Vísir - 15.06.1956, Blaðsíða 6

Vísir - 15.06.1956, Blaðsíða 6
VISIR Föstudaginn 15. júní 1950. DAGBLAB ' Ritsíjóri: Hersteœii Pálsscn Íl I Auglý smgastjóri.; Kristján Jónsson. Skxiístoíui;: Ingólísstræti S iMfralðila: Ingólfsstræti ®. Sírni 1660 (fímrn línurj Ctgeíandi; BLABATÖUXJÁTÁN VlSIR H/F L-ausassla I króna Fáiagsprentsmiéjan h/f Hagur Útvegsbankans góður. 1 varasjóði eru nú 22 milljónir kr. A& fortíJ skaf byggja. Það er ekki nema eðlilegt, að , krötum og framsókn sé illa ( við það, þegar rifjuð er upp | fortíð þeirra við stjórn i landsins, ekki sízt að því er j snertir höft og annað slikt, I sem virðist fj’lgja þessum j flokkum eins og skuggi. j Menn hafa verið minntir á j þá sannkölluðu hallæris- j tíma, sem hér voru laust , j' fyrir stríð, þegar' erfiðleíkar I (urðu sífellt me'iri; - jrér ú Jandi, þótt þjóðir um aJJan j hnöttinn væru að iafna sig j á ný eftir heimskreppuna j miklu. Og svo gersamlega snúa kratar og framsókn staðreyndunum við, þegar þeir ræða þetta timabil, að þeir kalla samstjórn sína á þessurn tíma mestu urnbóta- stjórn, sem hér hafi setiö. Því hefur verið lýst hér í blaö- inu, hvernig öllu fór aftur, meðan þessir flokkar voru j í stjórn fy.rir stríð", svo að ; atvinnutækin gengu ,úr sér j og voru ekki endurnýjuð, j skipum fækkaði og þar íram j eftir götunum, og vitánlega kom þetta niður á kjörum almennings, þvj að afkoma verkamanna rýrnaði t. d. um 10—15% á þessu tíma- bili. En svo mikil er löng- unin í völdin, að kratar og framsókn skammast sín ekki fyrir að kalla þetta upp- gangstímabil og stjórnina íramfarastjórn! Um síðir leizt umbótaflpkkun- mö' ' 'ékki'. byíii'f'’ en' sýo k iin íramflðáfhorfur landsmánna og stjórnar sinnar — þrátt fyrir öll kraftaverk og fram- farir — að þeir báðu sjálf- stæðismenn að koma með sér í stjórnina. Menn geta velt bví fyrir sér, hvort Her- mann og félagar hans hafi gert þetta með ljúfu geði — eða hvort þeir hefðu beðið Sjálfstæðisflokkinn 'ásjár, ef um eins mikil afrek stjórnarinnar hefði verið að ræða og þeir vilja nú láta í veðri vaka. Ætli þessir herrar hefðu ekki viljað sitja einir að frægðinni og iofinu fyrir dugnaðinn? Aðalfundur Útvegsbanka ís- lands h.f. var haldinn 1. '>. m. í .faúsi bankans. Formaður fulltrúaráðsins, Stefán Jóh. Stefánsson, fyrrv. forsætisráðherra, setti fundinn og kvaddi til Lárus. Fjeldsted, hæstaréttarlögmann, sem fund- arstjóra, en Stefán Sturla Stef- ánsson, viðskiptafræðingur, var tilnefndur sem fundarritari. Á fundinum fór Þórhallur Ás- geirsson, ráðuneytisstjóri, með umboð ríkissjóðs. Fofmaður fulltrúaráðsins j skýrði reikninga bankans fyrirj árið 1955 og gerði samanburð j á þeim og reikningúm ársins á j undan. Hagur bankans er nú mjögj góður. Varasjóður bankans er j --------— •- i Samþýkktir ieiklist- arþingsins. i Síðasta haítatimabilið. Þegar almenningur I landinu- er minntur á þetta ömurlega tímabil í sögu hræðslu- bandalagsins, svara blöð , þess með því, að hér haíi ; verið miklu strangari höft ! eftir að sjálfstæðismenn íóru að taka þátt í stjórnarsam- , vinnu eftir 1939. Þar munu ! þau eiga við höftin, sem hér j voru 1947—49, en vitanlega j segja þessi sömu blöð ekki 1 nema hálfa söguna af stjórn- arstarfinu á þeim árum. Þá voru ráðherrarnir að vísu sex, eins og þeir eru nú, én flokkarnir í ríkisstjórninni j voru þrír — hræðslubanda- lagsflokkarnir og Sjálfstæð- i isflokkurinn. Ráðherrar j sjálfstæðismanna voru þvi ! áðeins tveir á mó.ti fjórum í ráðherrum haftaflokkanna, og vitanlega réðu þeir þá stefnunni, enda gekk ekki hnifurinn á milli þeirra. Það voru þeir, er rcðu höftunum á sviöi verzlunarinnar og í öðrum efnum, svo að.