einn dag heim til mín síðasta sumarið sem hann dvaldist hér á íslandi, því hann hafði þá uppgötvað það, að Landsbókasafnið keypti erlend- ar bækur beint frá útlöndum,' svo að fyrir það tapaðist af-j slátturinn. En Bogi var alltaf að hugsa um heill og hag þjóð- arinoar. Ég var sjálfur bók- sali þegar þetta gerðist, og þvíj fannst mér réttast að leggja sem minnst til málsins, en lofa' Boga að tala við sjálfan sig. En' honum var nú heldur betur al-1 s . | vara og sagðist mundu skrifa um þetta í Ársrit Fræðafélags- ins. Af því gat ekki orðið, því að hann lézt þá um haustið.J Skal ég líka geta þess, að ekki fóru öll bókakaup Landsbóka-1 safnsins fram með þessum j hætti, því það hafði allmikil j viðskipti við mig, og mörg bók er nú i safninu fyrir það, að eg benti Guðmundi Finnbogasyni á hana. Stöku sinnum hefi eg gefið núverandi Landsbóka- verði samskonar bendingar og hann ávallt tekið þeim þökkum. En það eru nú einkum ein- s'taklingarnir, sem eg hefi í huga. Mætti nefna mörg dæmi um öfugan sparnað þeirra, bæði fyrir sjálfa sig og þjóðina. Þarflaust er þó að eyða rúmij Vísis í langa upptalningu. Eitt alveg nýtt dæmi gerir ná-1 kvæmlega sama gagn, því að í flestum tilfeilum verðor út- koman svipuð. Shorter Oxford Dictionary er, eins og nafnið segir til um, frá Oxford. Þar var hún samin og þar er hún prentuð. En eins og aðrar meiriháttar bækur Oxford University Press (Clar- endon Press) er hún líka prent- uð í New York, væntanlega eft- ir plötum tilbúnum í Oxford, þvj tilgangslaus fjáreyðsla væri það, að setja hana líka vestan hafs,- Bókin er hin mesta ger- j semi og löngu alkunn hér á' landi. Eg ætla að allar meiri- • háttar bókaverzlanir í Reykja- j vik hafi hana á boðstólum og eg sé hana þráfaldlega í sýn- ingargluggum þeirra. Þær selja hana á 315 kr. En maður nokk- ur sér hana auglýsta í amerísku blaði eða tímariti á 25 dollara. Kann langar til að eignast hana, og skynsamlegt er það. Hitt er ekki alveg eins skynsamlegt, að hann fer í bankann og kaupir ávísun til þess að panta þessa ensku bók sjálfur frá Ameríku. Nú eru $25 með bankagengi 408 kr. Þar. við bætist próvis- ion bankans, burðargjald undir bréfið vestur og bókina (sem ekki er neitt smásmiði) hingað, 17,6% tollur af andvirði bókar- ínnar þegar hingað kemur, að ótöidu öllu ómaki, þar á meðal við að fara með reikning í bankann til stimplunar. Með engu móti getur bókin kostað kaupandann minna en 500 kr. Að vísu eru það góð kaup. En þó þætti mér betra kaup í henni á 315 kr. — Dæmi þetta er ekki tilbúið. Ekki hefði eg minnst á þetta ef eg væri bóksali. En það er eg ekki, þó að illt sé að koma þeim sannleik inn í höfuðið á fólki. Hitt er annað mál, að eg veit ofurlítið um bókaverzlun, þar á meðal það, að verðlag bóksalaima á innf luttum bókum er svo hóflegt að mig undrar að þeim endist það til að standa straum af reksturskostnaði, slíkur sem hann er orðinn. Það er ekki gróðabragð að ganga fram hjá þeim við kaup á er- lendum bókum. Og allir halda þeír sama verðlagi. Mér virtist ekki óþarflegt að benda á þetta. Sn. J. íMargí et sktítið Kötturinn Keats reyndist óhæfur í hlutverkinu. Brtíftt hrallvfjtt á wíittrjttm. Heyverkunarmálin rædd á búnaðarþingi. Votheysverkun, súgþurkuit, hra5þurkún. A búnað'arþingi var nýlega irætt um heyverkun, en hey- verkuuarmálin eru nú ofarlega á baugi hjá bændum og búalið- uim, vegna dýrkeyptrar reynslu sl. sumar, er feikn af heyi spillt- Sst, er hefði orðið ágætt fóður firátt fyrir vætutíðina, ef skil- yrði. hefðú vcrið betri til vot- lbeysverkunar og súgþurrkunar. Auk 'þess telja mcnn, að reyna