Vísir - 22.08.1956, Blaðsíða 5

Vísir - 22.08.1956, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 22. ágúst 1956. Ylsm §lík fyrirbrigði eru mjög á dagskrá erlendis. Enskar konur lialda m.a. frain, að börn þeirra sén eingeiin. Blaðamenn í Englandi eru um þessar mundir að leita aS dæmúm um meyjarfæðingar. Fyrirspurnir blaðsins Sunday Pictorial hafa þegar borið nokkurn árangur. Þrjár mæður hafa gefið sig fram, og staðhæfa þær, hver um sig, að hafa fætt stúlkubarn, án þess að hafa haft mök við karlmann, um þær mundir er barnið ætti að hafa verið getið. „Ég var seytján ára gömul, þegar eg eignaðist meybarn í fæðingarstofnun einni í Lond- on,“ upplýsti móðir í viðtali við ritstjóra blaðsins. „Þegar læknirinn minn sagði mér það, einn góðan veðurdag, að ég væri með barni, taldi eg að lionum skjátlaðist hrapallega. Eg var að vísu heitbundin um þær mundir, en mannsefnið trúði mér afdráttarlaust, þegar "eg sagði honum, að eg hafði aldrei átt vingott við nokkurn mann — hann væri eini mað'- urinn í lífi mínu. Við vorum ®vo gefin saman í hjónaband, en skyldfólk mitt og vinir trúðu mér aldrei.“ Önnur kona sagði, að læknir 'hennar hefði sagt sér, þegar hún leitaði til hans, að hún væri komin „þrjá mánuði á leið“. Um þær mundir hafði hún ekki búið með manni sínum um fimm mánaða skeið. Þær sóru og sárt við lögðu, Þriðju konunni sagðist svo frá, að læknir hennar hefði úr- skurðað, þegar hún leitaði til hans skömmu eftir brúðkaup- ið, að hún væri þunguð. Við jþetta hafði veslings konan það að athuga, að hún hefði — sökum truflana á sálarlífinu — ekki með nokkru móti getað sinnt skyldum sínum í hjóna- sænginni. Báðar þessar konur .sóru og sárt við lögðu, að þær liefðu aldrei haft mök við aðra -karlmenn. Tilefnið til þess, að konur þessar gáfu sig fram við rit- stjórn blaðsins, var, að dag- Tblöðin höfðu flutt æsifregnir xim rannsóknir vísindamanna á meyfæðingum. Þessar rann- sóknir voru raktar til þeirrar ireynslu, sem vísindamenn :höfðu fengið af athugunum á „D. 9“, sem er fisktegund (Lebistes reticulatus). Rann- sóknir þessar fara fram á rann- sóknarstofu Lundúnaháskóla, ■og er þeim stjórnað af J. B, S. .Haldane, prófessor. Meydómsins ■v-andlega gætt. Óvéfengjanlegai- skýrslur' sýna, að fiskur sá, sem notað- nr er við rannsóknir, er fædd- ur 5. október 1950. Þetta er hrygna og til þess að enginn vafi geti' ieikið á um vísinda- legt gil d i . rannsc.k na n iy,a, er þessum einstæðings fiski haldið í strangasta „klau3tri;‘ og mey- dómsins gætt sem tryggíilegast. Þrátt fyrir allar varúðarráð- stafanir fæddi hrygnan af sér e,dóttur“, ,þegar hún var 216 daga gömul. (Fisktegund þessi fæðir af sér fullsköpuð af- kvæmi). Þessi „eingetni“ ungi lifði í 10 mánuði. Nú þótti ekki rétt, að halda „jómfrúnni" lengur 1 klaustr- inu og var hún nú gefin sam- an við hæng einn, sem virtist hið mesta „karlmenni“. — Hvernig sem á því stóð, varð brúðgumanum ekki langa líf- daga auðið í hjónabandinu. — Ekkjan lét þetta þó ekki koma að sök heldur fæddi hún enn af sér fleiri afkvæmi, sem und- ir engum kringumstæðum hafa getað verið getin með „eigin- manninum“ í lifandi lífi hans. Dóttirin fæddi afkvæmi. Dóttirin, sem hlaut einkenn- isnúmerið DD20, og' var föður- laus einstæðingur, lét sér ekki segjast, og fæddi af sér þrjú afkvæmi þegar hún var 193 daga gömul. Þó hafði skírlífis hennar verið gætt vandlega. Eiginkona Hadanes prófessors tók nú málin í sínar hendur, en hún er þekktur vísindamaðuv, dr. Helen Spurway að nafni. Gat hún nú upplýst, að DD20 hafi að lokum fjölgáð fiskkýn- inu um þrjá föðurlausa ein- staklinga. Hér höfðu þá meyfæðingar átt sér stað, og það undir strangasta eftirliti vísindanna — en þetta er einstæður við- burður í sögu hryggdýranna. Stungið á froskaeggjum. Dr. Spurway hefur haldið rannsóknum þessum áfram, og undir hennar eftirliti hafa komið í heiminn 92 fiskein- staklingar, sem engan föður