Vísir - 23.03.1956, Page 10

Vísir - 23.03.1956, Page 10
10 VISI'R Föstudaginn 23. rnarz 1956, <♦ ct (• (• <• (• (• <• (• (• m (• (• 7nsre&d £hai*(eá: m f'rffraun áAtarínnar 8. KAFLI. Þegar ég opnað íbúðina, sat Kata frænlia við ariniim á inorgunkjól með nálar í hárinu. Hún hafði tebakka á borðinu við hliðina á sér og dagblað í hendinni. Hún flýtti sér að því að böggla saman blaðið og stakk því aftur fyrir svæfilinn, sem hún hafði við bakið. Ég horfði forviða á hana.... og rauðir blettir komu á kinnar hennar. „Jæja, skemmtir þú þér vel í kvöld, vina?“ spurði hún í flýti. Ég kinkaði kolli. Hvers vegna hafði hún falið blaðið? Ég hafði sem snöggvast séð það, en ég sá þó, að það var ekki blaðið, sem við keyptum. Það leit alls ekki út eins og Lundúnablað. Það Jíktist miklu fremur vikublaðinu frá Cormvall, sem ég var vön ®ð fara í gegnum í leit að fréttum um Mark. Hafði Kata frænka verið áskrifandi að því síðan Mabel Smith dó? Ef svo var, hvers vegna var hún þá að fela það fyrir mér? „Hvað varst þú að lesa?“ spurði ég hispurslaust. „Það var ekki neitt! En hvað kjóllinn fer þér vel! Richard hlýtur að hafa hrósað þér fyrir hann.“ „Hann sagði, að ég væri yndisleg,“ mælti ég fjarhuga. „Var það allt og sumt? Sagði hann ekkert annað? Ekkert persónulegra?“ „Hann bað mig um að giftast sér, ef það er það, sem þú átt við!“ lvÞað máttu eiga, að þú ert miklu skynsamari en þú læzt vera,“ mælti Kata frænka og var auðsjáanlega hin ánægðasta. „Þú hefur farið mjög kænlega að þessum manni.“ Ég hristi höfuðið. „Ónei, ekki var það. Ég er alls ekkert kæn, og ef ég hefði verið það, á þann hátt, sem þú átt við, myndi ég hafa sagt já, ég þakka, og ákveðið brúðkaupsdaginn á stundinni.“ „Hvað á þetta að þýða? Þú hefur þó ekki verið svo vitlaus að hryggbrjóta hann, barn?“ „Ég féllst á að íhuga málið og svara honum síðar. Ekki svo að skilja, að það hafi neina þýðingu, — ég get ekki gifzt honum,“ sagði ég þreytulega. < „Þú getur elski gifzt honum? Hvaða vitleysa er þetta? Þú verður að giftast honum. Þú færð varla svo gott tækifæri á ný.“ „Mér þykir leitt að valda þér vonbrigðum, Kata frænka, en mér finnst, að ekki sé til nema ein ástæða til þess að ganga í hjónaband. Ég gæti ekki gifzt nokkrum manni, hversu hag- kvæmt sem hjónabandið kynni að vera, nema ég gæti sagt við Ihann: Hér er hjarta mitt. Þú átt það einn. Hvernig ætti ég að segja það við Richard þegar ég á ekki lengur neitt hjarta til þess að bjóða honum?“ Við horfðumst í augu.... og það var stálblik í augnaráði hennar, sem ég hafði lært að óttast. Allt frá fyrstu vikunni, sem ég hafði búið hjá henni, hafði hún aldrei beðið mig fallega um neitt eða rabbað við mig til að fá mig til að gera eitthvað. Hún hafði skipað mér, vinsamlega, en þannig, að ekki tjóaði að malda í móinn. Hún hafði stjórnað mér og skikkað á allan hátt. Aldrei hafði ég gert uþpreisn. Mér hafði verið sama, hvað hún gerði við mig. Allt hafði verið fánýtt í mínum augum. . „Þú ert brjáluð,“ sagði hún reiðilega. „Næst ertu vís til þess sð segja mér, að enn stynjir þú af söknuði effcir Mark Treyarn.- ion.“ Þetta var í fyrsta sinn að nafn Marks var nefní hjá okkur. Hljómurinn í nafni Marks var eins og strengur, sem brast í kyrrlátri, vistlegri dagstofunni. Ég fann, að ég tók að skjálfa. „Ert þú svona mikið fífl? Áttu ekki til stolt?“ Rödd hennar líktist svipuhöggum. „Þessi fjölskylda! Ert þú búin að gleyma hvernig hún fór með móður þína — og hvernig hún fór með þig?“ . . „Mark..., Mark elskaði mig,“ sagði ég máttvana. „Elskaði þig? Já, það leit þannig út, eða hvað? Heldur þú, að hann hefði nokkuru sinni boðið föður sínum byrginn og kvænzt þér?“ „Ég veit það ekki. Máske fæ ég aldrei að vita það. Æstu þig ekki svona út af þessu, Kata frænka! Til hvers ætti það að vera nú?“ „Það er ekki þýðingarlaust, ef þú lætur það koma í veg fyrir hjúskap þinn og Richards Burrays, fyrirtaksmanns, sem myndi geta veitt þér allt, sem móður þinni hefði hlotnazt, ef þessi fjölskylda hefði ekki svikið hana um það.“ Hún horfði á mig, ráðvillt og spennt. „Þú vonast þó ekki til þess, að Mark Treyamiom leiti þig uppi?“ „Fjarri því! Ég gaf upp þá von fyrir ári síðan. Ef við hittumst á götu, myndi hann ekki einu sinni þekkja mig aftur.“ „Um hvað ertu þá að hugsa? Hvað er það, sem heldur aftur af þér gagnvart Richard?