Vísir - 12.05.1956, Side 5

Vísir - 12.05.1956, Side 5
Laugardaginn 12. maí 1956 vísm 5 SÍS og Oííufélagið festa kaup á $ 16,730 lesta oiíuskipt. Skipið er búið öllum fullkomnustu siglingatækjum. Eins og Vísir gat um í byrj- un þessarar viku hefur Sam- band íslenzkra samvinnufélaga og Olíufélagið nú fest kaup á olíuskipi. Er það keypt hjá norsku skipafélagi, sem þurfti að selja það, af því það var ac5 byggja nýtt skip. Skip þetta er 16.730 lestir dw. Það var byggt hjá Deutsche Werft í Hamborg, árið 1952. •— Skipið heitir m.h. „Mostank" og hefur undanfarna mánuði verið í siglingum á Kyrrahafi. Verð á þessu skipi reyndist það hag- kvæmasta sem völ er á. Eftir að fulltrúar S.Í.S. og Olíufélagsins, þeir Hjörtur Hjartar framkvæmdarstjóri og Haukur Hvannberg framkv.stj., ásamt bandarískum sérfræðing iim, höfðu skoðað skipið í Japan íyrir skömmu síðan, var gengið frá kaupsamningi og verður skipið afhent í Evrópu til hinna íslenzku eigenda, Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga og Oliu félagsins, í september n.k. Skipið er byggt samkvæmt ströngustu kröfum Lloyds um olíuflutningaskip. Skipið er 16.730 lestir dw. og ristir fullhlaðið 9.261 m. Helztu stærðir skipsins eru: Mesta lengd 167.37 m., Lengd milli lóðlína 155.45 m., Breidd 20.73 m., Dýpt 11.89 m. Lestarhylki skipsins eru 22 að tölu, 10 miðhylki og 12 hliðar- hylki. í þeim er hægt að flytja samtals 22429 rúmmetra af olíu. Lestarhylkin eru á tveim stöð- um, aðskilin með milliskilrúmi, sem gengur þvert yfir skipið, Fullyrt er, að B. og K. hafi Iofað Eden að hætta að grafa undan Bretum í hin- um nálægu Austurlöndum, ef Bagdaáformin yrðu lögð á hilluna, og myndu Rússar þá enn fremur styðja var- anlegt samkomulag milli fsrales og Arabaríkjanna. — Bretar vildu ekki semja upp á að láta kúga sig til að falla frá Bagdasáttmál- anum. svo að síður er hætt á blöndun farms. í skipinu er tvö dælurúm og' fjórar gufuknúnar dælur, er dæla samtals 1800 rúmmetrum á klst. Gufa til dælingar og annarra þarfa fæst frá tveim gufukötl- um, hvorum um sig með 200 fermetra eudflöt. Til hreinsunar á lestarhylkj- um er svokallað „Butterworth" kerfi. í lestarhylkjum eru hitalagn- ir til upphitunar á þykkri olíu. Eru lagnir þessar steyptar úr járni, og þannig lagðar, að þær gefa óvenju mikinn hitaflöt, miðað við lengd þeirra. Aðal-aflvél skipsins er 6650 hestafla MAN-dieselvél, brenn- ir ketilolíu, er 10 strokka og snýst 120 snúninga á mínútu. Hjálparvélar eru þrjár, hver um sig tengd 130 kw. rafal. — Hraði skipsins, fullhlaðins, er 14 mílur. Skipið er að sjálfsögðu búið öllum nýtízku og fullkomnustu siglingatækjum. Á skipinu verður 40 manna áhöfn. Gert er ráð fyrir, að fyrst um sinn verði nokkrir erlendir kunnáttumenn um borð í skip- inu til leiðbeining'a, en að hæfi- legum tíma liðnum verður skip ið mannað alíslenzkri áhöfn. Kostnaðaryerð skipsins er 2.8 millj. dollara eða kr. 45.696.000. Eins og áður er tekið fram hafa Sambandið og Olíufélagið feng- ið allt andvirði skipsins að láni. 80% upphæðarinnar fékkst lán að hjá kunnri bankastofnun í Bandaríkjunum og eru ársvext- ir af því láni 4%%. 