Vísir - 12.05.1956, Blaðsíða 1
46. árg.
Laugardaginn 12. maí 1956
107. tbl.
Góður andi gagnkvæmrar
samúðar og vináttu.
Ólafur Thors ásamt fylgdarliði við komuna til Hamborgar.
Rmíi1@í® 38 þús. nöfsi á
kjörskrá í Reykjavík.
Auknlng lifll frá þvi fyrir
þremur árum.
Samkvæmt upplýsingum,
sem Vísir hefur fengið í Mann-
talsskrifstofunni eru nú tæp-
lega 38.400 nöfn á kjörskrá fyr-
ir Reykjavík, en 'þegar ltosið
var fyrir 3 árum rúmlega
37.900. — Að líkindum mun
verða auglýst í næstu viku að
kjörskrá liggi frammi og hvar.
Þess er að geta, varðandi
ofannefnda tölu, 38,400, að þar
verður einhver frádráttur, því
að þetta er um það bil nafna-
fjöldinn, þegar fyrirspurnin
var gerð, en verið er að ganga
frá skránni. Hún gildir frá 15.
Bretar yilja ekki
missa Gurkhama.
Bretar kvíða því, að Nepal
inuni hætta helzta útflutningi
sínum til þeirra efíir tvö ár.
Verður þá útrunninn samn-
ingurinn um, að Gurkhar megi
ráða sig í her Breta, en ætt-
bálkur þessi er herskár mjög
og hefur þjónað Bretum vel um
langt skeið. Nema tekjur Nep-
alinga af þjónustu þessarra
manna hjá Bretum um milljón
punda á ári, en það er næstum
fjórðungur ríkisteknanna.
júní næstkomandi til 14. júní
næsta árs. Frádráttur sá, sem
vikið var að hér að ofan, er
vegna búsetuskilyrða og aldurs
aðallega. Á kjörskránni eru
nöfn allra þeirra, sem fá kosn- j
ingarrétt á því tímabili, sem
kjörskráin gildir fyrir.
Við seinustu alþingiskosn-
ingar voru 37.910 nöfn á
kjörskrá og virðist aukningin
furðulega lítil, fljótt á litið a.
m. k., en þess er að geta, að á
þessum tíma hafa margir sezt
að annarsstaðar, og vafalaust
flestir þeirra í Kópavogi.
Nýtareytni verður það næst,
er menn ganga að kjörborði, að
ekki verður kosið eftir nafna-
röð, heldur heimilum, og geta
því hjón og aðrir á sama heim-
ili, er kosningarrétt hafa, kos-
ið í sömu kjördeild, og hefur
þetta fyrirkomulag sína kosti.
I
Eftirfarandi ræðu flutti dr.
Konrad Adenauer kanzlari í
kveðjuveizlu Ólafs Thors og
frúar hans að Hotel Petersberg
þann 9. maí.
Eg þakka yður, herra for-
sætisráðherra, einlæglega hin
vingjarnlegu og hjartanlegu
orð, sem þér beinduð til mín
áðan. Ég var sérstaklega snort-
inn, — og það vil ég einnig
taka fram fyrir hönd allra
landa minna, sem hér eru í
kvöld, — af því, sem þér sögð-
uð um þýzku þjóðina í önnum
dagsins og á hátíðastundum.
Vér metum þessi orð yðar enn
meir fyrir það, að þau hefur
sagt fulltrúi þjóðar, er í margra
alda sögu sinni hefur svo oft
sýnt fastan, karlmannlegan
vilja að láta ekki hugfallast.
Islendingar hafa ávallt unnað
orðsins list og varðveitt góðlát-
lega gamansemi, og um það
eruð þér, kæri herra Thors,
framúrskarandi dæmi. Allir
höfum vér dáðst að þvi, hversu
velyður lætur að létta hátíðleika
og alvöru með kryddi hug-
þekkrar gamansemi. Ég vona,
kæri herra Thors, að fundum
okkar beri bráðum saman aft-
ur.
Ég þakka yður innilega fyrir
þau orð, sem þér rituðuð til
mín á Skarðsbók. Sú gjöf verð-
ur mér sérstaklega dýrmæt
vegna þeirrar áritunar.
Vér lítum ekki aðeins á
heimsókn yðar hér ,sem sýni-
legt tákn stefnu að sömu
stjórnmálalegu markmiðum.
Ég er þess fullviss, að þér mun-
ið allir sammála mér um það,
að á þessum fundi vorurn hef-
ur að auki og enn fremur ríkt
hinn góði andi gagnkvæmrar
samúðar og vináttu er tengir
svo nákomnar þjóðir sem vor-
ar eðlilegum og frjálsum bönd-
um.
Ég vil ekki láta þetta tæki-
færi síðustu samfunda vorra nú
ónotað til að tjá fulltrúa ís-
lands í Sambandslýðveldinu,
ambassador Briem og hinni
ástúðlegu konu hans, þakkir
íors.
mínar. Þau hafa stuðlað mjög
að því að þessi heimsókn tókst
svo vel.
Oss væri það mjög kærkomið,
að þér öll, sem hafið verið
gestir vorir undanfarna daga,
hefðuð heim með yður glögga
og fjölbreytta mynd af þjóð-
lífi Þýzkalands. Af hálfu vor
allra óska ég yður góðrar ferð-
ar heim.