eiga — einn hængur, einn tví- ky.nja og 90 hrygnur. Þessi silungstegund er þó engan veginn eina dýrið, sem fæðist eingetið. Meðal skordýr- anna er þetta þekkt; svo sem: hjá býflugum, en þar er þetta álgengt, svo sem kunnugt er. Þannig tímgast svört, vespu- tegund (pelecinus) nær ein- göngu á þennan hátt. ; . Býflugan — drottningin — yerpir ,t, d, bæði frjóvguðum og ófrjóvg'uðum eggjum samtímis, Meðal kóralla og annara líf- vera sjávarins eru frjóvgunar- hættir æði margbrotnir. Líkj- ast þeir nokkuð frjóvgun jurt- anna, en þó má segja, að hjá sumum þes&ara lífvera sé líka um kynæxlun að ræða. Þannig fer blaðlúsin að. Þá má segja, að tímgunar- hættir blaðlúsarinnar séu eftir- tektarverðir. Að sumrinu ann- sér stað? ast kvenlúsin um fjölgunina eingöngu, en um veturnætur leitar hún samvinnu við karl- lúsina. Þegar á 19. öldinni hafði vís- indamönnum tekist að klekja út ófrjóvguðum eggjum. Þeir hristu ígulkerjaegg, eða stungu á froskeggjum með prjóni, eða lögðu þau í sérstaka upplausn, Þegar þetta tókst, drógu vís- indamennirnir þá ályktun af þessu, að um hreina efnabreyt- ingu eða efnaskiptingu væri að ræða, þegar sæði karldýrs frjóvgaði egg kvendýrsins. Fyrir um það bil fimmtán árum, gerðu Bandaríkjamenn- irnir Gregory Pincus og Her- bert Shapiro tilraun með spen- dýr — kanínu — og byggðu rannsóknir sínar, eða tilraunir, á þeirri vitneskju, að kanínu- egg, sem látin voru í sérstaka upplausn og síðan sett í glös, sem stungið var inn í kæliskáp, þroskuðust öðru vísi við mik- inn kulda en við eðli- legt hitastig. Vísindamenn- irnir skáru 14 kanínulæður upp og settu þriggja centimetra langa messinghlíf utan um eggjastokkana. Síðan dældu þeir ísvatni um pípu inn í eggjastokkana dálitla stund, og saumuðu svo skurðinn saman aftur. Jafngilti ertingin frjóvgun? Eitt þeirra dýra, sem varð fyrir þessari meðferð, fæddi síðan lifandi unga í fyllingu tímans. Hafði ert'ingin, sem kalda vatnið olli, jafngilt frjóvgun? . Menfi hafa hingað til ekki getað rannsakað þessi fýrir- brigði til fullnustu. Því var það, að dr. Spurway bar fram þá spurningu, sem vakið hefur mikla athygli, hvort svokall- aðar meyfæðingar gætu ekki átt sér stað hjá konum, þar sem sannað væri að slíkt ætti sér stað hjá spendýrum, eigi síður en hjá hinum lægri lífværum. Hið merka, enska læknablað „Lancet11 tók undir þessa spurningu og skýrði frá því, að margir þeirra manna, sem fást við að ala upp og rækta til- raunadýr fyrir raijnsóknarstof- ur, séu þeirrar skoðunar, að „meýfæðingar" eigi sér stað meðal dýra, og byggja það á reynslu sinni. Telja þeir, að það komi fyrir, :að kvendýr áli afkværrii, ári þess að um nokk- ur mök við karldýr háfi getað verið að rséða. Meyfæðingar — sexburafæðingar Að mönnum hefur ekki tek- izt, : að, ganga óyggjaridi úr skugga um það, hvor.t meyfæð- ingar eigi sér stað meðal kvenna, getur stafað af tvennu, segir í „Lancet“. í fyrsta lagi telji menn þetta svo fjarstæðu- kennt, að konur varist að nefna það, hvernig sem ástatt er. I öðru lagi getur þetta, að minnsta kosti í öðru tilfelli, einmitt átt sér stað hjá giftum konum, svo að það fari fyrir ofan garð og neðan, jafnvel hjá konunni. Fréttablaðið enska, sem greip spurningu blaðsins „Lancet“ á lofti, og vísaði til fyrirlesturs dr. Spurways, fann ástæðu til að benda á, að: „Þrátt fyrir þetta, mega ungar. stúlkur ekki halda, að þær geti skákað í þessu skjóli!" Þannig er nefni- lega mál með vexti, eftir því sem dr. Spurway segir, að vís- indin geta með fullkominni vissu, skorið úr því hvort barn fæðist „meyfæðingu" eða ekki, því að svo að segja öll börn, sem þannig fæðast, eru meybörn. Fæðist hinsvegar sveinbarn, sem er mjög sjaldgæft, er það venjuleg- • ast vanskapað. Þá eru meybörnin venju- legast mjög lík móðurinni og bað svo, að einkennandi er. Hafa þau sama ónæmi fyrir sjúkdómum og móðir- in, og endurgræða má húð af móðurinni á dótturina, sem