20% lán- aði seljandi skipsins gegn 5% vöxtum. Lán þessi eru án banka- og rikisábyrgðar, en kaupendur nutu mjög þýðing- armikillar fyrirgreiðslu af hálfu Landsbanka íslands við lántök- una. Með þessum aðgerðum hefur verið náð þeim merka áfanga i sögu siglinga og atvinnulífs á íslandi, að stórt olíuflutninga- skip kemst undir íslenzkan fána á þessu hausti. Rætist þar með gamall draumur, sem vafalaust verður til hagsbóta fyrir land og þjóð. Það liðu næstum því tvö ár frá því að Carlo, sem var lágt- settur embættismaður í Padua, fékk heimboðið frá vini sínum Guido Folge, þar til hann þekktist það. Guido liafði margbeðið hann að koma og heimsækja sig í litla Sikileyj- arþorpið. Guido var nefnilega starfsmaður í gistihúsi í Sikiley, og í þau tvö ár sem hann hafði haft þann starfa, var aðalefni allra bréfa hans til Carols að fá hann í heimsókn til sín. Hann lýsti fyrir honum yndislegri legu þorpsins hinni dásamlegu útsýn af hæðinni bak við gisti- húsið og síðast en ekki sízt, hinurn dásamlegu skemmti- göngum meðfram sjónum. Þetta megnaði þó ekki að lokka Carlo til sín, enda var hann maður hlédrægur. Það var fyrst er Guido minntist á það í bréfi sínu, að gistihúsið .stæði í ávaxtagarði sem teygði sig óravegu, og að gestunum væri heimilt að tína alla þá á- vexti sem þeir gætu í sig látið, að Carlo breytti um skoðun. Hann elskaði ávexti, og hug- myndin um að geta nú einu sinni fengið að þörfum greip hug hans. Hann sá sig í anda standa undir eplatré og létta á byrði þess. Hann flýtti sér mjög við allan undirbúning og hver gat því láð honum, þótt hann gleymdi í öllum flýtinum að gera vini sínum Gyido að- vart um komu sína? Það var ekki fyrr en hann kom á áfangastað, og var sagt, að Guido væri farinn fyrir tveim dögum, að það rann upp fyrir honum að hann hefði nú átt að láta Guido vita fyrir- fram. Hann hafði þó látið þá ósk sína í ljósi við gistihúseig- andann að dvelja þarna í þrjár vikurs og hann hét Carlo því að reyna að gera honum vistina sem þægilegasta. Það var auðvelt að gera Carlo til geðs. Honum geðjaðist mjög vel að litla herberginu sem hann fékk — jafnvel þótt útsýn þaðan væri engin og vatn væri aðeins fáanlegt í könnum — og hann fór þess á leit að mega snæða morgunverð í gestastofunni og þá var hann ánægður. Það var bara enn ein ósk. Væri eigandanum sama, þótt hann fengi skál með ávöxtum senda inn í herbergið? Rossi gistihúseigandi féllst á það samstundis. ,,Og þar að auki,“ sagði hann, „stæði gisti- húsið í gríðarstórum ávaxta- garði og nú væri eplauppskeru- tíminn einmitt að ganga í garð“. „Væri Rossi sama, þótt Carlo féngi sér göngutúr í garðinum?“ „Hvort nú ekki væri; vildi hann bara ekki þiggja fylgd eigandans um garðinn?" Carlo ætlaði að fara að fylgja eigandanum eftir, þegar hann stóð kyrr eftir í dyrunum. Cai'lo horfði undrandi á hann. „Herra Carlo,“ mælti Rossi, ,,ekki má eg biðja yður að læsa hurðinni vandlega?“ „Hvað,“ sagði Carlo. „Það er þó ekki óheiðarlegt fólk hér i húsinu hjá yður?“ Herra Rossi varð alvarlegur. „Gistihús mitt hefur á sér mjög gott orð í þessum efnum, en þó skeði hér alvai'legur atburður“. Rossi lækkaði rödd sína og sté aftur inn í herbergið. „Greifa- frú Primavesi var hér hjá okk- ur éina helgi nýverið og er hún var að taka til föggur sínar komst hún að því að hún var einni demantsfesti fátækari. Alveg óbætanlegt tjóix fyrir greifafrúna, þar sem nálin var öll þakin demöntum og rúbin- um og hafði þar að auki mikið persónulegt gildi fyrir fi'úna, þar sem hér var um að ræða morgungjöf mannsins ■ henn- ar. Mamma