Herra forsætisráðherra, herra
utanríkisráðherra, aðrir virðu-
legir gestir. Éf lyfti glasi mínu
og árna íslenzku þjóðinni allra
heilla.
(Áritun sú á Skarðsbók, er
kanslarinn þakkaði forsætis-
ráðherra sérstaklega, er úr
þeirri bók og hljóðar svo:
,,Hér hefur kristindómsbálk.
Hér .segir um helga trú. —
Það er upphaf laga várra ís-
lendinga, sem upphaf er allra
góðra hluta, at vér skulum
hafa og halda kristilega trú.
Vér skulum trúa á guð föður,
allsvaldandi skapara himins og
jarðar.“)
Iveir brezkir gislar
Tívoií optiað 9 dag.
Opnun Tívolí, sem átti að
fara fram á uppstigningardag,
en var frestað, fer fram kl. 3 í
dag.
Verða þá ýms skemmtiatriði,
svo sem töfrar, búktal, eftir-
hermur og fleira.
Ferðir að Tívolí verða í sum-
ar farnar frá Búnaðarfélags-
húsinu og annast Strætisvagn-
ar Reykjavíkur þær.
EOKA samtökin á Kýpur til-
kynntu í gær í dreifibréfi, að
þau hefðu látið taka af lífi tvo
brezka hermenn, í hefndar
skyni fyrir það, að tveir Kýpur-
búar af grískum stöfni vom
teknir af lífi á uppstigningar-
dagsmorgun.
Menn þeir, sem EOKA sam-
tökin segjast hafa banað, eru
nafngreindir í dreifibréfinu, og
nefnast Hill og Shelton.
Bretar tilkynna, að engar
sannanir séu fyrir hendi, að'
þessir menn hafi verið á valdi
EOKA.
Annar hvarf í apríl, eftir að
hann hafði sætt áminningu
fyrir að hafa verið fjarverandi
hvað eftir annað án leyfis, og
hafði hann og sent fjölskyldu
sinni á Englandi rangar upplýs-
ingar um sig, kvaðst hafa særst,,
en það var tilbúningur einn.
Hinn segist EOKA hafa tekið
í nóvember, en hann var óhorf-
inn í desember.
Sahara verHisr
sem LciBidoRi.
Margir hafa miklar áhyggjiu*
af mannf jölguninni í heiminum,
því að hún verður sífellt örari
með vaxandi framförum í
læknavísindum.
Austurrískur læknir, dr. Her-
mann Knaus, reiltnar út, að
með sömu fjölgun mannkind-
arinnar næstu 500 árin muni
þéttbýli á Sahara og Suður-
skautslandinu verða jafnmikið
og i London nú, árið 2500.
Karlakór Reykjavíkur syngur í
áívarp í þrem löndum.
Syngur mörg lög, íslenzk og erlend
á plötur hjá HMV.
2,5
í U.S.A.
★ Fulltrúar Asíu- og Afríku-
ríkja á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna telja að thorfur íj
Alsír hafi stórversnað —
þar sé raunverulega styrj-
öld háð, og muni þeir nú
íhuga að leggja til, að alls-
herjadþingið verði kvatt
saman til að ræða málið. < i
Um síðustu mánaðamót voru
64 milljónir starfandi manna í
öllum greinum í Bandaríkjun-
um.
Hefur vinna aldrei verið eins
mikil þar í landi í nokkrum
apríl-mánuði, og tala atvinnu-
leysingja lækkaði um 300,000
— komst í 2,5 milljónir. Þjóð-
artekjur Bandaríkjanna virðast
ætla að fara yfir 5000 milljarða
á þessu ári.
Karlakór Reykjavíkur ætlaði
að leggja af stað á morgnn í
söngför til Norðurlanda, en
vegna þess að farkosturinn, sem
var Dronning Alexandrine hef-
ur seinkað, hefur verið horfið að
þvi ráoí að' fara, fjugleiðis til
Khafnar þann 16. þ. m.
Höfuð tilefni fararinnar er að
mæta fyrir íslands hönd á hálfr-
ar aldar afmælishátíðBel-Canto
kórsins i Khöfn, en á þeirri há-
tíð koma fram karlakórar frá
öhum Norðurlöndunum.
Frá Kaupmannahöín verður
að öllu forfallalausu haldið þ. 24.
þ. m. til Bergen og sungið tví-
vegis á tónlistarhátíð sem hald-
in verður um það leyti þar í borg
Stáldrað verður I 2 eða 3 daga í
Bergen en síðan farið til Osló,
Stokkhólms og Gautaborgar og-
sungið á öllum stöðunum. Það-
an verður farið til Kaupmanna-
hafnar og lagt heim með Gull-
fossi 2. júní n. k. Á meðan Gull-
foss stendur við í Edinborg syng-
ur Karlakór Reykjavíkur þar.
Auk þess sem kórinn kemur
fram á opinberum hljómleikum
hefur hann verið beðinn að
syngja i útvarp í Kaupmanna-
höfn, Osló og Stokkhólmi. Þá
mun kórinn ennfremur syngja
inn á allmargar grammófóns-
plötur hjá His Masters Voiec,
mest íslenzk kórlög, en einnig
eitthvað af erlendum lögum.
Með kórnum verða þeir Stefán
íslandi og Guðmundur Jónsson
einsöngvarar og Fritz Weiss<
happel sem undirleikari.