þessi afsökun þeirra kemur að býsna litlu haldi. Þessir menn geta því með engu móti fengið almenning til að leggja trúnað á, að þeir hafi eltki staðið að neinum höftum og hömlum. Og þeg- ar þeir tilkynna þjóðinni, að þeir ætli að hafa „gamla !agið“ á stjórn landsins, ef þeir fá aðstöðu til eftir kosningarnar, þá boða þeir ekkert annað en sömu eymd- ína og áður. Almenningur má vita, livað við tekur, ef hræðslubandalagið sigrar. Svo sem kunnugt er, var 6. Norræna leiklistarþingið hald- ið í .Jíeykjavík 3,—S. júní. 'Nokkrar 1 samþykktlr vör|i. gerðar og fara þær lielztu hér á eftir: (Varðandi þjóðlega leikrit- un): 6. norræna Jeiklistarþingið, haldið í Reykjavík dagana 3.—8. júní, skorar á stjórnar- völd Norðurlandanna að stuðla að þjóðlegri leikritun með því að stofna sjóði, sem kosti að einhverju leyti sýningar á leik- ritum eftir unga höfunda. Kos- in sé nefnd, sem úrskurði hvaða leikritum eigi að veita styrk. (Varðandi gagnkvæmar gestaheimsóknir): 6. norræna leiklistarþingið skorar á stjórnarvöld Norður- landanna, að setja sem fyrst á fjárlög samþykkt menntamála- ráðherra Norðurlandanna um að sérhvert þeirra styrki gagn- kvæmar leikheimsóknir með sem svarar 42.000 norskum krónum. (Varðandi skipti á leikgagn-j rýnendum): 6. Norræna leiklistarþingið,! haldið í Reykjavík dagana 3.-8. júní, beinir þeim tilmælum til félaga leikgagnrýnenda á Norð- urlönduny að þau taki til at- hugunar og vinni að gagn- kvæmum skiptum á leikgagn- rýnendum og að afstaða hafi verið tekin í málinu áður en fulltrúaráð Norræna leiklistar- bandalagsins kemur saman að ári liðnu. nú orðinn 22 millj. kr. og af- skriftareikningur nemur 22 millj. kr. Samþykkt var að greiða hluthöfum 4% orð. Innlán i bankanum höfðu aukizt á árinu um 37 millj. kr. og námu innlán í sparisjóði og á hlaupareikningi í árslok sam- tals 280 millj. kr. Á árinu 1955 var lokið við að fullgera nýbyggingu bank- ans í Vestmannaeyjum, og hefir bankinn nú þegar tekið það hús- næði í notkun fyrir starfsemi sína. Á árinu lét Helgi Guðmunds- son af störfum sem bankastjóri, eftir 22ja ára starf við bankann, en við tók í hans stað Gunnar Viðar, sem verið hefir banka- stjóri við Landsbanka Islands. Fyrir fundinum lá að kjósa í fulltrúaráð bankans 3 aðalmenn og 3 varamenn og voru endur- kosnir þeir Gísli Guðmundsson alþm., Björn Ólafsson fj’rrv. ráðherra, Eyjólfur Jóhannsson forstj. og varamenn þeirra Magnús Björnsson ríkisbókari, ^lgtejnn Pálsson ritstjóri og dr. Oddur Guðjónsson. í fulltrúaráðinu voru fyrir sem aðalmenn þeir Stefán Jóh. Stefánsson og Lárus Fjeldsted og varamenn þeirra Guðmund- ur R. Oddsson forstjóri og Lár- us Jóhannesson hæstaréttarlög- maður. Endurskoðendur fyrir árið 1956 voru endurkjörnir Har- aldur Guðmundsson og Björn Steffensen endurskoðandi. Hagna&ur af höftunum. En L það er eðlilegt, að framsókn vill fá höftin aftur. Hún hefur ævinlega haft lag á að hagnast á þeim. Hún hef- ur alltaf notað þau til að hygla sinum mönnum, Játa þá fá bróðurpartinn af þeim innflutningi, sem leyíður er. Höftin bitna íyrst og fremst á öðrum en íram- sóknarmönnum, og fil þess er leikurinn líka gerður. Þeir, sem standast ekki sam- keppni við jafna aðstöðu við aðra, Jeitast við að beita brögðum til að bæta hlut sinn. Það kunna framsókn- armenn og gera ætíð. Og vesalings kratarnir segja já og amen við öllu, því að þessir langstoltnu vesalingar sætta sig við hvern mola, sem íra.msókn hendir í þá — eins • og beinum fyrir rakka. Ferðamenn streyma tll Noregs. Frá fréttariara Vísis. — Osló í júní. Mikill ferðamanastraumur var til Noregs í fyrra. I Langflestir ferðamannanna voru Svíar, eða samtals 617.323. Þá komu Danir, 88.867, í þriðja sæti voru Bretar, 48.608. Fjórðu i röðinni voru Banda- ríkjamenn, 42.417. Frá Finn- landi komu vfir ^o^OOO. frá’ V.