Vísir - 15.06.1956, Blaðsíða 10

Vísir - 15.06.1956, Blaðsíða 10
1® VISIR Föstudaginn 15. júní 1956» 4»W«Í *-T4 tT4>T^ *.> *• .***',«* MV HAMMOND INNES: NÁtir s wnannraunum Ég vissi ekki að hverju hann stefndi, en ég svaraði: „í stuttu máli sagt fórum við svo víða, að það yrði of langt mál að rekja. Við snekkjunni tók ég 1944 og stjórnaði henni út styrjöldina.“ „Fyrirtak,“ sagði hann og nú varð nokkur þögn. „Mig langar til þess að spjalla við yður,“ sagði hann loks. „Getið þér komið til viðtals við mig í herbergi nr. 23.“ „Ég hélt, að þér ætluðuð að leggja af stað þegar.“ „Ég verð hér í nótt,“ sagði hann og var nú allt í einu orðið stutt í honum. „Hvenær getið þér komið?“ „Ég stend hér að kalla nakinn — hljóp úr kerinu í símann. Ég kem undir eins og ég er búinn að klæða mig.“ „Ágætt,“ sagði hann og lagði tólið á. É-g var ekkert að flýta mér að klæða mig, því að mér skildist að eitthvað var á seyði, og ég yrði að horfást í augu við breytt viðhorf, en þó gat ég ekki komist að neinni niðurstöðu um hvers vegna Bland væri að spyrja mig um skipstjóm mína á snekkj- unni. í einhverjum tilgangi hlaut hann þó að hafa spurt. . Ég barði að dyrum á númer 23. Bland svaraði sjálfur og ég gekk inn. „Komið inn, Craig,“ sagði hann og leiddi mig inn í stofu, sem vissi að Adderleygötunni. „Má ég bjóða yður hressingu? Whisky?“ „Kýs ekkert frekar,“ sagði ég. Ég horfði á hann er hann helti í glösin. Hann var seinn, þung- lamálegur í hreyfingum. Hann rétti mér glasið og svo bauð hann mér vindil. „Gerið svo vel og fáið yður sæti og búið yður undir það, piltur minn, að horfast í augu við staðreyndir. Þér eruð at- vinnulaus og það mætti segja mér, að þér hefðuð þegar komist að raun um, að horfurnar væru ekki sérlega bjartar.“ „Ég get nú ekki beinlínis sagt að ég ali áhyggjur,“ sagði ég og hugðist vera vel á verði, „ég get varla sagt, að ég sé farinn að líta kringum mig.“ „Ég sagði, að hyggilegast væri fyrir yður að horfast í augu við staðreyndirnar,“ sagði hann. ..Ég þekki marga hér og hefi lagt hér fé í fyrirtæki, og veit að nú er beygur í mönnum, — þeir kalla það „gullótta" hérna. Ég þarf ekki að útskýra það nánara, en það er engan veginn auðvelt fyrir ókunnugan ungan mann, að riðja sér hér braut, þegar beygur er í mönnum og allt athafrialíf lamast.“ Bland, sem var rna'ður gildvaxinn, kom sér nú þægilega fyrir í hægindastól. Hann horfði á mig um stund, athugandi augun, en ekki frekjulega. Loks sagði hann skyndilega: „Ég ætla að bjóða yður starf hjá Suðurskauts hvalveiðafélag- inu.“ „Hver konar starf?“ „Sem skipstjóri á Tauer III., dráttarbátnum, sem á að flytja mig á þær slóðir, sem Suðurkrossinn er. Skipstjórinn og annar stýrimaður lentu í bifreiðarslysi í gærkvöldi og eru báðir í sjúkrahúsi.“ „En fyrsti stýrimaður?“ Getur hann ekki —?“ „Það er ekki neinn fyrsti stýrimaður á bátnum. Hann veikt- ist fyrir nokkru, áður en dráttarbáturinn yfirgaf bræðsluskip- ið. Ég geri ráð fyrir, að þér vitið, að Nordahl, verksmiðjustjór- inn á bræðsluskipinu, sé dáinn. Mér er bráðnauðsynlegt að komast út í Suðurkrossinn tafarlaust. Ég hefi í allan dag verið að reyna að fá mann til þess að taka við skipstjórn á Tauer III., en það var ekki fyrr en áðan, sem tengdadóttir mín sagði mér, að þér hefðu haft stjórn á hendi á hersnekkju í styrjöldinni. Þessir dráttarbátar eru endursmíðaðar hersnekkjur, skal ég segja yður. Og þegar ég vissi þetta flýtti ég mér að hringja til yðar“. „En ég hef ekki nauðsynleg skjöl“, svaraði ég. Hann bandaði frá sér með hendinni ,eins og egnu skipti um það. „Látið mig annast um það, en ég geri ráð fyrir, að allt sé yður svo í fersku minni, að þér lendið ekki í neinum vandræðum? Þér eruð væntanlega ekki búnir að týna niður siglingafræðinni?" „Nei, en ég hef aldrei komið á þessar slóðir, — hvað þá stjórnað skipi þar. Ég veit ekki —“. „Það gengur eins og í sögu. Hafið engar áhyggjur af þvíj Og svo eru það skilmálarnir. Þér fáið sama kaup og Sudmann, það er að segja 50 pund á mánuði og uppbætur. Þér verðið að ráða yður yfir vertíðina og getið látið afskrá yður hvort sem vill í Höfðaborg eða London, en þér skiljið að það er bráða- birgðahlutverk sem þér takið að yður, það er að sigla Tauer III. til Suðurkrossins og þar tekur við elzti stýrimaður í hval- veiðibátnum. Ég get ekki ráðið yður sem skipstjóra legnur, þar sem þeir hafa forréttindi, skiljið þér. En það verður séð um, að yður leiðist ekki — og þér eruð ráðinn með fullu kaupi út vertíðina, eins og ég sagði áðan. Hvað segið þér við þessu?