Vísir - 22.08.1956, Blaðsíða 7

Vísir - 22.08.1956, Blaðsíða 7
Mi&vikudaginn 22. ágúst 1956. VlSIR Mr. 'Uh^fief em attiikin, STUTT SÆSA EFTIR I Guðlaugu Benediktsdóttur | Skamradegið grúfði yfir með sorta sínum. Dagarnir voru stuttir og hretviðrasamir. Jólahátíðin færðist óðum nær og til- hlökkun og gleði fyllti huga fólksins á Höfða. Á þessu góða og friðsama heimili var það ég einn, sem ekki tók þátt í þessari jólaeftirvæntingu. Þunglyndi sótti að mér og mig brast kjark til að bægja því frá huga mínum. Ég ráfaði leiður og vansæll inn í vesturherbergi til ömmu minnar og settist í djúpa stólinn hennar. Hún sat ávallt sjálf í þessum stól, þegar hún hafði fótavist. Nú hafði hún legið í rúminu í nokkra daga, en var í afturbata. „Hver er þar?“ sagði amma, því inni hjá henni var skugg- sýnt. Ég sagði til mín. „Æ, ert það þú Stjáni minn,“ sagði amma. „En hvað það ér gaman að sjá þig drengur minn. Ég tek nú svona til orða, þó farið sé að skyggja, því sjónin notast ekki. Ég sé þig í huga mínum jafnt fyrir því, og finn návist þína. Þú veitir mér, hrörn- andi gamalmenninu, yl frá æsku þinni. Svona er lífið, góði drengurinn minn, — allt blessuð Guðs gjöf, ef við höfura lán til að koma auga á þann sannleika. En ósköp ert þú þögull og ólíkur sjálfum þér. Dragðu ögn frá glugganum vasni. Tunglið fer að gægjast inn til mín.“ Jæja, hún finnur þá, að eitthvað amar að mér, hugsaoi ég um leið og ég stóð upp og dró betur frá glugganum. Við þögðum bæði, þar til amma sagði loks: „Hvað er annars að þér góði. Færðu stólinn minn hérna nær rúminu og lofaðu mér að finna höndina þína. — Já, svona. — En hvað hún er hlý, höndin þín. Blessuð æskan og lífskraftur- inn er svo brómstandi í drengnum mínum.“ Gamla konan lagaði koddann sinn, án þess að sleppa hendi sonarsonar síns, og hallaði sér út af. „Nú.hlusta ég á þig, Stjáni minn. Við erum hér ein að mönn- um til.“ „Já amma,“ sagði ég. „Það er.rétt hjá þér, mér líður ekki sem bezt. Þess vegna langar mig til að leita ráða þinna.“ Mér vafðist tunga um tönn. Það varð þögn um stund. „Já Stjáni minn, þess vegna komstu inn til min núna. Það er mér sönn gleði, að þú skulir geta leitað tiL gömlu ömmu þinnar. Guð gefi að ég bregðist ekki stóra drengnum mínum.“ Hún klappaði hlýlega á heita hönd mína. Einlæg ástúð og velvild gömlu konunnar hlýjaði mér inn að hjartarrótum. Engum. treysti ég betur en henni og við engan gat ég talað um hvað sem var, um gleði, hryggð og áhyggjur, ef ekki við hana. Ævinlega mátti hún vera að, að sinna mér og systkinum mínum, og það sem hún sagði, reyndist alltaf af viti og elsku sagt, til þeirra er þar áttu hlut að máli. Ámma,“ sagði ég lágt. „Ég á svo bágt með að hugsa um nokkuð annað en hana Katrínu í Höfðavík.“ Gamla konan stundi ögn við. „Nú, nú, góði minn. Ég held það sé ekkert á. móti því, að þú beinir huga þínum til hennar Katrínar. Hún er sannarlega myndar stúlka, stúlkan sú, og af góðu bergi brotin, það ætti ég bezt að geta um dæmt. „Ég vissi að þú .myndir .taka þessu vel, amma mín, það var ek.ki það. En Katrín hefur þennan nýja búðarmann hjá Klemenz: á hælunum á sér.“ „Nú jæja, barnið gott. Það er svo. Það er það, sem þú setur fyrir þig. Ólíkt er það móður hennar og jafnvel allri hennar ætt, ef hún er mjög laus fyrir í þeim efnum, stúlkan. En hvað ég vildi sagt hafa. Hafðir þú inhverja von um hana Katrínu, Stjáni minn?“ „Já, það fannst mér, þó við hefðum ekki talað neitt um slíkt okkar á milli.“ Amma þagði drykklanga stund. Fölur tuglsskinsgeisli lædd- ist inn um gluggann og skein á andlit hennar og snjóhvítt hár- ið, þar sem hún hallaði sér að koddanum. Mér fanns.t hinir göfugmannlegu, fast mótuðu andlitsdrættir, fá sérstakan töfra- blæ í hinni annarlegu birtu. Hún amma bar það með sér, hvað. hún var vitur og göfug sál, aldrei var mér það Ijósara en nú. „Ég skil þig vel drengurinn minn,“ sagði amma hægt og róléga. í kvöld ætla ég að biðja Guð' að leiðbeina mér og láta mig skilja, á hvern hátt ég get bezt ráðlagt þér. Eins og þú veizt, hefur það aldrei brugðizt mér að leita þangað. Það er 4 k&l4$ékumi HAMMOND INNES: í tnamnrmunum 6© gleðifregnin mikla, sem menn höfðu beði.