mia — en það hneyksli. Greifafrúin ' ætlaði samstundis að gei'a lögreglunni aðvai't, en eg gat fengið hana ofan af því. — Þér skiljið, hei'ra Carlo, að hér var um að ræða orð það er fer af gistihúsinu. En áður en hún fé.llst á það, varð að gera allt, sem í mann- legu valdi stóð til þess að reyna að komast til botns í málinu. Eg leitaði með logandi ljósi um allt herbergi greifa- fi'úai'innar. Eg otaði og potaði með hverjum fingri og að end- ingu hlaut eg laun erfiðis míns. Eg sneri mér að greifafrúnni og spurði hana hvort hún hefði nokkra franska peninga með sér. Hún neitaði og nú var grunsemdakeðjunni lokað. í hendi mér hélt eg á smápen- ingi sem eg fann á gólfinu. Hér var aðeins um að ræða 5 sú, en það vildi einmitt svo til að hjá mér bjó um þær mundir ungur Fransmaður. Eg ákvað að tala við hann nú þegar. Það voru aðeins liðnir þrír klukkutímar frá því að þjófnaðurinn komst upp og á þeim tíma var vart hugsandi að þjófurinn hefði getað losað sig við nálina. Hann hlaut því að hafa falið hana í herbergi sínu. Eg ákvað að leita í herbergi hans. Hann var ekki í herbergi sínu og enginn hafði séð hann fyrir hádegið_ Grunur rninn varð meiri en nokkru sinni. Að endingu fann eg hann sitjandi undir eplatré úti í garði. Eg ræskti mig og áður en hann hafði tíma til að svara hélt eg peningnum fyrir augum hans og sagði: „Monsieur, eigið þér þennan pening?“ Hann leit varla upp. „Það er hugsanlegt,“ sagði hann, „eix- því spyrjið þér?“ „Eg fann hann undir snyrti- boi'ði gi’eifafrúarinnar.“ Hryllingurinn í augnaráði hans sagði mér allt sem eg þurfti að vita. Eg gat lesið sekt- artilfinninguna úr augum hans. „Það er tilgangslaust að ljúga,“ sagði hann. ,,í gærkvöldi klifr- aði eg yfir á svalir greifafrúar- innar og inn í herbergi hennar. Eg vissi að hún hafði í fórum sínum dýx-mæta skai'tgripi. Skúffan á snyrtiboi’ðinu stóð hálf opin. Eg kom auga á nál- ina, lítið en bersýnilega verð- mikið stykki. Eg tók ákvörðun mína, en yfirgafsíðan herberg- ið.“ Eg vorkenndi stráknum. Hann virtist hafa mikla þörf fyrir aurana. Hann virtist ekki vera vondur rnaður. Og hvernig er það með nálina? sagði eg að síðustu. „Nálina varð eg vissu- lega að fela og þar sem eg átti leið hér fram hjá trénu, fannst mér það vera einmitt staðurinn til þess að fela hana í. Eg stakk nálinni á kaf í eitt eplið. Eg held að það hafi verið þarna, sagði hann og benti á eina greinina." Mamrna mia, hrópaði eg. Klukkan fjörgur á hverjum rnorgni var byi'jað að tína epl- in á trjánum og senda þau um allar jarðir, þegar eplatíminn byrjaði. Og þetta var einmitt fyrsta moi'guninn. Og það vill svo vel til, að eg á eplaekrur í nærliggjandi héruðum, og strax þennan morgun vár búið að róta saman í geymslunum eplum frá flestum héruðunum. Það var alveg tilgangslaust að stöðva flutningana.“ „En hvernig hefði verið að gera viðtakendum aðvart,“ sagði Carlo. „Eg sendi ekki eplin mín til eins aðila,“ sagði Rossið, „held- ur út um allt land. Það var ekk- ert hægt að gera. Trúið mér. Eg braut heilann um þetta heila nótt. Samt fann eg enga leið til undankomu. Eplin eru kom- in á markaðinn og einn þessara daga getur skóburstari í Genúa eða ballettdansmær í París eða guð má vita hvei', fundið nálina. Þannig er lifið, hei'ra Carlo.“ Framliald á 7. siðu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.