Vísir - 18.05.1956, Blaðsíða 6
VfSIR
Föstudaginn 18. maí 1956»
WXSXH.
I 'ÍR.
DAGBLAÐ
Ritsíjóri: Hersteinn Fálsson ' i,
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstrœti 3
AffreiCsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur)
Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F
Lausasala 1 króna
Félagsprentsmiðjan h/f
Fyrirætiunum iýst.
I>egar í upphafi kosningabarátt-
unnar haf&i Alþýðublaðið
það eftir einum helzta for-
ingja framsóknarmanna,
sjálfum Eysteini Jónssyni
fjármálaráðherra, að ef
bandalag framsóknar og
krata fengi ekki meirihluta
á þingi við kosningarnar í
næsta mánuði, mundi verða
leitað til kommúnista og
þeir beðnir ásjár til að koma
stjói'n á laggirnar. Vitanlega
sagði Eysteinn ekki, að leit-
að mundi verða til kommún-
ista, heldur komst hann svo
að orði, að foringjar hins
skelfda bandalags mundu
snúa sér til verkalýðshreyf-
ingarinnar og leita stuðnings
þar fvrir væntanlega ríkis-
I stjórn, biðja hana að koma
stjórrwnni á laggir.
Kú er það svo, að þeir tveir
flokkar, sem eiga mest ítök
í verkalýðshreyfingunni, eru
j hvorki Framsóknarflokkur-
j inn né Alþýðuflokkurinn,
því að báðir eru þeir
fyrirlitnir af henni —
Framsóknarflokkurinn fyrir
fjandskap við verkalýðinn,
en Alþýðuflokkurinn fyrir
vesaldóm sinn. Flokkarnir,
sem mestu fylgi eiga að
fagna meðal verkamanna,
eru Sjálfstæðisflokkurinn og
kommúnistar. Nú er atlögu
hræðslubandalagsins fyrst
og fremst beint gegn Sjálf-
stæðisflokknum, og eru þá
ekki eftir nema kommúnist-
ar, sem bandalagið getur
jeitað til í liðsbón. l i !
Eysteinh Jóhsson hefur þvi
sannað eins greinilega og á
verður kosið, að leitað muni
verða til kommúnista, þeir
efldir til áhrifa með því að
iáta þá hafa líf væntanlegrar
stjórnar hræðslubandalags-
ins í hendi sér, annað hvort
með beinum eða óbeinum
stuðningi. Undir þessi um-
mæli framsöknarforingjans
hafa svo fleiri ræðumenn
bandalagsins tekið á fund-
• um úti um landið, og síðast
Gylfi Þ. Gíslason prófessor
á fundi á Akureyri í byrjun
vikunnar. tÆtti því ekki að
þurfa frekar vitnanna við
um þessar fyrirætlanir
hræðslubandalagsins.
Höftin við kjósendur.
Það er mjög . ósennilegt, að
framsóknarmenn og- kratar
þori að ganga til samvinnu
j við kommúnista, þótt aðeins
i væri um hlutleysi að ræða.
Það mundi verða rothögg
j fyrir þessa flokka í næstu
j kosningum eftir slíka sam-
j vinnu. Er því miklu senni-
I legra, að flokkar þessir sé að
j hóta kjósendum, reyna að
! hræða þá til þess að greiða
1 hræðslubandalaginu svo
mörg atkvæðd, að nægi því
til meirihluta.
Foringjar hræðslubandalagsins
segja sem svo við kjósendur:
Ef þið gerið ekki svo vel að
| kjósa okkar þann 24 júní,
i þá skulum við kalla yfir
ykkur áhrif kommúnista
með því að mynda stjórn
með þátttöku þeirra eða
hlutleysi. Þið hafið því um
tvennt að velja, þegar þið
gangið að kjörborðinu —
styðja okkur eða þið skuluð
fá að kenna á því, hvað það
kostar að vilja ekki veita
okkur stuðning til þess að ná
meiri hluta á Alþingi. Þið
vitið, hvað aukin áhrif
kommúnista ' þjóðfélaginu
þýða, svo að ykkur er nær,
sjálfra ykk;ar vegna, að
koma í veg fyrir að þau
aukist með því að styðja
okkur. — Það er þetta,
sem hræðslubandalagsmenn
segja nú við kjósendur.
Kjósendur geta svarai.
Það er sem betur fer líÉill
vandi fyrir kjósendur að
svara þessari fyrirlitlegu
j hótun hræðslubandalagsins.
í Á-það hefur verið bent hér í
blaðinu, að í þessum kosn-
ingum verði fyrst og fremst
um það kosið, hvoi’t eigi að
auka áhrif kommúnista eða
ekki. Hræðslubandal.agið
getur aldrei . fengið meiri
hiuta á þipgi, svo-að stuðn-
ingur við það er stuðningur
Sjötugur
Jakob Thorarensen
sháld.
í dag á sjötugsafmæli Jakob
skáld Thorarensen.
. Hann er Húnvetningur, í
þennan heim borinn á Fossi í
Staðarhreppi, Vestur-Húna-
vatnssýslu. Jakob gerðist tré-
smiður og stundaði trésmíða-
iðnina um mörg ár, einkum
Loftleiðabörnin koma
eftir 10 daga.