“ „Ég hef ekkert að gefa Richard.“ „Hann hefur margt að gefa þér.“ „Það er einmitt það,“ sagði ég óhamingjusöm. „Hann heldur, að hann elski mig.... og hann gæti alveg eins elskað einhverja vaxbrúðuna í vinnustofu sinni, það kæmi honum álíka vel. Hvernig ætti ég að nota mér tilfinningu, sem aðeins er foiekk- ing? Hvernig getur: hann elskað konu, sem hann aldrei hefur þekkt?“ „Blekking? Það er einmitt sú tilfinning, sem þú hefur haft gagnvart Mark Treyarnion öll þessi ár. Ævintýr fyrir böm.“ „Það heldur Richard líka. Harin er sannfærður um, að ef ég sæi Mark aftur, myndi það engin áhrif hafa á mig....“ „Sagðir þú Richard frá honum? Ertu gengin af göflunum?“ „Mér fellur bezt hreinskilni. Mér geðjast vel að Richard. Ég kæri mig ekki um að villa á mér heimildir. Ef það er þér nokkur huggun, Kata frænka, þá lét hann sér sögu mína eins og vind um eyru þjóta.“ Ég lagði frá mér tóman bollan, reis á fætur og sléttaði úr mjúkum fellingum hins fallega kvöldkjóls. Ég horfði á Kötu frænku augnaráði, sem var blandið samvizkubiti og gremju. Mér var mæta vel Ijóst, að hún áleit mig heimska, eigingjarna og vanþakkláta. Skýr, brún augu hennar horfðu köld og reiði- leg á mig. „Ætli það sé ekki bezt, að ég fari að hátta,“ sagði ég. „Má ég sjá blaðið, sem þú varst að lesa?“ „Hva'ó'a blað?“ „Blaðið frá Cornwall, eða var það ekki?“ j Nú varð stutt, kuldalegt hlé. Svo tók hún treglega fram samanbögglað blaðið undan svæflinum. „Það er ekkert í því, sem þér gæti verið nokkur matur í,“| sagði hún fýlulega. „Þú minnir mig á krakka, sem af þrákelkni heldur áfram að bíta á tönn, sem það hefur tannpínu í.“ „Gerir þú það ekki líka, Kata frænka? Til hvers varst þú að; lesa þetta blað?“ „Einfaldlega vegna þess, að ég hef alltaf lesið bað,“ svaraði hún stuttarlega. „Ég lít yfir blaðið til þess að forvitnást um, hvort nolckuð slæmt hafi komið fyrir þetta Treyarnions-fólk — ef þú vilt vita það.“ „Nokkuð slæmt?“ „Það væri mér sönn ánægja, ef ég læsi um það, að hús þeirra hefði brunnið til kaldra kola, eða verkfall væri í nám- unni, eða að málmurinn væri þrotinn eða rekstrinum hefði veriS hætt,“ sagði hún æst. „Eða að lafði Felicity hefði hlaup- izt á brott me'ð elskuhuga sínum, eða að Lewis eða Mark hefðu ♦> 11» Það er ekki mjög langt síðan kona afgreiðslumannsins í Hótél Evrópa í Moskva rakst á mann sinn, þar sem hann stóð fyrir framan spegilinn í sveín- herberginu og fetti sig, gretti og bretti á hinn afkáralegasta hátt. — Hvað er þetta, ívan? spurði hún undrandi. — Þú ætlar þó ekki að fara að leika í kvik-' myndum? Hann hristi höfuðið alvarleg- ur í bragði og sagði: — Nei, María, það er nú eitt- hvað annað. Það er starfsins vegna, sem eg er að æfa mig í svipbreytingum. Nú hef eg svo lengi notað Genfarbrosið við útlendinga, að eg vil ekki vera óundirbúinn, ef kalda stríðið skyldi hefjast aftur. ★ Verksmiðjueiganda einum. í Charleston langaði til að gera sig vinsælan hjá verkafólki sínu. Dag nokkurn kallaði hann allt verkafólkið saman og sagði: —• Þegar eg kem hér á morgnana, vil eg að allir séu glaðir og ánægðir við starf sitt. Þess vegna hengi eg hér upp þennan kassa, og ef þið viljið bera fram einhverjar óskir, þá. skrifið þið þær niður á blað og látið blaðið í kassann. Svo skal eg gera allt, sem í mínu valdi stendur til að verða við óskum ykkar. Þegar verksmiðjueigandinnþ nokkru seinna, opnaði kassann, fann hann þar aðeins einn miða og á houm stóð: „Verið svo vænn og fáið yður skó méð venjulegum sólum, í stað þess að læðast hér um á gúmmísól- um!“ ★ Þegar Nicholas Horthy, sem var aðmíráll að nafnbót, var ríkisstjóri Ungverjalands, var hann eitt sinn í heimsókn hjá Mussolini. Þá sagði Mussolini: —• Finnst yður ekki dálítið einkennilegt, að land yðar skuli ' hafa aðmírál, en engan flota? — Það er svona álíka og fyrir yður að hafa fjármálaráð- herra, en enga peninga, sagði Horthy. MABGf A SAMA STA|» £ @ SuwmqkA 2017 • Fyrsta verk Tarzans var að gera sér nýjan boga, en þá fann hann lykt, sem hann kannaðist við. it Copr. im.EdlMlUMBorrougiu.Ms.— 5 Ðlstr t>; Feataxe EjmSiratu, i< Það fór ekki milli mála, aö þar var dádýr á ferðinni. Tarzan elti dádýrið, og gætti þess að verá jafnan þannig, að vel stæði örin flaug af strengnum, béint í á vindátt. dýrið. Svo nam hann staðar, miðaði, og

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.