iberi fleiri leiðir, svo sem hrað- fturrkun o. fl. í ályktun, sem BLmaðarþing samþykkti, er talið nauð- synlegt: að hver bóndi eigi, vandaðar votheysgeymslur fyr- ir 50% heyfengs síns^ miðað við meðalár, og verði jarðræktar- lögum breytt svo, að framlag ríkisins til votheysgeymshia verði greitt með 100% álagi, að bændum verði gert fært að taka súgþurrkun í þjónustu sina (greitt fyrir lánum til súg- þurrkunarkería og véla), að gera tilraun til að koma á fé- lagsvinnu með stórvirkum tækjum, að gera samanburðar- tilraunir á söxuðu og ósöxuðu grasi til votheysgerðar, og að ríki og Alþingi leggi fram nægt fé í ofapgreindum tilgangi. Stundum eru kettir og önn- ur húsdýr notuð við leik- og ócrusýniugar og þykja þá ó- missandi. Enskur köttur, Keats að nafni, naut mikillar virðingar í Sadler Wells leikhúsinu, en þar starfar m. a. einn frægasti ball- ett heims. Nú hefur kettinum Keats verið sagt upp starfi sínu, og eru bornar á hann þungar sakir. Kötturinn Keats átti að sitja kyrr á 3 metra háum vegg, en við æfingar brást hann tvíveg- is. Keats átti að ..halda virðu- leik sínum og jafnvægi, þrátt fyrir hávaða heillar hljóm- sveitar, hlátur ’ og lófatak“, en þessum skilyrðum fullængði hann ekki, og var kötturinn Chirgwan því látinn taka við „hlutverki" hans. Leikritið, sem hér um ræðir, hét „School for Fathers.“ Keats var valinn úr hópi 32 katta, sem hafði verið stefnt til samkeppni víðs vegar að. Hann er fjögurra ára gamall, svart- ur og hvítur að lit. Virtist Keats vera vel til lilutverksins fall- inn, en síðar brást hann, eins og fyrr segir, og meira að segja . dugði ekki að bjóða honum ( „eina sardínu og tvo auka- miða“, að því er formælandi i Sadler Wells tjáði blaðamönn- j um. Eigandi Keats er frú Gay Donne, híbýlafræðingur, sem ( telur, að Keats hafi kömizt í allt of mikla geðshræringu við samkeppnina, sjónvarpssýning- ar, og loks var hún flutt í nýja íbúð, sem mjög raskaði and- legu jafnvægi kattarins. Kötturinn Chirgwan, sem tók við hlutverki Keats, er líka hvítur og svartur högni, en hann varð annar í samkeppn- inni. Nú vona Sadler Wells menn, að hann standi sig og sýni virðuleik uppi á veggn- um. ■ L ■ Ókeypis skólavist í Svíþlóð. Fyrir atbcina Norræna fé- lagsins verður átta íslenzkum unglingnm boðin ókeypis skólavist 1 sænskum verknáms- skólurn í sumar. Hér er um þrennt að ræða: 1) Sex mánaða garðyrkju- námskeið, sem hefst 3. apríl n. k. Dvölin er ókeypis, en auk þess greiðir skólinn 50 kr. sænskar í vasapeninga á mán- uði. 2) Fimm mánaða verklegt og bóklegt námskeið, sem hefst 24. apríl með sömu hlunnind- um og áður voru nefnd. Nám- skeið þetta er ætlað unglingum á aldrinum 15—18 ára, og vimia nemendur hálfan daginn. að landbúnaðarstörfum. 3) Fimm mánaða sumarskóli, sem. hefst 24. apríl n. k. Þar verða kenndar bóklegar greinar, en. vinnu ekki krafizt af nemend- um. Dvöl er ókeypis, en ekkert skotsilfur veitt. ITmsóknir ásamt meðmælum skulu sendar Magnúsi Gísla- syni námstjóra, framkvæmda- st jóra Norrænafélagsins hér, Hafnarstræti 20, sími 7032. rwvwvw^Nvvvwvvv, f w-wvvvwv/tfVWtf’wvv Bezt ali auglýsa í Vísí. CENTR0TEX ALLIR KJÓSA SÉR TÉKKNESKAR GÆÐAVÖRUR fíarliðianiia nærikvriiír * margar gerdir Karlmanna nærhuxur margar geröir Kven nærlaínaður Barna náttfök tvær gerðir Sekkar, Ifosur, SportsoMiar Falles* snið ^uingiarnt vcrð hafa afiað þcirn hvarvetna vin.«ælda. Ailar nánari upplýsingar geínar af umboosmönnunum: Ms'Lsíjátt t*. Gtslasttn d fo. h.f. Ifvttrfistj. 4 ftrih CENTROTEX Centrotex — Prag — lékkóslóvakía. > í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.