Frá því var skýrt fyrir
nokkru, að Loftleiðir hefðu á-
kveðið að bjóða 14 börnum frá
Vestur-Berlín í kynnisför til
Islands.
Nánari upplýsingar hafa nú
borizt í þessu sambandi, bæði
um börnin sjálf og annað, er
varðar heimsókn þeirra.
Börnin eru andlega og líkam-
lega heilbrigð og mörg þeirra
hafa sýnt sérstakan dugnað eða
eru búin miklum hæfileikum.
Þau hafa ví' veríS' valin
með hliðsjón af að þau váeru
fær um að þroskast af ferðinni
og, að vegna örðugra aðstæðna
myndu þau ekki í náinni fram-
tíð hafa orðið fær um að gera
sér mikinn dagamun.
Auk þeirrar fyrirgreiðslu,
sem ákveðin er af hálfu Loft-
leiða meðan börnin dveljast hér
hefur þeim nú verið boðið af
fræðsluyfirvöldum bæjarins í
skemmti- og kynnisför um
Reykjavík og nágrenni. All-
margir einstaklingar hafa óskað
þess að: fá að hafa börnin á
heimilum sínum, en nokkrum
börnum er þó enn óráðstfað.
Fyrri hópurinn, sjö börn og
íylgdarkonan, er vænanlegur
hingað 27. þ. m.
húsasmíði, en vakti þegar mikla
athygli sem ljóðskáld, er fyrsta
Ijóðabók hans birtist, ljóðakver
ið Snæljós, sem kom fyrst út
1914. Hún var hvorki fyrirferð-
armikil néskrautleg, en engum
gat dulist, að hér var maður á
ferð, sem bjó yfir sérkennilegri
skáldgáfu, því að svo kjarnmik-
il voru kvæðin, að mörgum
fannst helzt minna á Grim og
Egil.
Ekki hefur Jakob brugðist
vonum neinna, sem fengu mæt-
ur á ljóðum hans, við fyrstu
kynni af Snæljósum, svo trúr
og sannur hefur hann alla æv-
ina verið sinni skáldköllun,
aldrei hopað, allt af sótt fram,
og er hann löngu viðurkenndur
ein höfuðkempan í ljóðskálda-
fylkingu íslendinga frá fyrstu
tíð til vorra daga, og jafnframt
hefur hann getið sér hið bezta
orð sem skáldsagnahöfundur og
er þar einnig í fremstu röð.
Jakob Thorarensen hefur
smjðað,mgrga góða,gripi og g.ef-,
ið þjóð sinni og fyrir þá þakkar
hún honum í dag.
A. Th.
Daufur alþýðu-
bandalagsfundur.
Alþýðubandalagið bélt fund
í Stykkishólmi nýlega og urðu
daufar undirtektir.
Þar töluðu Alfreð Gíslason,
Guðmundur J. Guðmundsson
og Sigríður Hannesdóttir. Auk
þeirra talaði Guðmundur Guð-
jónsson á Saurum í Helgafells-
sveit.
Fáir voru á fundinum og var
hann mjög daufiur og bragð-
laus.
36,000 trjáplöntur gróðursettar
aB Háabjalla.
Frá starSi Fél. SwðMrítesjauiasEsia.
við kornmúnista. Menn éiga
þess vegna — ef þeir vilja
ekki auka áhrif kommúnista
í landinu og kalla með því
yfir sig glundroða og vand-
ræði af öllu tagi — að fylkja
sér einhuga um Sjálfstæðis-
flokkinn. Það er kosið um
aukið fylgi Sjálfstæðis-
flokksins eða kommúnista.
Valið ætti ekki að vera
étíitt.
13. aðalfundur Félags Suður-
nesjamanna í Reykjavík var
haldinn j>. 25. apríl 1956.
Félagsstarfið á liðnu ári hafði
verið með svipuðu fyrirkomu-
lagi og undanfarin ár, en þó
nokkuð víðtækara.
Nú hafa verið gróðursettar
um 36 þúsund trjáplöntur í
landi félagsins að Háabjalla
suðaustur af Vogum á Suður-
nesjum, og dafna þær yfirleitt
vel. Sérstakt félag, er nefnist:
Skógræktarfélag'ið Háibjalli, sér
um framkvæmdir framvegis.
Félagið gaf fjárupphæð, kr.
10.000.00, til Slysavarnadeild-
arinnar „Þoi'björn" í Grindavík,
til byggingár væntanlegs
stefnuvita við höfnina (Hilpið)
þar.
Félagið hefur ýms önnur
verkefni með höndum, er átt-
hagana varða.
í stjórn voru kosin: Friðrík
Magnússon, stórkaupm., for-
maður (endurkosinn), Þor-
steinn Bjai’nason, kennari,
varaformaður, Halldór Þórar-
insson, innheimtumaður, gjald-
keri (endurkosinn), Adolf
Bj örnsson, bankastarfsmaður,
ritari, og meðstjórnendur: Frú
Sveiney Guðmundsdóttir (end-
urkosin), Jón Guðmundsson,
skrifstofumaður og Þorbjöi’n
Klem^izson húsasmíðameist-
ari (endurkosinn).