“ „Ég veit ekki“, svaraði ég, „ég vildi mega íhuga málið.“ „Það er ekki neinn tími til íhugunar“, sagði hann hvasslega. „Ég verð að fá svar yðar nú. Ég verð að komast þangað sem fyrst til þess að komast að raun um hvað hefur gerst.“ „Hafið þér ekki fengið frekari fregnir um dauða Nordahls?“ „Jú“, svaraði hann. „Það kom skeyti skömmu eftir hádegi. Nordahl hvarf. Það er allt og sumt. Stormur geisaði ekki, er þetta gerðist. Enginn sjógangur. Og hann bara hvarf. Þess vegna verð ég að komast út í Suðurkrossinn og komast að sannleik- anum í málinu.“ Þögn ríkti um stund og ég reyndi að hugsa skipulega. Ég komst að raun um, að ég mundi verða fjarverandi fjóra mánuði — og þá yrði ég að byrja að leita mér atvinnu á nýjan leik. Og nú gat verið, að Kramer hefði talað við einhvér, og er ég færi í boðið til hans mundi hann geta sagt mér, ða eitthvað stæðj til boða.“ „Ég verð að hugsa málið“, sagði ég. „Ég heimsæki vin minn hér í kvöld. Þér skuluð fá svar mitt, þegar ég kem frá honum.“ Varir hans titruðu, er hann svaraði: „Ég verð að fá svar yðar nú.“ „Mér þykir það leitt, herra Bland“, sagði ég um leið og ég stóð upp, en þér verðið að láta mig fá nokkurra klukkustunda frest. Ég vil samt þegar láta í Ijós þakklæti mitt fyrir tilboð yð- ar.“ Hann var í þann veginn að svara reiðilega, en stillti sig. „Gott og vel, hringið þá til mín seinna í kvöld. Ég bíð eftir svari yðar.“ — í boði Kramers voru menn orðnir hýrir, er ég kom, og mikill kliður af máli manna. Þarna var margt ungra kvenna, en karlar virtust flestir úr kaupsýslustétt. Kramer bauð mig hjartanlega velkominn, en gaf sig lítið að mér og mér fannst á öllu, að hann vildi láta það líta svo út, sem ég hefði rekist þarna inn af tilviljun. Iiann skildi mig eftir hjá stúlkukind, sem var síblaðrandi, og ég flýtti mér að skila henni af mér til einhvers náunga, sem mér skildist að verzlaði með járnvörur, og gekk að barnum. Þar voru nolckri menn að ræða um námur, verðlækkun á námuhlutabréfum og þess háttar. Ég lagði við hlustirnar. „En gerum nú ráð fyrir, að ekki hafi verið svik í tafli“, sagði einn. * ktölfyðkuMÍ 4 Stundum hendir fólk austaxc járntjalds gaman að þeirri hættu, sem vofir yfir íbúumi Ráðstjórnarríkjanna og lepp- ríkjum þeirra, að vera teknir fastir og settir í fangelsi um lengri eða skemmri tíma. í Ungverjalandi segja flóttamenn1 að eftirfarandi saga hafi orði® til, þegar forsætisráðherrann> Imre Nagy, var rekinn frá völdum. Þrír fangar voru aÖ bera saman, hver hefði veríð ástæðan fyrir því, að þeir voru settir inn. „Eg var settur inn fyrir aS vera á móti Nagy,“ sagði sá fyrsti. „Eg var settur inn fyrir að’ vera með Nagy,“ sagði annar. „Eg er Nagy,“ sagði sá þriðji. ★ - .%!. í Rúnieníu er sögð saga ai' fulltrúa kommúnistaflokksins, sem átti að reka úr flokknum fyrir frávik frá flokkslínunnj. Hann hélt til ritara flokksins til þess að bera fram afsökun sína„ Virtist hann æði hnugginn og gagnrýndi sjálfan sig mjög fyrir þessa yfirsjón sína. „Eg hef komizt að þeirri niðurstöðu', að eg hafði algjörlega á röngu að standa og er nú fullkomlega samþykkur hugmyndum ykk- ar.“ „Nú er það um seinan,“ svar- aði ritarinn. „Línunni hefur verið breytt. Við erum nú sam- jmála fyrri skoðunum þínum. | Þar með ert þú nú tekinn fast- ur“. ★ Ernest Hemingway þurfti á lækni sínmn að halda og bað hann að finna sig. Hann tók síðan að kvarta við læknirm um margvíslegan krankleika. Læknirinn rannsakaði sjúkling- inn nákvæmlega og sagði síðan: — Það er of mikið vatn f skrokknum á yður, það er meinið, hr. Hemingway! Hemingway leit á hálfa wishyflösku, sem stóð á borði rétt hjá. — Það getur ekki ver- ið. Eg hefi aldrei á ævi minni jdrukkið vatn! Hann hugsaði sig úm andartak. — Það gæti helzt jverið um að kenna þessum ís- molum, sem eg læt út i I whiskyið! 210® C & Sumufh TARZAIM '/ O'CytÁ' Linton hafði heyrt hljóð, fór að athuga, hvaðan það kæmi og fann .Wala, kvenprestinn. Jæja, svo að þér eruð hér, sagði þann. — Já, einmitt! Og augu hans leiftruðu. Hann gekk í áttina til hennar. Tarzan, sem var uppi í tré ásamt öpum sínum, gaf þeim merki um að senn væri tími til kominn að hefja árás. ; j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.