Vísir - 30.07.1956, Blaðsíða 1

Vísir - 30.07.1956, Blaðsíða 1
««. ílg. Mánudaginn 30. júlí 1956 173. tbl. fetrarveður á Norðurlandi Sumstaðar hvít jörð í byggð og yfirleitt vetrarsvipur á fjöllum. Akureyri í morgun. — Övenjulegt vonzkuveður og íiuldahret gekk yfir norður- 5*luta landsins í gær og nótt og jþykir þetta veður hráslagalegra kog kaldara en venja er til um íþetta leyti árs. Sumstaðar, eins og á Gríms- fitöðum á Fjöllum varð álhvítt í gærkveldi og í morgun, í iMývatnssveit gránaði í rót og Æerðafólk sem gisti þar í tjöld- jim leitaði skjóls á bæjum og Igistihúsin urðu yfirfull. Þar komst hitin niður í 1V2 stig um -helgina. Á öðrum stöðum svo sem Köidukinn, Ólafsfirði, Grenivik og Látraströnd var víða óhemju úrfelli í gær og í nótt méð snjó- komu niður í miðjar hlíðar. Á Akureyri var fjallahringurinn alhvitur, nema Vaðlaheiði sem gránaði í rót á brúnum uppi. Lágheiði inn af Ólafsfirði varð alhvít sem á vetrardegi. í Grímsey og' Flatey var versta veður, hvassviðri og kraparigning með 2ja stiga hita. Segulband við réttarhöld. Frá fréttaritara Vísis. Osló, í júlí. Norsk yfirvöld hafa nú í at- hugun að nota segulband eða upptökutæki við réttarhöld í landinu. Hefir verið fundin upp plata, sem aðeins er hægt að nota einu sinni, og ekki hægt að fella neitt niður af því, sem tekið hefir verið á hana. Norskir lögmenn, sem setið hafa á fundi í Tromsö, hafa reynt þessa nýju plötu, og telja þeir, að slík tæki geti haft hina mestu þýðingu við réttarhöld. Þetta mál er nú í athugun hjá dómsmálaráðu- neytinu norska. Hvítan mökk leggur upp af sprengingu í kvartsnámunni viS Mógilsá. Strigaslangan sést liggja frá ánni að námunni. Ljósm.: Þórður Magnússon. Svcinbjörn Sveinbjörnsson stendur við hina gullauðugu kvarts- iseð. Ljósm.: Þórður Magnússon. Siglufjarðarskarð ófært vegna fannkomu. r Siglufirði I morgim. ' Siglufjarðarskarð varð ófært öllum bifreiðum í gær sökum fannkomu og skafla og mun 6likt algert einsdæmi í júlimán- uði. Síðustu bilarnir sem brutust yfir skarðið voru jeppabílar sem lögðu yfir það rétt eftir há- degið í gær, en eftir það komst enginn bíll, ekki einu sinni á- ætlunarbíllinn til Siglufjarðar. I allan gærdag var versta veður á Siglufirði, norðan- og norðvestan stormur með krapa- rigningu niðri í kaupstaðnum en snjókoma strax og dró upp til fjalla og í morgun voru öll 'íjöll alhvit langt niður í hlíðar. Minriast menn ekki þvíliks veð- Ilígarra um þetta leyti árs, og eftir að bílvegurinn komst yfir Siglufjarðarskarð munu þess ekki dæmi að hann hafi teppzt í júlímánuði vegna fannkomu. Enn í morgun var úrkoma á Siglufirði, en þó minni miklu heldur en í gær og í nótt. Mikill fjöldi af síldveiðiskip- um er nú kominn inn til Siglu- fjarðar og leitaði þar vars. Mörg þessara skipa höfðu áður leitað vars undan Grísey og viðar, en þegar veðrið herti héldu þau brott þaðan og ýmist til Siglufjarðar eða Eyjafjarða- hafna. Það er óþarft að taka fra„ að frá því í fyrrihluta síðustu viku hefur engin síld veiðzt og ekk- ert skip gert tilraun til að veiða. Verður hafið gullnám Við Mógilsá er gulikísilæð, sem er.auðug og lengi hefir verið vitað um. Beykjaiík og Kópavogur hafa lijálpað við að undirbúa nánari ailiugun* Verður hafinn gullgröftur í Esjunni á næsturini? Nú í vik- unni verðnr úr því skorið, hvOrt kvartsæðin við Mógilsá í Ésju inniheldur nógu mikið af gulli til þess að hefja gullnám í stórum stfl. — Sveinbjörn Sveinbjörnsson starfsmaður hjá rafveitunni hefur í frístundum sínum undanfarin 3 ár unnið að undirbúningi rannsóknana. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri, Finnbogi R. Valdimars- sgn bséjárstjóri og Steingrímur Jónsson rafveitustjóri ásamt fleirum hafa lagt Sveinbirni líð með því að lána menn og verk- færi við undirbúning starfsins. Sagði Finnbogi R. Valdimars- son við fréttamann Vísis í gær að hann teldi það sjálfsagt að veita Sveinbirni aðstoð, þó ekki væri nema til þess að fá úr því skorið hvort gullmagnið reynd- ist nægilegt til vinnslu. Sveinbjörn sagði í gær að Gunnar Thoroddsen og Stein- grímur Jónsson hefðu lagt mál- inu lið á sama grundvelli. Gullið er þarna! „Félagi minn, Þórður Magn- ússon, og ég erum ekki að vinna út í bláinn. Gull er þarna og þau sýnishorn, sem tekin voru fyrir mörgum árum gáfu til kynna að kvartsæðin reyndist innihalda mikið af gulli — meira en fæst úr hverri smá- lest víða annarsstaðar þar sem gullnám er rekið með hagnaði. Okkar hlutverki er nú að verða lokið,“ sagði Sveinbjörn. „Við erum búnir að hreinsa ofan af kvartsæðinni og ef sýnishornin eru að sprengja niður í og gera ítarlegri og víðtækari rannsóknir. Til þess þarf fjár- magn og erlenda sérfræðinga og það er hlutverk ríkisins, Reykjavíkurbæjar og Kópa- vogskaupstaðar. Því verði hægt að vinna þar gull á það að vera til almenningsheilla en ekki gert í hagnaðarskyni fyrir ein- staklinga. Gamla kalknáman. Um stutt skeið var rekin kalkbbrennsla í Reykjavík. Kalkið fékkst úr námu rétt ofan við aðal-fossinn í Mógilsá og' þar fann Björn Kristjánsson al- þingismaður gull — síðan hefur þetta að mestu verið gleymt. Fyrir þremur árum fór ég að athuga s.taðinn og að vinna við að hreinsa jarðveginn, sem fall- ið hefur ofan í kvartsæðina. Sá eg strax, segir Svein- björn, að seinlegt myndi vera að hreinsa grjót og möl ofan af kvartsinu með handverkf. og fékk því ýtu til að ryðja grjót- inu burt. Með þessu móti tókst að ryðja niður 2 metra lagi. Áin tekin í hjónustu. Þegar ýtan gat ekki meira g'agn gert, tókura við það ráð að láta Mógilsá hjálpa okkur. — 70 metra strigaslanga,- 11 þumlungá í þvermál, var búin til. Síðan gerðum við stíflu og- veittum váthi í slönguna sem lá til riámunnar. Vatnið ruddi síðan lausa jarðveginum burtu, en stærri steina og björg varð að sprengja og nú er búið að losa um 3000 lestir af jarð- vegi ofan aí kvartsinu, sem liggur á þessum stað 6 mtr. undir yfirborð. Hvar endar kvartsið? Kvartsæðin er þarna 6 mtr. þykkt og 2 mtr. á breidd og sér ekki fyrir , endánn á henni inn í bergið, Hún er að öllum lik- indum löng því 15 mtr. fyrir neðan holuna keniur hún upp Frh.-á 2. síðu. Bretar sigruðu í Le Mans. Bretar urðu hlutskarpastir I Le Mans kappakstrinum — sex af átta fyrstu bifreiðunum, sem komu að marki, voru brezkar. Sigurvegar í keppninni urðu tveir Skotar, sem óku Jagúar- bifreið. — Keppni þessi er háð í sportbílum. Brezk blöð fagna yfir þeim árangri, sem náð varð í keppn- inni í brezkum bifreiðum og telja hann ágætan vitnisburð fyrir brezkan bifreiðaiðnað og spá góðu um framtíð hans. Ræða þau og í sambandi við þessa fregn mikilvægi bráðrax lausnar á núverandi deilu í bifreiðaiðnaðinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.