- Þýzkalandi nær 19.00, en Frakk ar voru 10.573. Meira að segja sóttu yfir 4000 Ástralíumenn Noreg heim í fyrra. (ísland á víst að verða mikið ferðamannaland. En er það hægt, meðan við getum ekki hýst sem svarar fullfermi einn- ar flugvélar^ sem hér verðúr að dvelja nætursakir). Essenhower vill hækka fram- iag til efnahagsa&sto&ar. Eisenhower Bandaríkjafor- seti tók nokkrar ákvarðanir í gær, í málum, sem fyrir liann voru lögð, en sérstök stjórnar- skrifstofa er nú tekin til starfa í sjúkrahúsinu. Forsetinn hefur mikinn á- huga fyrir, að fá hækkaða aftur efnahagsaðstoðina við vinveitt- ar þjóðir, sem fulltrúadeildin lækkaði um fjórðung frá því, sem forsetinn hafði lagt til, en frumvarpið fer nú aftur til öld- undadeildarinnar. Hyggst Eis- enhower ræða við leiðtoga j flokkanna, áður en málið fær lokaafgreiðslu þar Eisenhower steig tvívegis í fæturna í gær og sat um stund í stól. Hann er furðu hress og batahorfur stöðugt góðar. Forsetinn sendi í gær sérstaka kveðju til Adenauers kanslara V.-Þýzkalands, sem nú er í í heimsókn í Washington, og ræðir við Dulles og aðra leið- toga. Upphaflega var gert ráð fyrir, að hann mundi ræða við Eisenhower. Með hverju árinu sem líður vex áliugi almennings fyrir fegurðar- samkeppninni, sem haldin hefur verið árlega, undanfarin ár, í Tivolí. Fyrst í stað mætti þaS „uppátæki“ nokkurri andspyrnu þröngsýnna manna, en nú þykir samkeppnin alveg sjálfsögð og myndu margir sakna hennar, ef hún t. d. félli niðúr. Að þessu sinni var þátttaka ágæt og úr- valið með mestu ágætum, að því er almennt er sagt, stúlkurnar raunar hver annarri fallegri. En cin var þó fegurst, eins og gerist og géngLir, og var þar enginn á- greiningur, því dómnefndinni og •alnienningi bar saman um hvér skyldi hreppa fyrstu verðlaunin. Fuglinn floginn. Eins og nú er öllum kunnugt er fegurðardrottningin starfs- stúlka í Ingólfs apóteki, en þang- að er mér sagt að margir hafi lagt leið sína daginn eftir úrskurðinn til þess að gripa tækifærið og skoða íiana betur. En þcnnan dag mun stiilkan hafa fengið frí, og kannske fengið sér fri einmitt vegna, þess, að hún hcfur gert ráft; fýrjr eftirléiknum. En það er ekki nemá eðliltgt að fólk vilji fá •að skoða fegurðardrottninguna i krók og kring. Ennþá hagar svo til í Tívolí, að fyrirkomulágið ér síður en svo hagkvæmt fyrir á- horfendur. Það er raunar aðeins lítill hluti áhorfenda þ. e. a. s. þeir scm næst standa sviðinu, sem iiafa nokkurt skilyrði til þess að dæma um útlit stúlknanna. Hvernig nrá laga? Það er nokkurt vandamál hvern- ig hægt er að korna þvi svo fyr- ir að hinn geysimikli mannfjöldi, eða meiri hluti hans.geti notiS fegurðarsamkeppninnar. SviðiS, sem stúlkurnar koma fram á, þyrfti að vera nokkuð hærra, um það eru flestir sammála, og vel gæti verið að það sé lika á ólient- ugum stað í garðinum. Er ómögu legt að Játa smíS-a sundurtakan- legt svið, sem notað væri aðal- lega við þessa hátíð, sem nú er fyrirsjáanlegt að haldin verður á tiverju ári, og allar likur eru á •að cigi cftir að njóta síaukinna yinsælda. Öruggast væri auðvif- að að lnifa fegurðarsamkeppnina inni, eii því verðiir seint fyrir- komið vegna þess hve mikill mannfjöldi nmn ævinlega vilja koma til að liorfa á. Sviðið ljótt. Og svo er annað varðandi ný- afstaðna fegurðarsamkeþpni. —■ Þótt mikið hafi verið gert til þess að gera alll sem smekklegast f. d. með þvi að skreyta með blóm- um og fegra sviðið, þar semt keppnin fór fram er ekki hægt að Joka augunum fyrr ]>vi að bak- j sviðið yar Ijútt og ómáltað. Þetta þyrfti að laga líka. —- kr. -----♦------- Kastaði á ufsa, en fékk lax. Frá íþróítaritara Vísis. —- Oslo í júní. I Jonas Olseit skipstjóri frá Söröysund í Noregi var hepp- inn á dögununt. Hann fór út með vélbát simi ( og ætlaði að kasta á upsa. Þess ! í stað fékk hann 5000 laxa, sem ! hann fékk 48.000 norskar krón- ur fyrir. Laxana fékk hann I einu kasti. Þeir voru flestir 14—16 punda. Laxarnir voru þegar í stað sendir til Osloar og seldir þar veitingahúsum borgarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.