íslenzk koria fær
gullverðlaun á
alþjóðasýningu.
fslenzk kona, frú Ásgerður E.
Búadóttir hlaut gullverðlaun
fyrir bandofið veggklæði, er
hún nefnir „Konan og fuglinn“
og sýndi á albjóða Iistiðnaðar-
sýningu í Múnchen nú í vor.
Af hálfu íslands annaðist
télagið „íslenzk listiðn“ um
þátttöku í sýningunni og voru
íslenzkir sýnendur alls 20 að
tölu.
Um 30 lönd utan Þýzkalands
tóku þátt í sýningunni, en sýn-
ingai’gestir voru V4 milljón
talsins eða /rösklega það.
Héðan að heiman var sýnd
silfur- og gullsmíði, smelt vinna,
myndvefnaður, batikvinna,
húsgagnasmíði, handunnar ull-
arvoðir, prjónles, ásaumur,
Það cr orðið algengt að gömul
hús sem ný séu í saixicign margra,
þannig að hver á sína ibúð. f
sambandi við slíkar sameignir
koma ýms vandamál, cins og allt-
af, þegar margir eiga eitthvað
saman, og eru á stundum ekki
sammála um hvernig eigi að ráð-
stafa sameigninni, eða fara nxeð
liana yfirleitt. í mörgum tilfell-
um, þegar sambýlisliús eru byggð,
eru samþykktir ger&ar um liegð-
an og umgcngni manna, sem sam-
eigendur eru bundnir af og ef til
vill einhver viðurlög greind, ef
brestur er á efndum. En svo er
það líka algengt, að fólk kaupi
íbúðir i gömlum liúsum, sem seld
eru þannig mörgum til þess að
betra verð fáist fyrir eignina.
Þetta er að verða xnjög algengt
i bænum. Þá er kannske engar
samþykktir gerðar og menn
vei’ða uð ciga það undir velsæm-
istilfinningu nágrannans hvernig
lxann liegðar séi', og sækja við-
komandi að landslögum, ef um
þvei'bak keyrir.
I
Hvað er hægt að gera?
Kona nokkur, sem keypt hei'ur
íbúð i luisi, sxmii iiökkuð er
hljoðbært, spyi' ínig' að r'því::ög
biður mig að upplýsa, hvað sé
hægt að gera, ef sambýlisfólk ' i
húsinu raskar svefnfriði nótt eft-
ir nótt. Þessu er mjög ci’fitt aS
svara að nokkra gagni, því eng-
ar reglur munu beinlínis gilda i
þessu efni. Náist ekki samkomu-
lag með góðu — þá leið skyldu
menn altlaf fara fyrst — verður
fi’iðröskunin að vera allmikil til
þess að reynandi sé að sækja í'étt
sinn aðra leið. Annars getur rösk-
unin á friðhum verið svo margvís
leg, og jafnvel er húgsanlegt, ef
sambýlismaður í lxúsi, jafnvel
þótt eigundi sé að sinni íbuð, geti
orðið svo brotlegur, að hægt sé
að bex-a hann út iir lienni. ÞaS
væri t. d. mögulegt, ef um árás-
ir væri að ræða o. s. frv.
Er ávallt, samningsatriði.
Annars er umgengni manii-a yf-
irleitt í sanxbýlishúsum ávallt
samningsatriði, eins og t. d. hve-
nær ætlast er til að menn hafi
hljótt um sig. Menn eru mjög mis-
jafnir að þessu leyti, sumir vilja
ganga snemrna til náða, en aðr-
ir valca fram efti'r nóttu, Siða'ð
fólk í'eynir þó alltaf að sý'na ná-
grönnúm sínum nærgætni, og.
ekki sýnist vera ástæða til að
firtast við þótt h-aft sé orð á þvi
við sambýlismann, að mikill um-
gangur raski svefnfi’iði, ef komið
er fram yfir miðnætti. Eins og
áður er sagt er þetta mál mjög
erfitt viðureignai', þcgar slegið
hefur í brýnu milli tveggja ibúð-
■ai'éigenda í sama hxisx. En eina
færa leiðin er samningsleiðin, ef
ekki eru svo mikil brögð að, a'S
hægt sé að láta málið gangá fyrir
dónistóla. Það er aftur á móti
góð og reyndar sjálfsögð regla,
að ehginn liávaði sé hafður i íbúð-
um eftir miðnætti, nema þá standi
sérstaklega á, og væri hrein und-
antekning. — kr.
trémynd og Ipks npkkui’ir
gamlir . smíðagripir sem þjóð-
minjasafnið lánaði.
íslenzka listiðnaðardeildin
vakti mikla athygli og hlaut
góða dóma, jafnt almennings
sem kunnáttumanna.
Frú Ásgerður E. Búadóttir,
sem gullverðlaunin hlaut er
Borgnesingur að uppruna og
hefur . stundað nám bæði við
Handíða- og myndlistaskólann
í Reykjavík og listaháskólami
í Höfn.