ð eftir: „Skipbrotsmönnum á borgarísjakanum bjargað.“ Og svo kom skeyti frá Reuter, dagsett sama dag: „Skeyti frá Pingvin hermir, að ölíum sem á borgarís- jakanum hafi verið bjargað. Sjógangur og rekís töfðu björg- unartilraunir. — Skipbrotsmenn segjast hafa átt illa æfi vegna þess að sjór gekk yfir visfarverur þeirra og allt gaddaði.“ Og nú er sagan litlu lengri, nema að ári síðar var hafin smíði nýs Suðurkross í Belfast, kostnaður áætlaður 2.5 millj. stpd. og á skipið að v.era tilbúið fyrir næstu vertíð. Suðurhafa-hval- veiðifélagið hefur enn skrifstofur sínar við Fenchurch stræti í London. Sir Frederic Sands, kunnur fjármálamaður, er nú forseti stjórnarinnar, og Duncon Craig á sæti í framkvæmda- stjórninni. Judie Bland er orðin Judie Craig. Þau voru gefin saman í Höf.ðaborg og var þar mikið um fagnað, Craig verður skipstjóri á Suðurkrossinum II. — Eide, sem.fékk fulla uppreisn, er þegar skipstjóri á öðru bræðsluskipi. ,Það er ekki líklegt, að Judie Craig fari í aðra ferð til suður- skautssvæðisins. Hún er orðin móðir, og dveljast þau hjón sum-* armánuðina við Falmouthvíkina og stunda mjög skemmtisigl- ingar og heimili þeirra eru til mikillar. prýði. ágætar myndir frá suðurskautsleiðangrinum eftirminnilega, gerðar af Aldo Bonomi, en myndin sem þau hafa mestar.mætur á, er af Gerdu Petersen, tekin er hún var að leggja upp í ferðina, sem var hennar hinnsta. Hún hangir í forsal hýssins og blasír viðhverj- um, er inn kemur, svo að enginn. gengur þar inn án þess að komast í kynni við hana. — ENDIH — Einstein var heimsfrægur vísindamaður, en hann var líkaa orðlagður fyrir að vera mjög utan við sig. Einu sinni var hann.. staddur í mannþröng og tókst þá yasaþjófi að tína upp úr vös- um hans hvert tangur og tetur,. sem hann hafði meðferðis. Gamli maðurinn fór þá angur- vær á næstu lögreglustöð og. kvartaði y-fir þjófnaðinum. „Herra prófessor," sagði yf- irlögregluþjónninn. „Gctur það verið; að þér hafið ekki fundið, að farið væri svona rækilega í vasa yðar?“ „Jú — jæja — eg fann það,“ sagði hinn frægi maður og kink aði kolli. „En eg hélt, að það væri hendurnar á mér sjálfu.m, sem væri að þukla um þá.“ ★ Breyttir siðir. — Faðirinn var að tala við son sinn, sem hafði verið á dansleik í fyrsta sinn og spurði hann, hvort hann hefðí; ekki verið feiminn að ganga í fyrsta sinn fram fyrir unga stúlku, og biðja hana að gera sér þá ánægju að dansa við sig. „Það gerir enginn lengur. Við göngum um og gáum að því, hvort við sjáum eitthvert snot- urt andlit og göngum svo ó*> trauðir til atlögu,“ sagði son- urinn. „Eða ef það er einhver, sem_ við þekkjum, segjum við kannske: Hæ! Stína! — komdu að dansa!“ * Fjölbreytnin er krydd lífsins, en fábreytnin leggur til mat- vörurnar. * De Gasperi var einu sinni í samkvæmi spurður að því, hvernig honum litist á Frakk- Iand. Hann hefði farið svo margar ferðimar þangað, a<5- hann hlyti að vera orðinn því vel kunnugur. Hann svaraði að hann áliti, að sannkallað lýð- ræði ríkti í Frakklandi: „Þar mega rnenn gera hvað sem þeir vilja — ef þeir bara fá leyfi til þess hjá konu sinni.“ Gesturinn: „Þjónn — glasið: er vott. Þjónninn: Já( það er konjak- iS, herra minn. 2160 ,Cnoi.tl»S.S<3(M R)l*Bur»ou*fce.}jic:—•Ófc.Htt.Ó.B.I'M.Oa. Dlstr. by Uiilted Fenture Syridlcate. Inc. Tarzan- lá nú ÖTmagna á.ýtxjS- greininni og vnr því í góöu fæari fyjrir Jim til að íðcjóts bann. úan.,lyfti,.byssunni og rak upp- óp úpt feáttíst. viss ura að geta koœáð ‘Tet&m. at#reldlega. fyrir Jira var orðinn leiður á eltingar- leiknum og ætlaði nú að gera út a£ við Tarsaa. Hann .Iæddist áfram. að iréhu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.