hinsvegar er ekki hægt að gera, ef um börn er að ræða, sem getin eru á „eðli- Iegan“ hátt. Blaðið „Sunday Pictorial11 ætlar nú að láta gera tilraunir í þessa átt með mæðurnar, sem gáfu sig frarn við blaðið, og áður er sagt frá. Hversu oft eiga meyfæðingar sér stað? Vísindamennirnir geta ekki gefið óyggjandi upp- lýsingar um það. Eftir því, sem næst verður komist, á þetta sér stað á Englandi einu sinni á hverjum fjórum árum að með- altali. „Lancet“ hel'dur; því aftur á móti fram, að meýfæð- ingar séu helmingi sjaldgæf- ari en sexburafæðingar, (s.em er ein af hverjum tæpum 4 milljörðum). Þetta þýðir, að á þremur mannsöldrum á sér stað ein meyfæðing. Kaþólskir og kraftaverk. Eins og vænta mátti, hefur þetta mál, og þessar rannsókn- ir, gefið tilefni til mikilla blaða-. skrifa og bollalegginga, og gat ekki farið hjá því, að blöð kirkjunnar létu líka til sín taka. Hið kaþólska blað „Uni- verse“ bendir á það, að þetta mál rýri engan veginn þýðingu eða sanrileiksgildi kraftaverks- ins um boðun Maríu, jafnvel þótt niðurstöðurnar 'af rann- sókn dr. Spurways fái viður- kenningu, og bendir í því efni á úrskurð kirkjufundarins x Trident (1545—1563). Þá hefur vísindamönnunum aldrei tekist að benda á nokk- urt dæmi um að sveinbarn —• eða yfirleitt karlkyns afkvæmi — hafi fæðst meyfæðingu og telur það reyndar ekki geta komið fyrir. (Úr „Der Spiegel11.) Þrjú leiguflug Fí til Norðurstöðvar á Grænlandi Fiýgur með sænska sjömenn til New York. Hjá Flugfélagi íslands er ijú mikið annríki ; millilandaflugi því auk hins reglubundna á- ætlunarflugs til Norðurlanda, Bretlands og Þýzkalands, hefur það annazt óvenju mikið leigu- flug í sumar, einkum til Græn- lands. Nýlega hefur verið gengið frá samningum um þrjár leigu- ferðir á vegum Grænlands- stjórnarinnar til Norðurstöðvar á Grænlandi, en Norðurstöð liggur á 81.5 gráðu norðlægr- ar breiddar og er nyrzti lend- ingarstaður sem nokkur íslenzk flugvél hefur lent á til bessa. Fyrsta ferðin þangað verður farin á sunnudaginn kemur og sóttlr þangjað farþegar, sem daginn eftir verða síðan fluttir til Khafnar- Hinar Grænlands- íerðirnar eru áfeveðnar' 14. og 21. sept. n.k. og verða þá bæði fluttar vörur og fárþegar í þeim ferðum. Þá hefur Flugfélag íslands samið um leiguferð milli Gautaborgar og New York á næstunni, eða nánar tiltekið 6. seþt. n.k. Sú ferð verður á vegúm Ssensku , Ameríkulín- uriríar og verða fluftir ,55 særiskir sjómenn vestur um haf. Eldur í neta- verkstæði. í gær kviknaði eldur í neta- viðgerðarveikstæði Þórðar Ei- ríkssonar í Kamp Knox. Hafði eldurinn komizt milli þilja og þegar slökkviliðið kom á vettvang þurfti það að rífá nokkuð af þiljum til þess að komast að eldinum. Skemmdir af eldi munu ekki hafa orðið teljandi og alls ekki á veiðar- færunum, en eitthvað af völd- um vatns og reyks. Ókunnugt er um eldsupptök. í gærmorgun var slökkvilið- ið kvatt að Hafnarhúsinu, en er til kom reyndist vera um gabb áð ræða og ekki vitað hver valdur var að því. Hjálparmótorhjólum stolið. I fyrrinótt var hjálpármótor- hjólinu R 126 stolið frá Ás- vallagötu: H- Þá hefur rannsóknarlögregl- an beðið Vísi að lýsá eftir hj álparmótorhj óli, sem; stolið hafði' ver'ið ■ héri í b'ænum um s.l. mánaðamót og er erin ékki koiriið í leirirnaiv Ber þáð skfá- setningai’merkið R 279 og hafði staðið við reiðhjólaverk- stæðið Óðinn í Skólastræti er því var stolið. Það er þýzkt, af svo kailaðri Mielegerð og blátt að lit. Þeir sem kynnu að hafa orðið hjólsins varir eru beðriir að láta- rannsóknarlögregluna vita. Meðvitundarlaus á götú. í geer fannst meðvitundar- j laus maður liggjandi á grúfu á Þórsgötu. Virtist maðurinn verá í krampayfirliði og flutti lögreglan hann í Slysavarð- stofuna. Ekki virtist maðurinn vera slasáður, en þarna var um sjúkling að ræða, sem farið hafði út af sjúkrahúsi og var hánn fluttur þangað aftur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.